Tíminn - 09.06.1955, Page 4

Tíminn - 09.06.1955, Page 4
#. TÍMINN, finimtudaginn 9. júní 1955. 127. blaS. Frá þingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands 14. þing Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands var haldið dagana 21.-22. maí 1855. Skúli Þorsteinsson formað- ur sambandsins setti þingið. Fundarstjórar voru kjörnir Þórarinn Þórarinsson. skóla- stjóri og Sigfús Jóelsson, skóla stjóri. Ritarar: Guðmundur Magnússon og Valtýr Guð- mundsson. Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi, var gest- ur þingsins. Flutti hann er- indi og tók þátt, í störfum þingsins. Margar tillögur voru sam- þykktar um íþróttamál og önnur félagsmál sambands- ins. Meðal samþykktra tíllagna voru þessar: 1. Þingið beinir því til stj órnar sambandsins, að framvegis verði ráðinn hér- aðskennari í 2—3 mánuði að sumrinu og sé að því stefnt, að þessi starfsmaður sé ráð- inn allt árið. Starf hans sé að leiðbeina við íþróttaæf- ingar í félögum og skólum og aðstoða við mót og vera félagslegur ráðunautur. Tel- ur þingið rétt, að kostnaður vegna kennarans skiptist milli viðkomandi hreppsfé- laga, sambandsfélaganna og landssambandanna. 2. Þmgið telur mjög æski- legt, að félagsmálanámskeið verði í framtíðinni fastur lið ur í starfsemi sambandsins og telur eðlilegt og sjálfsagt, að landssamböndin beri kostn að af því í sama hlutfalli og íþróttakennslu. Felur þingið stjórninni að undirbúa slíkt námskeið strax á næsta ári t. d. í sambandi við aðalfund inn og skal leitað td íþrótta- fulltrúa um tilhögun móts- ins, enda framkvæmt í sam- ráði við hann. 3. Þingið lætur í ljós á- nægju yfir þeim félagslega' áhuga og dugnaði, sem fram. hefir komið í byggingu hmna myndarlegu félagsheimila viðs vegar um land. Sérstaka athygli vill þingið vekja á því, hvort ekki sé hagkvæm- ara að byggja stór félags- heimili miðsvæðis í héruðum, en smærri hús í hverjum hreppi. 4. Þingið telur mjög æski- legt, að sambandið vinni að útbreiðslu starfsíþrótta á sambandssvæðinu á sem fjöl breyttastan hátt og telur sjálfsagt og nauðsynlegt að hafa samvinnu um þau mál við Búnaðarsamband Austur lands og ráðunaut þess. 5. 14. þing U.Í.A. skorar á þing og ríkisstjórn að standa fast á rétti íslendmga í land heigismálinu og tekur undir þær kröfur, sem fram hafa komið um rýmkun landhelg- innar fyrir Austurlandi. 6. 14. þing U.Í.A. skorar á þing og ríkisstjórn að vinna sleitulaust að endurheimt handritanna. Telur þingið, að bygging handritahúss hið íyrsta gæti orðið virkt vopn í þeirri baráttu, því að slikt mundi sýna, að hvorki skorti íslendinga vilja né getu að veita handritunum þann um búnað, sem þeim sæmir. 7. 14. þing U.Í.A. vítir harð lega ábyrgðarleysi þeirra manna og bókaforlaga, er gera sér lægstu hvatir manna p,ð féþúfu með útgáfu sorp- rita og skcrar á þing og stjórn að ganga enn betur fram um að hefta útgáfu slíkra rita. 8. 14. þing U.Í.A. fagnar auknum skilningi þings og stjórnar á skógræktarmálum og heitir á öll sambandsfélög in að notfæra sér þá mögu- leika, sem nú eru að skapast til þess að fá ódýrar plöntur til gróðursetningar. 9. Sambandsþing IJ.Í.A. í- trekar fyrri mótmæli sín gegn hersetu í landinu og vill jafn framt þakka hverja þá við- leitni, sem sýnd hefir verið til að draga úr hættum henn ar, 10. Þing U.Í.A. iítur svo á, að hverju þjóðfélagi ríði á miklu, að á hverjum tíma veijist til opinberra starfa beir menn, er telja verður hæfasta, og að tekið sé fullt tillit til starfsaldurs og verð- leika 5 starfi. Því vill þingið, að marg gefnu tilefni, bæði fyrr og síðar, bema athygh ráðamanna þjóðarinnar að þeirri hættu, sem því er sam íara, að brugðið sé út af hefð og venju, þannig að tor trvggni skapist í garð veit- ingavaldsins. 11. Hverju sambandsfélagi verði falið að sjá um keppni íþróttadagsins og styöur þá hugmynd, að keppni verði m. a. hagað þannig, að tvö eða fleiri félög keppi sín á milli innan sambandsins eða út á við. 12. íþróttanefnd leggur tú að kosin verði sérstök drengja mótsnefnd, sem sjái um drengjamót Ú.Í.A. Þá ákvað þingið eftirfar- andi :Úrtökumót vegna lands móts U.M.F.Í. verði háð á Fáskrúðsfiröi 12. júní. íþróttamót U.Í.A. verði háð að Eiðum 14. ágúst. Undanúrslit og úrslit knattspyrnumóts U.Í.A. fari fram að Eiðum í ágúst. Aðrir leikir fari fram á heimavöll- um félaganna samkv. ákvörð un knattspyrnuráðs. Handknattleiksmót verði haldið á Seyðisfirði 6.—7. á- gúst. Sundmót U.Í.A. veröi haldið í Neskaupstað 3. sept. Gunnar Ólafsson heimsótti féiögin á liðnu sumri og var gerður góður rómur að för hans. í Sambandinu eru nú 26 félög með 1500 félagsmönn um. — Formenn ráða voru kjörnir: Knattspyrnuráð: Margeir Þórormsson, Fá- skrúðsfirði. Handknattleiks- ráð: Ólafur Ólafsson, Seyð'is- firði. Frjálsíþróttaráð: Gunn ar Ólafsson, Neskaupstað. Skíðaráð: Gunnar Ólafsson, Neskaupstað. Sundráð: Ste- fán Þorleifsson, Neskaupstað. Drengjamótsnefnd: Guðjón Jónsson, Eskifirði. Kosnir voru í stjórn til næsta árs: Skúli Þorsteins- son, skólastj óri, Eskifirði, formaður, Gunnar Ólafsson, skólastjóri, Neskaupstað, varaformaður. Ármann Hall- dórsson, kennari, Eiðum, rit- ari. Björn Magnússon, kenn- ari, Eiðum, féhirðir. Stefán Þorleifsson, kennari, Nes- kaupstað. Marinó Sigur- björnsson verzlunarmaður, Reyðarfirði. Margeir Þórorms son, vezlunarmaður, Fáskrúðs firði. Ármann Halldórsson, sambandsritari. Sinfóníuhljómsveit bandaríska flug- hersins Sinfóníuhljómsveit banda- ríska flughersins hélt tón- leika á vegum TónHstarfélags ins í Þj óðleikhúsinu á mánu- daginn var undú: stjórn Ge- orge S. Howard ofursta. Hljóm sveitin hefir komið hingað Úl lands tvisvar sinnum áður og hefir hloúð mikla aðdáun og vinsældir áheyrenda. í hin- um fyrri efnisskrám hefir ríkt afar mikil fjölbreytni um efn isval, og alhHða hæfileikar hljómsveitarinnar hafa notið sín vel, oft samfara glettni og skemmtilegri kímni. Að þessu sinni var efnisskráin ein- göngu valin úr hópi banda- rískra tónskálda og var bæði íróðlegt og skemmtUegt að kynnast þeim nánar, en flest þeirra munu fremur lítið þekkt hér, aðrúr en George Gershwin. Hér er um auðugan garð að gresja og var efnisskráin skemmtileg og tilkomumikil, einkum síðari hluti hennar. Sinfoniettan eftir Hartley var prýðilega vel samin, og var auðfundið, að þar er tónskáld á ferðinni, sem liggur eitthvað á hjarta og hefir þá andagift að geta skýrt frá því á frum legan og eftirtektarverðan hátt. Mesta athygli vakti ten órsöngvarinn William Du Pree með bandarísku negra helgisöngvum þeim, er hann söng. Þeir eru nokkurs konar þjóðlög trúarlegs eðHs, í senn afar innilegir og barnslegir, og hvílir sérstaklega aðlað- andi blær yfir þeim, þegar menn hafa kynnzt þeim nokk uð nánar og lært að meta þá. Áheyrendur tóku þeim og söngvaranum forkunnarvel með hjartanlegu lófataki. Svítan Through the looking glass (Dísa í Undralandi) eft- ir Taylor var veigamesta verkið og er mjög áhrifamikið. í því eru nokkrir einleikskafl ar og veittu þeir konsertmeist aranum, fyrsta klarinett leik aranum og fagotleikaranum tækifæri úl þess að sýna af- burða snjallan hljóðfæraleik. Yfirleitt var tæknikunnátta hljóðfæraleikaranna allra mjög góð, og þeir eru dásam- lega vel samæfðir. Nákvæmni, og blæbrigðarík túlkun og innlifun einkennir allan leik þeirra. George S. Howard stjórnandi þeirra er mjög næmur og tilfinningaríkur og stjórnar með andagift og skap festu, en þó af mikilli mýkt. Talsvert hefir verið aukið við strengjasveitina frá því að hljómsveitin var hér siðast á ferðinni og er það .til bóta Áheyrendur tók'u hljómsveit- inni afar vel og þökkuðu þeim fyrir með innilegu lófa taki. E. P. TRÚLOFUNARHRINGAR 14 karata og 18 karata í555$$$3$$$SSSS$$S$5$$$5S5SS$5$5SSS$$$5$33$SSS5S5$SSSS5SSS$5SS5SS53S555f, FYRIRLIGGJANDI Borðstofuborð með tvöfaldri plötu 2 gerðir Borðstofustólar 3 gerðir Bókaskápar 2 gerðir Barnarúm Eldhúshnallar Stofuskápar Kcmmóður Sæn gurf ataskápar Húsgögn meö afborgunum Trésmiðja Jóh. P. Guðmundssonar Neskaupstað — Sími 59 Katipmcsm Kaupfclög Plastgarðslöngur fyrirliggjandi Verð aðeins kr. 3,75 pr. m. Gerið pantanir í síma 6450. REYKJALUNDUR ;$$5$$$$$$$$$$$$$SSSSS$$$$$$$$$$$5$$$$$$3$5$$$$5$$$$$$$$$$$$$3S$$$$$$$S1 !*58g»S5S555SSSSSSSSSg5555S5SS5SSgSSSSSS5S55ggSSS5gS5SCS5SSaB53BSSCSa«C«l Aðalf undur Sölusamband ísl. fiskframlciðcuda verður haldinn að Hafnarhvcli í Reykjavík, íöstudaginn 10. júní n. k. og hefst kl. 10 f. h. Dagskrá samkv. félagslögum. Einnig verður gengið frá stcfnun hlutafélags til skipakaupa. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda. 555SSSS5SSSSSSgSSSSSSSSS5SS5SSSS5SSSSSSS$SSSSS5SSSS5SSSSSSSSSSSS5SSSSSa Tryggingar Óskað er eftir tilboðum í tryggingar á ýms um mannvirkjum ,tækjum og vélum Áburðar- verksmiðjunnar h.f. í Gufunesi, ásamt öðrum tryggingum, sem tilteknar eru í útboðslýsingu. Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 10 f. h. miðvikudaginn 20. júlí 1955. Útboðslýsinga má vitja á skrifstofu verksmiðjunnar 1 Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. SSWSS5SS5SSSS5SSSS5SSSSSSS55SS5S555SSS55SSSSSS5SSS55SS5SS5SSS555S555S5SI SS5S5SSS5S5SS5SSSSSSSS5SSSSSS5S5S5SSSS5S5SS35SSSSSS55SSSSSS5S5S5SS5SSS5S Áhaldahús bæjarins óskar að ráða vanan bókhaldara. Laun samkv. X. fl. launasamþykkt ar Reykjavíkurbæjar. Umsóknir ber að senda til skrifstofu bæjar verkfræðings, Ingólfsstræti 5, fyrir 15. þ. m. Byggingarverkfræðingar Umsóknarfrestur um áður auglýst starf byggingar- verkfræðings hjá Akraneskaupstað framlengis til 1. júlí næstkomandi. Akanesi 8. júní 1955. BÆJARSTJÓRI. js$5$$S3S33355JS55$S$3$SS$S$$$53$$S$$53SS555555$$5535$$S35353353S35$5S$MI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.