Tíminn - 01.04.1955, Page 8
8
Tíminn
Aldarafmæli frjál:rar verzlunar á ísandi.
Fródiegt yfirllt, tem gert var árið 190 '<m i’ramfarir á ísiandi undanjenjna
ára ugi.
Framhald af bls. 6.
förun, en færi síðan frá því
og færi að búa í sveit, þá
virðist oss þetta ekki ótta-
legt. Þvert á móti spáum vér
góðu af þvi fyrir land og lýö,
því oss virðist það vera sama
lag eins og var í fornöld, og
fram á sextándu öld, meðan
verzlunin var frjáls, að menn
voru við verzlun eða í förum
meðan þeir voru ungir, en
settust í bú eða embætti þeg-
ar þeir fóru að eldast, og eru
þess dæmi um hina beztu
höfðingja á landi voru, eins
og þess eru dagleg dæmi
annars staðar.
Það geta menn og sagt, að
þegar félagsverzlunin fari
fram á þennan hátt, sem hér
er gert ráð fyrir, þá sé ekki
líklegt að félögin geti selt eða
keypt með betri kjörum en
kaupmenn, en ef félögin ekki
geta það, þá sé ekkert gagn
í þeim. Aftur á móti ef þau
geti það, þá eyðileggi þau
kaupmennina. .Og þegar það
sé búið, þá einoki þau allt
landið verr en nokkurn tima
áður. Þegar menn tala á
þennan hátt, þá gá menn
ekkert að því, að ef svo væri,
að kaupmenn seldu og
keyptu með sama verði og
félögin — sjálfsagt með því
fororði að félögunum væri
vel stjórnað og hvoru tveggja
flytti jafngóða varning — þá
væri þetta einmitt félögun-
um að þakka, því kaupmanni
værí annað hvort nauðugur
einn kostur, að halda til
jafns við félögin í öllum
kaupum og sölum, eða að
verða af allri verzlun; eða
að öðrum kosti hefði hann þá
líklega von um að geta slig-
að félagið, með því að yfir-
bjóða það, — eins og Höpfn-
er gerði ráð fyrir að fara
með Gránufélagið í fyrra —
og hugsaði sér svo að vinna
upp á eftir það sem hann
yrði að leggja í sölurnar í
bráð. Sá hagnaður, sem fé-
lagsmenn hafa á þessu, og
ekki einungis félagsmenn,
heldur öll alþýða, hún er því
félögunum að þakka, en þá
er ekki þar með búið, heldur
er það einnig félögunum að
þakka, að verzlunin verður
öll fjörugri og hagkvæmari,
og samgöngur tíðari, vörur
meiri og betri, aðsókn meiri,
og — það sem mest er um
vert — kunnátta lands-
manna meiri bæði í verzl-
unarefnum og í öllu því er
snertir þeirra efnahag og at-
vinnu, en þar undir er kom-
inin öll þeirra framför í ver-
aldlegum efnum, og vér get-
um bætt við — enda í and-
legum efnum, því sá sem ekki
hefir nein úrræði fyrir van-
efna sakir að leita sér neinn-
ar menningar, hann getur
ekki átt von á mikilli mennt-
un.
! Þess vegna er það mjög
mikil skammsýni og eintrján
ingsskapur, að líta alla jafna
einungis á „prísana“, sem
manni eru boðnir af öðrum,
en gæta ekkert að hinu,
hver munur er á að hafa
ekkert vald á neinum prís-
um sjálfur, hvorki í hönd né
úr, og ekki hafa neina
minnstu hugmynd um, hvern
ig prísarnir ættu að vera, ef
þeir væru réttir, ellegar á
hinu, að hafa alla prísa í
hendi sér bæði að og frá, og
vita þar að auki hverjir eru
réttir og sannir prísar, því að
þetta geta félagsmenn vitað
og eiga að vita, þegar þeir
hafa verzlun sína saman, og
hyggja að ráði sínu og fé-
lagsins eins og skynsamir og
greindir menn. Það er þetta
sjálfsforræði í öilum verzl-
unarefnum, sem er aðalgagn
af verzlunarfélögunum, og
sem «r margra peninga virði.
Enginn ætti að geta metið
það eins og íslendingar, sem
höfum þráfaldlega orðið að
missa nauðsynja vorra, ár
eftir ár, láta oss iynda úr-
þyætti úr öllum varningi,
sem enginn vildi nýta ann-
ars staðar, og engum þótti
boðlegur, - taka á móti
skemmdri matvöru, maðk-
aðri og fullri af allskonar ó-
þrifum, og mega þakka fyrir
að fá heldur þetta en ekki
neitt, og segja með mannin-
um, sem keypti sér brenni-
vínsdregg: „Spyrjum ekki að
hvað það kostar, þökkum
Guði það fæst!“ — Því betur
sem vér styrkjum verzlunar-
félögin, því hægra eigum
vér með að fá allt það sem
• vér þörfnumst, valið eftir
skynsamlegum óskum og
þörfum sjálfra vor, og þar
að auki með svo góðu verði
sem að líkindum er að fá, á
getur öll alþýða haft færi á,
hver sem tekur þátt í félög-
unum og lætur sér um það
hugað, að komast niður í
hinu sanna verðlagi á hverj-
um hlut sem er, að þekkia
vörur og vörugæði, og í öllum
greinum að geta hagað sér
skynsamlega i verz''"-> sinni
í stað þess að rfenna öldungis
blint í sjóinn, að kalla má,
eins og hingað til. .
Vér verðum enn að fara
nokkrum orðum um þann
ótta sem su-mir þykjast hafa,
að ef verzlunarfélögin yrðu
drottnandi, þá mundu þau
einoka verzlunina mikiu ver
en nokkur kaupmaður nú,
því oft heyra menn það á ís-
landi, að enginn sé verri
blóðsuga á löndum sínum i
kaupum og sölum, heldur en
íslendingar þeir, sem gefi sig
að verzlun.
Vér skulum ekkert orð-
lengja um þann vitnisburð,
hver veit nema hann sé vott-
ur um, að íslendingar ■ hafi
meiri gáfur til verzlunar en
lærimeistarar þeirra, þegar
þeir fá að njóta sin? — en
vér getum einungis sagt, að
hvort sem nokkuð væri hæft
í honum eða ekki, þá getur
hann ekki með neinu móti
náð til félaganna. Þetta er
aö oss virðist í augum uppi,
því að þegar ætti að gera ráö
fyrir þesskonar einokun, þá
yrðu félögin að vera sundruð
og eyðilögð, og verzlun þeirra
að vera komin í hendur ein-
stakra manna. Þegar félögin
væru í fullu fjöri, og nálega
hver maður i héraö'nu æcci
þátt í þeim, meiri eða minni,
bá gætu slik félöe aldrei orð-
ið einokunarfélög, vegna
þess beinlínis, að þau gætu
engan einokað nema sig
sjálf. Gjörum við, að allir
Húnvetningar til cæmis
væru í einu. félagi, þá réðu
beir sjáifir félavsstMrn
þeir veldu menn til að skoða
reikningana og bækurnar,
þeir vissu um öll v'ðskipti
félagsins, um öll kaup þess og
sölur, kaupstjórinn og allir
þeir, sem væru við verzlun
félagsins, væru þjónar þess,
og stæði til ábyrgðar fyrir
félagsmönnum, félagið sjálft
réði eiginlega prísunum á
allri vöru, i hönd og úr, hvern
ig ætti þá þetta félag að geta
einokað Húnvetninga? —
Það væri sama, eins og að í-
mynda sér, að félagið einok-
aði sig sj,álft. Já, það gæti
einokað sig að því leyti, að
það bindi sig við reglur, sem
það sjálft samþykkti, en vér
getum varia ætlað að menn
þyrftu að óttast, að þær
reglur kynnu að verða svo
beimskulegar og skaðlegar
félaginu, aö þær yrðu því til
eyðileggingar, ef svo væri, þá
yrði manni víst óhætt að
hugga sig við, að það væri á
valdi félagsmanna sjálfra að
breyta þeim, og taka stjórn-
ina af þeim mönnum, sem
höfðu verið upphafsmenn til
þeirra. Enn fremur gæti
maður hugsað sér, að verzl-
unarfélag í einni sýslu
drottnaði yfir annari sýslu,
af því að þar væru færri fé-
lagsmenn, en úr þessu væri
hægt að bæta, því að ekki
þyrfti annað, en að fleiri
gengu i félagið úr þeirri
sýslunni, þar til þeir yrðu
eins aflmiklir eins og hinir,
cg þá mundi allt jafna sig.
Yfirdrottnan félagsmanna
úr einni sýslu yfir annari
gætu ekki heldur nokkru
sinni komið fram í einokun
verzlunarinr.ar, því að það
segir sig sjálft, að allir fé-
lagsmenn sættu jöfnum
kaupum, yfirráðin yrðu inni-
falin í þvi, að Þeir sýslubúar,
sem fleiri væru saman, gætu
neytt sín í kosningum for-
stöðumanna, en engin lík-
indi eru til að neinn flokkur
félagsmanna mundi neyta
sín til að kjósa aðra en þá,
sem gætu orðið nýtir liðs-
menn fyrir félagið. — Það
gætu menn einnig hugsað
sér, að hlutabréfin lentu í
fárrá manna höndum, og
þeir vildu ekki hleypa öðr-
um mönnum í félag með sér,
heldur legðu alla verzlunina
úndir sig. Ef svo færi, mundu
menn fljótt sjá einfalt ráð,
og það væri, að stofna al-
mennt félag i móti, eða sam-
eina sig við önnur félög, og
þar með mundi sú einokun
fljótt fá enda.
Það er því hið bezta ráð,
sem vér að endingu getum
Ktfið lesendum vorum á ís-
landi, að tefja sig ekki við
að ganga í verzlunarfélög,
sem hafi þann tilgang að
gera verzlun vora innlenda í
eiginlegasta skilningi, held-
ur að þeir kappkosti sem
mest, að ná hlut í þessum
félögum og koma þeim i
blóma. Þess eins skyldu fé-
lagsmenn gæta nákvæmlega,
að vera vandir að þeim for-
stöðumönnum, . sem þeir
kjósa, og að sjá út unga og
efnilega menn til að læra til
verzlunar og ganga í þjón-
ustu félaganna undir stjórn
forstöðumanna þeirra. Upp-
gangur félaganna er mjög
undir stjórn þeirra kominn,
en þó verða menn jafnframt
að treysta á heppni og lán,
oe eins líka að vera við því
búnir að óheppni kunni að
henda, sem enginn getur fyr-
ir séð. Það er einkenni hinn-
ar góðu stjórnar, að færa sér
keppnina forsjálega í nyt til
hagnaðar félaginu, og að sjá
svo við óheppninni að hún
valdí sem minnstu tjóni. í
vprzlunarfélögunum og góðri
stiórn þeirra er fenginn einn
hinn bezti og vissasti vísir til
sjálfsforræðis. — J. S.
Uppliaf frjálsrar
verzlnnar 1
Framhald af bls. 4.
um og verzlunargögnum.
Sjálft veltuféð varð að fá að
láni hjá erlendum verzlun-
arhúsum, en þetta varð þvl
erfiðara, er ekki varð hjá
því komizt að skuldir söfn-
uðust heima fyrir. Árferðið
var hart og fór harðnandi.
Húnaflóafélagið komst i
þrot eftir fáein ár. Það
studdist mest við norsk við-
skipti. Gránufélagið varð að
semja við danskt firma um
sinn verzlunarrekstur. Þettá
var óheppilegt, en óhjá-
kvæmilegt eins og á stóð. En
þótt hin fyrstu innlendú
verzlunarfélög yrðu fyrir
skakkaföllum og næðu ekki
tilgangi sinum, höfðu þau
gífurlega mikil áhrif. Menn
vissu nú betur en áður hvað
hægt var að gera og líká
hvað þyrfti að varast.
Á næstu árum og einkum
úr því, er dró fram undir
1880, tókust hins vegar við-
skipti við England, þannig
að Englendingar hófu að
kauoa hér lifandi pening,
sauði og hesta, fyrst fyrir
peninga, síðan fyrir vörur,
er eftir var leitað. Hér verðá
tímamót í íslenzkri verzlun-
arsögu. Á grundvelli þessará
viðskipta hóf fyrsta kaupfé-
lagið, K. Þ. í Húsavík, starf-
semi sína. Upp frá því færisfi
verzlunin meira og meira
inn í landið, jafnframt því
sem hún losnar smátt og
smátt úr tengslum við Dan-
mörku, en þau tengsl voru
orðin óeðlileg og í mörgum
greinum óhagkvæm.
Tengill h.f.
I HEIÐI V/KLEPPSVEG
Raflagnir
Viðgerðlr
Efnissala