Tíminn - 22.10.1955, Blaðsíða 5
840. blað.
TÍMINN, laugardaginn 22. október 1955.
5.
Luugaril. 22. oht.
Vetri heilsað
Vetur er genginn í garð. ís-
Iendingar hafa löngum fagn
að komu sumars, en litið til
vetrarins með nokkrum ugg.
Þroskaferill mannkyns ber
þess þó vott, að árstíðaskipti
liafa ríkuleg áhrif á þroska
og menningu þjóða. Þær þjóð
ir, sem mestum framförum
háfa náð og áhrifum, búa
ekki þar sem hægt er að afla
sér fæðu með þvi einu að lesa
aldin af trjánum eða þar,
sem fólk þarf varla á klæðn-
aði að halda. Atorkusömustu
þjóðir heims og hinar áhrifa
mestu búa þar, sem þörf er
á að safna forða og hafa ann
an viðbúmað t?l að mæta á-
hrifum vetrar.
íslenzka þjóðin hefir öld
eftir öld öðlazt þroska sinn
með baráttu við mislynd nátt
úruöfl, ýmist við hlýju sum-
arsólar eða hregg vetrar.
Fegurð íslands birtist í
mörgum myndum. Hvar sem
farið er um landið, blasir við
augum fjölbreytt landslag og
náttúrufegurð. Árstíðaskipti
auka stórum þessa mynd-
auðgi. Veturinn birtir tign ís-
lenzkrar náttúru með viss-
um hætti, þegar hvert sand-
korn í loftsins litum skín og
lækirnir kyssast í silfurrós-
um og við útheimsins skaut
er allt eldur og skraut af ið-
andi norðurljósum.
Viðhorf bænda til vetrar-
ins er að verulegu leyti bund
ið við það, hversu vel hefir
tekizt að afla fóðurs fyrir bú
stofninn. Það er hverjum
bónda mikil raun, ef heyja-
forðinn er lítill á haustnótt-
um og ef óblíð veðrátta veld-
ur því, að hann fær ekki not-
ið nema að litlu leyti ávaxta
erfiðis síns yfir bjargræðis-
timann. Nú eiga margir við
óvenjulega erfiðleika að etja
að þessu leyti, þar sem hey-
fengur í mörgum héruðum er
bæði lítill að vöxtum og lé-
legur að gæðum.
En þegar miklum erfiðleik
um er að mæta af náttúr-
unnar völdum, kemur bezt í
ljós, hve framfarir eru mikl-
ar í þjóðfélaginu, hve ís-
lenzka þjóðin hefir búið vel
í haginn í landi sínu og hve
hugurinn til hjálpar þeim, er
höllum fætí standa, er ríkur
með þjóðinni. Stjórnarvöld
landsins gefa erfiðleikunum
gaum og skerast í leikinn.
Skýrslur eru gerðar um á-
. steeðuc manna í þessum efn-
um víða um land. Hey er flutt
-landsfjórðunga milli. Þeir
bændur, sem eru aflögufærir,
miðla af forða sínum til stétt
arbræðranna, sem orðið hafa
harðast úti. Og af hálfu
stjórnarvaldanna mun verða
tryggt, áð í landinu verði mik
ill forðj fóðurbætis til vetr-
arins.^Á liðnum öldum hefir
þjóðih þrásinnis orðið að
horfa fram á vetur með skarð
an hlut eftir hrakviðrasum-
ar án þess að eygja ráð úr-
bóta — orðið að setja á guð
Og gaddinn. Erfiðleikarnir
éru enn miklir, en nýir tím-
ar og tækni fá mönnum vopn
I hendur, jafnvel gegn hrak-
tföllum Veðráttunnar. Þrátt
fyrir áföllin getur þjóðin I
heild horft vonglöð til vetr-
arlns, sem I hönd fer.
I frönsku byltinguimi
Nii tala kylfur lögre^
Norski vísindamaðurinn Chr. C.
Gleditsch skrifaði fyrir nokkru
grein í Dagbladet norska um Al-
sír og ástandið þar. Hann hefir
um nokkurra ára skeið dvalizt í
frönsku N.-Afríku og er þar af
leiðandi gjörkunnugur málefnum
íbúanna þar. Hann er þeirrar skoð
unar, að óverjandi sé, að jafnaðar
mannastjórnin norska skyldi taka
á þingi Sameinuöu þjóðanna af-
stöðu með nýlendustefnu Frakka í
þessum löndum, og að þjóðernis-
sinnar og frelsishetjur þessara
landa séu stimplaðir sem giœpa-
menn og óþjóðalýður.
Frakkar hafa haft völd í Alsír
í rúm 100 ár. Þó er meginhluti
íbúanna, eða um 90% þeirra, Berb-
ar (kabýlar öðru nafni) og Arabar,
og sömu sögu er að segja um hlut
fallið í nágrannanýlendunum Mar-
okkó og Túnis. Þau lönd eru hins
vegar verndarsvæði Fi'akka, en Al-
sír hefir verið innlimað í Frakk-
land og er talið hluti af því. Á
þeim grundvelli neita Frakkar þvi,
að taka megi umræður um Alsír-
málin á dagskrá Sameinuðu þjóð-
anna. Og í því máli hafa Norð-
menn stutt Frakka.
Arabar og Berbar hafa aidrei
verið að því spurðir, hvort þeir
vildu gerast franskir borgarar, og
það er varla vafi á því, hvert svariö
hefði orðið, ef þeir hefðu verið
spurðir. Allan þann tíma, sem
Frakkar hafa haft herlið í iandinu,
,hefir verið stöðug ólga meðal íbú-
anna, og stundum hefir soðið upp
úr og upphlaup orðið. En íbúarnir
lifa í þeirri sárustu fátækt, sem ég
hef séð, og Norðurlandamenn eiga
erfitt með að gera sér fulla grein
fyrir, hve slæmt ástandið er.
Möguleiltar fjpirira til þess að
skipuleggja andstöðu gegn yfirvöld
unum hafa einnig alltaf verið ákaf-
lega litlir, vegna þess að ibúarnir
eru flestir fákunnandi og lítils meg
andi. Hingað til hefir einnig ekki
verið mikillar hjálpar að vænta er-
lendis frá. Það hlýtur því að vera
sár reynsla fyrir íbúa þessara ný-
lendna að vera sviknir af smáþjóð,
sem sjálf segist vera frelsisunnandi
og býr auk þess við jafnaðarmanna
stjórn. Ég skammast mín fyrir vin-
um mínum í Alsir, þegar ég verð
að segja þeim, að ég sé Norðmaður.
Ég hef einnig alltaf á ferðum mín
um í þessu gullfallega landi skamm
ast mín fyrir að vera Evrópumaður,
einn úr flpkki þess fólks, sem þama
rekur harðsvíraða nýlendupólitík.
En það getur veriö, að aðrir hafi á
því einhvern áhuga, hvað fyrir
augu og eyru ber á slíkum stöðum.
Arabarnir og Berbarnir í Alsir eru
á pappírnum kallaðir franskir borg
arar, en þeir hafa aldrei farið fram
4 að vera það, og myndu miklu held
ur vilja standa á svipuðu stigi og
frændur þeirrá i Marokkó, þó að
langt sé frá, að kjör þeirra séu góð.
Sem franskir borgarar eiga þeir
m. a. að hafa atkvæðisrétt, aðgang
að skólum, njóta ýmissa þjóðféiags
legra réttinda og hafa auk þess her
skyldu í franska hernum að gegna.
Mestur hluti hinna bláfátæku íbúa
landsins nýtur þó einskis af þessum
þjóðfélagsgæðum, ef undan er tekin
þjónustan í franska hernum!
Til þess að njóta franskra borgara
réttinda verða menn að hafa um
það lögleg skilríki, að þeir séu þegn
ar hins franska ríkis. Fyrir venju-
legan Frakka er það engum örðug-
leikum bundið að afla sér slíkra skil
ríkja, því að þau hafa beir haft
frá því í barnæsku. Mikill hluti af
bömum Alsírbúa verður aftur á
móti að vinna fyrir brauði sínu frá
þvi þau geta gengiö, og af þeim
a héraði
var hrópað: Frolsi,
lnimar við ungliuga i
sökum skiljast þau oft frá fjöl-
skyldum sínum. Þau geta ekki sýnt
fram á, hver þau eru, og vita oft
og tíðum ekki, hvenær þau eru
fædd. Af þeim sökum geta þau ekki
aflað sér hinna lögmætu skilríkja,
og málefni þeirra lenda oft í mesta
öngþveiti.
Sem dæmi um þetta skal ég hér
segja frá því, hvernig mér gckk að
hjálpa fjórtán ára gömlum dreng
að afla sér þessara gagna.
Hann hafði misst foreldra sina,
þegar hann. var þriggja ára, og síð
an hefir hann orðið að sjá fyrir sér
sjálfur. Þetta kann að hljóma ótrú
lega, en engu að siður er það satt,
og þetta er ekkert einsdæmi. Þegar
ég kynntist honum fyrst var hann
þrettán ára, og hann hafði öll þessi
ár lifað á götunum. Hann var heið-
arlegur og greindur, en hann skorti
með öllu menntun og það, sem verra
var, hann skorti með öllu lögmæt
skilríki. Af þeim sökum var ómögu
legt fyrir hann að fá vinnu og
ómögulegt að lifa sem löglegur borg
ari í landinu. Til þess að hjálpa
honum ákvað ég að nota leyfi mitt
frá störfum til þess að útvega hon-
um þau skilríki, sem hann þarfn-
aðist.
Fyrst urðum við að útvega af hon
um myndir, kaupa borgarbréfið og
stimpilmerki. Þetta kostaði 9 krón-
ur. Það er ekki mikill peningur, en
þó miklu stærri fjárhæð en hann
hafði nokkurn tíma haft i einu á
milli handanna. Þegar þetta var
fengið, urðum við að taka okkur
ferð á hendur til þess bæjar, þar
sem hann var fæddur, þar sem
hægt var að hitta fólk, sem gat bor
ið vitni um, hver hann var og hve-
nær hann var fæddur. Þetta var
ein dagleið með hraðlest og auk
þess urðum við að fara nokkra
klukkutíma í langferðabíl. Þegar
þangað kom, tókst honum að fá
vitnisburð löglegra borgara um upp
runa sinn en síðan varð hann að
fara til annars þorps þar í grennd
til þess að fá vottorð frá arabiskum
yfirvöldum. Þetta tók allt einn dag
til viðbótar og kostaði töluverða
f járhæð. Nú fyrst var að því komið,
að hægt væri að gefa út handa hon
um löglegt borgarabréf, og til þess
varð hann að fara til enn eins
þorps, þar sem hin frönsku yfir-
völd höfðu aðsetur. Þegar þangað
kom, var að því komið, að skrif-
stofunni væri lokað á föstudegi og
honum var sagt, að hún væri lokuð
allan laugardaginn, sunnudaginn
og mánudaginn, og var sagt að
koma aftur á þriðjudag. Hann
skýrði yfirvöldunum frá því, að
hann hefði engin fjárráð til þess
að dvelja þar svo lengi, en skrif-
stofumennirnir gerðu sér lítið fyrir
og lokuðu dyrunum fyrir framan
nefið á honum. Til allrar hamingju
var éz ekki langt undan, og við gát
um beðið, svo aö hann íékk borgara
bréf sitt.
Þetta lífsnauðsynlega skjal kost-
aði þennan fátæka dreng 160 krón-
ur. Reikna ég þá ekki með fæði eða
uppihaldi þá daga, sem hann varð
að bíða, því að þessir drengir eru
ekki smeykir við að svelta nokkra
daga.
Ég spurðist fyrir um það hjá
frönskum yfirvöldum á öðrum stað,
hvers vegna þau gerðu þessum fá-
tæku drengjum svo erfitt fyrir að
afla sér þessara nauðsynlegu skil-
ríkja, en þeir sögðu, að þetta hlyti
að vera uppspuni einn. Ég sagði
þeim þá söguna alla í smáatriðum,
og spurði, hvernig ég hefði með
öðrum hætti getað aflað drengnum
þessa bréfs, og viðurkenndu þeir þá,
að það væri ekki unnt með öðrum
hætti.
N3-wI>eœt-«ms.T»lnn orðinn'
íð Alsír
jafnrétti, bræðralag.
frönskuin nýlcudiun
löglegur borgari og gat farið að
svipast um eftir atvinnu. Hann
hafði að vísu ekki rnikla möguleika,
en hann var fullur af bjartsýni. Nú
gat hann sagt skilið við betlið og
skóburstann, hætt að selja smyglað
ar síjarettur og þurfti ekki lengur
að flækjast langar og kaldar nætur
um . götur borgarinnar. Nú þuíti
hann heldur ekki lengur að óttast,
að hann væri elt-ur af lögreglunni
og yrði handtekinn sakir þess, að
skilríki hans væru í ólagi.
Mig langaði mikið til þess að
komast að þvi, hvernig hann hefði
lifað lifinu öll þessi ár. En það var
engan veginn auðhlaupið að því að
fá hann til að leysa frá skjóðunni.
Þegar ég var með honufh, vildi
hann sem minnst um slíka hluti
tala og reyndi að gera sér far um
að virðast glaður cg reifur. Smám
saman tókst mér samt að fiska upp
úr honum beinagrindina úr ævisögu
hans.
Fyrstu árin hafði hann borið
mikla virðingu fyrir iögreglunni og
hafði haft á henni mikið traust.
Hann hafði oft leitað skjóls hjá lög-
reglumönnum, ef hann hélt sig vera
í hættu. En traust hans á lögregl-
unni brást fljótlega.
Þegar hann var sjö ára gamall,
hafði hann ætlað að gerast skó-
bm-stari i litlu þorpi. Það sló í
rimmu milli hans og eldri drengs
um staðinn, þar sem þeir máttu
hafa útgerð sína. Lögreglan skarst
í leikinn og tók hann með sér á
stöðina. Þar voru honum gefin nokk
ur högg utan undir, og síðan var
hann neyddur til að aíklæðast. Þeg
ar hann var oröinn kviknakinn, var
farið með hann niður í dimman
kjallaraklefa og þar var hann
hlekkjaður á bekk í myrkrinu og
siðan var rottunum leyft að dansa
yfh- líkama hans. Við og við var
kalt vatn látið streyma niður úr
loftinu ,á bak hans. Eftir nokkra
klukkutíma var hann leystur, svo
að hann gat lagt sig. Hann skalf
svo, að hann gat ekki talað. Næsta
dag var hann fluttur í annan klefa,
og aftur fékk hann sín afskömmt-
uðu kjaftshögg. Hann sat þarna
inni í þrjá daga. Á hverjum morgni
fékk hann matarbita, nokkrar
brauðsneiðar oz vatnsglas. Þessi sjö
ára snáði notaði vatnið til þess að
þvo sér.
Þegar ég hitti hann, hafði hann
verið um nokkra hríð f Alsírborg.
Hann hafði verið sérlega óheppinn
síðasta veturinn. Þrisvar sinnum
hafði þessi fjórtán ára gamli ungl-
ingur verið tekinn fastur af lög-
reglunni.
Eina nóttina hafði hann legið
sofandi á gangstéttinni og var
skyndilega tekinn og fleygt upp í
lögregiubíl. Áatæðan var sú, aið
Frakkar töldu, að Arabarnir væru
að undirbúa uppþot. í bílnum voru
margir drengir á sama aldri. Fram
an við lögreglustöðina voru þeir
reknir út úr bílnum og þar urðu
þeir að ganga í halai-ófu á milli
fylkinga lögreglumanna, sém létu
gúmmíkylfurnar riða á þeim. Þegar
inn kom, var þeim fyrirskipað að aí
klæðast og þar voru þeir húðstrýkt
ir með vatnsblautum leðurólum,
þangað til þeir voru alsettir fleiör-
um og bláir og marðir. Er morgnaði,
var þeim sleppt út aftur.
Þessi tlrengur er góður fulltrúl
fyrir hina arabisku og berbisku íbúa
í Alsír. Hann hefir ekki franska rík
inu fyrir annað að þakka en sí-
felldar auðmýkingar, eymd og mis-
þyrmingar. Fi-önsku yfirvöldin liafa
hundelt hann frá því að' hann var
litiS bam, og þau halda áfram að
(Framhald & 6. síðu).
A ¥ ♦ A
♦ -<
* Bridgeþáttur *
s> ♦
í viðtali við ameriskt tímarit var
Ely Culbertsson spurður að því,
hvaöa spil hann teldi merkilegast
af þeim, sem hann hefði spilað á
bridgeferli eínum.
Culbertsson er fyrst og fremst
þekktur fyrir frábæra skipulagn-
ingu á bridgespilinu, en hvað úrspil
snertir eru margir taldir honum
fremri. En snúum okkur aítur að
spumingunni. Culbertsson hugsaði
sig mjög lengi um, en skrifaði síðaix
upp eftirfarandi spil.
AÁKG5 |
V Á K 4
♦ G 10 3
* D 4 3
A 9 8 4 A D 7 6
V 8 6 V 9 5 3
♦ Á 9 5 2 4D874
A G 10 7 6 A 962
A 10 3 2
V D G 10 7 2
♦ K 6
* Á K 6
Spil þetta kom fyrir f einni
keppni af mörgum, sem Culbertsscn
hefir tekið þátt i i London. Sagnir
gengu þannig:
Suður Veetur Norður Austur
l¥ pass 2A pass
2gr. paes 3V pass-
4V pass 4gr. pas®
6V pass pass pass
Vestur spilaði út tígul Á, en síðan
laufa G. Suður, Culbertsson, tók
slaginn á eigin hendi, og spilað'i
fjórum sinnum trompi'. Því næst
var laufa K og D spilað var þannig: og staðaa
A Á K G \
V Ekkert i \
♦ G 10 ' í ;1
* Ekkert i
A 9 8 4 A D 7 6
¥ Ekkert V Ekkert i
♦ 9 ♦' D 8 j
A 10 A Ekkert ;
A 10 3 2 :
¥ 10 í
♦ K i
* Ekkert 'I
Nú er komið að hinu erfiða vali.
Átti hann að reyna að koma and-
stæðingum sínum í kastþröng eða
einfaldlega að svína spaða? Austur
hlaut að hafa tígul D, þvi annars
hefði V ekki spilað út- Á. En spaða
D? Ef hún var í V, var létt að ná
henni. Væri hún hjá A, var hægt
að koma honum í kastþröng.
Áhorfendur fylgdust spenntir
með. Hvað myndi meistarinn gera?
Culbertsscn leið ekki vel, en að lok
um hugsaði hann með sér: Ef ég
reyni að stvína og það misheppnast,
segja áhorfendur: Þetta réði Cul-
bertsson ekki við. Hann kom ekki
auga á lokaspilið gegn A, en kring
umstæðurnar orsökuðu þó að hann
ákvað að reyna að þrengja að hon
um.
Hann spilaði síðasta hjartanu og
lét spaða G úr blindum. Austur varð
þá að gefast upp. Léti hann spaöa,
var 10 orðin góð. Léti hann tígul,
gæti suður einfaldlega tekið K og
blindur átti síðustu slagina.
Jæja. Það er skemmtilegt að
vinna slík spil, en maður getur þó
ekki varizt þessari spumingu: Ef
Vestur hefði nú átt spaða drottn-
ingu?
Þá kemur hér að lokum annað
spil.
Ef þú værlr með þessa hendi
A D 3 j
¥ ÁKG9 j
♦ Á K D 4 i
* D 8 5
og mótherjar þínir hefðu doblað fyr
ir þér eitt hjarta. Værir þú ekkS
ánægður með sögnina? En sagn-
hafinn komst þó fljótlega að þvi,
að allt getur skeð i bridge. Hanct
(Framhald A 0. afVu). }