Tíminn - 09.07.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 9. júli 1955.
141. blað
6
GAMLA BfÓ
Uppreisn
í Bœheimi
(Dogheads)
Tilkomumikil og fögur tékknesk
kvikmynd í Agfa-litum um frels
isbaráttu Tékka á sautjándu öld.
Mynd þessi var valin til sýning-
ar á kvikmyndahátíðinni í Cann
es í vor.
Aðalhlutverk:
Vladimir Raz,
Jarmila Kurandova,
Z. Stephanek.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Dugdrmnnar
Walters Mitty
með DANNY KAYE.
Sýnd kl. 5.
Hetjan
Afburða skemmtileg og athyglis
verð, ný, amerísk mynd um líf
og áhugamál amerískrar æsku.
Aðalhlutverkin leika hinir
vinsælu ogr þekktu leikarar
John Derek
Donna Reed.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
0»»« ■» * » ♦ <
BÆIARBÍÓ
HAFNARFIROI -
Morfín
Prönsk-ítölsk stórmynd I »ér-
flokki. —
Aðalhlutverk:
Daniel Gelin,
Elenora Rossi-Drago,
Barbara Laage.
Myndin hefir ekki verið sýnd
hér á landi áður. Danskur skýr-
ingartextl.
BönnuS börnunL
Sýnd kl. 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
Seijið tnarhið hátt
I’d climb the Highest Mountain
Hrífandi falleg og lærdómsrlk,
ný, amerísk litmynd. er gerist í ,
undur fögru umhvevfi Georgiu-
fylkis í Bandaríkjunum.
Aðalhlutverk:
Susan Hayward,
I Wiiliam Lundigan.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
----------------------->
Kínversh
hvihmyndasýning
(Kaupstefnan — Reykjavík)
Sýningardaglega kl. 1,30—4,30.
TRIPOLI-BÍÓ
Nútíminn
(Modern Timw)
Þetta er taiin skemmtilegasta
mynd, sem Charlie Chaplin hef-
ir framleitt og leikið í. í mynd
þessari gerir Chaplto gys að véla
menningunni. Mynd þessl mun
koma áhorfendum til að veltast
um af hlátrl frá upphafi til enda.
— Skrifuð, framleidd og stjómuð
af Charlie Chaplin.
i
Sýnd kL 5, 7 og B.
AHnt síðasta sinn.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Skriðdrckarnir
koma
(The Tanks Are Coming)
ÍSérstaklega spennandi og við- ?
burðarík, ný, amerísk kvikmynd,!
er fjallar um framsókn skrið-)
jdrekasveita Pattons yfir Prakk
land og inn í Þýzkaland í síð-
ustu heimsstyrjöld.
Aðalhlutverk:
Steve Cochran,
Phillip Carey,
Mari Alden.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 9,
4. vika.
50. sýning.
Verðlaunamyndin:
Húshóndi á sinu
heimill
„Bezta enska kvikmyndin árið
1954“
Sýnd kl. 7.
Sala hefst kl. 4.
HAFNARBÍÓ
BixaS B44Æ
Auga fyrir auga j
(The Raiders)
Hörkuspennandl, ný, amerísk ]
litmynd, er gjerist í Kalifomíu
á hinum róstursömu tímum, þeg!
ar gullæðið stóð sem hæst. |
Richard Conte,
Viveca Lindfors.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
1 Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Ranða
sokkabandið
(Red Garters)
Bráðskemmtileg, ný, amerísk
söngva- og dansmynd í litum. !
Aðalhlutverk:
Rosemary Clooney,
Jack Orson,
Guy Mitchell.
Sýnd kl. 5, 7 og 0.
Hafnarfjarð*
arbíó
Einharitarinn
Bráðskemmtileg, fjörug, ný,
amerísk gamanmynd um skopleg
mistök, sem lá við að olli stór
vandræðum.
Ósvikin skemmtimynd.
Aðalhlutverk.
Aann Sheridan,
John Lund.
, Sýnd kl. 7 og 9. 1
Sími 9149.
Tengill h.f.
HEIÐI V/KLEPPSVEQ
Raflagnir
Viðgerðir
Efnissala
i niHHP
amP€D
Raflagnlr — ViðgerOIr
Rafteiknlngar
Þingholtsstrœtl S1
Biml 8 1550
mmi
Landnám íslendinga
(Framh. af 5. síðu.)
Utah. Hvernig þeir hafa með dugn
aði og samstarfi breytt stórum
hluta af hinni þurru jörð Utah-
ríkis í frjósama garða.
Ég liefi einnig haft mikla ánægju ;
af því að kynnast þvi, hvernig Mor
mónakirkjan hefir séð fyrir þeim
kirkjumeðlimum, sem veikindi og
aðrar ástæður hafa hindrað í þvi
að sjá sér og sínum farborða.
Góðir áheyrendur af íslenzkum
uppruna, sem setzt hafið að í Utah,
í dag fögnum við af því tilefni, að
100 ár eru liðin síðan fyrsti ís-
lendingurinn settist að í Utah.
Ég er hér í dag til þess að flytja
ykkur árnaðaróskir og innilegar
kveðjur íslenzku þjóðarinnar. Við
eigum margt sameiginlegt, og eitt
er það, að við eigum sameiginlega
forfeður, sem nú hvilast í litlum,
friðsömum, íslenzkum kirkjugörð-
um, og hafa þar sameinazt hinni ís-
lenzku mold, sem þeir eru sprottn-
ir úr. Flestir okkar koma frá litl-
um íslenzkum bóndabæjum. Lífið
á bóndabæ er skemmtilegt og sér-
staklega þegar mörg börn eru á
bænum. Börnin una sér við leik
og vinnu, og þau segja hvert öðru
sorgir sínar og gleði.
Þau þekkja umhverfið og lands-
lagið svo vel, að það skapar þeim
öryggi og sjálfstraust.
Sérhver steinn í nágrenninu á
sér sína sögu, og litli silfurtæri læk
urinn, sem líður framhjá bænum,
er næstum hluti af börnunum sjálf-
um.
Þarna hafa þau leikið sér, svaml-
að og synt, og lækurinn hefir
slökkt þorsta þeirra.
Og svo er það einn góðan veður
dag, að börnunum er það ljóst, að
þau eru ekki börn lengur, og bónda
bærinn getur ekki framfleytt þeim
öllum, og eitt af öðru leggja þau
af stað að heiman til þess að leita
sér atvinnu nær og fjær, og sum
fara alla leíð til Utah.
Börnin, sem eftir eru, eru hrygg
í bragði, þegar þau sjá systkin sin
hverfa að heiman, en þau vita, að
svona verður þetta að vera, og
þau óska þeim íararheilla.
En í hvert skipti, sem pósturlnn
kemur í hlað, þá leggja þau niður
vinnu og bíða þess með eftirvænt-
ingu, að hann flytji góðar fréttir
af þeim, sem fóru að heiman.
Góðir áheyrendur, karlar og
konur af íslenzkum uppruna, við
héima á íslandi óskum þess tnni-
lega, að pósturinn megi alltaf hafa
tilefni til þess að flytja okkur góð-
ar fréttir af ykkur.
Fjallkonan, hin íslenzka móðir
okkar, er eins og aðrar góðar mæð
ur, hún gerir hvað hún getur til
þess að stæla okkur og undirbúa
undir þau átök, sem lífið býr hverj
um heilbrigðum manni, en þegar
við erum fullvaxta, þá skiptir hún
sér ekki frekar af okkur, og eftir-
lætur okkur að ákveða, hvar við
setjumst að til þess að vinna fyrir
brauði okkar, en hún gleymir aldrei
börnunum sínum.
í dag finnst mér sem hún vilji
biðja mig um að segja ykkur, að
hún sé stolt af ykkur og að hún
meti tryggð ykkar við sig, og að
allt gott sem hendir ykkur verði
til þess að gleðja hana.
BIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUI
5
=
B S
| Vil selja 3/4 tonns Fordj
f vörubíl með yfirbyggð-l
| um palli og framdrifij
| Einar Guömundsson f
Túni, Árnessýslu |
Sími um Selfoss jj
ftufb/Jii / 7'wa*m
77.
Ib Henrik Cavling:
RLOTTA
þakklátur. Það vár eins fyrir honum, öryggi Karlottu var
honum fyrir öllu.
BráðabirgðaflugVöllur sá, sem nota átti, var stór, fer-
hyrndur grasflötur, sem var nokkurn veginn láréttur. í
hverju horni vallarins stóð maður úr leynihreyfingunni dl-
búinn með ljóskastara, er vörpuðu grænu ljósi.
Karlotta skalf, en það var ekki af kulda. Hún reyndi
sem hún mátti til að grema andlitsdrætti Henris. Hún gat
aðeins óljóst greint þá tvo djúpu drætti, sem lágu frá nef-
inu niður undir hökuna. Nagandi kvíði altók Karlottu. Við
hhð hennar stóð sá maður, er hún elskaði. Hún rétti út
hendina, en lét hana aftur falla.
— Henri, byrjaði hún.
— Þei!
Þau hlustuðu öll í ofvæni. f fyrstu var hljóðið veikt, en
magnaðist fljótt. :
— Þetta er vélin, Victor, sagði Henri, tilbúnir að taka á
móti henni.
Victor gaf merki með vasaljósi sínu. Samstundis sendu
átta ljóskastarar græna geisla upp í loftið.
í sama vetfangi straukst enska flugvélin fyrir ofan höfuð
þeirra og tók krappa sveigju og hió sig undir að lenda.
Augnabliki síðar hóþpaði Þtla vélin eftir grasfletinum. Lend
ingin hafð’i gengið samkvæmt áætlun.
— Fariö yfir að bílnum, sagði Henri við Karlottu og
John.
John tók undir armlegg hennar. Hún fylgdi honum
fúslega. Henri hvíslaði einhverju að Victor og hann flýtti
sér á eftir John og Karlottu.
Þegar þau komu yÞr að bílnum, sagði hann. — Setjist
inn í bílinn. Við verðum hér, unz véhn er tilbúln til brott-
farar. Karlotta féll um ferðatöskurnar um leið og hún steig
inn í bíl Henris. Hún þekkti þær strax aftur. Hann hefir
pakkað niður dóti mínu hugsaði hún og varð þungt um
andardrátt. John settist v^ð hlið hennar og tók utan um
endi hennar. Hún fann, hvernig sterkir fingur hans kreistu
hönd hennar. Þau gátu ekki fylgzt með því, sem fram fór
úti fyrir, en John sagði, að biðin mundi aðeins taka nokkr
ar mínútur. Victor stóð fyrir framan bílinn.
Karlotta lokaði: augunum. Svipmyndir frá liðnum dög-
um svifu fyrir hugarsjónum hennar. Hún sá sjálfa sig
standa í stórverzluninni og afgreiða. Hún sá Henri í fyrsta
sinn og hún minnöst þess, er hún sá hann í annað, þriðja
og fimmta sinn. Hann var alltaf samur. Alltaf hafði hann
komið fram eins og bezt var hægt að hugsa sér og hugsaði
um hana fyrst og seinast. Þannig hafð1 hann verið þann
stutta tíma, sem þau voru trúlofuð og þannig hafði hann
haldið áfram að ýera hvern ehiasta dag síðan þau giftust.
En hvernig hafði hún sjálf hagað sér — hvernig hafði
hún verið?
Karlotta sá í huganum nokkrar sjálfsmyndir frá fyrri
ævi, og henni varð ekki rótt vjö að skoða þá svipþyrpingu.
Þráfaldlega hafði hún verið harðbrjósta og ósanngjörn
við þann mann, sem elskaði hana, þann mann, sem hún
hafði lofað að deíla kjörum vð, unz dauðinn skildi þau.
Það loforð var hún viss um, að Henri mund' halda. Það
var hún sem var að brjóta gefið loforð.
•— Nú er þessu brátt lokið, Karlotta hvíslaði John Gra-
ham. Hann fann ósjálfrátt hverju fram fór í hugarfyigsn-
um Karlottu.
Karlotta heyrði ekki hvað hann sagði. Hún einbeitti hugs
un sinni betur en hún hafði nokkru sinni áður gert. Tárin
runnu niður kennar hennar, en hún lét sig það engu varða.
Hún fór öll að skjálfa, en John lagði handlegginn utan-
um hana eins og hann vildi vernda hana.
— John, hvíslaði hún hálfkæfðri röddu, svo að hann
gat ekki heyrt hvað hún sagði fleira.
— Já, Karlotta.
Hún reyndi að jafna sig.
— John, sagði hún nú hljóðlega og hafði fullt vald á til-
finningum sínum, — ég get þrátt fyrir allt ekki gert þetta.
— Englendingurinn tók viðbragð. Þessum orðum hafði
hann lengi búizt við og þau hafði hann óttazt. Hann hafði
reynt að telja sjálfum sér trú um að þau mundu aldrei
sögð. Nú höfðu þáifj verið töluð. Hann þrýsti hönd hennar.
— Þú ert ekki með sjálfri þér, Karlotta. Minnstu þess,
að við elskum hvo^ 'annað. Ég veit, hversu erfitt þetta er
fyrir þig, en.... • .
— Nei, hér er ekki um neitt „en“ að ræða. Ég hef látið
tilfinningar mínar hlaupa með mig í gönur. Fyrst afsak-
aði ég mig með því, að maðurmn minn væri samstarfsmað-
ur Þjóðverja. Það er hann ekki. Það skiptir heldur engu
máli. Það er óafsakanlegt, að eiginkona yfirgefi þann mann,
sem hún af frjálsum vilja hef'r vahð, á þeim forsendum,
að tilfinningar hennar tU annars manns séu fyrra váli
hennar máttugra. Það gerir sönn kona ekki. Hún mundi
missa alla sj álfsvirðingu.
— John reýndi að hreyfa mótmælum, en Karlotta hélt
áfram. — Þú mundir líka innst inni missa virðingu fyrir
mér, John — jú það mundirðu gcra. Henri er góður maður.
Hann hefir alltaf verið bezti vinurinn, sem ég hef átt. Um
mig hefir hann hugsað fyrst og síðast. Ég hef verið hcn-
um slæm kona og. eyðilagt líf hans
Drykklanga stuná':isátu þau þegjandi.