Tíminn - 07.08.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1955, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunmidaginn 7. ágúst 1955. 175. biað SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Tilboðín í Grímsárvirkjunina. — Valið stóð milli jafnra tilboða. — Verktökum þarf að fjölga. - Einokunarstefna Sjálfstæðismanna. — Hræsnis- fuil blaðamennska. — Samvinnuhugsjónin og kjarnorkan. Háloftarannsóknir og háloftaferðir eru nú mjög á dagskrá og í Kaupmannahöfn stendur yfir ráðstefna, scm fjallar um þessi mál. Eitt af því, sem vísindamennirnir hafa rætt um, er sú ákvöröun Bandaríkjamanna, að senda út í geiminn gervitungl búið margvíslegum mælitækjum. Tunglið yrði sent með eldflaugum upp í svo mikla hæð, að aðdráttarafl jarðar næði ekki að draga það niður aftur, og færi það síðan umhverfis jörðina án nokkurs vélakrafts eftirleiðis. Til vinstri á myndinni að ofan er þverskurður af slíku tungli, en til hægri sést hvernig það litur út að utan. Tungl þetta er ekki nema 60 cm. í þvermál. Líklegt er að þessar tilraunir flýti fyrir því, að hægt verði að fara til tunglsins, sem einn vísindamannanna á ráðstefn- unni í Kaupmannahöfn álítur að verði mögulegt innan 30 ára. í blöðum Sjálfstæðismanna hefir undanfarið verið deilt mjög harkalega á Steingrím Steinþórsson raforkumálaráð herra fyrir þá ákvörðun hans að taka tilboði frá Verkleg- um framkvæmdum h.f. í Grímsárvirkjunina eystra, þar sem það hafi verið miklu hærra en önnur tilboð, sem borizt höfðu. Blöð stjórnar- andstæðinga hafa svo síðan tekið undir þennan áróður í- haldsblaðanna. Þeir málavextir, sem hér er deilt um eru þannig: Fyrir skömmu óskaði raf- orkumálastjórnin eftir tilboð um í virkjun Grímsár á Hér n.ði. Á hinum tilskilda tíma lágu þessi tilboð fyrir: Snæfell h.f. kr. 8 464 099 Almenna bygg- ingafélagið h.f. kr. 10 629 410 Verklegar fram- kvæmdir h.f. 10 885 000 Eftir að tilboðin höfðu hins vegar verið samræmd og tek ið tillit til útgj alda, sem vant aði í sum þeirra, m. a. sölu- skatt, litu þau þannig út: Snæfell h.f. kr. 8 892 490 Ahnenna bygg- ingafélagið h.f. kr. 11 056 080 Verklegar fram- kvæmdir h f. kr. 11 065 080 Að dómi raforkumálastofn unar ríkisins var Snæfell hf. ekki talið líklegt til þess að geta tekið þessa framkvæmd að sér og lagði hún þvi ein- dregið á móti því, að tilboði þess yrði tekið. Eftir voru þá tilboðin frá Almenna byggingarfélaginu og Verklegum framjtvæmð- um. Bæði þessi tilboð voru upp á röskar ellefu milljónir króna og munurinn á þeim var ekki nema réttar 9 þús. kr. Var því ekki hægt að líta öðru vísi á en að tilboöin mættu teljast nokkurn veg- in jöfn og skipti að því leyti engu máli fyrir virkjunina hvort tilboðið yrði heldur tekið. Álit raforkumálastofnunar innar var það, að bæði þessi fyrirtæki væru fær um að vinna verkið og ekki væri teljandi verðmunur á tilboði þeirra. Hins vegar taldi hún fyrirvara Verklegra fram- kvæmda, einkum varðandi gjaldeyrismál, óhagstæðari og því mælti hún með tUboði Almenna byggingafélagsins. Frá þessum fyrirvara féllu Verklegar framkvæmdir síð- ar, enda snertu þeir ekki beint tiiboðið. Máttu framangrein tilboð þá að öllu leyti teljast eins. Niðurstaðan varð sú, að raf orkumálaráðherra ákvað að taka tilboði Verklegra fram- kvæmda og skal hér nokkuð vikið að þeim ástæðum, sem til þess lágu. Tjölgun verktaka nauðsynleg. Það liggur í augum uppi, f ð æskilegt sé, að hér skap- íst sú aðstaða að hægt sé rð bjóða út meiri háttar op Inberar framkvæmdir. Slíkt getur hins vegar ekki orðið, nema upp rísi í landinu nokk urir traustir verktakar, sem Eéu færir um að taka að sér verk og milli þeirra geti því Skapast eðlileg samkeppni. Ef aðeins eitt slíkt fyrirtæki er ftil í landinu, er því sköpuð leinokunaraðstaða og hlýtur bað fyrr en síðar að leiða til bess, að útboösleiðin reynist jafnvel verri en tilgangslaus. Að undanförnu hefir á- tandið í þessu efni verið þannig, að ekki hefir verið til í landinu nema eitt fyrir- tæki, sem fullkomlega má segja um, að fullnægt hafi beim kröfum, er gera ber til úíks fyrirtækis. Þetta fyrir- æki er Almenna bygginga- félagið. Það hefir verið byggt upp með myndarskap og hef ir góðu starfsliði á að skipa. Því sjálfu og þjóðinni allri er hms vegar nauðsynlegt, að fleiri slik fyrirtækí geti risið upp við hlið þess. Eitt þýðing armesta skrefið í þá átt var stigið, þegar nokkrir ungir verkfræðingar stofnuðu Verk legar framkvæmdir h.f. fyr- ir nokkru síðan. Það, sem réði mestu um þá afstöðu raforkumálaráð- herra, er hann valdi heldur filboð Verklegra fram- kvæmda en Almenna bvgír- ineafélagsins eftir að Ijóst var, að hér var um nokkurn veginn jöfn tilboð að ræða, var fyrst og fremst það sjón armið, að leitast við að greiða fyrir fjölgun traustra verktaka í landinu, þar sem því sjónarmiði var hægt að fullnægja, án þess að við- komandi framkvæmd yrði nokkuð dýrari. Það bætti svo aðstöðu Verk legra framkvæmda, að fyrir- ' ækið hafði á að skipa nokkr um þeim verkfræðingum, er afa orðið mesta reynslu við raforkuframkvæmdir hér á ’andi. Með þessu er þó síður en svo sagt, að Almenna bygg ingarfélaginu hafi verið van- :reyst að þessu leyti. Einokunarstefna Sjálfstæðisflokksins. Þegar litið er á framan- greinda málavexti, verður vissulega ekki sagt, að hægt sé að finna mikil rök fyrir þeim aðsúg, sem gerður hefir verið að raforkumálaráðherra fyrir umrædda ákvörðun hans. Það hefir líka borið mest á bví, að mál þetta hafi verið flutt með blekkingum og beinum ósannindum eins ig t. d. að munurinn á þeim tilboðum, er til greina komu, hafi skipt hundruðum þús- mda og jafnvel milljónum róna. Annars er afstaða Sjálf- stæðisflokksins vel skiljan- Jeg í þessu máli. Að AI- menna byggingarfélaginu standa nokkrir helztu mátt arrtólpar Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir löngum sýnt það, að hann vill skapa fyrirtækj- um, sem þannig eru í sam- bandi við hann, einokunar- aðstöðu. Þess vegna var fjandskapast gegn Sam- vinnutryggingum og Skipa- deild S. í. S. á sínum tíma. Þess vegna heldur Sjálfstæð isflokkurinn dauðahaldi í einokunina á saltfisksöl- unni. Off þannig mætti lengi telja. íhaldsblöðin fyllast aldrei meiri þykkju en þegar þau óttast, að verið sé að brjóta eitthver einokunar- arkerfi Sjálfstæðisflokksins á bak aftur. Það er þetta viðhorf Sjálf stæðisflokksins, sem fyrst og fremst hefir stjórnað hinum ógeðslegu árásum íhaldsblað anna á raforkumálaráðherra aðundanförnu. Áreiðanlega er viðhorf alls almennings allt annað, en Sjálfstæðisflokksins í þessu efni. Honum er vafalaust ljóst, að eigi útboðaleiðin að ná tilætluðum árangri, má ekki skapast hér nein ein- unaraðstaða, heldur þarf að koma fótum undir hæfi- lega mörg öflug verktakafyr ^rtæki í landinu. Þá fyrst er vitboðaleiðin líkleg til að ná tilætluðum árangri í því að tryggja sem ódýrastar framkvæmdir. Lægsta tilboðið. Það er annars kátbroslegt ð lesa um þessar mundir öll skrif íhaldsblaðanna og stjórn arandstæðingablaðanna um bað hvílíkt glapræði það sé, að taka ekki jafnan lægsta tilboðinu. Það eru nefnilega ekki nema nokkrir mánuðir síð- an, að stjórnarandstöðu- flokkarnir hjálpuðu íhald- inu til þess að hafnað yrði tilboði um 47% lækkun brunatrygginga í Reykjavík og ákváðu í staðinn að hafa iðgjöldin óbreytt. Fyrir hús- eigendur í Reykjavík nem- ur sá aukaskattur, sem þann ig er á þá lagður, nær tveim ur milljónum króna á ári. Þeir geta svo sem taluð um það með mörgum hjartnæm um orðum þessir herrár,' hví lík óskammfeilni það Sé, að ekki skuli alltaf tekið lægsta tilboðinu! ' Að lokum skal sú ósk látin í ljós, aö vonandi skapist sú aðstaða sem fyrst í lándinu, að upp rísi sem traust- ust verktakafélög, svo að auðið verði að bjóða út méiri háttar framkvæmdir í sívax nndi mæli. Vafalaust ér það ein bezta trygging fyrir ó- dýrum framkvæmdum. Til þess að ýta undir þessa þró nn, kynni það að reynast gagnlegt að sett yrði sérstök löggjöf um útboð, en allar reglur yarðandi þau, éru enn mjög á reiki og byggjást 'jafn vel á mismunandi venjum. Það ætti að vera saméigin- legt viðfangsefni ríkisins: og verktakanna að vinna að setningu slíkrar löggjafar. Starfshættir ihaldsblaðanna. Það hefir að einu leyti vérið jfróðlegt að lesa Mbl. og Visir (seinustu viku. Mbl. hefir um j langt skeið látið það vera einn helzta boðskap sinn, að flokk- ar, sem vinni saman, eigi að forðast sem mest ádeilur á hvom annan og einkurcuberi þó blöðum þeirra að forðást ádeilur á ráðherra samstarfs- fiokksins. Þannig hefir Tím- inn verið dæmdur vai'gur í véum í hvert sffin, sem Tiann hefir gagnrýnt eitthvext glapræðisverk Bjarna Bene* diktssonar. Það hefir svo sézt vel í-sein ustu viku, hvexnig íhaldsblöð in lifa eftir þessari kenningu. Þau hafa verið fleytifull af svívirðingum og rógi um raf- orkumálaráðherrann. Þannig lifa þau eftir siðakenningum, sem þau krefjast að aðrir fylgi. Tíminn kvartar síður en svo undan þessum árásum íhalds blaðanna. Hann tehir það ekki nema sjálfsagt, að blöðin gagnrýni það, sem þau telja rn'ður fara. En þá eiga þau heldur ekki að vera með rxfitt hræsnistal um frið og voþna- hlé samstarfsflokka. Það er þessi hræsni og helgislepja íhaidsbiaðanna, sem er álas' verð. Sama hræsnin einkennir ihaidsblöðin, þegar þáú eru að hæla sér fyrú, hve he'ðar- leg og sannorð þau eru, en andstæðingablöðin séu hið gagnstæða. Tíminn hefir ný- lega boðið Mbl. að ganga uúd ir próf í sambandi við eítt slíkt deiluatriði þeirra' og skyldi sj álfur dómsmáiáráð- herrann fara með próívaidið. Þessu t'lboði hefir MbT. enn ekki tekið. Það ta’ar sinu máli um það, hvort þessara blaða er sannorðara og heiðarlegra. Kjarnorkan og samvínnan. Á morgun hefst í Genf hm (Framhald á 7. síöu) vwwawwtfwvwtfwvywtfwwwwwwvwwwvi/w Nýjar og fullkomnar fatahreinsunarvélar ásamt tcnum fagmönnum tryggir yður góða vinnu. Stuttur ; > afgreiðslutími. Fatapressan Perla HVERFISGÖTU 78. ÚWVWVMVWMVWUWUVWVVUVyUWVVUVUVVVVVWAnAAIW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.