Tíminn - 17.06.1955, Blaðsíða 3
134. blatt.
TÍMINN, föstudaginn 17. júní 1955.
Ávarp til fslendinga
Benford
Almenna bókafélagið er til
þess stofnað að efla menn-
ingu þjóðarinnar með útgáfu
úrvalsrita í fræðum og skáld
skap og veita mönnum kost
á að eignast þau með eins
vægum kjörum og unnt reyn
ist. Verður af því tUefni haf-
in söfnun áskrifenda um land
allt og er tU þess ætlazt, að
fyrstu bækurnar geti' borizt
félagsmönnum í hendur á
öndverðum næsta vetri.
Hér verður því ekki við
komið að ræða útgðfuáætlun
félagsins í emstökum atrið-
um, en stjórn þess mun að
sjálfsögðu gera nánari grem
fyrir henni annars staðar.
Að sinni skal aðeins sagt, að
félagið mun telja sér skylt
að velja tU útgáfu þær bæk-
ur einar, sem að beztu manna
yfirsýn eru til þess fallnar
að veita lesendum sínum
hlutlausa fræðslu eða list-
rænan unað. Væntir félagið
f stjórn
Almenna bókafélagsins
sér að geta, er stundir líða,
átt heillavænlegt frum-
kvæði að ritun ýmissa þeirra
bóka, sem þjóðinni megi
verða varanlegur fengur að,
auk þess sem kostað verður
kapps um að fá góð rit heims
bókmenntanna færg í ís-
lenzkan búning.
Það er öllum mönnum vit-
anlegt, að þjóð vorri er nú,
að rofinni emangrun lands-
ins og nýfengnu sjálfstæði,
margur vandi á höndum í
menningarefnum, og geta ör
lög hennar um langa fram-
tíð oltið á því, hversu til
tekst um stefnu hennar á
næstu árum. Fyrir því er
henni fátt mikilvægara en að
gera sér sanna og rétta greui
fyrh kjörum sínum og öllum
aðstæðum. Auðsæ rök Hggja
að sama skapi til þess, að fé-
lag vort mun í bókavali sínu
hafa umfram allt það tvennt
í huga að kynna íslending-
um andlegt líf og háttu sam-
tíðarinnar og glæða áhuga
þeirra og virðingu fyrir
menningarerfðum sínum,
sögu, þjóðerni og bókmennt-
um.
Vér, sem kjörnir höfum
verið fyrstir stjórnendur og
bókmenntaráðsmenn félags-
ins, höfum skiptar skoðanir
á mörgum hlutum, og er
raunar þarflaust að láta
slíks getið um frjálsa menn.
En um það erum vér allir
sammála, aö hammgja þjóð-
arinnar sé undir því komin,
að jafnan megi takast að
efla menningarþroska henn-
ar og sjálfsvirðingu, og vænt
ir Almenna bókafélagið þess
að geta átt þar hlut að máli.
Treystum vér því, að sam-
hugur alls þorra almennings
með þessum megintHgangi
endist félaginu til æskilegs
brautargengis og giftusam-
legra átaka.
í bpkmenntaráði..
^)*g*+**+s,
formaður
'1
• L't
friuuui. /V
Nýtt bókafélag stofnað er gefa mun
úrvalsrit í fræðum og skáldskap
Steypuhrærivélar af mismunandi stærðum með raf-
magnsvélum, benzínvélum og dieselvélum, útvegum
vér með stuttum fyrirvara fyrir mjög hagstætt verð.
— Einnig dieselvéla flutningavagna og vélknúnar
steypuhj ólbörur, allt frá BENFORD, Ltd., Wamick.
Ótal meðmæli innlendra fyrir hendi.
Klapparstíg 16. — Sírni 5774.
Orðsending frá KRON:
Viðskiptamenn vorir eru beðnir að athuga, að FIÐ-
URHREINSUNIN, Hverfisgötu 52, verður lokuð vegna
sumarfría frá 20. júní til 9. júlí, að báðum dögum
meðtöldum.
S/ — \
®?s“ °s get*ð er í ávarpi hér fyrir ofan hefir
fé21«t0fnað *íýtt bÓkafé,ag’ sem nefnist Almenna bóka-
í kfmnr°f ^ h° UfftÍIPngUr Þess að Sefa út bækur, eins
S kemur fram i avarpmu. Blaðamenn ræddu í gær yið
Bjarna Benediktsson, menntamálaráðherra, og dr. Þorkel
aí”®"; rekt°r kaskólans, og skýrðu þeir frá vænt-
aniegri utgafustarfsemi félagsins.
Forstöðu í félaginu veita
•stjórn og bókmenntaráð og
skipa stjórnina þessir menn:
Bjarn» Benediktss., mennta
málaráöherra, formaður. Al-
exander Jóhannesson, próf.
Jóhann Hafstein, alþm. Karl
Kristjánsson, alþm. Þórarinn
Björnsson, skólameistari.
Stjórnin hefir með höndum
fj afc’reiðu fcjjiagsílns og um-
^jón með rekstri þess. Um val
óóka, sem íélagið gefur út,
-annast níu manna bók-
menntaráð. í bókmennta-
ráði eiga þessir menn sæti:
Gunnar Gunnarsson, skáld,
formaöur, Birgir Kjaran, hag
fræðingur. Davíð Stefánsson
^káld. Guömundur G. Haga-
Jín, skáld. Jóhannes. Nordal,
hagfræðingur. Kristján Al-
bertsson, rithöfundur. Krist-
mann Guðmundsson, skáld.
Tómas Guðmundsson, skáld.
Þorkell Jóhannesson, prófess-
or.
Bókaval.
Meðal bóka þeirra, sem bók
menntaráð hefir valið til út-
gáfu á næstunni, eru þessar:
1. íslandssaga fram til 1550,
fyrra bindi, eftir dr. Jón Jó-
hannesson, prófessor. 2. Ævi
saga Ásgríms Jónssonar, mál
ara, eftir Tómas Guðmunds-
son. 3. „Cry the beloved
Country", skáldsaga frá Suð-
ur-Afffku um kynþáttavanda
málið þar, eftir Paton. 4.
Folkeungetradet, skáldsaga
eftir Verner v. Heidenstam. 5.
Slagskugga över Balticum,
bók um örlög Eystrasaltsland
anna í síðari heimsstyrjöld-
inni, eftir Oras. 6. Handbók
Epiktets, í þýðingu dr. Brodda
Jóhannessonar. 7. Myndabók
um ísland (i undirbúnmgi).
Síðar verður nánara skýrt
frá bókum þessum og svo frek
ari áformum félagsins um
bókagerð sína.
Fyrirlestrar.
Þá má geta þess, að fél.
hefir hug á að efna til upp-
lestra og fræðslu um íslenzk
ar bökmenntir innanlands, fá
merka erlenda rithöfunda til
fyrirlestra og lesturs úr r*t-
um sínum hér og kynna ís-
lenzkar bókmenntir erlendis.
Vel má og vera að félagið láti
fleiri menningarmál til sín
taka en að sjálfsögðu fer þaö
eftir mætti félagsins, sem er
alveg háður stuðningi og vel
vild almennings.
(Fr^mhaia 6 6. bicuj
H.f. Eimskipafélag íslands
iur
Á aðalfundi h. f. Eimskipafélags íslands h. 11. júní í|
1955, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði
— í arð til hluthafa fyri áið 1954.
Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins $
í Reykjavík svo og hjá afgreiðslumönnum félagsins um
land allt.
SijÍÞrnin
l
;$ssss$s$ss33ssss$s$sssss$s$s$ss$sí$$ss$$sss$ssss3ssss$ss$s$s$ssssss$s$$íí
fU550$$$$5$$S$$$$$S$$$5555$$$$55$5$5$5$5$55$SS$S!»i»SSSSS$$SSSí!S5S$«S!m.
hefir opnað nýjan bílasíma við Hagatorg (í Vestur-
bænum)
Sími 5007
Gjörið svo vel og reymð viðskiptm.
Langholtsvegi 117. Sími 5000.