Tíminn - 24.12.1955, Síða 4

Tíminn - 24.12.1955, Síða 4
 TÍMINN, laugardaginn 24. tile&c-mber 1955, 294. Wað, Bréf frá Heidelhertt: Þar berja studentar professorum lof í boröiö en segja „uss“ ef þeim iíkar F? á He’delberg. sæti. Prófessorum er heilsað með því að berja í borðið, og einnig látum við í ljós hrifn- ingu okkar á þann hátt, séu þeir málsnjallir. Verði þeim á skyssa, strjúkum við fætinum eftir gólfinu eða segjum u-s-s. Þess á milli keppast nemend- ur við að skrifa og skrifa oft fyrirlestrana niður orði til oriðs til að spara bókakaup. Bækur eru eitt af því, sem hér er dýrara en heima, og mér virðist að þýzkir stúd- entar hafi yfirleitt litla pen- inga handa á milli. Flestir stúdentar borða í stúdenta- mötuneyti (Mensa lat: borð). Er það til húsa í byggingu einni mikilli, sem áður var hesthús kjörfurstanna. Ekki veit ég, hvort það hefur breytt svo mjög um svip síðan, Matur er mjög ódýr en lélegur. Kvölds og morgna láta flest- ir sér nægja brauð og smjör líki. Allmikið stúdentalíf er hér. Stúdentar hafa samkomuhús, þar sem dansað er öðru hvoru, ýmsir klúbbar eru starfandi, að ógleymdum ýmsum stúd- entafélögum (Verbindung). í félögum þessum gilda oft strangar reglur um inntöku nýrra félaga, og þau hafa oft í heiðri ýmsar gamlar venjur. Féiagsmenn hafa þá oft eitt hvert sérstakt áhugamál eða markmið. í hátíðasölum háskólans eru Oft fræðandi erindi fyrir almenning. Að lokum langar mig að geta um eitt erindi, sern próf. Hjulström frá Upp- sölurn hélt hér á vegum land- fræðifélagsins hér. Hafði hann verið við athuganir á jökul- söndurn í Öræfum, og um leið kvnnt sér land og þjóð furðu vel og tekið myndir. Fyrir- lestrarsalurinn var fullskip- aður, og eritrdið einnig endúr- sagt í þýzkum blöðum. Má af því ráða áhuga almennings á íslandi. Væri ekki úr vegi, að fleú'i fetuöu í fótspor húis ágæta prófessors, og kynntu land og þjóð fyrir umheim- inum á þennan hátt. M. S. JOLIN Furðuverk þótt fram úr skari fjúka burt sem þornuö strá. Jóhn koma, jöl þótt fari, jólin finnst mér samt að vari eins og ljós er stöðug stari stilltum næturhimni frá. Stefán Hannesson. iiMimiuiiiimiiiiiiiiiiiiimniiuiiiiiiiuMHMmHimmmifciinuunniiimwímauHiimiíuíiinnniuuuiimnginiuiB Það er erfitt, að lýsa þeim áhrifum, sem maður verður fyrir við aö líta í fyrsta sinn hina fornfrægu borg, Heidel- berg. Hjá mér hefur þá lík- lega mest farið fyrir tilhlökk un til að koma mér fyrir á einhverju hóteli og sofa. Ég hafði sem sé fei’ðast með næturlest, og slík ferðalög eru mjög þreytandi. Ekki bætti úr skák, að ferðafélagarnir höfðu uppgötvað, að ég var Islenzk, og þá var auðvitað farið að spyrja mig spjörun um úr, hvort það væri áreið- anlega rétt að Reykjavík væri hituð upp með hveravatni, hvort við töluöum dönsku eða ensku o. s. frv. Ég leysti úr spurningunum eftir því sem mín takmarkaða þýzkukunn- átta leyföi. Er ég hafði jafnað mig eft ir ferðina, fór ég fljótlega að líta í kringum mig og komst að raun um, að ekki er fjarri sanni að segja „Alt Heidel- berg“ (Heidelberg gamla). Flest er hér fornfálegt. Veldur því einkum tvennt: Hér var svo til ekkert eyðilagt í stríð- inu, og svo vilja íbúarnir við- halda hinu gamla. Þeir hafa ekki svo litlar tekjur af ferða mönnum þeim, sem koma til að sjá hina gömlu Heidelberg. Húsin eru grá eða brúnleit, flest hlaðin úr múrsteinum. Mér finnst þó alltaf gaman að sjá, hve ný hús eru hér smekk- leg og aðlaðandi. Og þó skera þau sig að engu leyti úr hin- um. Að innan eru hús oft fremur fornfáleg, herbergi stór og hátt til lofts, gólfin úr fjölum, sem bi’akar í við hvert spor, oe kolaofn í hverju herbergi. En það er merkilegt, hve maður venst fljótt húsa- kosti þessum. Eftir nokkurn tíma finnst manni jafnvel kolaofninn hafa sína töfra. Heidelberg liggur undir hæð um, þar sem Neckar rennur út á Rínarsléttuna. Hér er mjög fallegt og viðkunnan- legt. Af hæðunum er gott út- sýni yfir borgina, og þangað er gaman að ganga eftir þröng um skógarstígum og líta yfir umhverfið. Oft er reyndar þoka eða mistur, svo að lítið sést. Það hefur orðið til þess, að ég hef séð enn betur en íyrr, hve loftið heima er tært og himinninn og fjöllinn blá. í elsta hluta borgarinnar er höll nokkur fornfræg.; Er. hún einn mesti stássgripur borgárinnar. Þangað koma ajl ir ferðamenn fyrst og fremst, svo að á sumrum má heita þar stöðugur fólksstraumur. Höll þessi var aðsetur kjör- furstanna af Pfalz. Var fyrsti hluti hennar byggður um 1500. Þótti hverjum skylda aö auka við bygginguna. Reis þannig smám saman upp veglegt I»essi grcin er cftir unga stúdínu, Margréti Sigvaldadótt- ur, sem stundar nám í jarðvegs- fræði við háskólann í hinni fom- íriagu borg, Heidelberg. Hér lýsir Margrét komu sinni tii borgar- innar, fyrstu kynnum af háskól- anum og ýmsu, sem fyrir augu bar. Væntanlega mun Margrét senda blaðinu fleiri bréf frá Heidelberg. höfðingjasetur í fögru um- hverfi, algjör andstaða þorps ins fyrir neðan, þar sem hús unum var þjappað saman inn an borgarmúranna. Höllin var síðan mikið til lögð í rústir í styrjöldum (1689 — 93). Síð an var nokkur hluti hennar byggður upp, en nú er hún höfð til sýnis í sama ágtandi, aðeins haldið við. Þar eru líka haldnir dansleikir, þegar mik ið liggur við. í höllinni má líta mörg forn listaverk, stytt ur, veggteppi o. fl. Sá hlutur, sem mesta furðu vekur, er þó gi'íðarstór öltunna.. Tekur hún 222 þús. lítra. Átti hún að bera vott um frjósemi hér aðsins og lífsgleði íbúanna. Úr henni var svo miðinum dælt í saiina. Næst höllinni halda íbúar Heidelberg mest upp á gömlu brúna. Hún var sprengd upp í síöasta stríði sem aörar, en var endurbyggð óbreytt. — Á tyllidögum eru oft flugeldar frá brúnni. Er þá höllin einnig lýst upp, eins og hún standi í björtu báli, til minningar að eitt sinn var kveikt i henni. Þá þyrptist fólk upp á Heim- spekingjaveg, sem liggur eftir miðri hlíðinni gegnt höllinni, til að njóta hiiinár tígúlegu sýnar, og þeir, sem geta;-röa út á Neckar i sama tilgangi. Heidelberg mun vera kunn ust sem háskólabær. Sést það m. a. af því, að hér er saman kornið fólk hvaöanæva að. Hér má sjá fólk frá öllum löndum Erópu, allmarga Aust urlandabúa og fólk frá Afríku og Ameríku. Hinar ýmsu deild ir háskólans eru á víð og dreif um borgina. Eru þær yfirleitt gamlar og oft þröngar. Nú er verið að byggja ný bús fyrir hinar ýmsu deildir nátt úrufræði og læknisfræði. Kunnastur mun skólinn sem læknaskóli. Ber oít við, að fólk komi langt að, til að leita sér hér lækirixrga. í háskólairum ríkir fullkom- ið akademiskt frelsi. Ekkert eftirlit er með því, hvernig íremexrdur sækja tínra, enda væri það ekki auövelt, þar sem svo margir xrenra. Til þess að fá leyfi til að taka prcf, þarf ekki amrað, eir borga fyr ir þá fyrirlestra, sem skyida er að hlýða á, eir skóiagjöld eru hér allhá. Þetta virðist þó ekki koma aö sök, hvað tímasókir snertir. Kennslu- stofur eru oft troðfuliar, svo að maður verður að koma sér l Gleði eg |o Vélavcrkstæffiið Kistufell. Gleðileg jóI! VetrarhiálpÍM i Revkjavík. Gleð ueg |ol! IJra- og' gkartgripaverzlun Magmisar Ásmundssonar, Ingólfsstræti 9. Gleðileg jól! Kjöt & Græiimeti, Snorrabraut 56, Melhaga 2. vel við skólasystkúriir tú að fá ........................................................■■■■■■■■■■....■•■>•■•■■■■■■■•»••■•»»...................»»....,..............................„„„.„„„f

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.