Tíminn - 18.12.1955, Side 6
K
TÍSVIINN', summdaginn 18. desember 1955.
289. blaff.
S SC M1F A
Það eru merkileg og góð tíð-
tndi að Samband ísl. sam-
vinnufélaga skuli loks hafa
fengið leyfi til að láta kaupa
®ða byggja olíuflutningaskip.
Það er nú komið hátt á þriðj a
ár síðan S.Í.S. hófst handa um
að kaupa olíuflutningaskip og
átti það um skeið kost á að fá
skip keypt með mjög hagstæð-
um kjörum. Af því varð þó
ekki, því að íslenzk stjórnar-
völd neituðu um leyfi. Þarf
skki að taka það fram, að þar
var Sjálfstæðisflokkurinn að
verki. Síðan hafa olíuflutn-
hrgaskip stórhækkað í verði.
iRekstur olíuflutningaskipa
hefir og verið mjög hagstæður
á þcssum tíma. Óhætt má því
fullyröa, að þessi leyfissynjun
Sjálfstæðisflokksins er búin
að skaða þjóðina um margar
miljónir króna.
Engar réttmætar ástæður
færði Sjálfstæðisflokkuinn
fyrir þessari neitun sinni.
Henni réði ekkert annað en
löngunin til að hinda fram-
gang og framtak samvinnu-
hreyfingarinnar. Má vel
marka á þessu hug flokksins
i garð hennar. Þetta eina
dæmi er næg sönnun þess,
hvers samvinnuhreyfingin
mætti vænta, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn gæti ráðið því ein
samall hvernig málum yrði
háttað hér á landi.
Eftir langa baráttu, hefur
þessi mótspyrna Sjálfstæðis-
flokksins verið brotin á bak
aftur, og leyfið til að byggja
olíuflutningaskip, sem verður
iangstærsta skip íslenzka flot
ans, er nú loks fengið. Með því
er stigið veigamikið spor til að
ikoma siglingum til landsins á
innlendar hendur og gera þjóð
íina óháða erlendum gróðafél-
Ligum á þessu sviði. í raun og
veru er hér að gerast merkur
þáttur í sjálfstæðisbaráttunni.
Fyrir samvinnumenn er
vissulega ástæða til að fagna
þessum sigri. Þess er líka vert
að minnast, að umræddur sig-
ar hefði ekki unnist, án að-
iStoðar og fulltingis Framsókn
arflokksins.
Þingfrestunin og fjárlögin.
Alþingi hefur nú frestað
störfúm sínum fram yfir nýj-
ár. Jafnframt hefur afgreiðslu
xjárlaga einnig verið frestað.
Fjármálaráðlherra beitti sér
'jþó gegn því, en lét að lokum
undan vegna eindreginna til-
:.næla sjávarútvegsmálaráð-
tierra.
Sj ávarútvegsmálaráðherra
færði fram þau rök, að hann
væri ekki tilbúinn með tillög-
ur sínar varðandi rekstur út-
gerðarinnar á næsta ári, en
embættisskylda hans er að
lafa forustu um lausn þéss
máls. Taldi hann eðlilegt, að
af greiðslu f j árlaganna yi’ði
frestað, unz séð yrði, hverjar
jpessar tillögur yrðu.
Ef rétt hefði verið að mál-
xim þessum unnið, hefði sjáv
arútvegsmálaráðherra átt að
hafa þessar tillögur tilbún-
ar fyrir alllöngu Það eru ekki
afsakanleg vinnubrögð að
Jraga það fram á allra sein-
astu stundu að koma með
þessar tillögur. Af þeim
irætti getur hlotist, að vetr-
arvertíðin hef jist seinna en
®lla.
Það skal hinsvegar viður-
Lkennt, að það er engin gam-
anleikur að fást við þessi mál.
Það sýnir gleggst, hve sjúkt
og óheilbrigt íslenzkt f j ármála
Oiíyfluiningaskip S.Í.S.— Orátiuriiin h|á sjávar-
an=
iaganna. — Fram-
um
mái. — Fordæmi Norðurlanda og niðurlæging
líf er, að svona saga skuli end-
urtaka sig um næstum hver
áramót. Órækari sönnun er
ekki hægt að fá fyrir því, að
efnahagskerfið þarfnast gagn
gerðrar lækningar. Verður
nánar vikið að því í niðurlagi
þessara þátta.
Kjarnorkan og íslendingar.
í sambandi við þingfrestun-
ina er ekki úr vegi að rifja upp
þau ýmsu merkilegu nýmæli,
sem þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa flutt á þinginu.
Á öðrum stað í blaðinu er sagt
frá frumv. þeirra Eiríks Þorst-
einssonar og Páls Þorsteins-
sonar um stofnun jafnvægis-
lánadeildar, en það er óefað
merkasta mál þingsins. Af
öðrum málum, sem þingmenn
Framsóknarflokksins hafa
flutt, þykir rétt að nefna sér-
staklega þessi:
Skúli Guðmundsson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, Karl
Kristjánsson, Gísli Guðmunds
son og Helgi Jónasson hafa
flutt þingsályktunartillögu
um kjarnorkumál. Er þar lagt
til, að ríkisstjórninni sé falið
að láta fram fara rækilega at-
hugun á því, hvei’jir mögu-
leikar séu hér á landi til hag-
nýtingar kjarnoi’ku og geisla
virkra efna í þágu atvinnu-
vegairna og til lækninga. Enn-
fremur að gera ráðstafanir til
ef heppilegt þykir að athug-
uðu máli, að sérstök stofnun
fylgist með nýjungum í þeim
efnum og hafi með höndum
rannsóknir og forgöngu um
framkvæmdir, eftir því sem
gagnlegt þykir og viðráðan-
legt er.
Með þingsályktunartillögu
þessari er gagnmerku máli
hreyft. Hagnýting kjarnorku
til friðsamlegra starfa er ó-
efað eitt af stæi’stu viðfangs-
efnum vísindanna nú á tím-
um. Getur engin þjóð, hvort
sem hún er stór eða smá, rík
eða fátæk, talið sér það mál
óviðkomandi. Staðfestu ís-
lendingar það viðhorf með
þátttöku í alþjóðaráðstefnu
um kjarnorkumál, sem hald-
in var í Genf s.l. sumar. Kom
fram á ráðstefnu þeirri, að
fyrir hendi eru margháttaðir
möguleikar til hagnýtingar
kjarnorku og geislavirkra
efna. Er mikil nauðsyn að at-
liuga, hvort slíkir möguleikar
séu fyrir hendi hér á landi,
og hvernig þeim málum verði
hér hagaiilegast skipað.
Jöruixdur Brynjólfsson,
Helgi Jónasson, Ásgeir Bjarna
son, Andrés Eyiólfsson og Ei-
ríkur Þorsteinsson flytja til-
lögu til þingsályktunar um
rannsókn nýrra heyverkunar-
aðfex’ða. Skal það vei’kefni
falið þi’iggja manna nefnd, er
skipuö sé í samráði við Bún-
aðarfélag íslands. Munu flest
ir sammála um, ekki sízt eftir
óþui-rkana s.l. sumar sunnan-
lands og vestaix, að slíki’ar
rannsóknar sé þörf.
Eiríkur Þorsteinsson og Páll Þorsteinsson eru flutnings-
menn h'ns stórmerka frumvarps um jafnvægislánadeild, en
nánara er rætt um þgð mál á öðrum stað í blað'nu í dag.
Nýbýli og bústofnslán.
Bernharð Stefánsson, Ásgeir
Bjarnas., Jörundur Brynjólfs-
son og Eiríkur Þorsteinsson
f ly tj a þingsályktunar tillögu
um skipun nefndar til að end-
urskoða ákvæði laga um ný-
býli og bústofnslán og gera til-
lögur um breytingar í því
skyni að greiða fyi’ir fjölgun
nýbýla og gera efnalitlum
bændum kleift að koma sér
upp hæfilegum bústofni. Er
hér um að ræða stórmerkilega
tillögu.
Skúli Guðmundsson, Páll
Þorsteinsson og Eiríkur Þor-
steinsson flytja þingsályktun-
artiliögu um, að rikisstjórnin
láti, í samráði við vegamála-
stjóra og hafnarmálastjóra,
fara fram athugun á því, hvað
tiltækt er af fullkomnum og
hentugum vélum og verkfær-
um til vega- og hafnargerða
hér á landi og hverrar viðbót-
ar sé þörf af þeim tækjurn, til
þess að í öllum héruðum lands
ins sé hægt að vinna að slíkum
framkvæmdum með sem hag-
kvæmustum aðferðum. Síðan
sé unnið að því að afla, svo
fljótt sem unnt er, nýrra og
fullkominna tækja, eftir því
sem rannsóknin sýnir að þörf
sé fyrir.“
Vilhjálmur Hjálmarsson og
Halldór Ásgrímsson flytja
þingsályktunartillögú, þar
sem lagt er til, að ríkisstjórn-
inni sé falið að láta fai’a fx-am
athugun á vegarstæði yfir há-
lendið milli Austur- og’ Norð-
ui’landsins og Suðurlandsins.
Framleiðrlusamviimuféög.
Karl Kristjánsson, Skúli
Guðmundsson og Páll Þor-
steinsson flytja tillögu til
þingsályktunar um undirbún-
ing löggjafar urn framleiðslu-
samvinnufélög.
í greinargerð segja flutn-
ingsmenn réttilega, að eitt af
helztu misklíðarefnum innan
þjóðfélagsins sé kaup og kjör
þeirra, er selja vinnu sína.
Hagsmunir vinnuveitenda og
verkamanns fari ekki saman
nema að takmörkuðu leyti
undir hinu venj ulegasta skipu
lagi þessara málefna. Verka-
maðurinn tortryggir gjarnan
vinnuveitendann og álitur að
hann geti greitt hærri laun en
hann gerir, græði of mikið,
stjórni fyrirtæki sínu verr en
skyldi o.s.frv.
Framleiðslusamvinna er
mikilsvert skipulag til þess að
lcomast framhjá slíkum mis-
klíðarefnum. Tilgangur fram-
leiðslusamvinnuféiaga er að
gera verkalýðinn efnahags-
lega og atvinnulega sjálfstæð-
an, sameina í höndum hans
fjármagn og vinnuafl, skapa
honum sannvirði vinnunnar.
„Tryggja honum stjórnarhlut
deild, eignaarhlutdeild og eft-
irlitsaðstöðu í atvinnufyrir-
tækjunum“, eins og segir 1
greinargerð tillögunnar.
í Bretlandi eru framleiðslu
samvinnufélög búin að
starfa lengi, einkanlega með
al iðnaðarmanna. f Reykja-
vík var nýlega stofnað Sam-
vinnufélag rafvirkja f und-
irbúningi er stofnun sam-
vinufélags liúsasmiða. Fleiri
atvinnuhópar munu hafa
hug á að legga inn á þessa
braut. Félagsþróun í þessa
átt ber að styðja með
ráðum og dáð. Nú hefur það
hinsvegar komið í ljós, að
samvinnulögin eiga ekki við
að öllu leyti. Þau eru sniðin
fyrir kaupfélagsskap og sam-
vinnuverzlun. Því hafa Fram
sóknarmenn borið fram
þessa tillögu um undirbún-
ing löggjafar um framleiðslu
samvinnufélög.
Aukin fræðsla í þjóðfélags-
og þjóðhagsfræðum.
Bernhárð Stefánsson og
Gísli Giiðmundsson flytja
þingsályktunartillögu um
aukna fræðslu í þjóðfélags- og
þjóðhagsfræðum. Er tillaga
þeirra svohljóðandi: „Alþingl
ályktar að fela ríkisstjórninni
að skipa þriggja manna nefnd,
einn eftir tilnefningu Háskóla
íslands, einn samkvæmt til-
nefningu Alþýðusambands ís-
lands og einn eftiir tilnefn-
ingu Stéttarsambands bænda,
til þess að kanna, hversu bezt
verði komið við aukinni
fræðslu í þjóðfélags- og þjóð-
hagsfræðum, svo sem um
ýmsa þætti þjóðskipulags fé-
lags- og verkalýðsmála. Nefnd
in athugi, hvort námskeiðum
um þessi efni verði komið við
á vegum Háskóla íslands".
í tillögu þessari er hreyft
athyglisverðu máli. Er auð-
sætt, að í lýðræðisþjóðfélagi
er almenuingi mikil nauðsyn
á óhlutdrægri fræðslu um
þessi efni. Valdið er þar end
anlega í höndum þeirra þjóð
félagsbegna, er kosningarétt
liafa. í þjóðfélagi okkar eru
Framh. á 11. slðu.
J3SS5SSSSSSCS5SSS'«SSS55SSS5SSSSSSSSSS
S5S5S555SSS5SSS3S5SSS5SSS55SS5555555S5SS5S5Ö555655S551
'Uiljir^u L
í
cigncLót
ueí d fjví
cio verci i
LemurÉu
QCj,
'ciuptr
Launum
Skfóta-b
■ J
olc
natinn
tbáé í
■}°
/
amatinn
SKJÓLAKJÖTBUÐIN
Kesvegl 33 — Sími 82653.