Tíminn - 13.05.1955, Side 6

Tíminn - 13.05.1955, Side 6
 TIMINN, föstudaginn 13. maí 1955. 107. blaff. r. PJÖDIEIKHÖSID f1 Er á nte&an er Gamanlelkur í þrem þáttum eítir: M. Hart og G. S. Kaufman Þýðandi: Sverrir Thóroddsen Leikstjóri: Lárus Pálsson. Frumsýning í kvöid kl. 20.00. Næsta sýning sunnudag kl. 20.00 Krítarhringurinn Sýning laugardag kl. 20. Aðeins þrjár sýningar eftir Aðgöngumiðasala-n opln írá kl. 13.15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist dagínn fyrir sýn Ingardag, annars seidar öðrum. GAMLA BÍÖ Blmi 147C. Péter Pan Ný bráðskemmtileg litskreytt telknimynd með söngvum, gerð af snillingnum Walt Disney I tiiefni áf 25 ára starfsafmæli hans. — Hið heimskunna ævin- týrl „Pétur Pan og Wanda“ eftir enska skáldið J. M. Barrie, sem myndin er byggð á, hefir komið út í íslenzkri þýðingu. Sýnd kl. 5, 7 og B. Glerveggurinn Áhrifamikil og geysispennandi, ný, amerisk mynd um örvænting arfulla tilraun landflóttamanns til þess að koma sér inn í Banda ríkin, þar sem búið var að neita honum um landvistarleyfi. Vittorio Gassman, Gloria Grahame. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aukamynd með íslenzkutali. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦«» TiARNARBÍÖ Kjarnorhuborgin (The Atomis City) Aðalhlutverk: Gene Barry, Lydla Glarke, Michael Moore. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦< BÆJARBÍÓ - HAFNARFIRÐI - Ditta mannsbarn Stórkostlegt listaverk, byggt 4 skáldsögu Martins Andersen Nexö, sem komið heflr út á Islenzku. Sagan er ein dýrmæt- asta perlan í bókmenntum Norð urlanda. Kvikmyndin er heil- steypt listaverk. Tove Moes. Ebbe Rode. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 0184. Neðansjávur- borgin Sýnd kl. 7. 4 A HAFNARBIO Blmí >444 Fiíðurhefnd (Ride Clear of Diablo) Spennandi og viðburðarík, ný, amerisk litmynd um ungan mann, sem lét ekkert aftra sér frá að koma fram hefndum fyr ir föður sinn og bróður Audie Murphy, Dan Duryea, Susan Cabot, og dægurlagasöngkonan Abbe Lane. Bönnuð börnum innan 14 ára, Sýnd 1. 5, 7 og 9. | AUSTURBÆIARBÍÓ i í LEIKSÝNING | ,Lykill að leyndarmáli‘\ Sýning kl. 9. Salha Yulha Hin áhrifamikla og umtalaða kvikmynd, byggð á sögu Halldórs Kiljans Laxness. — íslenzkur texti — Sýnd kl. 5. Aðeins örfáar sýningar. Lækkað verð. Allrta síðasta sinn. TRIPOLI-BIÓ í fjötrum (Spellbound) Afar spennandi og dularfull, amerísk stórmynd, tekin af Da- vid O. Selznick. Leikstjóri Al- fred Hitchcok. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman, Gregory Peck. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 1G ára, Sala hefst kl. 4. »♦♦♦♦♦♦♦<1 Hafnarfjarð- arbíó Glegmið ehhi eiginhonunni Afbragðsgóð þýzk úrvalsmynd, gerð eftir sögu Juliane Kay, sem komið hefir í Familie Journal undir. nafninu „Glem ikke ær- ligheden. Myndin var valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Mjmdin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskir skýringartextar. Sýnd kl. 7 og 9. «♦♦>♦♦♦♦♦■<♦♦♦♦♦♦♦« Baðstofnlijal (Framhald af 4. síðu). I»að hefir hcyrzt, að merkur fé- lagsskapur hér hafi hug á því að fá bíóleyfi; Af því tilefni ætti að athuga möguleika á því að reka hér útibíó, og skal þá strax tekið fram að kvöldbirtan verður til nokkurs trafala. Fyrir bílaeigend- ur er þetta handhæg og ódýr skemmtun. Heimilisfólkið getur hlaupið í bílinn eins og það stend- ur, ekið á sýningarsvæðið, og þeg- ar það hefir innleyst sitt aðgöngu kort er lítill auðstilltur hátalari settur inn í bílinn, en sýningartjald ið gnæfir hátt með undrastórum myndfleti. Þessi tegund kvikmynda sýninga er víða svo vinsæl, að þar stendur bíll við bíl, þótt þægilegir kvikmyndasalir séu hálftómir á næsta leiti Áður en ég sleppi þessum línum, skal þess getið, að umferðargjöid þau, sem hér hafa verið nefnd, eiga yfirleitt að vera smá í hvert sinn, en safnast þegar saman kem- ur. Tilgangurinn með þeim á að vera sá, að bæta vegakerfið. Bíla- eigendur fá þar með stækkað og slitminna verksvið og atvinnubíl- stjórar möguleika til fjölgandi ferða og fleiri viðskiptamenn. Gjöldin myndu líka koma af stað smáhugulsemi. Það má rart heita, að leiðin milli Reykjavikur og Hafn arfjarðar skuli vera eins og kola- gröf, er birtu þrýtur, þegar vitað er, að bílljósin sjálf geta myndað eins konar mánaskin, ef þau lenda á réttum fleti. Smásköfl í vegar- brún eða skurðkanti með nokkr- um „hnöppum" geta ljósbryddað veg. Ég gat varla trúað því, að birta, sem ég ók við s. 1. sumar, ♦ stafaði frá „dimmurn" hlutum. Friðrik hefir lokið máli sínu. •Starkaðor. 1 I NYJA BfÓ Drúðarvöndurinn Norska gamanmyndin með hljómsveit Egil Monn Iyersen, sem söng og lék í Austurbæjar- bíói í fyrra. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá Sigurþór, Hafnarstræti. - Sendir gegn póstkröfu Sendið nákvæmt mál ♦ ■■Lt' amP€R v | Raflagnir — Viðgerðlr | Rafteikningar Þingholtsstræti 21 Sími 8 1556 iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiim = . LEIKFLOKKUR undir stjórn 1 Gunnar R. Hansen | [ „LyklII j f að leyndarmáli“ I | Sýning í Austurbæjarbíói I | annaö kvöld kl. 9. — Að-1 | göngumiðasala eftir kl. 2 jj I í dag. Sími 1384. 1 39. Ib Henrik Cavling: KARLOTTA nlllllllllimvMlnMlitllllllllllII: IJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHI 1 I r. klukkur, f triilofunarliringar, \ Í og margskonar [ skartgrijsir I úraviðgcrðir I Sigmar S. Jónsson I | Laug.avegi 84 - Reykjavík f ? : tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiaiiliit,,,l,(,l|l,i ................................................. VOLTI R aflagnir afvélaverkstæði afvéla- og aftækjaviðgerðlr — Hvaða erindi eigið þér hingað? John Graham broati afsakandi. — Ég veit, áð þetta var illa gert af mér, en þegar Kurt sagði mér, að þér vilduð ekki heimsókn mína, brá mér svo, að ég gekk lengi einförum til þess að vera einn í þjáningu minni. Hann þagnaði. Kar- lotta var ekki viss um það enn, hvort hann var að hæðast að henni. — Og hvað svo? — Þá rakst ég á þennan hvolp. Hann var að leika sér við bóndabæ ásamt bræðrum sínum og systrum. — Og hvað svo? Rödd Karlottu var ergileg. — Þá datt mér í hug, að þótt ég væri ekki velkominn í heimsókn til yðar, væri þessi litli og fallegi hvolpur það kannske. Ég keypti hann þvi handa yður, greifafrú, og skýrði hann Da Fido — það þýðir trúfastur, og þar sem hann rataði ekki hingað, tók ég að mér aö fylgja honum. í raun og veru er það hann en ekki ég, sem kemur hingað óboðinn. Karlotta sá, að bros leyndist í augnakrókum Gra,ha’ms. Hann átti bágt með að halda alvörusvipnum. En hvað hann er fallegur, hugsaði hún og fann til sársauka í brjóstinu. — Fido litli, hvísláöi Karlotta á dönsku. — Þín vegna ætla ég að fyrirgefa honum í þetta sinn. Hún brosti við hvolpnum. — Hvað eruð þér að segja Fido, greifafrú, spurði Graham og gat nú ekki stillt sig lengur um aö hlæja. Karlotta hlustaði vai’la á hann. Hún var hrifin af hundum, einkum írskum smáhundum. Hún gældi við hvolpinn og sagði við hnnn blíðuorð, sem Graham mundi hafa viljað gefa ár af ævi sinni til þess að hún hefði sagt við hann. Meðan Karlotta var að gæla við Fido og streytast við aö vera afundin við John Graham leiddust þau Birta og Kurt í sólskininu með fram Börstrup-vatni. Bílinn höfðu þau skilið eftir á fáfarinni skógargötu. Birta var í sjöunda himni. Hjarta hennar hoppaði af gleði í hvert sinn, sem hinn þýzki greifi sagði einhver ástar- orð eöa gullhamra við hana, og þaö mátti heita án afláts. En hvað hann er yndislegur, hugsaði Birta. Kurt hafði líka sannarlega hrifizt af Birtu. Það voru ein- mitt stúlkur eins og hún, sem hrifu hann mest. Hann átti bágt með að trúa því, að hún væri aöeins alþýðustúlka, því að enn trúði hann mjög á ágæti hins bláa blóðs. Þau gengu út á gömlu baðbryggjuna, sem Birta og Kar- lotta höfðu steypt sér af til sunds sumarið áður. Þar stað- næmdust þau og horfðu út yfir spegilgljáandi vatnsflötinn. — Hér böðum við Karlotta okkur á sumrin, sagði Birta. — Þetta er indæll staður. Kurt fann ilm hennar leggja fyrir vit sér. Hann þóttist sigurviss. Hann áleit, að hann hefði þegar heillað þessa stúlku svo, að hún mundi ekki segja nei. Hann tók varlega utan um hana og sneri henni að sér. Augu Birtu ljómuðu. Svo kyssti hann hana, fyrst varlega og hikandi. Varir hennar opnuðust undan kossum hans og áður en varði voru kossar hans orðnir harðir og ákafir. Líkami hennar lagðist þétt aö honum og það var sem eldur færi um hverja taug hans. Handleggur hennar lagðist að hálsi hans. — Hvers vegna lokar þú augunum, Birta? hvíslaði hann. — Svikahrappurinn þinn, þetta máttir þú alls ekki sjá, sagði hún. Hann kyssti hana aftur, ákaft og ástríðuþrungiö, svo að þessi ákafi hans skelfdi Birtu. Þannig hafði hún aldrei verið kysst áður. Hún losaði sig hægt úr faömi hans. Áður en hún gæti svarað, var hann setztur og hafði dregið hana niður á hné sér. Birta ætlaði að segja eitthváð, en hann lokaði munni hennar með kossi. En hvað hann kyssir dásamlega, hugsaði Birta í sæluvímu. — Þú ert yndisleg, sagði hann, þegar hann hafði slökkt fyrsta kossaþorstann. Hún hló. — Þú ert víst hinn eini, sem heldur það. — Ég er ástfanginn af þér, hvíslaði hann. — Ég hef heyrt, að þú fáir þann kvilla við og við, ef þú sjáir stúlku, svo að það batnar vonandi fljótt. — Þú skalt ekki taka allt sem fólkið segir, sem góða og gilda vöru. Tókst Amalie frænku að koma þvættingi sínum á borð fyrir þig í gærkveldi? | Norðurstíg 3 A. Síml 6458. f cuiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiauiit Miírhúðuuarnet Þakpappi Steiiunálning RyðvarnariuálniiiíS rf/ntemta S^in^éiaftí k.f Borgartúni.7 Sími.7490

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.