Tíminn - 22.10.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.10.1955, Blaðsíða 4
4, TÍMINN, laugardaginn 23. cktóber 1955. 240. blað. S/ctí/í Þorsteinsson, skólastjóri: Alþýðuskólinn á Hvítárbakka Héraðsskóli Borgfirðinga fimmtíuára í haust eru liðin fimmtíu ár siðan Hvítárbakkaskólinn var stofnaður. Með veturnótt um 1905 gengu fyrstu nem- endurnir í hlað. Á Hvítár- bakka starfaði skólinn óslitið til 1931, en þá hafði hann vistaskipti og var fluttur að Reykholti. Húsakynni á Hvít árbakka voru ekki lengur í samræmi við kröfur tímans. Jarðhitinn og sögufrægð Reykholts drógu til sjn menntastofnun héraðsins. Ég hygg, að Hvítbekkingar minn ist jafnan skólans á Hvítár- bakka, þegar þeir heyra Reyk holtsskóla getið. Almenningi mun þó ekki jafnljóst, að Hvít árbakkaskólinn og Reykholts skólinn eru sama stofnunin, sem aðeins hefir skipt um nafn og heimkynni. Sigurður Þórólfsson, stofn- andi Hvítárbakkaskólans, var fæddur í Holti á Barðaströnd 11. júll 1869. Snemma hneigð ist hugur hans til bókar og þótti það auðnuleysis- og ó- gæfumerki. En hrakspár dugðu engar. Móðh hans átti kistu fulla af bókum, sem var föðurarfur hennar. Bækur þessar fjölluðu um forn fræði og í þeim las drengurinn hverja stund, er hann gat. Kistan var helgidómur hans og Mímis-brunnur. Fyrstu stafina dró hann með brodd staf á svell. Síðar fékk hann forskrift hjá einum frænda sinna. Nokkra tilsögn fékk hann í reikningi fyrir ferm- ingu. Fimmtán ára fór Sig- urður til Björns Péturssonar á Hlaðseyri við Patreksfjörð og var þar í tvö ár. Þar fékk hann mikinn tíma til sjálfs- náms og aðgang að góðu og miklu bókasafni. Veturinn 1888 fékk hann nokkra til- sögn í dönsku, reikningi og réttritun hjá Einari Magnús- syni, veitingamanni á Vatn- eyri. Hinn framgjarni og fróðleiksþyrsti unglingur lét sér þetta ekki nægja. Hugur hans stefndi ákveðið til reglu legs skólanáms. Vorið 1890 fór Sigurður að Ólafsdal og útskrifaðist úr bændaskólan- um þar vorið 1892. Næsta haust innritaðist hann i Flens borgarskólann og tók þar gagnfræða- og kennarapróf vorið 1893. Dvöl Sigurðar í þesiium tveimur skólum og kynní hans af forstöðumönn um þeirra, sem báðir voru þjóðkunnir menningarfröm- uðir, varð til þess, að hann ákvað að verja kröftum sín- um í þágu alþýðufræðslu og bættra búskaparhátta. Þess var líka full þörf. Á þeim svið um voru aðkallandi verkefni fyrir dugandi, kjarkmikla og bjartsýna menn. Árið 1901 fór Sigurður til Danmerkur til þess að kynna sér alþýðufræðslu og búskap Dana. Fékk hann til þess styrk frá Búnaðarfélagi ís- lands og kennslumálaráðu- neyti Danmerkur. Sigurður dvaldi um skeið á Ladelund- búnaðarháskóla og veturinn 1901—’02 var hann á Askov Höjskole. Á Askov varð Sig- urður fyrir sterkum áhrifum frá lýðháskólahreyfingunni. Þá mun hann hafa ákveðið að stcfna skóla hér heima í anda Grundtvigs og Christen Kold. ■ Þegar Sigurður kom heim, liélt hann skóla I Reykjavik með lýðháskólafyrirkomulagi og í Búðardal veturna 1903— 05. Hvítárbakkaskólann stofn aði hann eins og áður er sagt haustið 1905. Ári síðar stofn- aði séra Sigtryggur Guðlaugs- son Núpsskólann. Áður hafði Guðmur.dur Hjaltason gert tiJraun til þess að stofna lýð háskóia. Stofnun Hvítárbakkaskól- ans var merkilegt brautryðj- andastarf. Sú þraut hefði aldrei verið leyst, ef ekki hefði verið að verki maður nýs tíma. Framkvæmdasam- ur hugsjónamaður, gæddur heitri trú á ’and og þjóð, gildi góðs uppeidis og þroskahæfni; ísler.zkrar æsku. Það var ekki á færi neins meðalmanns að stofna og starfrækja skóla í sveit á þeim tíma. Fyrstu ár- in á Hvítárbakka voru erfið. Það blés oft kalt um braut- ryðjandann og leiðsögumann inn. Marga örðugleika þurfti að yfirstíga. Efnahagurinn var smár og margur trúði því enn, að bókvitið yrði ekki í askana látið. * Fyrstu störfin á .Hvítár- bakka voru þau að byggja og gera húsakynni hæf til skóla halds og kennslustarfa. En þrcngt var um skólastjórann og konu hans, frú Ásdísi Þor- grímsdóttur, fyrstu árin. Hús freyjan átti sinn þátt í braut ryðjandastarfinu. Hún mót- aði virðulegan svip hins fjöl menna heimilis og veitti því hlýju cg umönnun. Við hlið manns síns átti hún merkan þátt í uppeldisstarfinu sem húsfreyja á stóru heimiti. En þáttur húsfreyjunnar virðist stundum gleymast í okkar þjóðfélagi, einkum af hálfu þess opinbera. Á Hvítárbakka var hið ialaða orð meginþátt urinn í fræðsluháttum skól- ans, eins og í dönsku lýðhá- skólunum. Skólastjórinn kenndi fyrst og fremst í fyr- irlestrum og samtölum og nant sú kennsluaðferð sín sér staklega vel í sögulegum fræð um og þjóðfélagsfræði, en það voru helztu kennslugrein ar skólastj órans. Fyrsta veturinn voru 14 nemer.dur í skólanum. Flestir voru nementíur 44 meðan Sig urður var skólastjóri. Sóttu oftast fieiri um víst en skól- inn rúmaði. Fjölmennastur var skóiinn á Hvítárbakka síð ustu árin, þegar Lúðvíg Guð- Sigurður Þórólfsson fyrsti skólastjór* Hvítárbakka skóla. mundsson var skólastjóri þar. Þá voru nemendur flestir 55. Skólinn var því vaxandi stofn un allt frá byrjun. Ég þekkti Sigurð Þórólfs- son ekki persónulega, en ég veit af ummælum nemenda hans, að hann var skólamað- ur með ágætum. Hitt er mála sannast, að hann hlaut aldrei í lifanda lífi þá viðurkenn- ingu, sem honum bar. En það er oft hlutskipti hinna beztu manna. Þeirra, sem eiga hug sjónir og dirfsku til þess að brjóta ísa og kanna nýjar brautir, en hirða ekki um að þræða troðnar slóðir vanans. Héraðsskólarnir okkar eru nú mótaðir í fastara fræðslu form en Hvítárbakkaskólinn var. Það hefir sjálfsagt sína kosti, einnig sína galla. Marg ir skólamenn eru nú þess hvetjandi, að horfið verði að nokkru til frjálsari fræðslu- hátta, með þau sjónarmið að leiðarljósi, sem voru ráðandi í skólastarfi Sigurðar Þórólfs sonar. Flestir munu þó líta svo á, að breyttir tímar krefj ist nýrra skólahátta og skóla forms. En varla er nokkur vafi á því, að það væri til bóta, ef andi lýðskólastefn- unnar væri ríkari í skólum landsins en nú er. Sigurður Þórólfsson las og ritaði mikið þrátt fyrir kennslustörf og skólaannir. Árin 1909—10 gaf hann út Minningar feðra vorra — sögu íslands í tveim bindum. I Hún var samin upp úr fyrir- lestrum við Hvítárbakkaskól ann. Á þeim tíma var engin hæfileg kennslubók til í þeirri grein — aðeins þættir og ágrip. Hér var því þarft verk af hendi leyst. Önnur helztu rit Sigurðar voru: Al- þýðleg veðurfræði, Á öðrum hnöttum, Jafnaðarstefnan og Dulmætti og dultrú. Fyrsta bók hans var Frumatriöi jarð ræktarfræðinnar handa bænd um og búmannsefnum. Hann var ritstjóri búnaðarblaðsins Plógs 1899—1907. Áður starf aði hann við blöðin ísafold og Dagskrá og eftir 1920 við Morgunblaðið. Skrifaði hann g-einar um ýmis efni í þau blöð. Sigurður seldi Hvítárbakka skólann og lét af skólastjóra störfum árið 1920 vegna van heilsu. Sigurður Þórólfsson mun jafnan skipa virðulegt rúm í sögu þjóðarinnar. Hann var ræktunarmaður í víð- ustu merkingu. Skólastjórar við Hvítár- bakkaskólann á eftir Sigurði Þórólfssyni voru þeir séra Eiríkur Albertsson á Hesti (1920—23), Gústaf A. Sveins son (1923—27) og Lúövíg Guðmundsson (1927—31). Ég dvaldi einn vetur í skól- anum í skólastjóratíð Gústafs A. Sveinssonar. Minnist ég þeirra ágætu hjóna, frú Olgu Jónsdóttur og Gústafs, með hlýju cg þökk. Skólastjórinn var snjall kennari, stjórnsam ur og vinsæll. Honum var sér staklega lagið að telja kjark í þá nemendur, sem voru haldnir minnimáttarkennd og kvíða. Einnig minnist ég frá þeim tíma hins prúða og ágæta kennara Guðjóns Ei- rikssonar. Séra Eiríki Alberts syni kynntist ég er hann var prófdómari við skólann. Þótti okkur nemendum gott að ræða við hinn snjalla klerk, þegar hlé var á prófönnum. Aðalkynni mín af Hvítár- bakkaskólanum eru frá þeim árum, er Lúðvíg Guðmunds- son var skólástjóri þar. Hans handleiðslu naut ég í hálfan annan vetur. Seinni veturinn var ég nemandi í framhalds- deild. Síðustu ár skólans á Hvít- árbakka vaknaði sterk hreyf ing meðal ungmennafélaga í Borgarfir^i um að flytja skól ann að Reykholti. Hreyfing bessi varð að ákveðinni bar- áttu á bændanámskeiði, sem haldið var á Hvanneyri í fe- brúar 1928. Fyrir hönd ung- mennaíélaganna störfuðu að allega að skólamálinu þeir Vigfús Guðmundsson, Friðrik Þorvaldsson og síðast en ekki sízt Lúiðvíg Guðmundsson skólastjóri. Lúðvíg vann fyrir máhð af .sínum alkunna dugn aði og þekkingu á skólamál- ”m. Án atbeina hans osr harð fylgis hefði ekki komizt slíkur skriður á málið, sem raun bar vitni. Ungmennasamband Borg- arfiarðar gaf mikla fjárupp hæð til skólabyggingarinnar. Skólabyggingin í Reykholti er þ-'.n að verulegu leyti árang ur af starfi ungmennafélag- anna. Hið sama má einnig segja um alla héraðsskólana. Haustið 1931 var Reykholts skóli fullbyggður og skóla- Hvítárbakkaskól'. starf hófst í hinum nýju húsa kynnum. Það vakti undrun margra, sem til þekktu og létu sér annt um skólann, að Lúðvíg Guðmundsson skyldi ekki verða skólastjóri áfram og flytjast með stofnuninni að Reykholti. Hvítárbakka- skðlinn var honum sérstak- lega kær og mig grunar, að í þágu hans hefði hann gjarn an viljað verja ævi sinni allri. Lúðvíg hafði getið sér ágæt- an orðstír sem skólastjóri á Hvítárbakka og átti auk þess snaran þátt í því, að skóla- stofnunin var flutt að Reyk- holti. Hann var búmn að sýna það, aö hann hafði mikla hæfileika sem skóla- stjóri og leiðsögumaður æsku fólks. Hann hefir sannað það siðan með störfum sínum, að hann er einhver hugkvæm- asti cg djarfasti skólamaður þjóðarinnar. Með stofnun og starfrækslu Handíðaskólans hefir hann unnið merkilegt brautryðjandastarf í íslenzk um skólamálum. Ef ég man rétt, þá var það einhvern tíma haft í flimtingum, að Lúðvíg hafi dottið i hug að fara með nemendur sína í námsför til útlanda, en nú þykir slíkt vel hæfa. Hér er ekki rúm til þess að rifja upp minningar frá Hvít árbakka. En vel man ég kenn ara mína Kristinn E. Andrés son og Ólaf Þ. Kristjánsson. Þeir voru báðir snjallir kenn arar og góðir félagar. Kona Lúðvígs skólastjóra, frú Sig- ríður Hallgrimsdóttir, kenndl söng í skólanum. Mér eru söngtímarnir sérstaklega minnisstæðir og sú hrifning, sem kennaranum tókst að vekja með nemendum sínum. Ávörp og hvatningarorð Lúð ’vígs Guðmundssonar man ég vel og koma mér þau oft í hug í kennslustarfi mínu. Persónulega á ég honum mik ið að þakka, en það verður ekki rætt hér. Skólanemendur koma nú ekki lengur að Hvítárbakka, þegar haustar að. Nú er þar myndarlegt bóndasetur. Þar ráða ríkjum fyrirmyndar- hjónin frú Ragnheiður Magn úsdóttir og Guðmundur Jóns son, en þau voru komin að Hvítárbakka síðustu starfsár skólans þar. Þau eru því mjög tengd minningunni um skól- ann. Nemendur voru jafnan velkomnir á heimili þeirra. Fimm tugir ára eru nú liðn ir síðan lýðháskólinn á Hvít- árbakka var stofnaður. Kröf ur tímans fluttu hanh að Reykholti. Þar starfar hann nú sem héraösskóli, SVO' sem lög mæla fyrir. Þar njóta nemendur nú hlýju úr íðrum jarðar og vermast við mínn- inguna um mesta ritsnilling íslendinga. -o-'er Eskifirði, október 1955. (Þúsundir vita j | að gæfa fylgir hrlngunum I frá SIGURÞÓR. L—-.■■■■■■—...........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.