Tíminn - 20.10.1955, Blaðsíða 5
238. blað.
TÍMNN, fimmtudaginn 20. október 1955.
5,
Fimmtud. 20 .okt.
Hreyfing maumau-manna í Kenyu
Hrcyfin^in cr að nokkru triíarlegs, en nokkru þjjó'ðfélagsl. eðlis
Vopn til sölu
í sambandi við styrjaldir 19.
og 20. aldar hefir oft verið
rætt um þátt vopnaframleið-
enda og vopnasala í styrjöld-
um. í blöðum og tímaritum
hér á landi hafa oft birzt
greinar um vopnasölu, og eigi
alls fyrir löngu var flutt erindi
um þetta efni í ríkisútvarpinu.
Sumir halda því fram, að eig
endur vopnaverksmiðja reyni
að halda við vígbúnaði í heim
inum og að þeim sé ósárt um,
að stríð brjótist út öðru
hverju. Þeim sé það fyrir öllu,
að tryggja sér markað fyrir
franileiðslu ^ sína. Framleiðsla
vopna hefir löngum verið talin
gróðavænleg, enda skiljan-
legt, aö ekki sé horft í skild-
inginn, ef ríkisstjórn þarf
skyndilega að eignast tæki tU
að verja líf sitt eða þjóðar
smnar.
Fraégasti vopnasali heims-
ins var grískur maður, Basil
Zakaroff,- og verður víst ekk'
komið tölu á þær ritsmíðar,
sem um hann hafa verið samd
ar víða um lönd. Zakaroff
varð stórauðugur af vopna-
sölu sinni, emn af auðugustu
möiínum heims og fóru af hon
um ýmsar sögur. Frá því er
sagt, að hann hafi haft gott
lag á því, að vekja stríðshug
eða stríðsótta t. d. í Suður-
Ameríku og Balkanlöndum,
og þegar emhver ríkisstjórn
hafð'i keypt af honum vopn,
hafi hann ekki verið seinn á
sér að láta það berast til ná-
grannaríkja, tU þess að þau
gætu gert tiibeyrandi varúðar
ráðstafanir með hans aðstoð.
Margir, einnig hér á iandi,
hafa heyrt getið um hm
gömlu alþekktu vopnafram-
leiðslufyrirtæki Norðurálfu,
Krupps í Þýzkalandi, Schneid
er-Cruisot í Frakklandi,
Vickers-Armstrong í Bret-
landi o. s. frv. En langstærstu
fyrirtæki álfunnar nú á þessu
sviði eru án efa hmar ríkis-
reknu vopnaverksmiðjur
Rússaveldis. Vopnaframleiðsla
rússnesku stjórnarinnar, sem
hún hefir rekið aðallega í
Rússlandi, en þó að nokkru
leyti í sumum fylgiríkjum sín
um, t. d. Tékkóslóvakíu, hefir
farið mjög vaxandi í semni
tíð. í fréttum frá Rússlandi
eftir stríðið er oft rætt um
hmn mikla ,,þungaiðnað“ þar
í landi og vöxt hans. En þessi
„þungaiðnaður" er einmitt að
allverulegu leyti vopnafram-
leiðsla, framleiðsla á hernað
arflugvélum, herskipum, skrið
drekum, alls konar byssum og
skotfærum, sprengiefnum og
sprengikúlum o. s. frv.
StaÞn hinn rússneski virð-
ist hafa ákveðið að lifa eftir
kjörorði því, er eitt sinn var
kennt við Göring hinn þýzka:
„Fallyssur eru meira virði en
smjör“. Þess vegna voru Rúss
ar á sínum tíma látnir draga
af sér við framleiðslu „smjörs
ins“, þ. e. neyzluvaranna, en
leggja því harðar að sér við
,,fallbyssurnar“. Hin rúss-
nesku vopn eru nú talin vel
samkeppnisfær vara, hvort
sem er tU notkunar í styrjöld
undir rauðum fána eða til
sölu á hinum frjálsa markaði.
Og samhliöa því sem rætt
er um að draga úr viðsjám
milli stórvelda virðast Rússar
nú hafa komið auga á mark-
aðsgildi vopna sinna. Sam-
kvæmt fregnum, sem nú ber
Fyrir nokkru skrifaði banda-
ríski höfundurinn Rohert C.
Rurak skáldsögu, Something of
Value, sem gerist í Kenyá. Þessi
bók er nú önnur í röðinni sem
metsölubók í Bandaríkjunum. Inn
an skamms er væntanleg á bóka-
markaðinn bók eftir danska rit-
höfundinn Hans Jörgen Lem-
bourn sem gerist á sömu slóðum
og f jallar um hreyfingu maumau-
manna I Kenyu. í eftirfarandi
grein lýsir hann að nokkru skoð-
un sinni á lífi manna í þessari
afrísku nýlendu. Greinin er nokk
uð stytt í þýðingu.
Er myrkrið sé yfir, sendum við
vikapiltana burtu. Þeir yfirgáfu
býlið og gengu til húss síns. Yfir
okkur gnsefðu Aberdare-fjöllin,
skógurinn hætti, er nokkuð kom
upp í hlíðina og þar tóku klappim-
ar við. Gul sléttan hvarf út i móð-
una, og bóndabærinn lá einn eftir
í kyrrð hálendisins.
Frammi á hlaðinu stóðu dráttar
vélarnar svartar og kaldar. Nætur
verðinum var réttur riffillinn sinn,
og hann tók sér stöðu undir þaki
eldhússins. Þegar við opnuðum
dyrnar, skein ljósið úr stofunni á
blaðbreiðan hníf hans og hvít
augun.
Við sóttum vélbyssuna og skot-
færin upp í turninn og lögðum
þau á gólfið. Stálhlerunum var
rennt fyrir gluggana og dyrunum
læst. Við helltum viskýi í glösin
og settum potta með kvöldverðin-
um við eldinn.
Við vorum þreyttir og okkur sveið
í augun. Við höfðum verið að svíða
akrana til þess að drepa sjúkdóma
í korninu. Reykinn lagði út yfir
sléttuna, og enn var eldur á mörg-
um stöðum. Rauður eldur í myrkr-
inu eins og sléttan væri byggð og
þar sæti fólk umhverfis eldana. En
á sléttunni lifði ekki annað en
korn, hátt gras og villidýr. Þar voru
engir vegh-, engin hús og engir
símastaurar. Aðeins bóndabærinn
með turninum háa í skugga fjall-
anna. Þungur sterkbyggður turn-
inn.
Býlið lá í norðri frá Nairobi
nokkrar milur frá veginum til Nak-
uru. Rétt við mynnið á Riftdalnum.
Þarna í hálendinu var loftið áfengt
og jörðin gullin og grýtt. Á stangli
eru lágvaxin tré, og sléttan er enda
laus. Þar ríkir kyrrð og einmana-
leiki. Þar er hægt að veiða, ganga
út og láta sig dreyma.
Áður en við veiddum kjötið upp
úr pottunum litum við eftir byss-
unum og hlóðum skothylkin. Gáfum
hundunum að éta og lokuðum þá
úti. Þetta voru tíu stórir, gulir,
danskir hundar, sem hlupu alla
nóttina í kringum býlið.
Við sváfum í turninum. Á þakinu
voru vígskörð og leitarljós. Við höfð
um skotblys til þess að senda upp,
ef við yrðum fyrir árás. Ef til vill
myndu menn sjá þau frá næsta bæ.
Kannske var hann of langt í burtu,
KENYATTA
lengra en fjöllin, þar sem maumau
mennirnir héldu sig.
Einu sinni var ráðizt á býlið. Við
vöknuðum við ópin og skothvellina.
Hópur maumau-manna réðst á
híbýli vikadrengjanna og kveiktu í
hlöðunni. Þeir náðu að skera mat
sveininn á háls, áður en við gætum
hrakið þá burtu. Hann dó meðan
við vorum að binda um hann.
Lengra norður höfðu þeir drepið
bónda. Hann var ítali. Maumau-
mennirnir skáru konuna hans og
litlu börnin tvö í smástykki, þangað
til þau dóu. Síðan er ekki sá hvít-
ur maður til, sem ekki geymir síð-
asta skotið handa sjálfum sér.
Þannig er ástandið í Kenya, þessu
yndislega landi, þar sem fegurð rík
h og jörðin býr yfir nægum auði
handa miklu fleirum en þar búa.
Loftið er svalt á morgnana, og
ef menn ríða út um landareignina
í fyrstu ljósglætunni, geta menn
séð, hvernig lífið vaknar. Þarna
liggur sléttan með gulh grasi og
grýttum jarðvegi eins og endalaust
úthaf. í litlum polli er enn svolítið
af hvítu, fúlu vatni. Á leirborinni
jörðinni má sjá spor eftir antílópu,
vatnahesta og nashyrninga. Það er
langt síðan dýrin lögðu út á þessa-
sléttu, og nú flýja þau norðan úr
skógunum, því að brezki flugherinn
lætur sprengjum rigna yfir þá.
Hvers vegna erum við að drepa
hverir aðra svartir menn og hvítir?
Hvers vegna verða menn stöðugt
að stara út á sléttuna eftir árásar-
mönnum, sem þar kunna að leyn-
ast og búa sig undir leik um líf og
dauða i háu grasi við skímu morg-
unsins?
Á þessu eru margar skýringar
gefnar, en enginn veit, hverjar af
þeim skýringum eru réttar. Kikuyu-
menn telja, að hinir hvítu hafi tek-
ið frá þeim landið. Og þeir halda
því fram í góðri trú. Hvítir menn
svara því hins vegar til, að þeir
hafi keypt jarðir sínar á venjulegan
hátt. Þeirra svar er einnig gefið i
góðri trú.
Upphaflega var Kikuyuættbáikur
inn, en maumau-menn tilheyra
honum, vaxandi kynþáttur, og þeir
stækkuðu yfirráðasvæði sitt jafnt
til norðurs og suðurs og tcku land-
ið til ræktunar. Þeir keyptu land
af þeim ættbálkum, sem bjuggu
milli þeirra eigin landsvæða og
Masaimanna, en þeir skildu eftir
nokkur skógarbeiti milli landa sinna
og stepnu Masaimannanna, en þeir
vðru herskáir og gerðu tíðum inn-
rásir til Kikuvumanna til þess að
ræna þar konum og kvikfé þeirra.
Ýmsar plágur þjáðu þó Kikuyu-
menn og sumt af þvi landi, sem
þeir höíðu lagt undir sig, fór aftur
í eyði, og þegar hinir hvítu land-
nemar komu, fundu þeir þarna autt
og ónytjað land uppi á hásléttunni.
í háu grasinu lifðu Ijón, nashyrning
ar og sebradjr. Á hæðunum óx
sedursviður og milli trjánna vöfðust
fléttuplöntur. í lækjunum óðu
storkar og trönur. í skuggsælum
dölum milli leirsteinsfjallanna ux^
furur, þannig voru eitt sinn Wilts'-.
hire, Transvaal og Pontresina.
Hvítir landnemar settust þarna
að og komu sér í samband við
Kikuyumennina og keyptu jarðir
þeirra. í kjölfar hvítu mannanna
fylgdi siðmenningin, spítalar, lækn
ar og skólar. Ættbálkastyrjaidir,
hungursneyö og sjúkdómar hurfu
og Kikuyumenn tóku aftur að rétta
við og fjöldi þeirra að aukast. Nú
vildu þeir fá jarðir sínar aftur. en
bændurnir, sem höfðu keypt þær,
töldu sig vera löglega eigendur
þeirra, en Kikuyumenn töldu samn
ingana vera ógilda, vegna þess að
hin réttu yfirvöld hefðu ekki um
þá fjallað.
Þetta á þó ekki við nema um lít-
inn hluta af því landi, sem hvítir
menn eiga, því að mestur hluti þess
lands, er frá öðrum fenginn en
Kikuyumönnum. En það Tand er
bezti hlutinn af Kenyu, eða er orð-
inn það, því að bændurnir hafa
ræktað jörðina vel og aukið af
rakstur hennar.
Enn cr mikið ónotað land í
Kenyu, en hvítir menn eru á móti
því, að það sé látið í hendur inn-
fæddum, því að þeir segja, að reynsl
an sýni, að það land, sem þeir
hafa til umráða fari í niðurníðslu.
Afríkubúar svara. því til, að verði
þeim ekki fengið þetta land í hcnd
ur, sé vonlaust, að þeir komist nokk
urn tíma úr kútnum eða geti til-
einkað sér betri búskaparaðferðir,
og meðan Englendingar ekki sáu
um, að reistir væru búpaðarskólar,
mátti segja, að þessar kröfur þeirra
væru á nokkrum rökum reistar. Og
ef Afríkubúar treysta því ekki enn,
að hvítir menn muni standa við
loforð sin, verður helzt að líta á
aðgerðir maumau-manna sem upp-
reisn gegn einræði.
Það er samt sem áður skoðun
mín, að Englendingar geri nú allt,
sem í þeirra valdi Stendur til þess
að bæta íyrir syndir fortíðarinuar.
(Framhald á 7. síðu.)
ast utan úr heimi, hefir stjórn
Rússa eða fylgiríki þehra
alveg nýlega gert vopnasölu-
samning við Egyptaland, og
mun vera í þann veginn að
gera annan slíkan samntag
við Sýrland. Hér er sýnúega
ekki um þaö að ræða að veita
Egyptum eða Sýrlendingum
hjálp gegn ofbeldi annarra,
því að vopnm á að nota til að
klekkja á smáríki því, sem
Gyðingar hafa komið sér upp
í landi feðra sinna í því skyni
að eignast þar athvarf eftir
margra alda ofsóknír. En th
þess vantar mikil vopn og góð.
og í staðinn fá vopnafram-
leiðendur austan tjalds baðm
ull úr Nílardal, sem er til
margra hluta nytsamleg. En
ísraelsmönnum, sem hingað
til hafa átt betri vopn en Eg-
yptar og Sýrlendingar og þess
vegna getáð varið sig gegn
miklu fjölmennari þjöðum,
lízt auðvitað ekki á blikuna.
Sagt er að þeir hafi i ofboði
snúið sér Þl Rússastjórnar og
mótmælt vopnasölusamningn
um við Egyptaland. En Rúss-
ar eiga að hafa svarað þvi, að
synir Abrahams hafi bér ekk
ert að óttast, því að hin rúss-
nesku vopn séu engu síður
föl fyrir jeppa frá Júdeu en
baðmull úr Nílardal.
Miklu verðmætari er þó sá
vopnamarkaður. sem rúss-
neski þungaiðnaðurinn hefir
eignazt í Kina, en vopnaflutn
ingar þangað frá Rússlandi
hófust fyrir alvöru, er Kóreu-
stríðið brauzt út fyrir nokkr
um árum. í Kóreu fengu hmir
rússnesku vopnaframleiðend-
ur ágætt tækifæri tU að láta
reyna vörugæðin á annars
kostnaö, og gera á þeim end-
urbætur í samrænú við
reynslu, svipað og Þjóðverj-
ar gerðu á Spáni, er Franco
hóf þar borgarastyrjöld á sín
um tíma.
Vísa Þjóövarn-
arflokkslns
Hagyrðingar halda því fram
að eftirfarandi vísuhelming
sé ekki hægt að botna. svo vit
sé í:
„Vond er gigt í vinstri öxl,
verri þó í hægri mjöðm.“
Fyndimi náungi sagði, þeg-
ar rætt var um þennan vísu-
part: „Þetta er emmitt vísa
Þjóðvamarflokksins. Partur-
inn, sem hann var stofnaðxlr
til að botna og er alltaf að
reyna að botna.“
Fyndni þessi er eins og
mynd eftir Kjarval. Hún gerir
ónýtan vísupart að skáldskap
arefni, álíka og litameðferð
Kjárvals gæðir steindauð,
hraunin lífi.
Þjóðvarnarflokkurinn tróð
sér inn í stjórnmálalífið og
lézt ætla að ríma saman það,
sem ósamrírílánlegt er: hlut-
leysi og Sjálfstæði; einangrun
og alþjóðavettvang.
. ^Hann lézt vera bæði á móti
kommúnisrna og íhaldi, en
hefir nú, þótt ungur sé, fengið
óþolandi gigt í vinstri öxlina
af því að halda sér í komm-
únista og hanga á þeim, og
þó ennþá verri gigtarþrautir
og lömun í hægri mjöðmina,
af því að Ieita fótfestu hjá í-
haldinu.
Hann hefir bandalag við
kommúnista um nefndarkosn
ingar á Alþingi. En selur í-
haldinu skuldabréf sín og læt
ur það þannig fá lánardrott-
ins vald yfir sér og gera sig
út til þess að vinna á móti
íhaldsandstæðingum í næstu
kosningum, ef hann lifir svo
lengi.
Gigtarkvalirnar í hægr*
mjöðminni og baráttan við að
halda í sér líftórunni hafa
knúið hann til þess að gera
kommúnistum tilboð um sam
fylkingu (sjá Frjálsa þjóð 8.
okt.) Ekki mun honum samt
batna gigtin í vinstri öxhnni
við það, enda munu fáir nú
orðið hyggja, að honum mun*
verða langra lífda^a auðið,
svo haltur sem hann er, skakk
ur, visinn, reikull og feigðar-
fölur.
Já, Þjóðvarnarflokkurinn
hefir frá upphafi verið eins
og vísupartur, sem ekki er
hægt að botna. Og allar til-
raunir hans til þess að botna
vísu sína hafa verið ambögur
einar, svo sem samfylkingar-
Þlboð hans til byltingarflokks
ins er gott dæmi um.
Kosning skólanefnd-
ar Skógaskóla
Morgunblaðið er enn s. I.
sunnudag að reyna að
skrökva sig frá smánarlegri
framkomu sýslumanns Vest-
ur-Skaftfellinga og mennta-
málaráðherra varðandi kosn-
ingu skólanefndar Skóga-
skóla. Bjarni Benediktsson
sendi sýsilunefndinni sem
kunnugt er þau orð, að skipti
hún um fulltrúa í nefndinni,
mundi hann skipta um skóla-
nefndarformann. Þessi boð
flutti sýslumaðurinn, Jón
Kjartansson, sýslunefndinni á
sýslufundinum.
Hér var um að ræða em-
stæða ógnun, sem ekki er
sæmandi nokkru yfirvaldi í
lýðfrjálsu landi, allra sízt
menntamálaráðherra. Sýslu-
nefndin hafði slíka hótun auð
vitað að engu og kaus þál
(Framhald & 7. síðuJ