Tíminn - 17.09.1955, Side 5

Tíminn - 17.09.1955, Side 5
210. blaS. TÍMINN, laugardaginn 17. september 1955. Laugard. 17. sept. * Utsvars- og skatt- frelsi Eimskipa- félagsins Forustugrein Morgunblaðs- ins í gær virðist eftir öllum sólarmerkjum boða það, að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú fallinn frá því gamla baráttu- máli að berjast fyrir útsvars- og skattfrelsi Eimskipafélags ins. Ber vissulega að fagna þVí, ef það reynist rétt. Eitt leiðinlegasta samstarfsskil- yrðið, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefir sett samstarfsmönn um sínúm í öllum ríkisstjórn- um síðan 1944, er skattfríð- indi þessa mikla gróðafyrir- tækis. Mbl. segir svo um þetta mál í forustugrein í gær: „Tímínn“ vitnar í, að bank arnir borgi ekki útsvör eða skatta, og að E'mskipafélag íslands njóti fríðinda um opinber gjöld. í þessu sam- bandi er rétt að benda á, að eðlilegast er að allar stofn- an'r, sem hafa arðbæran rekstur með höndum, greiði útsvör til bæjar- eða sveit- arsjóðs á þeim stað, sem þau starfa. Það er ekki sann- gjarnt, að gjaldabyrðinni sé velt yfir á einstakl'ngana og rekstur þeirra. Samvinnu- reksturinn reið á vaðið um að fá fríðindi frá opinberum gjöldum, og þessu „lýsand' fordæmi“ hafa svo> sumar aðrar stofnanir viljað fylgja. Þegar Eimskipafélag íslands lenti í fjárþröng á sínum tíma, samþykkti Alþingi að veita félaginu fríðindi til bráðabirgða, en þau lög voru framlengd með tilstyrk Framsóknarflokksins og í stjórnartíð hans, og hafa síðan verið framlengd til stutts tíma í senn, en með ýmsum ströngum skilyrð- um.“ Mbl. bendir þannig réttilega á það, að þær ástæður, sem upphaflega lágu t'l skattfrels- is Eimskipafél. séu löngu úr gild' fallnar, þ. e. þröngur efnahagur þess, og hví eng- ar réttlætanlegar forsendur lengur fyrir útsvars- og skatt- frelsi félagsins síðan það varð mesta gróðafyrirtæki landsins. Mbl. þykir þetta þó ekki nóg aðgert, heldur árétt- ar það síðar í greininni, að ekki komi til mála, að „lág- launafólk borgi útsvör fyrir auðugustu fyrirtæki lands- ins“. Getur ekki hjá því farið, að Eimskipafélagið sé eitt þeirra fyrirtækja, sem hér er átt við. Þótt segja megi að betra sé seint en aldrei ber eigi að síður að átelja það, hve semt Sjálf stæðismenn hafa gert sér þetta ljóst. Vegna fastheldni þeirra i útsvarsfrelsi þessa gróðafélags, hafa reykvískir skattgreiðendur orðið að taka á sig útsvarsbyrðar, sem á- reiðanlega nema orðið tugum miljóna króna samanlagt. Þannig ' hefir láglaunaf ólk þurft að borga fyrir langauð- ugasta fyrirtæki landsins. Á sama hátt hefir það líka orðið að borga útsvör fyrir gróöafélög eins og Innflytj- endasambandið, SÍF og Sam- jsinaða verktaka. Engar laga- Ferðalag um Marokkó í mesÍKim hlutu laitdsins eru Hfn aSarhæltirnir Iiinir söiuu og fyrír liúsund árum og’ jní Iilaut krafa um Isreytingar að korna Mikið er nú rætt og ritað um | Marokkó. í eftirfarandi grein negir norskur maður, Haakon Sverre, frá ferðalagi um Marokkó, er hann fór á síöast liðnu vori, í hugum norrænna manna er ævintýrablær yfir nafni Marokkós, sem kemur mönnum til að minn- ast sheika, fagurra kvenna undir hvítum blæjum, eyðimerkurhalla og úlfaldalesta, ásamt smyglurum og sjóræningjum. Fyrir 1200 árum tóku voldugar ættir völdin í Marokkó, og eftir að i Sánverjar og Portúgalar voru1 hraktir þaðan úr hafnarborgunum j fyrir 250 árum, stjórnuðu Marokkó | búar sér sjálfir. Fyrir 100 árum síðan tóku nátt- úruauðæfi og lega landsins aftur að draga að sér athygli manna, og 1906 viðurkenndu Bandaríkin og stórveldin í Evrópu sjálfstæði Mar- okkós. Gleðin á 50 ára afmæli sjálfstæðis landsins næsta ár hlýt- ur þó að verða æði blandin, því að sex árum síðar komst Frakkland að samkomulagi við bandamenn sína og tók að sér vernd landsins, og síðan hafa Frakkar stjórnað Marokkó sem verndarsvæði sínu. En ævintýraljóminn hvarf ekki af nafni Marokkós, og nú varð nafn útlendiingahersveitarir^nar tengt landinu. Við það bættist, að land- ið var langt í burtu, suöur í þeirri ovörtu Afríku. En veröldin hélt áfram göngu sinni. Menntun og tækni hafa stytt fjarlægðirnar. Fólk tók að heyra fréttir af óró og uppþotum í Mar- okkó, og þegar þessar fréttir tóku að berast daglega, fóru menn að skilja það öryggisleysi, sem menn hlytu að búa þarna við. Og þegar öllu var á botninn hvolft, skildi þó ekki nema Gíbraltarsundið þetta iand frá Evrópu. Því var það, að ég lagði af stað. Þegar við' sigldum inn í höfnina í Casablanca, sjáum við ekki neitt J sem stingur í stúf við það, sem i við höfum vanizt, enda er höfnin nýtízkulega byggð. En ekki líður þó á löngu, unz við hljótum að taka eftir, að við erum komin í annan heimshluta. Við hliðina á nýtízku steinbyggingum standa kof ar hinna innfæddu. Þarna eru kon- ur með slæður fyrir andlitinu og berandi byrðar sínar á höfðinu. Smáasnarnir bera fæturna hratt og rogast með klyfjar sínar. Karl- mennirnir klæðast síðum Serkja- skikkjum og hafa vefjarhetti á höfði. Hinn arabíski svipur leynir sér ekki. f þeim hlutum borgarinnar, sem byggður er innfæddum íbúum, fer heimilislífið mest fram á götunni. Á markaðstorginu dansa eldgleyp- ar og slöngutemjarar leika sér við gleraugnanöðrur. Sölumennirnir hrópa um vörur sínar, og öll kaup heimildir eru þó fyrir því að veita þessum gróðafélögum útsvarsfrelsi. Það vald hefir bæjarstjórnarmeirihlut inn tekið sér algerlega rang lega. Það er engin furða, þótt for- kólfar Sjálfstæðisflokksins séu nú orðnir hræddir við þetta allt saman og reyni að draga athyglma frá því með' umtali um útsvarsmál SÍS. Eins og allir sjá, er þar þó fullkomlega ólíku saman að jafna, þar sem hagnaður SÍS endurgreið'st beint og óbemt til meðlima þess, en gróði einkafyrirtækjanna er ekk' endurgreiddur, heldur fer þeint í vasa eigenda þeirra. Þrír Marokkóbúar. og sala fara fram með miklu handapati og umkvörtunum. Alls staðar iiggja menn sofandi á gang stéttunum og í húsasundum. Far- andsöngvarar slá hörpur sínar og kyrja litlausa söngva. Uppi á vegg hanga nokkur hænsni bundin upp á fótunum, og Norðurlandabúi hlýtur að hrista höfuðið, þegar hann tekur eftir, að skepnurnar eru lifandi. Slátrarinn hleður kindar- hausum fyrir framan sig á borðið til að draga athygii vegfarenda að sér, og maðkaflugurnar sækja suð- andi i sárið. Grænmetissalinn sit- ur innan um hauga af alls konar jarðargróða. Alls staðar mætir manni bros, vingjarnleiki og hjálp- semi. Eftir nokkra daga hætta menn að hugsa um launmorðingja, sem leynast kunni handan við næsta götuhorn. Menn venjast þessu marg lita mannlífi og rölta aleinir um markaðstorgin og Öhgstrætin. Menn hljóta að taka þá ákvörðun að horfa á þetta allt eins og sjónleik. Marokkó er heldur ekki annað en nokkrar miljónir manna, sem berj- ast fyrir tilveru sinni í sólbökuðum borgum eða búa dreifðir um sí- brenndar hæðir landsins. Frakkar eiga við álíka mikla sjúk dóma að stríða í Marokkó og fyrir 43 árum síðan. En nú kenna Mar- okkóbúar stjórn Frakka um alla eymdina. Þeir eru farnir að líta í kringum sig í veröidinni og gera sinn samanburð. Eftir langsvikin loforð um sjálfs- stjórn og betri kjör, tókú þjóðern- issinnar að láta til skarar skríða, og þeir gripu sífellt til miskunn- arlausari aðrerða. Þeir valdamenn, sem svikið höfðu loforð sín, voru drepnir, og sprengjuárásir voru daglegir viðburðir, og að lokum tók við það ógnarlega b’óðbað, sem við nú höfum orðið vitni að. Aðalframleiösla Marokkóbúa er vín og korn. Segja má, að franskir menn eigi um helming alls akur- lendis í landinu, og hitt er eign nokkurra marokkóanskra höfðingja. Þessa misbeppnuðu afsök- un Mbl. er lúns vegar vel hægt að fyrirgefa, ef hugur fylgir máli, þegar það ræðir um, að skattfrelsi Eimskipa- félagsins eigi ekk' lengur rétt á sér. Þaö sýn'r, að Sjálfstæð- isílokknum er þó ekki alls varnað í þessum málum. Þar sem athugun á lögunum um útsvar og skatta félaga standa nú yfir og þau verða eitt aðal- mál næsta þings, ætti nú að vera tilvalið tækifæri til að afnema þessa útsvars- og skattaundanþágu mesta gróða- og stóreignafyrirtækis landsins, enda er hún löngu orð'n ófagur blettur á skatta- löggjöfinni. Venjulegir landbúnaðarverkamenn búa við svo bág kjör, að á Norður- 'löndum geta menn ekki látið sér detta neitt þvílíkt í hug. Verka- mennirnir hafa heldur ekki rétt til að mynda með sér félög. Ég ferðaðist um iandið í þrjár vikur.' Fór frá Casablanca til Ka- bat, Meknes, Midelt, Fes, Kazar Es Souk, Marrakesh, Agadir og síðan norður með Atlantshafsströr.dinni fram hjá Mogador, Saffi og Maza- gan til Tanger. Ég ferðaðist bæði eftir aðalbifreiðabrautunum og úlf- aldatroðningum. Stundum ók ég fram hjá kílómetra löngum korn- ökrum, þar sem verkamennirnir gengu í röðum og slógu kornið með litlum sigðum og bundu það síðan. Hvergi var að sjá sláttuvél eða sjálfbindara. Þá horfði ég á verka- menn, sem stóðu i hnapp kringum lítinn kornhaug og börðu korniö. Þetta er þeirra. þreskingaraðferð. Ég horfði á asna og úlfalda draga plóga, sem höggnir höfðu verið til úr bognu tré, en stálplóg sá ég hvergi. Á allri ferðinni sá ég ekki nema tvær dráttarvélar, og gefur það nokkuð góða mynd af því, hvernig ástandið er í iandinu á þess ari öld vélamenningarinnar. Á ökr- unum utan við Casablanca gat að líta tötralega verkamenn við tré- plógana, og þá bar við glerspírur og steinveggi borgarinnar. Aktýgi úlf- aldans voru gömul ábreiða. Aðalvegirnir í Marokkó eru á- gætir, og landslagið býr yfir fegurð, sem mönnum hlýtur að verða minn isstæð. Blómlegar gróðureyjar rísa í sandauðninni, og hávaxnir pálm- ar gnæfa við himin, en í íjarlægð hverfa sandöldurnar i mistrið. Við sjóndeildarhringinn risa Atlasfjöli- in þakin eilífum ís og snjó. Lit- brigðunum og andstæðum iands- lagsins verður ekki lýst. Suður í landinu sá ég pálma, sem litu út eins og útspenntir teinar á regnhlíf. Öll blöð höfðu Verið uppétin af enjisprettuskara. Þær höfðu ekki staðið við nema í 20 mínútur, • en eftir þann tima var allt gróðurlendi eins og sviðið með járni. Ég ók einu sinni gegnum engisprettuský. Þær klesstust á framrúðuna hjá-mér, svo að þurrk urnar höfðu ekki við að strjúka þær burtu. Um vorið höfðu þær verið í Agadirhéraðinu í svo þétt- um skýjum, að þær skyggðu á sól. Ferðamaður sýndi mér myndir, sem hann hafði tekið af þessari plágu. Öli verzlun fer fram á bösurum, hinum svonefndu shouks. Iðnaðar- mennirnir og kaupmennirnir sitja í básum sínurn, og gatan er oft ekki breiðari en það, að sæmilega arm- langur maður nær á milli húsa. Oft sitja þeir undir ábreiðum eða blaðskýli til verndar gegn sólar- hitanum. Þarna getur að líta þriggja og fjögurra ára gömul börn, (Framhald á 7. sí5u) Hverjir greiða fyrir Eimskip, Impuni, SÍF og Sameinaða verktaka? Það er nú að verða ljóst af skr'fum Morgunblaðsins, hvaða reglur blaðið telur, að skuli gilda um útsvarsgreiðsl- ur fyrirtækja í Keykjavík. Er fróðlegt a® athuga þessar reglur í Ijósi þeirrar staðreynd ar, að blaðið er málgagn þe'rra, sem stjórna Reykja- víkurbæ, og reglum þessum er að mestu leyti fylgt. Bæm'n tala skýru máli: 1) SÍS á að greiða 1.600.000 króna útsvar af utanfélags- mannaviðskiptum og þar að auki 75000 króna samvinnu- skatt, sem önnur fyrirtæki þurfa ekk« að gre'ða. (Þetta er að vísu meira en allur arð- ur af utanfélagsmannavið- skiptum — og þætti heildsöl- unum það hart að gengið). 2) Eimskip á ekki að gre'ða neitt útsvar. (Félagið er stór- um auðugra en SÍS eða nokk- uð annað íslenzkt félag, en það eru auðmenn Reykjavík- ur, sem eiga meginhluta hluta fjárins og þar með megin- hluta 200 miljónanna, sem fé- lag'ð á. Það er ekki sama, hver í hlut á.) 3) Skipadeild SÍS á að greiða útsvar, enda lagði Reykjavíkurbær á hana 370 000 kr. (Þó nú væri — fyrir þá ósvífni samvinnumanna að keppa við Eimskip!) 4) Innflytjendasamband heildsalanna, IMPUNI, á ekkl að greiða neitt útsvar, af því að það „leggur ekki á“. (En skyldi IMPUNI ekki taka um- boðslaun? Hvernig fer það að því að halda upp' skrifstofum hér og í New York? Af hverjn koma vörurnar allar merktar IMPUNI, ef þetta samband kaupir þær ekk'?) 5) Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda á ekki að greiða neitt útsvar. Það „legg- ur ekki á“. (SÍF — saltfisk- hringurinn mikli — tekur um boðslaun. Það er mikilvægt að íþyngja ekki þesum samtök- um, meðal annars af því að SÍF er búið að kaupa hæð í MorgunblaðshöIIinni og á að hjálpa t'l að koma henni upp!) 6) Útflutningsdeild SÍS skal greiða útsvar og lagði bærhin á hana 470.000 kr. (Deildin „leggur ekki á“ frek ar en SÍF, en hún er hins veg- ar ekki að kaupa hæð í Morg- unblaðshöllinni!) 7) Sameinaðir verkíakar eiga ekki að greiða neitt út- svar. (Það væri nú annað hvort, ef Reykjavíkurbær færi að leggja á þetta ágætis gróða fyrirtæki, þegar ríkið hefir verið svo ósvífið að leggja á það skatta!) Fleiri dæmi er óþarfi að telja fram. Mcrgunblaðið tel- ur það sjálfsagt, að Reykvík- ingar beri útsvarsbyrðar auð- félaga eins og Eimskip, IM- PUNI, SÍF og Samemaðra verktaka, enda eru þeir óspart látnir gera það. Hvað skyldu þessi fyrirtæki hafa sparað sér margra tugi miljóna á skattfrelsinu? Hvað skyldu Reykvíkingar hafa gveitt marga tug* miljóna fyrir þau? Það er blekking, að SÍS greiði ekki til Reykjavíkurbæj ar, þótt útsvarið hafi verið lækkað samkvæmt lögum. (FramhaM á 6. £íðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.