Tíminn - 19.07.1955, Síða 4
4
TÍMINN, sunTmdagmn 178. júli 1955.
158. biað.
KRISTMUNDUR JÓNSSON
fyrrum kaupfélagsstjóri að Borðeyri
í dag verður til moldar bor-
inn Kristmundur Jónsson
stjórnarráðsfulltrúi, fyrrum
kaupfélagsstjóri á Borðeyri.
Hann var fæddur að Litlu-
Hvalsá við Hrútafjörð 25. á-
gúst 1884, d. 13. þ. m.
Kristmundur Jónsson var
hinn merkasti maður á marga
lund, og sakir h'ns mikilvæga
starfs hans við Kaupfél.
Hrútafjarðar um 20 ára skeið,
er mér ljúft og skylt að minn-
ast hans í þessu túefni að
nokkru. Kristmundur mun
ekki síður en margir aðrir á
hans reki hafa í æsku og upp-
vexti' reynt hin erfiðu kjör
efnalausra sveitadrengj a,
þar sem móðir hans, Sigurrós
Kristjánsdóttir, átti ein og
efnalaus fyrir tveimur drengj
um að sjá, eftir að maður
hennar andaðist, er drengir
þeirra voru báðir á bernsku-
aldri. En Kristmundur hóf
sig fljótt yfir alla örðugleika
með einbeittu viljaþreki og
góðum hæfileikum.
Kristmundur stundaði flest
almenn störf, bæði sveita-
vinnu og siómennsku á upp-
vaxtarárum sínum. Var það
almæli, að hann væri til allra
starfa meira en meðalmaður,
bæð1 hvað verklag og vinnu-
afköst snerti.
Eftir að Kristmundur var
orðinn fullvaxta, stundaði
hann nám við Flensborgar-
skólann, sem þá var og mik-
ill siður ungra og efnilegra
manna. Lauk hann þar ágætu
prófi og stundaði eftir það
barna- og unglingakennslu
um nokkur ár. Mun öllum,
sem til þekkja, bera saman
um að hann hafi verið með
afbrigðum góður kennari.
Hafði hann eir.stakt lag á að
gera kennsluna meira að'
skemmtandi og fræðandi við-
ræðum en þreytandi skyldu-
námi.
Þegar eftir að Kristmundur
1908 hóf búskap á Kolbeinsá
við Hrútafjörð, föðurleifð
konu sinnar, Sigríðar Óla£s-
dóttur, er hann kvongaðist
það ár, tók hann þegar, jafn-
framt því, að byggja upp og
gjöra aðrar umbætur á jörð-
inni, að sinna málefnum Kaup
félags Hrútfirðinga, sem þá
nefndist raunar verzlunarfé-
lag, og fór þá bráðlega svo,
að meginþungi af starfsemi
þess færðist yfir á hans herð-
ar, enda voru þá frumherjar
félagsins hvað af hverju að
falla í vabnn. Tók Kristmund-
ur við deildarstjórastarfi I því
1915 og framkvæmdastjóra-
starfi stuttu síðar.
Ennfremur hafði hann
hreppstjórn á hendi um nokk
ur ár. Hvað kaupfélagið snerti
varð niðurstaðan sú fyrir
Kristmundi, eins og svo mörg
um öðrum bændum, sem gerzt
hafa forustumenn og fram-
kvæmdastjórar kaupfélag-
anna, að hann sá sér ekki ann
að fært en bregða búi 1920
og flytja með fjölskyldu sína
til Borðeyrar, þótt á því væru
allmiklir annmarkar, bæði
hvað húsakost og launakjör
snerti. Var hvort tveggja, að
verzlunarumsetning félagsins
var lítil til aö standast mik-
inn verzlunarkostnað, og
skilningur manna ekki nægi-
legur fyrir nauðsyn þess að
gera kjör fjölskyldumanns við
starfið svo góð sem þörf var
á, einkum þar sem kaupfélags
Stjórinn var allra manna frá-
Jbitnastur því að gjöra kröfur
vegna sinna eigin hagsmuna.
Um það leyti er Kristmund
ur tók við forustu kaupfélags-
ins, var og fjárhagsafkoma fé
lagsmanna mjög erfið, skulda
verzlunarfyrirkomulag næsta
rótgróið í hugsunarhætti
fólksins, enda naumast um
neinar peningastofnanir að
ræða, er hægt var að snúa
sér til með lántökur, er greitt
gætu úr í þessu efni. Urðu því
jafnan stjórn og fram-
kvæmdastjóri á þeim árum
að sætta sig við meira og
minna undanhald frá settu
marki um skuldlaus verzlun-
arviðskipti. Er og ekki hægð-
arleikur fyrir vinsælan og vel-
viljaðan innanhéraðsmann,
að neita mönnum um nauð-
synjar, þegar örðugt var að
benda á úrræði til bjargar.
Þrátt fyrir þetta þróaðist vöxt
ur og viðgangur félagsins jöfn
um skrefum undir stjórn
Kristmundar. Húsakostur
þess var smátt og smátt nokk
uð bættur, og að lokum, 1928,
var byggt myndarlegt verzl-
unarhús með íbúö fyrir kaup
félagsstjórann á annarri hæð.
Þegar svo hin gamla og að
mörgu leyti góðkunna verzl-
un R. P. Riis á Borðeyri var
seld árið 1930, keypti kaupfé-
lagið hús hennar og verzlun-
araðstöðu. Var það mikill sig-
ur fyrir samvinnuverzlun hér-
aðsins.
Á þessum árum stofnaði og
félagið og rak um nokkurt
skeið útibú á Óspakseyri, en
þar hafði áður verið lítil kaup
mannsverzlun. Nú hafa deild
armenn kaupfélagsins þar og
þeir, er skiptu við kaupmann-
inn, fyrir alllöngu stofnað sér
stakt kaupfélag og reka það,
þótt lítið sé, með myndarskap
og mikilli hagsýni.
En þótt úr rættist að ýmsu
leyti um fjárhag félagsins,
verzlunarumsetningu og húsa
kost, létu aðrir erfiðleikar
ekki á sér standa. Veturinn
1931 varð eldur laus i kaup-
félagshúsinu og brann þar
hið nýja verzlunarhús, ásamt
miklu af vörum og verzlunar-
áhöldum, auk allra húsmuna
kaupfélagsstjórans og fjöl-
skyldu hans. Var það aðeins
fyrir harðfylgi Kristmundar,
að ekki brunnu þýðingar-
mestu verzlunarbækur félags
ins. Brunatryggingar búslóða
tíðkuðust þá ekki almennt, og
þótt lítils háttar samtök yrðu
um að hlaupa undir bagga,
varö tjón fjölskyldunnar stór
kostlegt og tiltölulega miklu
meira en kaupfélagsms, því
það naut þá þess láns í láni
að hafa fest kaup á húsum
kaupmannsverzlunarinnar
eins og áður er getð, og reynd
ist sá húsakostur viðunanleg-
ur um sinn. Þessu reiðarslagi
tóku þau kaupfélagsstjóra-
hjónin með einstakri stillingu
og þreki. Veit ég, að þeim
hefir þótt mestu varða, að
hag félagsins va'r sæmilega
borgið, fannst það og jafnan
á, að Kristmundur bar meira
fyrir brjósti afkomu félags-
;ins en eigin hag.
| Á. því 20 ára tímabili sem
Kristmundur Jónsson stjórn-
aði Kaupfélagi Hrútfirðinga,
óx það, þrátt fyrir marghátt-
aða örðugleika, frá því að
vera pöntunarfélag nokkurs
hluta bænda á félagssvæð'inu
með lítilli söludeild til þess að
vera einrátt um alla verzl-
un á Borðeyri, auk útibús á
Óspakseyri. Segir sú þróun
bezt til um hið farsæla starf
hans.
Árið 1934 sagði Kristmund-
ur upp starfi sínu við félagið,
og flutti vorið 1935 með fjöl-
skyldu sína tU Reykjavíkur.
Réðist hann fulltrúi í dóms-
málaráðuneytinu og starfaði
þar ósÞtið þar tU hann tók
sjúkdóm þann, er dró hann
til dauða. Má fullyrða, að
hann hafi þar leyst störf sín
af hendi með þehri skyldu-
rækni og vandvirkni sem hon
um var svo eiginleg.
Sigríður, kona Kristmund-
ar, var mikilhæf gáfukona,
eins og hún átti kyn til. Var
hún manni sínum hmn mesti
styrkur. Þeim hjónum varð
sjö barna auðið og lifa sex
þeirra og eru hin mannvæn-
legustu.
Því miður varð þess skammt
á milli, að Kristmundur hvarf
frá starfi við Kaupfélag Hrút
Þrðinga, sem hann var orð-
inn næsta samgróinn, og að
hann varð á bak að sjá sinni
ágætu konu, því hún lézt
sama árið og þau fluttu frá
Borðeýri til Reykjavíkur.
Mun þetta hvort tveggja sam
tímis hafa verið meginorsök
þess, að efth það dró hann
sig meira í hlé en aldur og
hæfileikar gáfu tilefni tU, og
lifði mjög kyrrlátu lífi með-
al barna sinna.
Nú við lok langrar og merkr
ar starfsævi Kristmundar
Jónssonar, vil ég fyrir Kaup-
félag Hrútfirðinga bera fram
þökk og virð'ingu okkar gam-
alla sveitunga hans og vina
fyrir mikið og fórnfúst starf
kaupfélagsskap okkar til
gagns og gengis.
Gunnar Þórðarson.
Ungling
vantar til blaöburöar í
Skerjaflrði __
Affgreiðslei Títnans
Sími 2323
icsassaassassssssssssssssasssssssssssssgsssssssssssssaassssssass&ssissaw
«SSS3SS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SS3SSSSSSSSSSSSSSS3SSS»
Oreiðið blaðagjaidið!
Kaupendur blaðsins eru minntir á að blaðgjald írs-
ins 1955 féll í gjalddaga 1. júlí sl. Þeir kaupendur, sem
ekki greiða blaðgjaldið mánaðarlega til umboðsmanna
ber að greiða það nú þegar til næsta innheimtumanns
eða beint til innheimtu blaðsins. — Blaðgjaldið er ó-
breytt.
Innheimta TÍEVIAMS
cssssassssssssssssssssssssssssssssssssassgsssssasgis*
LOKAÐ
vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 8. ágúst.
Opal h.f.
SÆLGÆTISGERÐ
»5SSSSSÍSÍSSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS33SSS5SSSS$SSSSSSSSS3$5S)
VWWWWVWWWVWVWJVWbiV
Bezt að auglýsa í TÍMANUM
Alboi er albezt
QLIUVERZLUN
IbLANDS?
fSSSqSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSgSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSa