Tíminn - 09.07.1955, Síða 4

Tíminn - 09.07.1955, Síða 4
TÍMINN, laugardaginn 9. júlí 1955. 141. blaS, Landnámshátíöin í Spanish Fork Sendiráð ísiands í Washing Af 6000 íbiium þar, crn nm 1500 a£ íslcwzku ton hefir láti'ð Tímanum í té . „ , , . frásögn af landnámshátíð ís- lícrgl Orotllir. lendinga í Spanish Fork og| fer hún hér á eftir: hundruð kílómetra löngu Um það bil 90 kílómetra suður af Salt Lake City er smábœrinn Spanish Fork, er telur um 6000 íbúa. Bær'nn er umlokinn fjöllum, sum skógi vaxin, en önnur snævi þakin. Þarna hafa íslending ar setzt að, og þarna stóðu hátíðahöld í 3 daga í tUefni af því, að hundrað ár eru liðin síðan fyrstu íslending- arnir settust þarna að, og munu það hafa verið Samúel Bjamason og kona hans Mar grét, og Helga Jónsdóttir. ís- lendingafélagið í Utah hafði íarið þess á leit, að ríkisstjórn íslands sendi fulltrúa á þessa hátíð, og einnig að ríkisstjórn Báfidaríkjanna sendi þangað íúlltrúa. Fulltrúi íslands var Pétur Eggerz, sendiráðunautur við íslenzka sendiráðið í Washing ton, en fulltrúi Bandaríkj- anna var Marsebs C. Parsons Undersecretary of State. Svo að segja alhr íslending- ar í Spanish Fork eru Mor- mónatrúar, en íslendingar og afkomendur íslendinga eru 'tim það bil 1500. Mormónar eiga mörg guðshús og vegleg, og fóru hátiðahöldin að mestu fram í einu þeirra, Palmyra Stake House. Hátlðahöldin hófust mið- vikudaginn 15. júní með guðs þjónustu, og stjórnaði henni Byron Geslison, biskup. Söirg þar nokkur lög Tani Bjarna- son, sem er vel þekktur söngv ari vestur á Kyrrahafsströnd. Talar hann góða íslenzku, og söng fjölmörg íslenzk söng- lög á hátíðinni. Tani er bú- settur í Seattle. íslendingar höfðu komið víða að ttl þess að sækja þessa hátíð, og hitta þar vini og kunningja og spjalla við þá á ísienzku. Menn og konur komu frá Kanada, Los Angel es, San F’rancisco, Vancouver, Salvatnsborg, Colorado og víðar að. Fulltrúi íslands og kona hans heimsóttu flest öll ís- lénzk heimili í Span'sh Fork, og hefir Íslendinguní búnazt þarna vel. Búa alUr v^ð góð kjör og eiga sér hús. Skammt frá Spanish Fork er gríðar- stór verksmlðja, sem framleið ir stál, og þar hafa margir Ííjfend'ngar atvinnu. Þá stunda margir landbúnað, mjólkurframleiðslu og akur- yrkju. Framleiða þe'r baunir, lauk,. alfa alfa, gulrætur, rauðrófur o. fl. Niðursuðu- verksmiðjur eru þarna á staðnum, og er því markað- ur góður fyrir landbúnaðaraf- urðirnar og nærtækur. íslendingar í Spanish Fork eru mjög gestrisnir og taka manni opnum örmum, en ekki bjóða þeir fram kaffi, og stafar það af því, að Mor- mónatrúin leggur eindregið á móti allri nautnaneyzlu, hvort heldur sem er kaffi, tóbak eða áfengi. Fimmtudagurinn 16. júní hófst með glímu og öðrum í- þróttum. Fimmtudagskvöldið var söguleg leiksýning, og var henni stjórnað af Hólmfriði Daníelson, lekkonu frá Winni peg. Sóttu mörg hundruð manns sýninguna, og var Hólmfríði klappað óspart Jof í lófa. Leiksýningin brá upp mynd Tim af brottíör íslendinga frá íslanúi, og af hinnl mörg göngu þe'rra til Utah, en er þangað kom, þá benti Brig- ham Young, kirkjuhöfðingi Mormóna, íslendingum á að setjast að í Spanish Fork, því að þar höfðu Danir setzt að áður, og hélt hann að vel mundi fara á sambúð íslend- inga og Dana. Dóra Þorsteinsdóttir hatði sýningu á hannyrðum, og sat þarna á sýningunni og spann á rokk. Kl. io á föstudagsmorgun- inn, hinn 17. júní, fór skrúð- ganga mikil um borginá. Tutt ugu og sjö fjölskyldur í Span ish Fork höfðu tekið að sér að útbúa táknræna þætti úr sögu íslenzku landnemanna, sem settust að í Spanish Fork. Var leikþáttum þessum kom- ið fyrir á fjórhjóluðum pöll- um, sem dregnir voru af bif- reiðum. Þannig voru í skrúð- göngunni 27 slíkir leikþættir, og sumir gerðir af mikilli hug kvæmni og íburði. En i farar broddi voru þeir, sem skipu- lagt höfðu hátíðina, svo og gestir og fulltrúar ríkis- stjórna. Föstudaginn 17. júní var hádegisverður kl. 12,30, sem 550 manns sóttu, og stjórn- aði honum John Y. Bearnson, biskup. Að afloknum hádegis- verðinum las John Y. Bearn- son, formaður íslendingafé- lagsins, símskeyti og kveðjur, sem borizt höfðu, m. a. frá sendiherra íslands í Washmg ton, Thor Thors. Þá las full- trúi íslands kveðju frá for- seta fslands, hr. Ásgeir Ás- geirssyni, og afhenti jafn- framt gjöf frá íorseta íslands til íslendingafélagsins, íslenzk an silkifána. Þá tók til máls fulltrúi Bandarikjastjórnar, Marselis C. Parsons, aðstoðarráðherra. Var Parsons, ráðherra kynnt ur af einum æðsta embættis manni Utah-ríkis. Seinna um daginn var ekið um bæinn og nágrennið. KI. 8 um kvöldið var sam- sæti, sem sóttu um 600 manns og stjórnaði því Victor Leif- son, b’skup. Þar söng Taní Bjarnason og einnig söng þar EHen Jameson íisl. söngva. Ellen Jameson er systir Paul Jameson, iæknis, Páll lækn- ir er raunverulega Guðmunds son og fluttist faðir hans frá íslandi td Utha. Páll læknir er sérfræðingur í augnsjúk- dómum, og háls nef og eyrna læknir. Starfar hann í Salt Lake City, og er þekktur læknir langt út fyrir landa- mæri Utah-fylkis. Þama komu og fram marg ir ágætir listamenn, bæði ís- lenzkir og amerískir. Aðal- ræðumaður kvöldsins var Pét ur Eggerz, og var hann kynnt ur fyrir áheyrendum af Finn boga Guðmundssyni, prófess or. Að ræðu sinni lokmni flutti Pétur Eggerz ávarp frá rikisstjórninni. Ávarp þetta var undirritað af forsætis- ráðherra Ólafi Thors, og bundiö í mjög fallega bók. Bókin með ávarpinu var síð- an afhent íslendingafélaginu til eignar. Þfe afhenti Pétur Eggerz með stuttri ræðu riddara- kross Fálkaorðunnar þeim John Y. Bearnson og Kate B. Carter. Kate B. Carter er for maður stærsta kvenfélagsins í Utha-ríki, og hefir getið sér góðs orðs sem rithöfundur, og ritað margar bækur, sem sumar fjalla um landnámið i Utah. Forseti íslands hafð' sl. maí sæmt ofangreinda að- ila riddarakrossi Fálkaorðúnn ar, og óskað þess, að fulltrú' ríkisstjórna.•mnnr afhenti þá viö þetta tæk'-taori. Seinna um kvöldið sýndi Kjartan B,i?,rnason kv'kmynd sina frá Lslandi og skýrð' prófessor Finnbogi hana út fyrir áheyrendum. Þe'r Kjart an og Finnbogi voru sífellt á ferð og ílugi við að taka ljór myudir og kvikmvnd'r og að taka ratídir manna upp á stálþráð. Hátíðahöldunum lauk á föstudagskvöldið um mið- nætti, og þótti öllum sem þau hefðu tekizt vel. Blöð'n í Salt Lake City og sjónvarp»ð og útvarpið keppt ust v!ð að skýra frá nátiða- höldunum og má af því ráða að talsvert gæt'j ahrifa þeirra manna af islenzkum uppruna sem sezt hafa aö í Utah-ríki. chh ihe/dur náfoefáa etfMÍ CMC er hid albjódlega heiti fyrir carboxymelhylcell lose-efni sem er framleiM úr cellulose. CMC hefur þau óhrif, að óhreinindi leysast belur og f!fótar upp og bvctturinn verður ónæmari fyrir óhreinindum eftir en áður - því CMC myndar varnarlag um þræöi efnisins SAPUVER.KSM IÐJAN SJOFN.AKUREYRI Fliigfélagið uraboðs- raaður Lufthansa á íslandi Flugfélagi íslands hefir ný- lega verið veitt aðalumboð á íslandi fyrir hið nýendurreista þýzka flugfélag Lufthansa. Sem kunnugt er eru ekk1 bðnir nema hðlega þrír mán uðir frá því að Lufthansa hóf flugferðir á ný, en það hætti allri starfsemi í stríðslok. Fé- lagið heldur nú uppi flugsam göngum múli helztu borga í Þýzkaland' og flýgur auk þess til Lundúna, Parísar, Madríd og New York. Flugfélag íslands hefir nú aðalumboð á íslandi fynr sjö erlend flugfélög auk Luft- hansa, og eru þau þessi: Brezka flugfélagið BEA, hol- lenzka flugfélagið KLM, finnska flugfélagið Aero, sviss neska flugfélagið Swissair, belgíska flugfélagið Sabena, SAS og bandaríksa flugfélag ið Trans World Airlines. HEKLU karimannasokkdr Við höfum nú fengið aftur hiiva margeftirspurðu HEKLU karlmannasokka í miklu virvali. HEKLU karlmannasoklcar eru sérstaklega sterkir og mjög ódýrir. Höfum emnig fengið barnale-áta. - * _ ■ i-Ú ■):■:- i Gefjun — lóunn Kirkjustræti 8 — Simi 2838 — Reykjavík S555555S555555555555555555S555555555555555S5S555555555SS555555555Í5S555t <515556555555555555555555555555555555555555555555555555555555551 Einangrunarkork Óskum eftir 1. flokks einangrúnarkoík f' plötum: 120 rúmm., 4 tommu þykkum og 40 rúmm., 2ja- tommu þykkum. — Tilboð, er greini verð cif Seyðtsfjörður og afgreiðslutíma, send'r bæjarstjórn Seyðifífjarðgrkaup- staðar fyrir 20. júlí 1955. SS5SSSSSSSS5SSSSSSSSSSS5S5S5SSSSSSSS5SS5SSSSS£SS5SSSS5SlSS5SSSSSS5SSS5SSSSS5SSSSSSSSSSS3S5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSl Smásagnakeppni Tímaritsins STEFN S Frcstur til að skilti handritum frainlengdur til 15. JUII <: úttev :-p.r4 ■-lulltiík ájLÍiist Einfí og kunnugt er ákváð tímaritið Stefnir nýlega að efna úl smásagnakepþni um BESTU SMÁSÖGU ÁRSINS 1955. Hámarksaldur til þátttöfeu er 38 ár. í dóm- nefnd i'itstjórar Stefnts. GlæsÚegum verðlaunum heitið: Flugferð til Parísar eða London og 10 daga kostnaðarlaus dvöl þar. Þá hafði frestur t-I að skila handr't- um verið ákveðinn 15. júlí. Nú þegar hafa allmargar sögur borizt, en vegna þess að 3. heíti Stefnis kem- ur ekki út fyrr en í haust hefir nú verið ákveðið að framlengja þennan frest til 15. ágúst næstkomandi. Fyrir þann tíma þurfa handr't að hafa bonzt rit'nu, póst- hólf 582, eða til ritstjóra. Skulu handrit vera nafnlaus, en þeim fylgja í íokuðu um- slagi höftundarnafn og heimíUsfang. —> líatariíið Sto£nir *PWmW5»t5«^5!»S»5*C59S5«5*tS3S555SagS35mgll»«iaS5SS55SS5S55555S5555SS55S5SS555S55555$5S5S5Siga

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.