Tíminn - 01.04.1955, Blaðsíða 7
Tíminn
Aldarafmæli frjálsrar verzlunar á íslandi.
7
GUÐNI ÞÓRDARSON:
OG SIGLINGARNAR
Með Gamla sáttmála fórnnðu íslendingar sjjálfstæði sími fyrir
sex skipsferðir á sumri. — IVu siglir vel búinn kanpskipafloti
luidir lýðveldisfánanum nm heimshöfin, flytur afurðir á mark-
að og kemur færandi varninginn hcim-----
Eitt sinn var hamingja
þjóðarinnar undir því kom-
in að eiga skip og óham-
ingja hennar kvaddi dyra, er
þau voru ekki lengur til,
íslendingar vita, að enn er
hamingja, framtíð og frelsi
undir því komið að eiga skip
og prúða sjómenn til að
sigla þeim undir frjálsum
fána lýðveldisins um heims-
höfin.
Verzlunarsaga landsins út
á við er líka saga um sigling-
ar, djarfar siglingar, sem
allar eyþjóðir þrá. Við það
er útþrá væringjans bundin
og líf þeirra, sem í einhæfu
og hörðu landi búa og þurfa
á aðfluttum vörum að halda.
Þannig eru siglingarnar og
verzlunin samtvinnaðir þætt
ir þjóðlífsins, þvi ef sigling-
arnar falla niður, er hætt við
að lítið verði um verzlun í
landi eyþjóðar.
Siglingaskorturinn kostaði
þjóðina frelsið, sem nýlega er
aftur fengið. Það fékkst í
mörgum áföngum og einn sá
merkasti var sá að gefa verzl
unina frjálsa fyrir 100 árum.
Þá opnuðust leiðir, sem áður
voru lokaðar.
Þjóðin neyddist til að farga
frelsinu fyrir sex skipsferð-
ir til landsins á ári. Af því
getum við séð, hvers virði
siglingarnar eru. Samning-
urinn sá, ætti ævinlega að
minna okkur á nauðsyn
frjálsra siglinga og verzlun-
ar.
Þegar aftur tók að rofa til
að fengnu verzlunarfrelsi,
fundu íslendinggr aftur
stýristauma verzíunarskip-
anna liggja í höndum sínum.
Með auknum siglingum hef-
ir afl og geta þjóðarinnar
aukizt og framfarirnar vax-
ið. íslendingar komu í stað
erlendra manna til að ann-
ast verzlun og siglingar fyr-
ir þjóðina og þau umskipti
voru afdrifaríkur þáttur í
sögu íslands.
Siglingarnar voru í hönd-
um útlendinga lengi eftir að
verzlunarfrelsið var fengið
og það voru þær, sem kaup-
mennirnir útlendu notuöv
til að slá skjaldborg um ok-
urhring sinn og gera þannig
verzlunarfrelsið gagnsminna
en vera þurfti. En framsýn-
ir menn sáu fljótt, að lands-
menn urðu sjálfir að taka
viðskipti og siglingar við út-
lönd í.sínar hendur.
Margar táknrænar sögur
gerðust, þegar landsmenn
fóru að hugsa út fyrir land-
st'einana 1 verzlunarmálun-
. 'um og hinir dönsku selstöðu-
kaupmenn fundu, að þeirra
.' dagar í skjóli einkaaðstöðu
myndu brátt taldir.
Ein sú skemmtilegasta er
, um mennina, sem sigldu 14
., v lesta fiskiskútu sinni ti3
Spánar með saltfiskinn sinn
og seldu hann þar marg-
....földu verði miðað við það
sem dönsku kaupmennirnir
buðu. Þeir höfðu samtök
um að arðræna íslendinga
meðan sætt þótti, eftir að
verzlunarfrelsið var fengið.
Þeir sem lögðu í hinar
sögulegu verzlunarsiglingar
með saltfisk til Spánar á
litlum skútum hafa sjálf-
sagt ekki gert sér fulla grein
fyrir því, að þeir voru að
hefja upp það merki, sem
féll þegar íslendingar sátu
skiplausir á ströndinni og
áttu ekki annars úrkosta en
selja frelsið fyrir siglingar.
Síðan þeir sáu Atlanzhaf-
ið risa í kringum sig hefir
mikiö verið siglt af íslend-
ingum. Nú eiga íslendingar
velbúinn kaupskipaflota,sem
við fregnum daglega af. ís-
lenzkar afurðir eru fluttar til
annarra heimsálfa og fjöl-
margra Evrópulanda. Um 20
stór og velbúin kaupskip eru
i eigu landsmanna. Flest
þeirra eru ný og fullkomin
og öll skipuð prúðum og
djörfum áhöfnum. Skipin
okkar og sjómennirnir eru
góðir fulltrúar íslands, hvort
sem fáni þeirra ^sést blakta
i skut við strendur Evrópu,
Ameriku eða Asíu.
Þessi myndarlegi skipa-
kostur flytur flestar nauð-
synjar landsmanna heim.
Auk þess sem nokkur þeirra
halda uppi samgöngum við
strendur landsins og flytja
vörur beint á hafnir út á
landi.
k þessum tímamótum,
þegar rifjuð er upp háska-
sigling með saltfisk á 14
lesta skútu til Spánar er
fróðlegt að hugleiða það, að
nú á 100 ára afmæli frjálsr-
ar verzlunar hafa margir
kaupstaðir út á landi fengið
ársforða af kaffi og sykri
fluttan með islenzku skipi
beina leið frá Brasilíu.
Þannig standa frjálsar sigl-
ingar undir verzlunarfrelsi.
Siglingarnar eru enn sem
fyrr einn af hornsteinum
sjálfstæðis þjóðarinnar.
Sagt er að þeir Hrafnistu-
menn, forfeður Egils, hafi
ráðið yfir þeim töfrum að
láta vind blása á segl sín,
hvert sem sigla vildu. Sjálf-
sagt hefir Eglll haft slikt
siglingablóð i æðum, enda
var hann jafnan sigursæll í
orrustum sínum, hvort held-
ur var á meiriháttar vopna-
þingum á landi eða í baráttu
við úfnar úthafsöldur.
Eitt er víst, að íslenzkir
siglingamenn hafa náð tök-
um á þeim töfrum forfeðra
sinna, Hrafnistumanna, að
sigla hvernig sem vindar
blása. Þess vegna eru sigling-
ar þeirra lífakkeri verzlunar
og lífs á eynni hvítu. Og við
fögnum i hvert sinn, er við
fréttum af þeim, er þeir losa
sín skip í New York, Lenin-
grad, London, landinu helga
eða Rio. Því við vitum, að
svo koma þeir aftur færandi
varninginn heim og haía
beggja ska^tu oyr.