Tíminn - 01.04.1955, Blaðsíða 4
/
1 1 Aldarafmæli frjál rar verzlunar á ísandi. « ' "r Tíminfli
að kunnugt var um það, að
frv. stjórnarinnar sætti
mótspyrnu nokkurri. Sam-
þykkti Alþingi að æskja þess,
að konungur vildi greiða
fyrir frv. því til frjálsrar
verzlunar, er hann hefði
látið bera undir ríkisþing-
3ð, svo að það fengi sem
fyrst lagagildi.
Þegar nýtt ríkisþing kom
saman í Danmörku sumarið
1853, lagði Örsted ráðherra
frv. Bangs óbreytt fyrir
þingið, sem fyrr var að vik-
ið. Undirtektir urðu mis-
jafnar. Bardenfleth lagði
móti því að málið yrði af-
greitt að sinni, en annar
þingmaður, M. P. Kirck að
nafni, mikill forvígismaður
frjálsrar verzlunar, vildi að
því yrði flýtt sem mest. Úr-
slit urðu þau, að málið var
fellt frá 2. umræðu, enda
stóðu þinglausnir fyrir dyr-
um.
í byrjun október 1953
hófst þing að nvju. Hafði
Örsted þá skipað sérstaka
nefnd í málið mili þinga og
voru tillögur hennar ekki
þegar tilbúnar. Þótti sum-
um þingmönnum, sem þetta
væri fyrirboði um það, að
enn ætti að fresta málinu.
Urðu allharðar umræður í
landsbinginu út af þesFU, og
átti Kirck frumkvæði að því
og fylgdi honum Balthasar
Kristensen, en Örsted og
Bardenfleth mæltu á móti,
og var Bardenfleth einkum
mótsnúinn í málinu.
Skömmu eftir að þessum
umræðum lauk, flutti einn
þ.ióðþingsmanna, Frölund
að nafni, frv. um rvmkun
verzlunarfrelsis á íslandi.
Var það frv. Bangs óbreytt
að mestu. í umræðum kom í
ljós, að Danir settu það
mest fyrir sig í þessu máli,
að þeir óttuðust, að þeir
myndu missa tökin á fisk-
verzluninni við Spán í
hendur Spánverjum. Or-
sökin var sú, að ekki væri
unnt að leggja á aðflutn-
ingstolla hér á landi, vegna
þess að tolleftirlit væri hér
óframkvæmanlegt. Af því
Jeiddi það, að Spánverjar
gæti flutt hingað vörur með
sömu kostum og Danir, en á
Spáni urðu Danir að gjalda
háan toll af fiskförmum
sínum, þar sem Spánverjar
siálfir greiddu lítinn inn-
fiutningstoll af fiski, sem
þeir fluttu inn á eigin skip-
um. Taldi Frölund, að vegna
þessa aðstöðumunar gætu
spænskir kaupmenn greitt
50 rd. meira fyrir lest af
saltfiski en danskir kaup-
menn, og væri þetta eitt með
öðru mikið hagsmunamál
fyrir íslendinga. Niðurstaða
umr. var sú, að nefnd var
kosin í málið og gekk það
síðan greiðlega gegn um
þjóðþingið með þeim lag-
færingum, er nefndin mælti
með.
Þegar frv. kom til lands-
þingsins, hafði Örsted lagt
fram sitt frv. Nefnd var
kosin til þess að athuga
bæði frv., og var Kirck
einn i þeirri nefnd. Ákvað
nefndin að leggja frv. þjóð-
þingsins til grundvallar. Bar
frv. einkum á milli um það,
að frv. stjórnarinnar gerði
ráð fyrir aukagjaldi á lausa-
kaupmenn umfrám það sem
fastakaupmönnum var ætlað
að greiða, og ennfremur var
gert ráð fyrir, að stjórnin
mætti ákveða aukagjald á
skip þeirra þjóða, er heimtu
meira gjald af dönskum
skipum en sínum eigin. Var
þessu stefnt gegn Spán-
verjum. Mismunur þessi var
kallaður ójafnaðartollur og
var í rauninni tollur lagður
á vöru landsmanna. Nefnd-
in aftur á móti og einkum
Kirck vildi helzt sleppa
aukagjaldi á lausakaup-
menn og setja skorður viö
ójafnaðartollinum og yrði
hann aldrei hærri en 10 rd.
á lest. Urðu miklar umræð-
ur um málið og lauk svo, að
aukagjaldið á lausakaup-
menn var fellt niður, en
hins vegar voru skorður
gegn ójafnaðartollinum
feildar burtu að vilja Ör-
steds. Var frv. svo sam-
þykkt og fél’st þjóðbineið
á breytingar þær, sem orðn-
ar voru. svo að frv væri ebki
tafið. Var frv. eíðan staðfest
15. apríl 1854 os öðluðust
lögin gildi 1. apríl 1855.
VI.
Nú var hið langþráða
verzlunarfrelsi fengið.Hvaða
áhrif hafði það? Fyrst í
stað voru áhrif þess ekki
stórvægileg. Andspyrna
kaupmanna var fyrst og
fremst af því sprottin, að
þeir óttuðust samkeppni frá
öðrum þjóðum. Ekki veröur
sagt, að sá kvíði væri á
rökum reistur, a. m. k. alls
ekki fyrst í stað og sízt með
þeim hætti, að hingað sækti
t. d. enskir kaupsýslumenn
hópum saman og settist hér
að. Siglíng Iausakaupmanna
fór vaxandi, en svo myndi
einnig orðið hafa, þótt
verzlunarfrelsið hefði ekki
komið, enda voru þeir nær
undantekningarlaust dansk
ir. Þáttur úlendinga i verzl-
uninni fór hins vegar mjög
hægt vaxandi, enda fjölg-
aði verzlunum lítt um sinn.
1849 voru fastakaupmenn á
íslandi alls 55. 1855 eru þeir
58, þar af 32 búfettir erlend-
is, 1863 eru beir enn 53. þar
af 35 búsettir erlendis. Á
þessu verður lítil breyting
fram um 1870. Af þessu sést,
að hvorki fjölgar verzlun-
um í landinu að neinu ráði
við breytinguna 1855, né
heldur færist verzlunin inn
í landið. Meira en helming-
ur verzlananna er hreinar
selstöðuverzlanir. Og þótt
ekki sé til neinar skýrslur,
er slíkt sýni, er vitanlegt, að
líku máli gegndi um mikinn
hluta hinna svonefndu inn-
lendu verzlana, er margar
voru reknar af erlendum
mönnum, en að öðrum kosti
meira og minna háðar er-
lendum verzlunarhúsum.
Mestu viðbrigðin verða í
hækkuðu verðlagi, er að
nokkru levti a. m. k. má
þakka breytingu á verzlunar
lögunum. Á árunum 1849—
1863 er verðlag á aðfluttum
vörum hækkandi, en þó
hækkar gjaldvaran hlut-
fallslega meira, svo að
breytingin verður lands-
mönnum hagstæð. Saltfisk-
ur hækkar um 56%, harð-
fiskur um 88%, lýsi og ; ait-
kjöt um 53% og ull um 161
—182%. — Er hækkun u'Iar-
verðsins einkum stórfelld.
R'^gur og rúgnjö’ hækkar
tins vegar ekki nem um
2?% og önnur matvara bvi
líkt, járn tn 22%. en sa’t
lække.r um 32% — .ca*"an-
burður sá. sem »f bec‘U"'
tölum fæst, er auðvitað ekki
nægur til þess að gefa full-
komna mynd af verziunar-
högum landsmanna, en
nokkra bending gefur betta
um það, að verzlunarfrelsið
varð þegar til nokkurra
hagsbóta. Hins vegar er
þess ekki að dyljast. að við
verzlunina loddu ýmiskonar
vanhagir, sem trauðlesa
myndi verða bættir með
lagasetn'ngu eða breytingu
á lögum.
Allt frá því er Skúli
Magnússon hóf baráttu sína
gegn einokuninni um miðja
18. öld, var mönnum Ijöst,
þeim sem af alvöru huvs-
uðu urri þessi mál, að hér
varðaði eigi minna, að verzl-
unin færðist inn í landið. í
hendur landsmanna sjálíra.
Um daga fríhöndlunarinn-
ar komu til söeunnar bó
nokkrir duvleglr kaunme^n
íSlénzkir og enn fleiri fs-
lentíinsra>r fást. bá ~ró ve-"’-
unarstðrf. Skorti bvi ekki
allve1 hæfa og æfoa menn í
verzlunarstétt um bað b?],
sem verz'unin ”~r re^n
frjá’s. H ms vevar s*na
tö’ur þær, sem íyrr rmi *.:1
fær'ðar u”-' tö’-u "7e-z’"no
á lanði. að örðuo’e^mr h.afa
á því verið ao hefj-a h.ér
verz’un af n" ju og fá:’r til
þess orð'ð fyrst um sinn.
Hér skorti íjármaen, en
fyrir þann. sem hefja vi’tíi
verzlun hér af litlum efn-
um, var helza úrræðið, að
leita til einhvers dansks
verzlunarhúss um vörulán
og aðra fyrirgreiðslu. Slíkt
var ekki auðfengið, enda
voru selstöðukaupmenn ekki
líklegir til þess að taka
mjúklega á móti mönnum,
sem hefja viltíu verzlun í
samkeppni við þá. í raun-
inni var svo ástatt í stór-
um hlutum landsins, að
þar ríkti hin mesta einok-
un, þótt verzlunin væri
frjáls kölluð, svo sem á öllu
Norður- og Austurlandi, frá
Húnaflóa ausíur í Beru-
fjörð Þann vegg gat ekkert
rofið nema samtök bænd-
anna sjálfra, en slíkt hlaut
að eiga nokkuð langt í land.
Áður var úrepið á hreyf-
ingu þá, er fyrst hófst að
marki og með skipulegum
hætti 1844. er bændur í inn-
s'eitum Þmeeyjarsýslu
gerðu fe'.y'-r með sér um
verr’un ; ína. undir forustu
Þorsteins prests Pálssonar
uðu í sameiningu beztu
kjara hjá kaupmönnum.
Frægasta aírek þessarar
hreyíingar var suðurför
Tryggva Gunnarssonar
1358, ;em frá segir í Endur-
minr.ingum hans. Brátt kom
samt : liós, að þetta náði of
skammt. Tryggvi Gunnars-
son varð fyrstur til að kveða
upp úr um betta í ritgerð í
Norðanfara 1864. Þar benti
hann á dæmi Færeyinga,
sem fengu verzlunarfrelsi
um leið og íslendingar,
efnúu begar til hlutafélags
um verzlun, inn- og útflutn-
ing, og náðu ágætum ár-
angri. Upp frá þessu veröur
æ fleirum Ijóst. að hér þarf
nær að eanga. Upp úr þessu
spretta svo fyrstu verzl-
unarfyrirtæki norðlenzkra
bænda, Verzlunarfélagið við
Húnaílóa og Gránufélagið
1868—1869 Er rétt að líta á
þau sem fvrstu þýðingar-
miklu tilraun íslendinga til
samvinnu um að gera verzl-
un sína innlenda. friálsa og
sanngjarna. Hitt þarf engan
að undra. þött hér vildi sitt-
hvað við loða af gömlum
vanhögum, sem allt fram til
þessa hafði spornað gegn
því, að innlend verzlun næði
vexti og viðgangi: veltufjár-
skortur og almenn fátækt
lanúsmanna. Hlutafé gömlu
félaganna var brátt bundið
í nauðsynlegum mannvirkj-
Framhald á bls. 8
Iðnaðurmn
Framh. af bls. 5.
tryggja mönnum það bezta.
Kunnátta og bætt aðstaða
hefur mjög mikið lagast á
undanförnum árum, og ís-
lenzkir iðnaðarmenn hafa
fengið þjálfun í starfi sínu.
Að kunna að gera hlutinn
er fyrsta skilyrðið til þess að
hægt sé að gera hlutinn vel.
Á árinu 1953 var sett á
stofn Iðnaðarmálastofnun
íslands og á hún að veita
iðnaðinum m. a. ýmiskonar
tæknilega aðstoð og leiðbein
ingar, er miði að auknum af-
köstum, verknýtingu og
vöruvöndun. Iðnaðarbanki
íslands var einnig settur á
stofn 1953 og á hann vænt-
anlega fyrir sér að stækka
og verða iðnaðinum til mik-
illa hagsbóta. Af sparnaðar-
ástæðum hefði ég talið nægi
legt fyrir fámenna þjóð eins
og íslendinga að hafa einn
þjóðbanka með undirdeild-
um fyrir landbúnað, sjávar-
útveg, verzlun og iðnað. Hver
deild hefði sitt fjármagn og
bankastjóri fyrir hverri
deild. Bankaráð annaðist
yfirstjórn bankans.
Margir framsýnir menn
hafa látið sig dreyma um
stóriðnað. Áburðarverksmiðj
an er einn vísirinn að stór-
iðju. Verksmiðjan framleið-
ir mun meira magn en
landsmenn þurfa af köfn-
unarefnisáburði, og er þeg-
ar hafinn útflutningur á
nokkru magni. Sements-
verksmiðjan er næsta skref-
ið. Heildarvatnsorka lands-
ins, sem má beizla til fram-
leiðslu á rafmagni, er tal-
inn nema fjórum milljónum
og fimm hundruð þúsund
kílówöttum, en virkjun raf-
orku mun aðeins nema um
hundrað þúsund kílówött-
um, svo hér er af miklu að
taka. Skyldu ítalirnir Luigi
Galvani og Alessandro Volta,
sem uppi voru um 1800 og
settu hinn raunverulega
grundvöll undir raffræðina,
hafa gert sér grein fyrir
hinni geysimiklu þýðingu,
sem rafmagnið hefur haft
fyrir mannkynið? Sennilega
hefur þá ekki órað fyrir
þeirri öru þróun og byltingu,
sem hefur átt sér stað allt
fram á þennan dag á sviði
raffræðinnar.
íslendingar eiga mikið af
fossum og hverahita, sem
eru stærstu auðlindir lands-
ins, en lítið nýttar ennþá.
Innlendir og erlendir sér-
fræðingar hafa athugað hér
ýmsa möguleika til stóriðju
og helzt komizt að þeirri nið-
urstöðu, að hér mætti auka
ýmsan efnaiðnað, með þvi
að nýta betur hverahita og
vatnsafl, sem ætti að geta
verið tiltölulega ódýr orka
til framleiðslunnar. Helzt
hefur verið bent á fram-
leiðslu á brennisteini, salti,
klór, fosfór og aluminium og
magnesium, sem stöðugt er
notað meira og meira af í
heiminum. —
Á sviði iðnaðarins er land-
ið að mestu óunnið. Þetta
land þarf að erja og erja vel
öllum landsmönnum til
hagsbóta. Iðnaðurinn verð-
ur einn af traustustu horn-
steinum undir hagkvæmum
rekstri þjóðarbúsins. Þess-
vegna verður að búa vel að
honum og fólkið í landinu á
að skilja þýðingu hans fyrir
sjálft sig Það er hollt að .búa
sem mest að sínu.
Afgreiðsla í nytízi»u maivoruveiztun.
á Háísi, þanrág að þeir leit-