Tíminn - 25.11.1955, Blaðsíða 3
XtSð .€££
r~ -
269. blaff.
TÍMINN, föstudagínn 25. nóvember 1955.
/sLencLirLgaþættir
Dánarminning: Karítas Sigurðardóttir
Híihí 16. þ m. lézt að heim
ili sírra, Heigamagrastræti 50
hér í bænum, mæt kona og
merk, Karítas Siguröardóttir
íyrr húsfreyja i Veisu.
Fædd var hún að Drafla-
stöðum I Fnjóskadal 11. októ-
ber 1883, dóttir Sigurðar Jóns
sonar bónda þar og k. h.
Helgu Sígurðardóttur. Var
hún yngst hinna góðkunnu
og víðkunnu Draflastaðasyst
kina. Þekktast þeirra var Sig
urður búnaðarmálastjóri,
hinn brattgengi brautryðj-
andi og áhugasami umbóta-
maður. Alin var Karítas upp
I foreldrahúsum á myndar-
legu heimilt. Var hún þó að
heiman við hannyrðanám um
skeið, m. a. hjá Elínu Briem.
Minntist hún þeirra merku
konu jafnan með híýhug og
virðingu.
Hinn 10. júlí 1904 giftAst
hún Karli Arngrimssyni frá
Halldórsstöðum í Kinn. Hófu
þau, ánð eftir, búnað á Landa
móti og bjuggu þar 18 ár.
Keyptu þau síðan Veisu og
bjuggu þar 20 ár. En árið
1943 fluttust þau með börnum
sínum hingað til Akureyrar
og hafa síðan jafnan búið í
Heigamargraistræti 50 hér í
bænum. Hér verður aðeins á
stóru stiklað, þótt þess væri
ýert -að rekja sögu þeirra
hjóna.nánar. Það er saga bar
áttu ö“g sigra. Og þótt skugga
bæri a um skeið, hafa þau
með þrautseigju og þreklund
lyft stórm tökum á farinni
leið, meiri miklu en meðal-
mönnum er fært. Nú lifa 8
börn þeirra, öll með ágætum
mannvæn. Hafa þau hjón not
ið þeirrar hamingju ríkulega
að mega styðja öll börn sín til
þroska og gengis. Þau hófu
búnað snauð að kalla. En vel
var á öllu haldið, snemma
tísið og kappsamlega unnið.
Urðu þau fljótt vel bjargálna
og síðar vel efnum búin. í
.Veisu voru mörg járn höfð í
eldi og öll vel slegin. Stór-
felld ræktun og húisabætur,
ásamt rafstöð tU heimilisnota
settu svip á heimilið og
breyttu Veisu úr meðalbýli í
.vildisjörð. Var hlutur hús-
freyjunnar þar vissulega
merkur og margþættúr. Iðju-
semi * hennar og afköst voru
með ágætum. Atorka, hagsýni
óg myndarbragur einkenndi
jáfnan heimili þeirra, og mun
þar hlutur húsfreyjunnar sízt
hafa verið miður ræktur. Hún
hafði, sem Sigurður bróðir
hennar, mikmn hug á ræktun
trjáa og blóma, og gaf sú
ræktun hennar heimilinu
seiðmagnaða töfra, sem þeú
einir þekkja bezt, er þangað
koma. Var við brugðið snot-
urleik Karítasar og smekk-
vísi við ræktun alla, og því,
hve hlýlega og laðandi heim-
iþ hún bjó manni sínum og
börnum. Á Veisu var þeim
hjónum sá harmur hlutaður,
að þau misstu dóttur sína
12 ára gamla, elskulegt barn.
Voru þau þá særð svo djúpu
sári að nærri lá að þeim yrði
cfraun. En sem betur fer bar
þreklúnd þeirra sigur af
hólmi. Er það eitt af hinum
dásamlégustu lögmálum lífs-
ins, að gull skírist 1 eldi, mann
kostir mótast og þreklund
eflist við þungar raunlr. Svo
fór vissulega þeim góðu hjón-
um, Karli og Karítas. Aldrei
var hin glæsta þrekkona
stærri og aldrei var móður-
faðmur hennar heitari, en
þegar hún vildi hugga vini
sína, þá er mæddir voru eftir
sams konar torleiði.
Síðan er þau hjón fluttust
hingað til Akureyrar, var
heilsu Karitasar svo brugðið
að hún fékk ekki notið úti-
vistar að ráði, né heldur ferða
laga, nema í bifreið. Þó sást
hún oft úti 1 garðinum sín-
um, um svo og sumar, að
hlynna að blómum og trjá-
gróðri. Þar nutu móðurhend-
ur hennar sín prýðilega. Hug
kvæmni hennar og smekkvisi
áttu þar hugnæm viðfangs-
efni í heilögu samstarfi við
goðmögnuð gróðuröfl ljóss og
moldar.
Meðan þau Karl og Karítas
Ijjuggu í Veisu notuðu þau
með heimajörðinni aðra jörð,
Végeirsstaði. Er sú jörð ættar
eign hennar. Þessa jörð seldu
þau ekki, þegar þau fluttust
til Akureyrar. Var það að
frumkvæði og ósk Karítasar,
sem synir þeirra girtu þar
gróðurreit, 30 ha. að stærð, er
rækta skyldi i blóm og trjá-
gróður. Var henni fram-
kvæmd þessi mjög hugleikin
og fór hún þangað tvisvar til
þess að mega sjá' með eigin
augum, hversu verkinu mið-
aði fram og færðist að því
marki, er hún hafði sett. Ef
svo heldur fram sem horfir
og til er stofnað, mun á þess
um stað rísa trjálundur fag-
ur, í stíl við smekkvísi hennar
og stórhug í ræktun. Rís þar
veglegur varði, tengdur minn
ingu hmnar merku konu og
jafnframt táknrænt fyrir
yrkihvöt hennar og umbóta-
v>lja.
Til þeirra ágætu hjóna var
jafnan gott að koma, þar eð
þau bjuggu samlynd í hug-
um í Helgamargrastræti 50
hér í bænum. Hinn sterki per
sónuleiki hennar, sem gædd-
ur var hugljúfum töfraþokka
setti svip á heimilið, svo að
lengi mun í Ijósu minni
þeirra, er þangað komu.
Trygglyndis hennar og rækt-
arsemi er gott að minnast.
Er ég ekki í efa um að mótun
heimiliísins bar fyrst og
fremst hennar svip. Þar var
jafnan háttvísi og háttprýði.
Stóryrði þekktust ekki, en
hófstilling í allri framkomu,
giltu þar sem óskráð lög. Hún
var Wn sterka leiðandi hönd,
sem forðast vildi ströng fyrir
mæli, en vann þess að heldur
virðingu og vildarhug heima-
manna sinna og gesta.
Alúr munu kannast við
þann kafla Egilssögu, er
segir frá heimsókn Egils til
liinnar kynbornu konu, Gyðu
Þórisdóttur, systur Arinbjarn
ar hersis. Eg ætla ekki að
rekja, þann þátt, aðeins geta
þess, að mér þykir hann ein-
hver snjallasti kafli bókar-
innar og geyma ógleymanlega
vel meitlaða kvenlýsingu. Þar
er næstum hámark þess,
hversu segja má mikið i fá-
um oröum. Höfundur er fá-
orður, að hætti góðra manna,
en því meira má lesa bak við
orðin og á mUli línanna. Frá
því er ég kynntist Karítas
fyrst hefi ég þótzt kenna
skyldleika með þeim kynsystr
unum, Gyðu og henni, þótt
mörg ár séu á milli í tíma.
Því er lýst mjög skemmtilega
hversu hin glæsta fyrirkona
leysir alvarlegt vandamál og
einmitt á þann hátt, að alhr
vaxa. Fornkonan verður
stærst þegar háskinn er
næst. Og sízt mátti höfundur
fella niður þessa setningu, er
hann leggur Gyðu i munn:
„Mundi það sannast, ef Arin
björn væri hér í landi, að vér
mundum eigi þola ofríki slík-
um manni, sem Ljótur er.“
Hér er heillandi; mynd af
kvenlegu stórlæti, sem engin
fyrirkona má vera án. Munið,
að ég nota oröið stórlæti í
fornri merkinu og í beztu
merkingu, sem er með öllu ó-
skyld mikillæti. Stórlæti í
beztu merkingu þess orðs er
ráðríki fyrir hönd réttskapar
og sannleika, krafan um það,
að fegurð megi aldrei lúita
að lægra sessi fyrir ljótleika
og óhugnaöi, né sannleikur
fyrir óheilindum, né sann-
girni fyrir ómönnuöu ofbeldi.
Þess konar stórlæti er menn
higargjafi og vaxtargjafi.
Akureyri 19. nóv. 1955.
Kolbeinn Kristinsson.
Dánarminning: Sigurmundur Guðmunds-
son, bóndi á Fossá
Elsti bóndi í Barðastrandar
hreppi, og sennilega elsti.
starfandi bóndi sýslunnar,
Sigurmundur Guömundsson
bóndi á Fossá á Hjarðarnesi,
lést á heimili sínu 7. nóvem-
ber síðastliðinn, og var jarð-
settur að Brjánslæk 14. s. m.
Hann var fæddur í Hergilsey
á Breiðafirði 13. október 1873,
sonur merkisbóndans Guð-
mundar Oddgeirssonar og
fyrri konu hans Sigríðar
Andrésdóttur, sem þá bjuggu
í Sauðeyjum. Guðmundur
faðir Sigrmundar var með af-
brigðum hagsýnn bóndi og
var orð haft á því hversu lag-
inn verkstjóri hann var.
Ekki virtist lífið ætla að
leika við hinn unga svein,
því að koma hans í heiminn,
kostaði móðurina lífið, og 8
ára missti hann einnig föður
sinn. Fór hann þá í Svefn-
eyjar til Hafliða Eyjólfssonar
og siðar til Snæbjarnar Krist
jánssonar tengdasonar Haf-
liða, sem síðar var kenndur
við Hergilsey, og með honum
fluttist Sigurmundur til Her-
gilseyjar og átti þar heimili.
Hann stundaði sjómensku
þegar hann hafði þroska til,
eða öllu heldur fyrr, sem ekki
var óvenjulegt um eyjadrengi.
Hann mun líka hafa fengiö
góða tilsögn í því starfi hjá
Hafliða og Snæbirni, sem báð
ir voru afburða sjómenn og
stjórnarar, enda var Sigur-
mundur alla tíð laginn, djarf
ur en þó aðgætinn formaður
og aflakló. Hann var nokkur
ár skipstjóri á útgerð Leonh,
Tangsverzlunar á ísafirði.
Ekki eru mér kunn þau at-
vik, sem lágu að því að Sig-
urmundur hætti sjómennsku
og gerðist bóndi upp á landf
En árið 1899 flytur hann að
Fossá, og bjó þar alla tíð til
dauðadags eða 57 ár. Með hoii
um flytzt þangað hálfsystir
Snæbjarnar í Hergilsey, Krist
íu að nafni, móðir hennar og
unglingsstúlka 13 ára gömul.
Þetta var allt heimilisfólkið.
Er Kristín nefnd bústýra í
manntalinu það ár, en árið
eftir giftust þau, og hvorugt
þeirra mun nokkurn tíma
hafa iðrast þess, að þau stigu
það spor. Húsfreyjan kunni
þá list (sem raunar hver kona
ætti að kunna, sem á skap-
stóran eiginmann) að lægja
öldurótið í huga manns síns,
þegar kappið ætlaði að
hlaupa með hann i gönur.
Og í því trausti að það særi
ekki neinn ætla ég að segja
frá htlu atviki, sem gefur
góða hugmynd um tilfinning-
ar þessa víkings, gagnvart
konu sinni. Við, hann og ég,
sátum einu sinni saman
heima hiá mér í Hergilsey
og röbbuðum saman um hitt
og þetta. Eg bið hann þá að
segja mér nú í einlægni,
hvaða meðöl konan noti tíl
að stilla skap hans, þegar í
hann hlaupi. Hann hló við
og segír: „Heldur þú að ég
vilji eigá það á hættu, að hún
Kristín gráti. Og hvað ætti
ég þá að gera?“ Eg býst við
að þetta sé sagan öll.
Þegar Sigurmundur hóf bú-
skap á Fossá, kom brátt í
Ijós, að hann hafði erft í
ríkum mæli, dugnað og hag-
sýni föður síns. Hann gjörðist
brátt vel stæður og síöar efn
aður bóndi. Hann var með af-
brigðum duglegur maður til
allra starfa bæði á sjó og
landi, einkum féll honum þó
vel hvers konar veiðskapur.
Hann kunni þá Úst, sem nú í
seinni tíð fáir kunna (og er
jafnvel talmn löstur) að gæta
fengins fjár. En Sigurmundur
var ekki nízkur maður, held-
ur höfðingi í lund og mjög
gestrisinn og skemmtilegur
heim að sækja.
Sigurmundur var hár vexti
og þrekinn; fríður sýnum, blá
eygur og hvasseygur, ennið
mikið og frítt. Þegar ég, sem
þetta rita, sá hann í fyrsta
sinn varð mér starsýnt á
manninn, og varö ósjálfrátt
á að líkja honum saman við
hugmynd þá, er ég hafði
gjört mér af Sigurði Fáfnis-
bana. Svo mjög virtist mér
hann bera af öðrum mönn-
um að vænleik. Hann hafði
mikið vndi af söng og söng
vel sjálfur, dálítið hagmælt-
ur á bundið mál, og hafði
yndi af ljóðum velkveðnum.
Það var ekki fyrr en árið
1935, sem ég kynntist Sigur-
mundi nokkuð að ráði, og
hann var þá orðinn roskinn
maður. Við áttum báðir
nokkúð um sárt aö binda það
ár, og það færði okkur sam-
an, en það er önnur saga,
sem ekki veröur sögð hér.
Milli okkar myndaðist kunn-
ingsskapur og síðar vinátta,
sem entist æ síðan. Tel ég mér
það mikinn ávinning að hafa
fengið að skygnast inn fyriF
þá skel, sem hann venjulega
var brynjaður með. Sérstak-
lega er mér minnisstæð ein
heimsókn mín og margs
heimilisfólks míns um jólm
fyrir fáum árum. Hann var
þá þrotinn að kröftum og fór
lítið út fyrir dyr. Eg minnisí;
þess að gamli víkingurinr.
(ofurlítið hýrgaður af víni)
lá upp við herðadínu alklædc,
ur í rúmi sínu, og við gestirr..
ir og allt heimilisfólkið stóc
um í hóp á baðstofuloftinr.
hjá rúmi hans, og sungunv.
svo baðstofan nötraði, æíí=
jarðarljóð og andlega sálmi:,
til skiptis. Og um miðja nótt
ina þegar við loks vorum ferð
búinn heim (þrátt fyrir öfluí.
mótmæli) kom þessi fríði ot:
föngulegi öldungur út á bæj-
arhlað til að kveðja okkui
og bað okkur að syngja sáln
inn „Á hendur fel þú honum'
Og við stjörnu- og noröur
Ijósaskin barst þetta undu:
fagra ljóð og lag út i nætur
kyrrðina. Þannig var Sigur
mundur á Fossá, víkingu;
með barnssál, hörkutól, en :
aðra röndina bljúgur og vio
kvæmur. Óvæginn baráttu
maður, en bar aldrei vopn i
smælingja eða fallinn mót
stöðumann. Hann skipti sé.
lítiö af félagsmálum sveit
unga sinna eða annarra, ot,
skorti þó ekki greind þar th
en bú sitt stundaði hann a:
mikilU alúð og dugnaði me'c
an kraftar entust, og hugs
aði vel um velferð þess með
an hann dróg andann. Hanr.
var um langt skeið gildast.
bóndi sveitarinnar bæði ai
föstu fé og gangandi, en þáð,
þó aldrei önnur laun en þar
er haf og hauður miðluðu
honum úr skauti sínu.
Kristín og Sigurmundú
eignuðust 6 börn, þar af err
4 á lífi. Haraldur, sem allc
tíð hefir verið með foreldr-
um sínum á Fossá, og veric
önnur hönd föður síns, eftir
að kraftar hans þrutu, kvæni
ur maður. Sigríður ekkja bú-
sett í Reykjavík, Kristján.
eigandi sælgætisverksmiðj
unnar „Kristall“ í Reykjavík;
og Valberg búsettur í Reykja-.
vík. Einnig ólu þau hjón upp
að mestu 3 börn dótturböm
sín.
Og nú er Sigurmundur á.
Fossá horfinn sjónum okkav
jarðarbúa, eftir langa og
gifturíka jarðvist. Fagur vai
liturinn, sem geislar hinnai:
hnígandi kvöldsólar breiddc
yfir bæ hans og umhverfi.
kvöldið sem hann flutti yfh
á land morgunroðans. Eg trú.
því að hún mamma hans, sen..
varð að flytja frá litla drengn
um sínum nýfæddum, fái nv.
að leiða hann fyrsta sponm..
í Guðs friði gamli vinur.
G. E’.
SSSSSSSSSSSSSSSSSSS5555555SS5S55SS5S5SSSSSS5SSSS5SSS5S5SSV^w<~c~>v>i
'•■•v/v/v/k/s/v/k/s/S/*/' T
Vörubílstjfóraíélagiíí Þróttur
FUNDUR
verður haldinn i húsi félagsins, föstudaginn 25. þ. m. j
t:
kl. 8,30 síðdegis.
BAGSKRÁ:
1. Friðleifur Friðleifsson flytur erindi um verkalýös-
samtök í Ameríku.
2. Kosning fulltrúa á þing Landssambands islenzkra
sjálfseignarvcrubilstjóra.
3. Önnur mál.
Féiagsmenn sýni skírteini við innganginn.
Stjjórnin
ÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS;??