Tíminn - 01.04.1955, Side 4
TÍMINN, föstudagimi upril 1955
76. blatC.
Þióðleg skáldmennt
og songns
Háskólinn í Erlangen í
Þýzkalandi taauð dr. Hallgrími
Helgasyni að halda fyrirlest-
ur um ofangreint efni þann
23. febrúar. — Blöðin minn-
ast kvöldsins ýtarlega. Fara
hér á eftir ummæli hinna
helztu.
Erlanger Tagblatt (Alþýðu
list sprottin af rótum hetju-
ljóðsins) segir m. a.: „Fyrir-
lestur íslenzka tónvísinda-
mannsins, dr. Hallgríms
Helgasonar um þjóðlega skáld
mennt og sönglist á íslandi,
opnaði áheyrendum, sem í
ánægjulega stórum hóp voru
saman komnir í orgelsal
kirkjutónlistarstofnunar há-
skólans, innsýn í nær ókunn
an en ótrúlega aðlaðandi
heim. Kvöld þetta var áhrifa
mikið, ekki aðeins vegna
hljómandi dæma úr alþýðu-
músík og listmúsík, heldur
miklu fremur vegna þeirrar
staðreyndar, að á þessari
stóru eyju norður við heim-
skautsbaug eru gömul söng-
leg og skáldleg listform, ekki
aðeins rykfallnir safngripir
eins og hjá okkur, heldur lifa
þau áfram meðal fólksins.
Eldur og ís einkenna lands
Iag íslands, sem fyrst var
numið af frelsisunnandi vík-
íngum á 9. öld. Norðgermönsk
menning og óskráðar bók-
menntir stóðu í miklum
blóma um þessar mundir, er
meginlandið laut að mestu
kristnum áhrifum. Á eyland
inu öðluðust þessar geymdir
r.ý heimkynni, þar sem þær
hafa varðveitzt og vaxið ó-
hindrað fram til þessa dags.
Þjóðleg sönglist á íslandi á
því að baki sér óslitna þró-
uri, allt frá tímabili Eddu-
Ijóðanna, gegnum blómaskeið
rímnakveðskaparins og fram
á 19. öld. í sinni upprunaleg-
ustu mynd er laglínan forn-
eskjuleg, blandin þrálátum
endurtekningum, líkast eins
konar „litaniu“. Við hátíðleg
tækifæri voru hetjuljóðin
sungin tvírödduð: fimmund-
in bættist við aðalröddina.
„Hinn harði og kröftugi kvint
hljómur er mesta eftirlæti
íslendinga. í fornsögum sín-
um dá þeir hreina og sterka
liti, og 1 söng sínum taka þeir
þéttan, íullan hljóm fram yf-
ir sætlega sönglínu", sagði
fyrirlesarinn. Nokkur dæmi
upptekin á segulband stað-
festu þessa umsögn. Fyrst á
19. öld koma með rómantísku
stefnunni tónkyn nútímans
og þríundarbýgging til sög-
unnar. Jafnhliða þeim þrífst
hinn forni listsmekkur á-
fram, setur mót sitt á marg-
víslega nýsköpun þjóðarinnar
og forðast refilstigu listpáfa
kenninga og listrænna sér-
trúarflokka.“
t á íslandi
litla land við útjaðar Norð-
vestur-Evrópu, sem er svo
ríkt að menningargeymdum
og fornum „leyndardómum“,
býr yfir sterku aðdráttarafli.
Fyrirlesarinn benti á, að
þýzkir málvísindamenn voru
meðal þeirra fyrstu, er luku
upp fjársjóðum íslenzkrar
arfleifðar og undirstrikuðu
gildi þeirra fyrir samger-
manska menningu, t. d. Jacob
Grimm, sem Grimms ævin-
týrin eru kennd við. Af mikl-
um lærdómi rakti dr. Hall-
grímur Helgason þróun Ijóðs
og lags í hinum fræðilega
hluta erindis síns. Á sérstæð-
an hátt og nær án framandi
áhrifa hefir á íslandi haldizt
óbreytt tunga sú, fornvestur
norræna, er víkingarnir fluttu
með sér til landsins á land-
námsöld, 874—930. Hér ligg-
ur rótin að miklum auð |
íornra ljóða og tóna. „ísland
er súi ljóssins lind, sem mesta I
birtu hefir breitt yfir gjör-
valla Germaníu“, segir Fried
rich Stroh, ordinaríus fyrir
málvísindi við háskólann í
Erlangen.
Sérstaka eftirtekt meðal á-
heyrenda vöktu dæmi, sem
fyrirlesarinn með hljómplötu
segulbandi og eigin rödd flétt
aði inn í erindi sitt. Hið kraft
mikla, fornlega tóneðli þess-
arar þjóðlistar heillar hvern
og einn, sem í fyrsta sinni
heyrir hana, t. d. hin æva-
fornu Eddu-lög, dansa, rímna
lög og nýrri þjóðlög, sem dr.
Hallgrímur Helgason sjálfur
hefir skráð í afskekktum
landshlutum.
Mikinn fögnuð vöktu nokkr
ir gamlir tvísöngvar, er fyrir
lesarinn ásamt tónlistarstjóra
haskólans, prófessor George
Kempff höfðu sungið á segul
band. Hér andaði harka vík-
ingaaldarinnar og jarðföst
gleðí hins tærasta, sjálfstæð
asta samhlióms.“
Erlanger Volksblatt (undir
fyrirsögninni: ísland án er-
lendra orða) segir svo frá:
„Dr. Hallgrímur Helgason frá
Reykjavík skýrði síðasta mið
vikudag frá þróun alþýðlegs
skáldskapar og söngmenntar
á íslandi. í víðfaðma yfirsýn
kynnti hann gestum í tvo
tíma samfleytt hinn sérkenni
lega og mörgum Vestur-Ev-
rópubúum alveg óþekkta
heim gamallar norðger-
manskrar menningar.
Dr. Hallgrímur Helgason
fór fyrst nokkrum orðum um
sögu landsins og lýsti út frá
henni þjóðarskáldskap og
sönghefð. Víkingar voru
fyrstu landnámsmenn á leið
sinni vestur, er þeir nokkru
síðar fundu Grænland og Vín
Erlanger Nachnchten (Þús
und ára arfleiðfð, er fyrir-
sögnin) lætur svo um mælt:
„Sá einn, er hefir nána þekk
ingu á sögulegri og land-
fræðilegri sérstöðu íslands,
getur til fulls skilið hlutverk
landsins“, svo fórust dr. Hall-
grími Helgasyni orð í upphafi
erindis síns um ljóðlist og
söngiðkun á íslandi um tíu
alda skeið.
Til kvölds þessa efndu
tónlistarstofnun og tónvís-
indastofnun háskólans á-
samt rannsóknarstofnun ger
manskra málvísinda. Þátt-
taka hinna fjölmörgu áheyr
enda sýndi ljóslega, að þetta
land. Þúsundir frelsisleitandi
Norðmanna fluttu milli 874
og 930 til íslands, til þess að
losna undan oki hins norska
stórkonungs Haralds hár-
fagra. Landnámsmennirnir
héldu tryggð við fornar venj
ur og trú, iðkuðu ljóð um hetj
ur og goð í hinum nýju heim
kynnum. Þannig varðveittist
frá einni kynslóð til annarr-
ar fornnorræn menning ó-
menguð meðal íslendinga,
ljóðlist og sagnalist, sem eng
inn annar germanskur þjóð-
stofn frá þessum tímum hef-
ir fram að bera.
Málverndartilfinningin er
enn svo rík í fari íslendings-
ins, að hann forðast eftir
megni að taka útlend orð
upp í mál sitt. Þannig eru nú
tíma hugtök eins og „telefon"
og „radio-speaker“ táknuð
með gömlum orðum úr Eddu:
sími og þulur.
Dr. Hallgrímur Helgason
greindi ítarlega frá innihaldi
og gildi Eddu-kvæðanna sem
gefa svo óvenjugóða hugmynd
um trú og heimsskoðun hinna
fornu íslendinga. Frásagnir
af guðunum, kappaljóð og al
menn lífsspeki er aðalefni
þeirra, flutt með einskonar
„meðalrödd“, vox media, sem
liggur milli venjulegrar tal-
raddar og söngraddar. Nokk-
ur lög við þessi kvæði hafa
geymzt.
Bein mótsetning við brag-
hætti Eddu en: skáldakvæð-
in (820—1220). Hér skiptir
mestu list í leik orða, vand-
kveðið form, málskraut og
torrætt mál er yndi fornskáld
anna. Þau fjarlægjast málfar
alþýðunnar. Hálfsöngur Eddu
kvæðanna verður hjá skáld-
unum æ meir að hreinum
flutningi talkvæðis.
Ró og staðfesta í stil ein-
kennir fornsögurnar, þessa
gömlu íslenzku frásagnarlist,
sem er einn hinn veigamesti
skerfur landsins til ger-
manskrar menningar. Á sann
fræðilegri undirstöðu bárust
sögurnar frá manni til manns
studdust sjaldnast við á-
kveðna höfunda, og voru loks
skráðar á 13. öld.
Ein viðamesta skáldskapar
grein íslendinga er rímna-
listin. Hún þrífst um sex alda
skeið, tekur í rauninni ekki
ný efni til meðferðar, en birt
ir þau undir nýjum háttum.
Ræðumaður minntist að
lokum á nýja tegund þjóðlaga
sem berast til landsins upp
úr miðri síðustu öld og bera
með sér nýtt hljómtak: dúir
og moll. Brotnir þríhljómar
verða nú fyrst algengir og
þríundarbil ráða miklu um
mótun laglínunnar, sem oft
beinist niður á við.
Söfnun til verk-
fallsmanna
Alþýðusamband íslands og
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík hafa sett á
stofn nefnd til þess að standa
fyrir almennri fjársöfnun
til styrktar verkfallsmönn-
um.
í nefndinni eiga sæti: Egg
ert Þorbjarnarson, Óskar
Hallgrímsson og Sigríður
Hannesdóttir, sem er formað
ur nefndarinnar.
Afgreiðsla söfnunarinnar
er í skrifstofu Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna að Hverf
isgötu 21, og er hún opin dag
lega kl. 10—12 og 4—6. Sími
er 6438.
Starfsmaður nefndarinnar
er Steingrímur Aðalsteins-
son.
(Frétt frá söfnunarneínd),
Reykjavík og nágrenni
Öllum þjóðum er kær höfuð
staður sinn og svo á það líka
að vera — ekki aðeins þeim,
sem í borginni búa, heldur öll
um landsmönnum.
Höfuðstaðurinn er sem
hjarta þjóðafflíkamans, sem
æðarnar liggja frá inn í hvert
kauptún og kaúpstað lands-
ins og hvern bóndabæ frá
yztu nesjum til efstu dala.
Hitt er annað niál, að eftir
þeim æðum berst ekki ætíð
eintóm hollusta. Það fer mik-
ið eftir menningu höfuðstað
arins og hvernig honum er
stjórnað.
En þótt svona sé, þurfa
samt að vera sem sjálfstæð-
astar heildir: Hreppar, kaup
tún og kaupstaðir út um allt
land. En til þess' að svo geti
orðið, þurfa atvinnuvegirnir
á hverjum stað að vera sem
traustastir og beztir.-----
Þegar sá. er þetta ritar, kem
ur til Reykjavikur, er það
einkum tvennt í útjöðrum
hennar, sem vekur hjá honum
hryggð og sárindi. Komi hann
landveg, þá er það að sjá,
hvernig farið hefir verið með
hin föeru tún, sem margir um
bótamenn voru búnir að
rækta með ærnu erfiði, elju
og dugnaði víða innanvert við
bæinn. Hafa þau verið tætt
í sundur undir hús og götur,
sem hefði átt að byggja ann
ars staðar.
En sé komið af sjó — eink-
um sé það frá útlöndum —
þá eru það hinar ömurlegu
ráðleysisbyggingar í Örfiris-
ey, sem hefir verið klínt þar
niður og sem erfitt verður að
losna við þaðan aftur.
Ég held, að slíkar fram-
kvæmdir hefðu hvergi verið
gerðar á svona stað í nokkr-
um höfuðstað hjá hvíta kyn
stofninum, nema hér. Á þess
um indæla stað, rétt við mið
bæinn, sem mannshöndin og
hugur hefði átt að hjálpa
náttúrunni til að gera að ein
um helzta skemmtigöngu- og
hressingarstað bæj arbúa.
En þó að þessi raunalegu
mistök hafi orðið, er sjálf-
sagt að fagna yfir því, að
margt hefir stórbatnað í bæn
um síðari árin, t. d. eins og
skógargróðurinn o. fl.
Ekki er þó svo að skilja, að
allt stuðli að hlýleikakennd,
þegar inn í höfuðstaðinn er
komið. Mistökin eru mörg og
þó einkum í húsabyggingun-
um, þótt risin séu upp mörg
myndarleg íbúðarhúsahverfi
og sérstaklega sé gleðilegt á
allra síðustu tímum, að nokk
uð af stórum sambýlishúsum
hefir verið reist hér og þar.
En það eru einkum slík hús,
sem hefðu átt að yfirgnæfa
í og við miðbæinn. Hefði þann
ig verið byggt með stórhuga
og framsýni, myndi mestöll
núverandi byggð Reykjavíkur
rúmast innan Hringbrautar
og þó með opnum svæðum
meirum heldur en nú’eru.
En þetta er riú ekki og lieíir
verið flæmzt víða út um holt
og mýrar ogyhent |þar; skipu-
lagslítið stórfé frá einstak-
lingum og almenníngi-
Einkum hefir' efnaminna
fólkið leitað sér þar bústaða,
en oft orðið að sæta því,
að vera olnbogabörn bæjarfé
lagsins, sem lítið héfir verið
hirt um af þeim, er faríð haía
með aðalvöld bæjarmáíanna.
Eitt af þessum hverf um' sem
byggzt hafa í nágrenní bæj
arins af fólki, sem ’stárfar í
bænum, er Kópavogur. Þar
hefir komið upp hreyfing á
síðustu mánuðum, um áð gera
hverfið að sérstökum • kaúp-
stað. Ugglaust vakir-aðallega
allt gott fyrir þéim,'sem þeirri
hreyfingu valda. Sýnist þó, að
jafnvel sé þar' að verkirmokk
ur „mannapólitík“, þar- syðra
og ef til vill trúleysi á stjórn
arvöld höfuðgtaðarins. Að
minnsta kosti þykiT mörgum
einkennilegt, að við tvennar
nýafstaðnar hreppsnefndar-
kosningar (báðar.’á liðna ár-
inu) var harla lítið hreyft
þessari „nauðsyn"..-að géra
Kópavog að sérstöku bæjarfó
lagi. rii J- '
Formælendur þesSarar
hreyfingar vitna m. a. til
borga í öðrum löndum-, þar
sem smærri sjálfstæðir kaup
staðir séu í borgarjöðrunum.
Þetta er alveg rétt hjá þeim,
það sem það nær. Tveir kaup
staðir og jafnvel stundum
fleiri byggjast þar stundum
saman. En höfuðástæðan. fyrir
því, að þessir bæir: saméinast
ekki alltaf í eitt .bæjarfélag,
er sú, að þeir vilja ekki leggja
niður sína „borgarnaaskínu“,
sem hver fyrir sig hé.fir byggt
upp, m. a., af því að oft er
stór „grúbba“, sem sjálf hefir
persónulegan hag af. .pg fró-
un metnaðargirndar, a.ð halda
við gamla laginm En þetta er
sumstaðar að verða hreinasta
plága, að halda uppi tveimur
eða fleiri bæjarfélögum, þar
sem nær allt er sameiginlegt
fyrir íbúana. Enda eru þessi
bæjarfélög víða þðum að sam
einast, t. d. í Bandjartkjunum,
Suðurálfunni og viðar,
Frá sumum borgppi (t, d.
San Francisco o, .. ÍL), sem
hafa mjög takmarkað borgar
stæði í aðalborginni byggjast
allvæn íbúðaþorp i þetta 10—
30 km. fjarlægð.frá, borginnl
En það kemur ekki til mála
að gera þessi þorg .að sérstök
um hrepp eða kapp$tað, a. m
k. ekki meðan þar er nær ein
göngu byggt af borgarbúun-
um og þorpin þafa engan at
vinnuveg. ,
Svo er það .annað, .sem
menn gera, þegayj '„iítpr „ út
fyrir að tveir bæ.it.eða borgir
ætli að byggj.ast saman fram
(Framh'ald 4.3. Blðu.)
.ilðií KÍie rcvv.
Tilkynningi
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið nýtt há-
marksverð á smjörlíki sem hér segir:
Heildsöluverð .,
Smásöluverð ... <
kr. 4,79 kr. 9,62 pr. kg
kr. 5,60 kr. 10,60 pr. kg
Söluskattur er hinnifalinn í verðinu.
Reykjavík, 31. marz 1955.
Verðgæzlrcstjóriim. *