Tíminn - 17.08.1955, Side 3

Tíminn - 17.08.1955, Side 3
183,blaö. TÍMINN, miðvikudagmn 17. ágúst 1955. í úendingajpættir Sjötugur: Skarphéðinn Bjarnason, Hvammsíanga Skarphéðinn Bjarnason' f “ íæddíst að Hvoli í Vestur-1 ? hópi 2. ágúst 1885. Foreldrar j í hans voru Bjarni Björnsson n og Ingibjörg Skarphéðmsdótt t ir. Bjarni var sonur Björns : bónda og skálds Konráðssonj ar á Fáskrúðarbakka og víð-j ar, en Konráð var bróðir Gísla sagnritara Konráðsson ar. Kona Björns á Fáskrúðar- bakka var Sigurlaug Bryn- jólísdóttir prests í Miklaholti, Bjarnasonar prests á Mæli- felli Jónssonar. Þau hjón, Björn Konráðsson og Sigur- laug Brynjólfsdóttir, voru systkinabörn, því að móöir Björns var Margrét Bjarna- dóttir prests á Mælifelli. Ingibjörg, móðir Skarphéð- ins, var dóttir Skarphéðins Einarssonar bónda á Hvoli og Ingibjargar Gunnlaugsdótt- ur prests á Stað í Hrútafirði, Gunnlaugssonar. Skarphéð- inn á Hvoli var sonur Ehiars bónda Þórðarsonar í Staf- holtsey og Hjarðarholti í Borgarfirði og Sólveigar Bjarnadóttur prests á Mæli- felli. Foreldrar Skarphéðins Bjarnasonar voru því þre- menningár, bæði komin af Bjarná presti á Mælifelli. Ingíbjörg á Hvoli, Skarphéðins, lézt sumariö 1892, þegar hann var tæpra sjö ára. Árið 1894 fluttist Bjarni faðir hans með börn sin, Skarphéðinn og Herdísi, að Neðra-Vatnshorni í Lin- akradal. Nokkrum árum síð ar kvæntist hann seinni konu sinni, Soffíu Jóhannsdóttur, og bjuggu þau á Vatnshorni þar til Bjarni lézt, haustið 1917. Þau áttu nokkur börn. Skarphéðinn átti heúna á Vatnshorni öll þessi ár, hjá föður slnum og stjúpu, og er oft við þann bæ kenndur. Ár in 1918—1921 var Skarphéð- inn á Þóreyjarnúpi í sömu sveit, fór þaðan aftur að Vatnshorni og bjó þar tíl vors ins 1925, en fluttist þá til Hvammstanga og hefir átt þar heima síðan. Kona Skarphéðins er Sig- urbjörg Hansdóttir. Þau eign uðust eina dóttur, Ingibjörgu, en misstu hana þriggja ára gamla. Jón Esphólín lýsir svo sam tíðarmanni sínum Brynjólfi Bjarnasyni á MælifelU, lang- afa Skarphéðins, að hann hafi verið „i gildlegra og harð gjörfara lagi þeirra manna er þá voru.“ SvipaS mun mega segja um ýmsa : afkomendur séra Brynjólfs, og þeirra á meðal Skarphéðinn Bjarna- son. Hann hefir verið þrek- mikill máður, fjölhæfur og með röskari mönnum tú flestra algengra starfa. í meira en 40 ár hefir hann stundað haustvMnu hjá kaup félaginu á Hvammstanga, og unnið þar og víðar tíaglauna vinnu, sem til hefir fallið á öðrum tímum árs. Ósérhlífni og trúmennska í störfum eru meðal annarra dyggða í fari i Skarphéðins, og eitt af því, móðir sem einkennir hann, er sér- stök greiðvikni og hjálpfýsi, hvenær, sem til hans er leit- að. Hafa margir notið þess, fyrr og síðar. Hann er einn þeirra manna, sem meta meira að verða öðrum að liði en að efla sinn eigin hag. Bjarni á Vatnshorni, faðir Skarphéðms, var gremdur maöur og vel skáldmæltur. Hefir hagmælska verið al- geng í þeirri ætt. Skarphéð- inn kann einnig vel að meta vísur og Ijóð, og er sjálfur vel hagorður. í viðræðum er honum tamara að dvelja við það, sem hugann gleður, en að minnast andstreymis og örðugleika. Heimili þeirra Skarphéðins og Sigurbjargar, er í útjaðri kauptúnsfns á Hvammstanga Og hafa þau ætíð haft þar nokkurn búskap. Bæði eru þau dýravinir, fara vel með skepr.ur sinar og hafa af þeim góðan arð. Gestkvæmt var hjá þeim Skarphéðni og Sigurbjörgu ao kvöldi afmælisdagsins. Voru þar góðar veitingar og glatt á_hjalla. Sk. G. Börn á vegum R. K. í., sem eru á Silungapolli, koma í bseinn þann 19. þ. m. kl. 11 f.h. Þau, sem eru aö Laug- arási, koma sama dag kl. 1 e. h., en þau, sem eru að Skógum, koma heim 20. þ.m. kl. 5. Aðstandendur komi á planið á móti Varðarhúsinu til þess að taka á móti börnunum og farangri þeirra. Geysir í Haukadal — Leiðrétting — f leiðarlýsingu Ferðaskrif- stofu rikisins, „Að Gullfossi og Geysi,“ sem gefin var út fyrir skömmu, er sú missögn, að það hafi verið dr. Trausta Einarssyni, sem liugkvæmdist árið 1935 að lækka vatnsborð GeysLsskálarinnar með því að höggva rauf í skálarbarminn, en þetta varð, sem kunnugt er, til þess að hverinn, sem legið hafði niðri um langt skeið, tók að gjósa að nýju. Þar sem ég hefi orðið var við að missögn þessi muni all útbreidd hér á landi, þykir mér hlýða að bhta eftirfar- andi leiðréttingu: Þá hugmynd að endur- vekja Geysi með því að höggva rauf í skálarbarminn átti jón heitinn Jónsson frá Laug í Biskupstungum. Hann var, ems og kunnugt er, mikill áhuga- og athafna maður. Jón ólst upp á Laug, en Geysir er þar svo aö segja við túnfótinn. Hann hafði fylgst mjög nákvæmlega með Geysi og öðrum hverum í ná grenninu frá barnæsku og var, eftir því sem ég bezt veit, sá emi maður, sem aldrei missti trú á goshæfni Geysis. Jón skýrði mér frá þessari hugmynd sinni, þegar við störfuðum saman í Græn- landsleiðangri 1930—31. Ég var vantrúaður 1 fyrstu, en lét hrífast af áhuga og rökum Jóns, sem mæltist til þess, aö ég starfaði með sér að framkvæmd verksins. Nokkru eftir að við komum heim vildi Jón, að við gengj- um hiklaust til framkvæmda. En að túhlutan minni varð það að ráði, að við fengjum dr. Trausta Einarsson í lið með okkur til þess að gera rannsókn á hvernum og hita svæðinu. Dr. Trausti fór sem mér, að hann var hikandi í fyrstu en eftir talsverðar hitamæl- ingar og rannsóknir á hvern um, staðfesti hann, að líkur væru til þess, að hugmynd Jóns um að gera rauf í skál- arbarmmn myndi duga t*l þess að koma Geysi til þess ð gjósa að nýju. Eins og kunnugt er, varð þetta upphaf að margvísleg- um og merkum rannsóknum em dr. Trausti hefir fram- kvæmt á goshverum og hita svæðum víða um landið. Jón á Laug er nú falUnn frá, en hugmynd hans og for usta um endurvaknmgu Geys is er, að mínum dómi, miög bess virði að henni sé haldið á loft. Taldi ég bað skyldu mína að gefa upplýsingar um hið rétta í málinu. en mér er kunnugt um, að bæði í rit- uðu máli og manna á milli, hafa fvrr og síðar komið fram missagnir um þetta atriði. Revkjavík. 16. ágúst 1955, Guðmundur Gíslason, læknir. Héraðsmót Ungmenna- sambands Dalamaniia fS3$$SS$$$SSSS$S$$$$S$$S$$$$$$S$$S$$$$$$S$S$$SSS3SSS$$S$S$SSSS$$®í$$$S$SS VinniS ötullega að útbreiSslu TlMANS »♦♦♦♦♦♦»♦♦»♦»♦♦»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦ Héraðsmót Ums. Dala- manna var háð að Sælings- dalslaug í H.vamms,sveit 23. og 24. júlí. Einar Kristijánsson skólastjóri setti mótið o_g um kvöldið söng Sigurður Ólafs- son við undirleik Skúla Hall- dórssonar. Veður var óhag- stætt, síðari daginn rigndi mikið er á daginn leið. Mótið var fremur fjölsótt og fór vel fram. Úrslit: 25 m frj. aðf. telpna 14 ára og yngri. Auður Pétursdóttir Auði 21,7 Steinunn Magnúsd. Auði 21,8 Bigurdís Valdim.d. Auði 23,7 Hrafnh. Guðbjartsd. Stj. 25,9 25 m frj. aðf. örengir 14 ára og yngri. Hannes Haraldsson Stj. 18,2 Logi Kristjánss. Auði 18,2 Alexander Ólafss. Auði 21,0 100 m. bringus. drengir. Ólafur Valdim.son Auði 1.39,1 Sveinn Hailgrímss. Dög. 1.42,5 Hinrik Hinriksson Auði 1.45,0 Ólafur Magnússon Auði 1.48,2 50 m frj. aðf. drengir. Pétur Sigurðsson Stj. 35,6 Þráinn Haraldsson Stj. 39,7 Ólafur Magnúss. Auði 42,0 Ólafur Valdimarss. Auði 43,0 100 m bringus. konur. Elínborg Elísdóttir Auði 2.07,5 Helga Jónsdóttir Auði 2.10,3 Lind Ebbadóttir Auði 2.20,3 50 m frj. aðf. konur. Auður Pétursdóttir Auði 49,1 Steinunn Magnúsdóttir 53,3 Elínborg Elísdóttir Auði 56,4 Lind Ebbadóttir Auði 59,4 100 m bringusund karla. Ólafur Valdim.son Auði 1.33,6 Sveinn Hallgr.son Dög. 1.37,9 Einar Jónsson Auði 1.41,5 Hinrik Hinrikss. Auði 1.43,0 400 m bringusund karla. Logi Kristjánsson Auði 8.26,8 Ólafur Valdimarss. Auði 8.46,8 Ástvaldur Elísson Auði 9.25,3 50 m frj. aðferð karla. Pétur Sigurðsson Stj. 37,1 Þráinn Haraldss. Stj. 38,8 Einar Kristjánss. Auði 38,8 Einar Jónsson Auði 42,6 50 m baksund karla. Ólafur Magnúss. Auði 45,3 Sveinn Hallgr.son Dögun 46,0 Ólafur Valdimarss. Auði 48,3 Logi Kristjánsson Auði 49,6 4x50 m boðsund. A-sveit Auðar 3.03,0 A-sveit Stjörnunnar 3.09,6' B-sveit Auðar 3.13,0 C-sveit Auðar 3.14,3 100 m hlaup. Ólafur Magnússon Auði 13,C Plalldór Þórðarson Dögun 13,1. Bæring Ingvarss. Dögun 13,2 Bendikt Benediktss. Stj. 13,4. 80 m hlaup drengja. Ólafur Magnúss. Auði 10,S Halldór Þórðarson Dögun 10,£ Ólafur Valdimarss. Auði 11,C Sturl. Jóhanness. Stj. 11,3 60 m hlaup drengja 14 ára og yngr«. Logi Kristjánss. Auði 10,( Grétar Sæmundsson Stj. 10,( 80 m hlaup kvenna. Kristín Árnadóttir Auði 12,i Elínborg Elísdóttir Auði 13,t Hrafnh. Guðbjartsd. Stj. 13,7 Steinunn Magnúsd. Auði 14,L 1500 m hlaup. Ólafur Valdimarss. Auði 5.18,2 Ástvaldur Elísson Auði 5.37,2 Hreinn Guðbjartss. Stj. 5.37,2 Hástökk. Ólafur Magnússon Auði l,5t Garðar Jónsson Auði 1,50 Benedikt Benedilctss. Stj. l,4fc Langstökk. Jóhann Péturss. Dögun 5,2t> Benedikt Benediktss. Stj. 5,72: Ólafur Magnúss. Auði 5,20 Ólafur Valdimarss. Auði 5,0" Þrístökk. Jóhann Pétursson Dögun 11,87 Ólafur Valdimarss. Auði 11,34 Sturl. Jóhanness. Stj. 11,16 Einar Jónsson Auði 10,7£ Kúluvarp. Jóhann Péturss. Dögun 10,12. Ólafur Valdimarss. Auði 9,53 Ólafur Oddsson Auði 9,3£ Garðar Jónsson Auði 9,26 Krúiglukast. Jóhann Péturss. Dögun 33,7t Sturl. Eyjólfss. Stj. 27,2c, Benedikt Benediktss. Stj. 26,Ot Sturl. Jóhanness. Stj. 25,7t Spjótkast. Ólafur Magnúss. Auði Benedikt Benedikts. Stj. Sturl. Jóhanness. Stj. Halldór Guðjónss. Stj. 30,02 28,6t 28,13 27,42 Ungmennafélagið „Auðui- Djúpúðga" vann mótið og fai. andbikar sambandsins til eigr. ar með 129 stigum. Ungmenns félagið „Stjarnan" hlaut 5( (Framhald á 1. siðu.» Miiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii I Tengill h.f. | | HEIÐI V/KLEPPSVEG f Raflagulr ViHgerðir Efiiissala. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii Ferðabók Eins og sagt var frá 1 Tímanum nýlega, kemur út í haust u.' ferðabók, skrifuð í fjarlægum löndum af Vigfúsi Guðmundssyni. Hú. , er nú h. u. b. íullprentuð og fer í bókbandið nú um næstu mánaðt mót. Bókin er tæpar 400 bls. í fremur stóru broti, prentuð á góða: pappír, með 60—70 myndum frá mörgum löndum. Aðeins tvær nort an Alpafjalla. — Verð til áskrifenda 92 kr. í bandi, en 76 kr. í kápi . Mun þetta einhver ódýrasta bók eftir Jestrarmagni, sem út er gefr. nú á dögum. Stærð upplagsins var ákveðin síðla vetrar og þá miðað við þæ líkur að bókin yrði ekki að flækjast á bókamarkaðnum lengur en næst’. i árstíð. En nú hafa verið reyndar áskriftir að bókinni og fara undii ■ langt fram úr öllum vonum. Þess vegna eru þeir, sem kunna að veri, ákveðnir að vilja eignast þessa bók, aðvara'ð'ir um að óvist er að húi. verði til sölu í bókaverzlunum. Áskriftarlistar liggja frammi í Hreðavatnsskála og fáeinum fleii . stöðum. Nú þegar eru áskrifendur komnir að um það bil helming: upplagsins og fjölgar þeim sífellt. Hefir þó mjpg. lítið verið unnið at söfnun þeirra. Lítur því út fyi'ir góðar viðtökur. ÚTGEFANM.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.