Tíminn - 18.12.1955, Side 7

Tíminn - 18.12.1955, Side 7
289. bíað. TÍAIIXN, sunnudaginn 18. dasembcr 1955. 7. Sunnud. 18. des. Stærsta þingraálið Mörg athyglisverð ný mál hafa verið flutt á Alþingi að þessu sinni, en efalaust er þó, hvert þeirra má teija merkast. Það er án efa frumvarp þeirra Efríks Þorsteinssonar og Páls Þorsteinssonar um stofn un jafnvægisílánadeildar við Framkvæmdabanka íslands. Samkvæmt frv. skal ríkis- sjóður leggja þessari deild tjl 50 millj. kr. næstu 5 árm eða 10 millj. árlega á þessum tíma. Jafnframt skal ríkissjóður ábyrgjast fyrir hana 100 millj. kr. lántöku. Hlutverk deildar- innar skal vera að veita lán til að auka útgerð og iðnaö í þeim landshlutum, sem nú hafa erfiðasta aðstöðu sakir skorts 4 atvinnufyrirtækjum. í gremargerð þessa stór- merka frv. segir m. a- á þessa leið: „Úr bæjum og þorpum við sjávarsíðuna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, svo og úr sveitunum, er stöð- ugur straumur fólks og fjár- magns til hinna vaxandi bæj a við Faxaflóa. Af hálfu hms opinbera hefir nú undanfarið ve’rið nokkur viðleitni í þá átt að ráða hér bót á- Má þar t. d.meína starfsemi fiskimála sjóðs og úthlutun atvinnu- aukningarfjár á vegum félags málaráðuneytisins, ríkis- ábyrgðir vegna fiskiðjuvera, lánadeild smáíbúðarhúsa, fé- lagsheimilasj óðs, vatnsveitu- lögin, endurbætur jarðræktar laga svo og útvegun fjár- magns til .hinna eldri láns- stofnana dreifbýlisins, svo að nefnd séu nokkur úrræði í at_ vmnu- og mennmgarmálum, sem komið hafa að gagni á þeim stöðum. sem örðugt eiga með að halda til jafns við þétt býlið syðra. En hér er meú'i aðgerða þörf, aðgerða, sem alveg sér_ staklega eru miðaðar við þá staði, sem mest þörf er á að styðja. Það er fyrst og fremst atvmnulíf þessara staða, sem þarf á stuðnmgi að halda. Efl- ing atvinnulífsms er undir- staða annarra framfara. Stað ir, sem búið hafa við árstíða- bundið atvinnuleysi, þurfa að fá nýja möguleika. Sama er að segja um þá staði, sem orð ið hafa verst úti af því, að báta mið hafa gengið úr sér vegna ágangs togara eða af öðrum ástæðum. Úrræðm eru þá þau að' koma upp nýjum atvinnu. tækjum eða skipta að meira eöa minna leyti um atvinnu- t'æki. Emkum á þetta við um atvinnutækin á sjónum. í seinni tíð hefir mikið verið að því unnið að koma upp hrað- frystihúsum, fiskimjölsverk- smiðjum, verkunarstöðvum og öðru tú að hagnýta sjávarafl- ann, þegar hann er kominn á land. En hm nýju fiskiðjuver og fiskverkunarstöðvar vantar víða hráefni til vmnslu, hafa það af skornum skammti, Kem ur þá til greina jöfnum hönd um að fjölga bátum og að fá togara til löndunar, og fer það efth' staðháttum, hvaða leið á að fara í því efni og að hve miklu leyti. Sums staðar er í þessu sambandi aðkallandi að bæta hafnarskilyrði, en erfitt fyrir hafnarsjóði að fá lán, jafnvel þótt ríkisábyrgð sé til staðar- í landi koma ýmsar framkvæmdir til greina til efl ingar atvinnulífi aðrar en þær, ERLENT YFIRLIT: Kosningin í Þáttiir lárkjunnar TwinmiruMnmFMtiiMiiiiimiiiiMisiiuiiiimiin) Ljíptök deiluimar eru jtau. að Bamtuugráðstcfiiaii krafðist meiri lilutdcildar fyrir Asíuríkin í ráðinu — Ó, Jesú bróðir bezti Segja má að hin stranga og langa barátta, sem átt hef-ir sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í sam- bandi við kosninguna í Öi-yggisráðið, hafi hafizt á Bandungráðstefnunni, sem haldin var af Asíu- og Afríku- ríkjunum á s. 1. vori. Á þeirri ráð- stefnu voru bornar fram og sam- þykktar margvíslegar kröfur um aukin réttindi Asíu- og Afríkuþjóða. Ein þeirra var sú, að þœr fengju aukna hlutdeild í Öryggisráði S. Þ. Öryggisráðið er skipað ellefu full trúum, eins og kunnugt er. Fimm ríki eiga þar föst sæti eða þrjú Evrópuríki (Bretland, Frakkland, Sovétríkin), eitt . - Ameríkuríki (Bandaríkin), og , eitt Asiuríki (Kína). Um hin sex sætin er kos- ið til tveggja ára í senn ,en þó þann ig, að aldrei er kosið um fleiri en þrjú í einu. Við kosninguna um þau koma til greina öll þau ríki, sem ekki eiga föst sæti í ráðinu. Kosn- ing í Öryggisráðið er því aðelns gild, að viðkomandi ríki fái % greiddra atkvæða. I’egar fyrst var kosið í Öryggis- í'áðið, komu vesturveldin og Sovét- rikin sér saman um eins konar land fræðilega skiptingu á hinum svo- nefndu lausu sætum í Öryggisráö- inu. Samkvæmt þessu samkomulagi skyldi Vestur-Evrópa fá eitt þeirra, Austur-Evrópa eitt, Suður-Ameríka tvö, Arabaríkin eitt og brezka sam veldið' eitt. Asíuríkin hafa að sjálfsögðu álltaf værið óánægð yfir þessari skiptingu. Með nokkrum rétti má þó segja, að hún hafi verið réttlætanleg á sínum tíma.'þvi að mjög fá Asíu- ríki áttu þá sæti í S. Þ. Þá voru t. d. Indland, Burma' Indónesía og Pakistan ekki komin til sögunnar sem sjálfstæð ríki, én þau fengu inngöngu í S. Þ. síðar. Nú á þinginu hafa svo Ceylon, Kambodia og Laos fengið inngöngu. Fljótlega eftir að kalda stríðið hófst, ákváðu vesturveldin að beita sér fyrir því, að sæti það, sem var ætlað A.-Evrópu félli ekki í skaut neinu leppríki Rússá þar. Raunar var þetta brot á sámkomulaginu, því að Rússar höfðu skilið það þannig, að átt væri við eitthvert þeirra, þótt það væri ekki tekið formlega fram. Þeii' hafa því í hvert sinn, sem kosið hefir verið um sæti það, sem ætlað var Austur- Evrópu, teflt fram einhverju lepp- ríkjanna, en vestui-veldin hafa kom ið í veg fyrir, að það næði kosn- ingu, og fengið éitthýert annað ríki kosið, eins og Júgóslavíu, Grikkland Og Tyrkland. Á þvi kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hefir Tyrkland skip að þetta sæti; Strax eftir að Bandungráðstefn- unni lauk á s. 1. vori, hófust Filipps eyingar strax hánda um að fá sæti Magsaysay, \ rorseti Fil'ppseyja Tyrklands í Öi-j’ggisráðinu, þegar það losnaði. Auk sæti Tyrklands,, losna nú um áramótin sæti Brazilíu sem annars fulltrúa SuðurAmeríku og Nýja-Sjálands sem fulltrúa brezka samveldisins. Fylgisleit Filippseyinga bar þann árangur, að þeir fenau loforð fvrir stuðningi ýmra Asíu- og Afriku- ríkja. Mest munaði þá lun það, að Bandaríkin og nær öll Suður- Ameríkuríkin hétu þeim stuðningi sínum. Hins vegar snerust Bretar strax cíidverðir gegn málaleitún þeirra, þar sem þeir töldu, að ekki mætti hrófla við þeirri skipan, að umrætt sæti skyldi skipað Austur- Evrópuriki. Rússar voru og að sjálfsögðu mót fallnir þessu og' ákváðu að tefla fram Póllandi sem fulltrúa Austur- Evrópu. Leituðu þeir liðveizlu Breta en fengu hana ekki. Bretar reyndu hins vegar að miðla málum á þann veg, að Júgóslavía yrði kosin. Þannig stóðu málin, þegar byrjað var að kiósa í Öryggisráðið á þingi S. Þ. fyrir nær tveimur mánuðum s'ðan. Um það' náðist nær strax samkomulag að' kjósa Kúbu i stað Brazi’.íu og Ástraliu í stað Nýja- Sjálands. Hins vegar náðist ekkert samkomulag um þi'iðja sætið. Þar kepptu fyrst Fiiippseyingar og Pól- land og munaði litlu í fyrstu um- ferðunum, að Filippseyingar næöu tiiskildum meirihluta eða einum tveimur atkvæðum í einni umferð- inni. Þegar Rússar sáu, aö Pólland myndi vei-a vonlaust, ákváð'u þeir að fallast á tillögu Breta og styðja Júgóslavíu. Eftir að fyrstu þremur umferðunum lauk, hefir því keppnin staðið milli Filippseyja og Júgó- slavíu og alltaf munað fáum at- kvæðum á fylgi þeirra, en Filipps- eyjar þó jafnan haft fleiri atkvæði. Evrópuríkin haía yfirleitt kosið Júgóslavíu en Ameríkuríkin Filipps- eyjar, en Asíu- og Afrikurikin verið skipt. Annarst vita menn ekki full- komlega um skiptinguna, því að kosningin er leynileg. Kosninguna er nú búið að endur taka á mörgum fundum og skipta umferðirnar orðið mörgum tugum. Síðan glíman milli Filippseyja og Júgóslavíu hófst má segja, að hún hafi raunar verið á milli Breta og Bandaríkjamanna. Bretar telja, að ekki megi víkja frá samkomulaginu, sem gei't var 1946, en Bandarikja- menn segja, að það hafi aðeins náð til kosningarinnar þá, enda sé þegar löngu búið að víkja frá því, þar sem kommúnistaríkin hafi ekki verið kosin sem fulltrúi Austur-Evr ópu. Þeir telja og aðstöðuna ger- brcytta siðan 1946 vegna stórauk- innar þátttöku Asíuríkja í alþjóð- le?.u samstarfi. Aukin hlutdeild Asíu ríkja í Öryggisráöinu sé því sjálf- sagt réttlætismál. Bretar viðurkenna, að það sé rétt, að hlutdeild Asíu í Öryggisráðinu beri að auka. Það beri hins vegar að gera á annan hátt, t. d. með fjölgun fulltrúanna í Öryggisráðinu oftir að þjóðunum í S. Þ. hefir fjölg- að. Þótt Júgóslavía hafi verið annar aðalkeppandinn að undanförnu, hafa Júgóslavar ekki sótt sérstak- lega eftir að hreppa sætið í Öryggis ráðinu. Þeir sóttu það hins vegar fast að fá að halda áfram sæti sínu í Efnahagsráði S. Þ., en það er mjög sjaldgæft, að ríki á stærð við Júgó- slavíu eigi bæði sæti í Efnahags- ráðinu og Öryggisráð'inu á sama tíma. Athygli vekur, að Indland hefir lítið beitt sér í þessu máli, þótt það hafi sig mjög í frammi á þingi S. Þ. Sumir telja, að Indverjum falli mið ur, að þeir skuli ekki hafa forustu um að heimta rétt Asíu í þessu máli, og aö þeir séu því óánægðir yfir framgöngu Filippseyinga. Talið er, að' þeir hafi kosið Júgóslavíu, en aftur á móti fylgi Indónesia Filippseyjum. Seinustu vikurnar hefir talsvert verið unnið að því bak við tjöldin að ná samkomulagi um eitthvert þriðja ríkið, sem meirihluti fylgis- manna Filippseyja og Júgóslavíu gæti sætt sig við'. Bandaríkjamenn munu hafa látið í -það skína, að þeir gætu sætt sig við Grikkland, en Bretar hafnað því vegna Kýpur deilunnar. Þá hefir Spaak utan- ríkisráðheiTa Belgíu bent á þá leið, að Filippseyjar og Júgóslavía skiptu kjörtímabilinu á milli sín. Nokkuð hefir og verið rætt um það, að Svíþjóð fengi þetta umdeilda sæti, en Svíar hafa hingað til ekki viljað taka sæti í Öi-yggisráðinu vegna hlut leysisstefnúnnar. Eftir nánari at- hugun, mun sænska stjórnin þó hafa boöizt til að taka sætið, ef Framhald á 10. síöu í öllu því bókaílóðl, sem út kemur handa börnum, er ákaflega fátt, sem flytur hug þeirra nær þeim viðfangs- efnum, sem síðar á ævmni verða þeim umhugsunarefni og _ uppbygging. Á erlendum málum eru til bækur, þar sem lesefni biblí- unnar er búið þeim búningi að börnum verður það eins aðgengilegt og hvert annað efni til skemmtilesturs. Við íslendmgar höfum enn verið of fastheldnir á orðalag bibl íunnar sjálfrar, meira að segja orðalag gamalla þýð- inga, að þar hefir helzt engu mátt breyta án þess að valda umtali, jafnvel hneykslunum. Nú er þetta að breytast sem betur fer. Reynslan við barnaguðsþjónustur hefir kennt, að börnum hæfir ann að mál á frásögnunum en hið heföbundna hátíðlega mál bibliuþýðendanna. Sú bók, sem er nokkurs konar bjarmi af komandi tíð á þessu sviði er bók Veru Pewtress, sem sr,- Garðar Þor steinsson, próf. í Hafnarfirði hefir þýtt á íslenzku og nefn ist Ó, Jesú bróðir bezti. Samt verð ég að játa, að ég hafði sjálfur ekki veitt þessari bók athygli. Hafði ó- sjálfrátt flokkað hana með hinum bókunum, sem gefnar eru út í gamla stílnum af ýmsum trúarbragðafélögum, sem ekki bera gæfu tU að tryggja sér börn að lesend- um, þar er svo mikið af ein- hverri helgivellu, sem fer fyr ir ofan garð og neðan hjá þessum ungu lesendum og raunar fleirum. En börnin mín höfðu sjálf uppgötvað þessa bók, sem e-’na af sínum beztu og vakað yfir henni á jólanóttina í fyrra, og lesið svo vel, að nám yngra drengsins í kristn um fræðum ber fyrst og íremst blæ af þessari bók. Hann kann þar næstum ó- sjálfrátt miklu meira en við höfum hugmynd um að hann hafi iært. Og þetta er honum innlifað án fyrirhafnar af ljúfum áhuga, sem frásögnin ein hefir vakið. Ég mæli með þessari bók sem einni hinna beztu handa börnum á aldrinum tiu til tólf ára, og vel mætti hafa hana sem framhaldssögu í skólurn og á barnasamkom- um jafnvel niður í sjö ára aldursílokka. Þeir, sem vilja vanda val sitt munu að at- (Framhald á 11. síðu). sem hér hafa verið nefndar. í sveitunum bíða ýmis tUsvar_ andi úrlausnarefni. Frv. þetta, ef að lögum verð ur, miðar að því að flytja til nokkuð gf fjármagninu við sjávarsíðuna á næstu árum og beina því þangað, sem þess er mest þörfin tú að stuðla aö jafnvægi byggðarinnar. Fjár_ magninu er misjafnlega varið og ekki ávallt 4 þann hátt, sem heppilegastur væri fyrir þróun þjóðfélagsins og upp- byggingu landsins. Verzlun landsmanna virðist óþarflega fjárfrek svo og ýnuss konar fjárfesting, einkum í höfuð- staðnum, sem verður ekki tal- in bráðnauðsynleg þjóðinni. En uppbygging atvinnulífsins í þeim landshlutum, sem örð- ugasta aðstöðu hafa, þolir ekki langa bið. Að tUhlutun Alþingis og rík isstjórnar er nú unnið að áætl un um framkvæmdir í þeim landshlutum, sem við erfið- asta aðstöðu búa salcir skorts á raforku, samgöngum og at- vinnutækjum. Er þar um víð- tækt verkefni að ræða, sem vafalaust krefst ýtarlegra rannsókna og tekur sinn tíma. Flutningsmenn telja hins veg- ar, að þann þátt jafnvægis- málsins (varðandi atvinnu. tæki), sem frumvarp þetta fjallar um, verði að leysa sem fyrst, aö minnsta kosti til bráðabirgða, og ekki sé ástæða tU að sú lausn biði efÞr þeirri væntanlegu framkvæmda- áætlun, sem nú er unnið að“. Undir þetta má vissulega hiklaust taka. Aukið jafnvægi í byggð landsins er nú vafa- laust eitt ahra stærsta mál þjóðarinnar. Til þess að stuðla að því, þarf nú jöfnum hönd- um að styrkj,a þorpin og sveit- irnar. Framangreint frv. mið_ ar að því að rétta hlut hinna dreifðu kauptúna og kaup- staða, sem höilustum fæti standa. Þess ber fastlega að vænta, að Alþingi sýni þann skilning á þessu mikilvæga verkefni, að umrætt frv. nái fram að ganga. Tveir bátar byr jaðir vertíðarróðra frá Keflavík Tveir vertíðarbátar byrjuðu róðra í Keflavík í fyrrinótt og komu að landi í gær með 4—5 lestir af góðum fiski. Nokkrir bátar hafa stundaö.veiðar með þorskanet að undanförnu og aflað vel, þegar gæftir leyfðu sjósókn. Afli þeirra var hins vegar í minnsta lagi í gær. AÖeins einn Keflavikurbát- ur hefir ennþá síldarnet um borð. Hinir eru allir hættir síldveiðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.