Tíminn - 03.03.1955, Page 1

Tíminn - 03.03.1955, Page 1
89. árgangur. Inflóenzan breiðist ní Um fyrri helgi fór nð bera á inflúenzu hér í bænum og breiddist hún ört út vikuna sem leið. Veikin hefir lagzt aðallega á börn og ungt fólk. Ráðlegt er að forðast eftir mætti kulda, vosbúð, vökur og þreytu. Enn fremur er hyggi- legt að forðast fjölmenni eftir því sem við verður komið. Þeir, sem taka veikina ættu að gæta þess að leggjast strax í rúmið og fara ekki á fætur fyrr en þeir hafa verið hita- lausir í tvo daga, og þá að- eins að ekki sé um verulegan slappleika að ræða. Það skal tekið fram, að in- flúenzan er yfirleitt væg. (Frá skrifst. borgarlæknis). Veður haralar sjó- sókn frá Snæ- fellsnesi Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Ólafsvíkurbátar gátu ekki róið frá því á laugardag þar til í gær vegna veðurs. Hrepptu þeir þá einnig illt sjó veður og öfluðu lítið. Síðast þegar róið var á laug ardag, var aflinn 8—14 lestir. Komust bátarnir þá ekki á hin aflasælu mið sín vegna veðurs og ekki heldur í gær. Lítill afli og slæmar gæftir Frá fréttaritara Tímans á Fáskrúðsfirði. Ekki hefir gefið á sjó frá Fáskrúðsfirði í fimm daga, og er stöðugt óveður úti fyrir fjörðum. Síðast, þegar bátar komust út með línuna, aflaðist illa, eða aðeins 1—5 lestir á bát. Stærsti báturinn, Ingjaldur, er í útilegu og leggur á mið Hornfirðinga, en þar hefir einnig verið lítill afli, að minnsta kosti hjá útilegubát- unum, að undanförnu. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga kjörnir Alþingi kaus í gær hlutfalls kosningu yfirskoðunarmenn rikisreikninga. Komu fram tveir listar. Hlaut A-listi 37 atkvæöi og alla menn listans kjörna, en þeir voru: Jón Fálmason, Jörundur Brynjólfs son og Björn Jóhannesson. B- listi hlaut 9 atkvæði, en á hon um var Ásmundur Sigurðsson. Skrifstofur i Edduhúfll Préttasímar: 81302 og 81303 Aígreiðslusími 2323 Auglýslngasimi 81300 Prentsmiðjan Edda Reykjavík, fimmdudaginn 3. marz 1955. 51. biað. Þannig hugsar teiknari New York Times sér friðarviðræður stórveldanna. Hér eru þeir við samningaborðið, Churchill, Bulganin og Eisenhower. Sitja þeir á atómsprengjum við samningaviðræðurnar. Bætir enn á snjóinn í Árnes- sýslu — víða nærri ófært Þegar blaðið átti tal við Helga Ágústsson á Selfossi í gær- kvöldi var útlztiö með mjólkurflutningana úr nppsveitum Árnessýslw slæmt, geysimikili og jaf7rfallinn snjór kominn og útlit fyrir áframhaldandi snjókomu. — Þetta mjakast svona áfram, sagði Helgi, en ef hvessir verðnr allt bráðó- fært í einnm svip. — Brezki togarinn kominn upp í sand lítið skemmdur Sklpstjórinn var í fyrsln veiðifcrð sinni cftir nokkurra ára livííd frá sjósókn Brezki togarinn King Sol, sem strandaði á söndwnum fyrir austan, er nú kominn vel upp í san< og er búið að koma landfestum úr stafni skipsins í iand. Togarinn er óskemmdur að kalla og hefir enginn sjór komizt í skipið enn sem kom ið er. Skipstjórinn, sem var með skipið í þessari íslandsferð, hafði ekki verið á sjó um nokkurt árabil og var þetta fyrsta ferð hans með þetta skip. Tókst þá svo illa til, að skipið strandaði við íslands- strendur einmitt, þegar það var að koma upp að landinu í þessa veiðiferð. Geir Zoéga, umboðsmaður brezku togaranna hér á landi tjáði blaðir.u í gær, að ekki væri líklegt. að reynt yrði að bjarga togaranum fyrst um sinn. Brimólt- er mjög út af söndunum, eins og sakir standa og varla hættandi á björgunarstörf fyrr en veður taka að kyrrast með vorinu. Brotizt með mjólk yfir Fróðárheiði Frá fréttaritara Timans í Ólafsvík. Mikill snjór er nú á Fróðár- heiði og er ekki hægt að segja, að vegurinn yfir fjallið sé fær bilum. Ýta er á fjallinu og er mj ólkurbílnum hj ápað yíir með aðstoð hennar. VR eingöngu launþegafélag Á aðalfundi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem háður var nýlega, voru gerðar þær breytingar á lög- um þess, að eftirleiðis verður það eingöngu fyrir launþega og víkja þvi atvinnurekendur nú úr félaginu, en hingað tii hafa kaupmenn getað verið félagar. í stjórn félagsins voru kjörnir Guðjón Einarsson for maður, Daníel Gíslason, Pét (Pramhald á 2. sið'u., Erfiðleikar með útburð blaðsins Vegna veikindafaraldurs þess, sem gengur nú í bæn- um, er miklum erfzðleikum bundið að koma blaðinu til áskrifenda, og eru þeir beðn ir að virða til betri vegar, þótt það berist seint til þeirra þessa dagana. Fjöl- mörg hau börn, sem annast útburð blaðsins, hafa ekki getað mætt til vinnu undan farna daga. Bílarnir, sem voru að brjót ast áfram í Biskupstungum í fyrrakvöld, eins og blaðið skýrði frá í gær, komu til Sel foss um miðnætti og höfðu þá verið 16—18 klukkustundir. í gærkveldi voru Biskups- tungnabílar ekki komnir á leiðarenda á uppleið kl. 6 og því ekki væntanlegir fyrr en undir miðnætti. Klukkan sjö (Pramhald á 2. síðu) Lítilli telpu ustu stundu í fyrradag munaði litlu, að fimm ára stúlka drukknaði í Aíyhtun Hiínaðarþings um fjármagn til Itmdbúna&urfranihv: Veðdeild Búnaðarbankans verði séð fyrir 5 millj. kr. á ári í 10 ár Fundur var í Búnaðarþingi lengi dags í gær og fjölmörg mál til umræöu og afgreiðslw. Var meðal annars samþykkt eftirfarandi ályktun um aukið fjármagn til lan< (húnaðar- framkvæmda: „Búnaðarþmg lítur svo á, að eitt ai því, sem mest varðar íslenzka bændastétt eins og sakir standa, sé að unnt verði að útvega nægi- legt fjármagn til þeirra framkvæmda í sveitnm, sem ?iauðsynlegar eru, svo sem til bygginga, ræktnn- arframkvæmda og kaupa á jörðum og bústofni fyrir frumbýlinga. Telur þvi Bún aðarþing brýna nauðsyn bera tzl, aö Búnaðarbankan um verði séð fyrir nægilegu fjármagni, svo að teildir hans geti haldið uppi eöli- legri lánastarfsemi í þágu bænda, og ályktar því að skora á ríkisstjórnina að sjá um, að veðdeild Búnað- arbankans verði séð fyrir fimm millj. kr. á ári næstu lÍH árin, svo að deildin getí fullnægt því hlutverki, sem henni er skvlt að sinna sam- kvæmt lögum. f því sambandi krefst þingið þess, að ríkisstjórnjn notfæri sér heimild síðasta Alþingis um að skylda þar tilgreindar stofnanir til aö kaupa vaxtabréf veðdeúfl- arinnar. Framh. á 7. síðu. bjargað á síð- úr húsg-runsii húsgrunnz, sem var fullur af vatni og leðju við Fífu- hvammsveg, sem er innst I Kópavogi. Maður, sem kom út úr húsi sínu þar rétt hjá, heyrði barnsgrát, sem kom frá grunninum. Brá hann þegar við, en ekki mátti tæp- ara standa. Vatnið í grunn- inum náði þá I/tlu telpunni upp fyrir herðar og mátti hún sig hvergi hræra, þar sem hún var föst í leðju i botni grunnsins. Tókst manninum fljótlega að ná telpunni upp, cg varð henni ekki meint af volkznu, þótt hún væri rennblaut og köld. Það er mikið ábyrgðarleysi að hafa húsgrunna, sem eru fullir af vatni, ógirta, eink- um, þar sem lítil börn eru að leik, og ættu yfirvöld Kópavogshrcpps þegar í stað að sjá tii að húsgrunnur þessi verði girtur, svo og aðr ir, sem líkt kann að vera ástatt með.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.