Tíminn - 25.09.1955, Side 3

Tíminn - 25.09.1955, Side 3
217. blað. TÍMINN, sunnudaginn 25. september 1955. / slendingaþættir Dánarminning: Sigurjón Jónsson, héraðslæknir Þann 30. f m. lézt að heim ili sínu Reykjaveg 24, Rvík, Sigurjón Jónsson, fyrrv. hér- aðslæknir Svarídalahéraðs. Með honum er horfinn úr hópi íslenzkra lækna einn af mikilhæfustu mönnum þeirr ar stéttar og mætur dreng- skaparmaður. Sigurjón Jónsson var fædd ur 22. des. 1872 að Hæli á Ás- um í Húnaþingi. Hann varð stúdent 1897 og cand. med. 1901. Skipaður var hann hér aðslæknir í Höfðahverfishér aði 1905, en hafði áður verið settur læknir 1 Keflavík 1901 og Mýrahéraði 1902. Kona Sigurjóns var Sigríð ur Olafsdóttir frá Sveinsstöð um í Húnavatnssýslu, fædd 26. sept. 1875, hin ágætasta kona. Börn þeirra eru Elín, gift Þórarni lækni Sveinssyni í Reykjavík, Oddný kennslu kona, Rvík, Július prófessor, Rvík, giftur Bergljótu Peter- sen og Ingibjörg, lyfjafræð- ingur, gift Sverri Magnús- syni lyfjafræðing, Hafnarf. Er Sigurjón tók við Höfða hverfishéraði náði það hér- að yfír austurströnd Eyja- fjarðar frá Þorgeirsfirði að Svalbarðl. Vestan Eyjafjarð- ar, yfir Árskógsströnd, Hrís- ey, Svarfaðardal og Ólafs- fjörð. Nú er þetta svæði þrjú læknishéruð. — Ekki þekki ég hversu erfið læknishéruð voru á sama tíma annars staðar á landinu, sjálfsagt hafa þau verið erfið, en tæp lega get ég hugsas mér að' öllu erfiðara hafi fundist en Höfðahverfishérað var. Fólks fjöldi mikill, og þar af leið- andi mjög mikið um læknis vitjanir, en héraðið sundur- slitið yfir sjó að sækja. heið ar og erfiða fjallvegi í út- kjálkahéraði og veðra- og snjóaþungu. Það lætur að lík um hvílíkt erfiði það hafi verið að rækja læknisstörfin og hversu háskasamleg ferða lögin hafi verið. Sigurjón læknir var hvorki mikill á vöxt eða af líkamlegum burð um, enda ekki heilsuhraust- ur ifaman af ævi, en gæddur i ótrúlegri seiglu og svo járn-j •sterkum vilja, að hann lét aldrei á sig ganga, að hann fckki hlýddi kalli hvort held ur var á nótt eða degi, hversu tvísýnt og háskasamt sem virtist um ferðalok. Enda komst naumast sú hugsun að hjá Sigurjóni lækni. Skyldu ræknin var honum svo í blóð borin, að allt annað varð aö víkja. HÖfSahverfishéraði var sk’pt 3908. Sá hluti héraðsins er lá vestan Eyjafjarðar var gert að sérstöku héraði, Svarf dalahérað, og kaus Sigurjón að vera skipaður í það hérað, enda miklu mannfleira. Lækn isbústaðurinn var Árgerði við Dalvík Svarfdalahéraði þjón aði hann síðan til 1938 að hann lét af læknisstörfum. Ekki voit ég hver atvik báru til þess að Sigurjón gerðist læknir 1 útkjálkahér aði, en svo mun Höfðahverf ishérað og síðar Svarfdala- hérað hafa verið talin á þeim tíma. Virðist mér flest mæla með að hann hefði átt að h?.fa bctri kosta völ með svo glæsiiegan námsferil og próf að baki. En hvað sem valdið hefir er hitt víst að Svarf- dælingar og aðrir ibúar hér aðsins telja sér það mikið happ, og eru stoltir af, að hafa átt Sigurjón að læcni, og því, að hann skyldi svo vei una hag sínum á meðal þeirra, að hann leitaði, að ég ætla, aldrei eftir að hverfa til læknisstarfa annars stað ar. — Það er naumast á mínu færi að dæma um læknis- störf Sigurjóns og bera þau saman við læknisstörf stétt arbræðra hans, — þar kemur svo margt til greina, aðbún- aður og aðrar aðstæður að fagmanni einum er fært að fella þann dóm. En eltí er víst, að héraðsbúar heíöu ekki kosið læknaskipti, þótt völ hefði á verið, því traust og virðingu hlaut Sigurjón því raeiri, sem starfstími hans lengdist, og er það eitt nægur vottur um hann sem lækni. Þaö lætur líka að lík- uni um raann eins og Sigur jón, sem ætti tn að bera í ríkulegum mæli gáfur, sam- vizkusemi og skyldurækni. Það eina, sem á skorti, að dómí þess, er þetta ritar, og svc munu fleiri undir taka, var, að skapstillingu var nokk uð ábótavant, einkum fram an af. Þetta játaði og fann Sigurjón sjálfur þótt eigi fengi fyliilega að gert. Sig- urjón læknir var svo mikill perséraileiki. að hann bolir það vel, að veikleiki hans sé ekki ciuhnn, þegar um hann er skrifað og mundi manna sízt hafa óskað eftir að hann yrði borinn lofi vfir veikleika, því hretnskilnan mann getur va’ia. og lá iafnvel við stund um, að sú hreinckilni skapaöi honum óvinsælda. Hins ber bá líka að geta að fyntíist honum sjálfum. að hann heið’ gengið oí langt eða gert öðrum rangt tfl, vantaði harm ekki drengskap og karl mennsku til að játa buð og tæta ' fyrir, enda næsta sátt fús, þótt hann sjálfur yrði fyrir órétti, væri hreinlegra sátta leitað. Sigurjón læknir gerði ekki alla að vinum sínum, var vínavandur, en þeir, sem öðl uðust vináttu hans, máttu líka treysta henni og væri þó víðs fjarri sanni að segja, að hann dyldi vini sina þess, sem ha-nn taidi ljóð á ráði þeirra eða væri aðfinnslu (Framhald 6, 6. BÍSu). pnum a morgun nýja deild fyrir kápur, kjóia og dragtir að Laugaveg 116 I. hæö) Frá saitia tsma verða hjóludeild í Anstarstrætl 6 hápu- deild í Ansturstræti 10, lagðar niður. Nýtt og glæsilegt úrval af útlendum vetrarkápum og poplinkápum 3Jjur Lf. ft Tékkneskur skdfatnaður er heimskunnur sakir gæða og hagkvæms verðs. L Kaupmenn! Kaupfélög! Sem umboðsmenn á íslandi fyrir CENTROTEX, Footwear Department, Prag, getum við boðið yður óvenju fjölbreytt úrval af hvers konar gúmmí-, striga- og leðurskófatnaði. Á skrifstofum okkar höfum við bæði sýnishorn og myndalista yfir skófatnað þennan. Sendið okkur pantanir yðar og mun CENTROTEX síðan senda yður vörurnar beint frá Tékkóslóvakíu. — Gúmmí- og strigaskófatnaður er á frílista, en leðurskófatnaður er háður venjulegum gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfum. Lárus G. Lúðvígsson Th. Benjamínsson & Co. SKÓVERZLUN ÓLI J. ÓLASON Pósthólf 968 — Reykjavík, Pósthólf 602. — Reykjavík UMBOÐSMENN Á ÍSLANDI FYRIR J CENTROTEX — FOOTWEAR DEPARTMENT —, PRAG.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.