Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 5
894. blað. TÍMINN, laagardagimn 24. desember 1955. 5. Ef ég væri einn um tvítugt eftir Aclteti E. Steveiison } Föstud. 23. des. Boðskapur jólanna Jólin eru hátíð friðarins. Þessvegna er ánægjulegt að geta minnzt þess, að öllu frið- yænlegra er nú i heiminum en yerið hefir um langt skeið. Stríðsóttinn er minni en hann hefir lengi verið. ! Því miður er þetta ekki fyrst ©g fremst að þakka því, að hugarfarið hafi breytzt. Að yerulegu leyti er þetta að þakka því, aö lýðræðisþjóð- irnar hafa treyst samtök sín Og sameiginlegar varnir og iþannig aukið hernaðarlegt jafnvægi. Friður, sem er byggður á hernaðarlegu jafn- yægi, getur hinsvegar ekki tal |st öruggur friður. Þá þarf ekki annað að gerast en að jafn- .vægið raskist til þess, að ófrið- arhættan magnist að nýju. Með j afnvægi vopnanna getur verið hægt að tryggja friðinn Um stund, en varanlegan frið geta þau ekki tryggt. Til þess tíugir ekkert annað en breyt- ing hugarfarsins. Þessvegna hlýtur breyting hugarfarsins að vera aðal- markmið allra þeirra, sem af alúö og einlægni vilja treysta Dg varðveita friðinn. Hugarfarið verður að breyt- ast þannig, að menn vilji forð ast að beita valdi við lausn hinna félagslegu viðfangsefna. I stað valdsins þarf að koma Samvinna. Lausn deilumál- anna verður að byggjast á bróðurlegu samstarfi, en ekki valdbeitingu einhvers meiri- hluta eða minnihluta. í þessu sambandi er gott að minnast þess að aðalsmerki lýð ræðisstefnunnar er ekki það, að hún tryggi yfirráð meiri- hlutans. Aðalsmerki lýðræðis- stefnunnar er það, að réttur minnihlutans er viðurkennd- ur. Þær kenningar, að einn maður eða einn flokkur skuli hafa rétt til að drottna og brjóta niður alla andstöðu með valdi, eru í fyllstu mót- Sögn við þá hugarfarsbreyt- ingu, sem gerast þarf. Slíkar kenningar eru raunar ekkert annað en boðskapur stríðs- stefnunnar. Þeir valdhafar, sem beita einræði og ofríki heima fyrir, hika ekki við að gera slíkt hið sama í skiptum yið aðrar þjóðir, ef þeir hafa bolmagn til þess. Sagan sann- ar líka óumdeilanlega, að stríðshætta stafar ekki frá öðrum þjóðum en þeim, sem búa við einræðisskipulag. Reynslan sannar það líka Öumdeilanlega, að mikið vald er flestum mönnum að sama skapi hættulegt og kærleikur- ínn og samvinnuandinn gerir þá að meiri mönnum og betri- Þeir, sem vilja skapa rétt- látan og varanlegan frið, geta ekki betur þjónað því mark- miði en aö afneita ofriki og yfirgangi valdsins í öllum þess um myndum og að beita sér fyrir því, að bróðurþel, kær- leikur og samvinna móti lausn allra félagslegra vandamála. Þá fyrst verður hægt að tala um varanlegan frið, þegar slíkt sjónarmið mótar sambúð einstaklinga og þjóða. Þessvegna hefir aldrei ver- Ið fluttur meiri og sannari friðarboðskapur en sá, sem er Eftirfarandi grein eftir Adlai E. Stevenson, hinn mikla for- ustumann demókrata í Banda- ríkjunum, hefir nýlega birzt í ýmsum blöðum og tímaritum vestra. í þessari grein gerir hann grein fyrir ýmsum viðhorfum sínum til almennra vandamála sem æska heimsins á við að striða. Greinin er stytt í þýð- ingu. Oft hef ég undrazt, hvaða töfrar séu tengdir tuttugu og eins árs aldrinum. Daginn áður en við verð- um tuttugu og eins árs, erum við talin óþroskuð, vankunnandi og' á- byrgðarlaus. Þá skyndilega verð- um við sjálfstæðar persónur bæði lagalega og siðferðilega. Við verð- um sjáifstæðir og ábyrgir borgarar ríkisins. Daginn áður erum við í lagalegum skilningi börn, en dag- inn eftir kjósum við jafnvel sjálfan forsetann og sendum menn í fang- elsi. Við öðlumst jafnvel rétt til að sóa hverjum einasta eyri, sem okkur hefir hingað til verið meinað. Hvað sem því veldur, þá er tutt- ugast og fyrsti afmBelisdaguýinn það tuttugu og fjögurra klukku- stunda tímatail, sem mestum mörk- um veldur í lífi okkar. í raun og veru vitum við, að tuttugu og eins árs aldiu'smarkið, er ekki annað en lína, sem dregin hefir verið milli þess, að menn kallist unglingar eða fullörðið fólk. Fyrir löngu hafa þjóðfélagsaðstæð- ur ráðið því, að menn fyndu, að einhvers staðar varð að draga þau mörk, sem miðað væri við, er menn gætu kallazt fullorðnir, og þá virt- ist 21 ekki vera verri tala en hver önnur. Og ég hef um það lúmskan grun, að þessi tala hafi veriö valin af einhverjum hátíðiegum roskn- um manni, sem hefir verið ákaf- lega tortrygginn í garð hinnar ó- forsjálu og róttæku æsku, og sem áreiðanlega hefir talið, að tuttugu og eitt ár væri nógu hættulega lág- ur aldur. Hvað mig sjálfan snertir, minn- ist ég þess ekki, að mér þætti sér- staklega mikið til þessa tíma koma. Vitanlega var mikið urn dýrðir. Það var afmælisveizla, og nú mátti maður fara að kjósa. Og fram úr þessu gat maður farið aö taka sjálf ur sínar ákvai'ðanir. Hugsaði ég mér að gerast kennari, blaðamaö- ur, bóndi eða fara að stúdera lög? Eitthvað mun ég hafa leitt hug- ann að því, á hvern hátt mér myndi verða hægast að hafa ofan af fyrir mér og fjölskyldu minni, en annars man ég ekki eftir því, að ég hefði á þessum árum sér- stakar áhyggjur af lífinu og ég var víst áreiðanlega sannfærður um það á þeirn árum, að ég myndi geta unnið bug á hvaða erfiðleik- um lífsins sem væri. En það leið þó ekki á löngu, unz ég stanzaði við, og þá varð mér oft hugsað til þess, hvers vegna ég svo ungur yrði að fást við ýmsan þann vanda, er þá bar mér að höndum. er grundvallaratriðið í kenn- ingum Krists. Það er hinn háleiti tilgang- ur jólanna að minna menn á þennan boðskap og hvetja þá til fylgis við hann. Því aðeins geta jólin fullnægt tilgangi sínum, að menn geri sér þenn_ an boðskap ljósan og verði fús ari til að þjóna honum. Því aðeins geta menn haldiö sönn jól, að þeir gerist í breytni sinnf og verkum trúrri þeim boðskap, sem vísar hina einú réttu leið til að skapa ríki frið STEVENSON Hvað veit ég þá nú, sem ég ekki vissi, þegar ég var tuttugu og eins árs? í raun og veni myndi ég segja, að það væri ekkert, sem tuttugu og eins árs gamall maöur gæti ekki verið búinn að afla sér vitneskju um, bæði í iögum lands síns eða hverjum þeim fræðum, sem hugur hans girntist. Hann hefir lesið um alla þessa hluti og honum hefir verð sagt margt um þá ,en hann hefir ekki reynt nema lítið af þvi. Það, sem maðurinn veit meira, þeg- ar hann er orðinn fimmtugur, er ekki endilega fleri formúlur eða fleiri lágagreinar, það er ekki sú þekking, sem menn geta öðlazt í orðum annara, heldur eru menn fróðari af þeirri þekkingu, sem menn öðlast af eigin snertingu, sjón, heyrn, sigrum og mistökum, andvökum, undirgefni og ást, yfir- leitt aHri þeirri mannlegu reynslu, sem fimmtugur maður getur búið yfh'. Þó eru áreiðanlega margir hlutir, sem ég myndi framkvæma allt öðru vísi, ef ég nú aftur væri orðinn tuttugu og eins árs. Ég hugsa, að í stað þess að varpa öndinni létt- ara yfir því að geta nú yíirgefið skólastofurnar, þá myndi ég taka til að mennta mig betur. Ég myndi fara aftur inn í næsta bókasafn, og ég myndi nú reyna að lesa ýmsar bækur, sem ég ekki gerði annað við en rétt líta yfir. Ég myndi taka til við nám vegna námsins sjálfs, en ekki til þess að ná prófum eða vegna þess að foreldrar mínir vildu það eða ég sjálfur. Ég myndi reyna að tileinka mér kjarna hlutanna í stað þess að reyna einungis að búa mig undir að geta svarað þeim spurningum, sem hugsanlega yrðu lagðar fyrir mig á prófi. Ég myndi lesa, lesa og lesa. Ég myndi láta mína eigin forvitni ráða lestrar- efni minu og ég myndi spyrja alla í því skyni að öðlast meiri þekk- ingu. Þegar ég lít til baka, finnst mér, að það, sem mest einkennir heil- brigða æsku, sé uppreisnarhugur. Það tel ég gott og eðlilegt, að ó- spillt æska vilji breyta ýmsu því, sem betur má fara. Breytingar og framfarir er ávöxtur af endurskoð- un okkar og endurmati á málefn- um og aðferðum. Sú öld, sem við lifum á, krefst dirfzku, hugkvæmni og reynslu. Reyndar held ég, að mín kynslóð hafi ekki gert miklar uppreisnir gegn eldri háttum. Við vorum rétt nýlega sloppnir úr fyrri heimsstyrjöldinni og við héldum aö nú væri upp runninn eilífur friður. Það eru margir hlutir, sem ég myndi nú gera, ef ég væri aftur orðinn tuttugu og eins árs. Eða það eru að minnsta kosti margir hlutir, sem ég ætti áð gera. Til dæmis myndi ég taka virkan þátt í stjórn- málum. Ef til vill er hvergi meiri þörf á því, að menn með vakandi hugá og uppreisnai-íhug taki virkan þátt en í stjórnmálunum. Og ef við erum reiðubúnir að fórna lífi okkar fyrir hugsjón lýðræðisins, þegar því er ógnað af utanaðkom- andi öflum, því skyldum við þá i ekki vera fúsir til að berjast fyrir j ! þann sama málstað, þegar honum ! er ógnað innanfrá. I I , j Eg vcit, að gruntívallarkennins j okkar er sú, a,ð lýðræðið byggist ; á frjálsum kosningum allra, Og fólk, sem vel er menntað og fj’Igist j vel með þeim málum, sem eru að l^erast hverju sinni, mun áreiðan- j lega standa á verði um hugsjónir lýðræðisins. En sá hlutur getur hæglega gerzt, að fólk, sem haldið er andlegri leti, og fóik, sem ekki hefir nenningu til þess að fylgjast með og kynna sér vandamálin hverju sinni, verði handbendi manna, sem langt er frá að berj- ist fyrir grundvallarhugsjónum lýð- ræðisins. Ef ég væri tuttugu og eins árs gamall myjndi ég ekki taka að mér nokkurt starf af þeim sökum, að vel væri borgað fyrir það, eða vegna þess að líkur væru fyrir því, að ég á þann hátt gæti komizt betur af efnalega en ella. Það er nóg að g’era í heiminum. Og sér- hver maður, sem fengið hefir starf, sem vel hæfir kröftum hans og hæfileikum, og vinnur vel að þessu starfi, hann getur á þann hátt öðlazt lífshamingju. Það er ekki hægt að flokka störf sundur .Það er ekkert, sem hægt er að kalla annars flokks störf. Allir, sem vinna gagnleg störf eru jafnir. Lista maðurinn er fyllilega jafningi dóm arans, og bilstjórinn og götuhreins- arinn vinna ekki síður gagnleg störf en þeir. Einstein sagði einu sinni, að ef hann ætti kost á að lifa ævi sina upp aftur, þá myndi hann gerast múrari. Það væri mannkyninu mik- il gæfa, ef margir okkar, sem minni gáfum eru gæddir en Einstein, lit- um svo raunsæjum augum á nota- gildi starfsins. Það er mikil nauð- syn, að menn hætt að snobba fyrir hvítflibbastörfum og séu ekki siður reiðubúnir að taka að sér þau störf, sem krefjast líkamlegrar á- reynslu. Það er hægt að öðlast takmarkalausa fullnægingu lífs- hamingjunnar með því að neyta krafta sinna til þess með hönd- um okkar að byggja, gera við og varðveita mannvirki. Þau störf færa hvað mesta fegurð og nyt- semi inn í heiminn. Og hversu ham ingjusamari myndu ekki margir vera, ef þeir gengju heim til sin á kvöldin með mold undir nöglun- um í staðinn fyrir blekslettur og væru þreyttir í stað þess að vera taugaslappir. Ef ég væri tuttugu og einE árs gamall aftur, myndi ég ekki bera í bi'jósti minnsta ugg um, að það starf, sem ég þá tæki að mér væri það síðasta, sem ég gerði í lífinu. Ég myndi vera óhræddur að reyna, hvað sem væri, til þess að vita, hvað bezt ætti við' mig. Ef ég væri tuttugu og eins árs aftur, myndi ég gera mér far um að' reyna sem flest í lífinu til þess að vita, hvar ég hef-ði áhuga á að no-ta kraf-ta mína. Og ég myndi gera mér far um að vinna allt annað í tómstund um mínum en i störfum mínum. En umfram allt annað myndi ég reyna að skilja, þekkja og finna vonir og ótta samtíðarmanna minna, hvort sem þeir eru auðugir eða snauðir, hvar svo sem þeir væru búsettir, svo að ég ætti auð- veldara með að hafa áihrif á mál- efni þeirra i þá átt, sem ég vissi réttasta. Að afstöðnum tveim kaup- stefnum í Leipzig á þessu ári og vegna bættrar sambúðar ríkja á alþjóðavettvangi heíir ennþá oröið vart við aukinn á- liuga vestrænna rikja fyrir Kaupstefnunni í Leipzig, sem haldin verður dagana 26. febr. til 8. marz 1956. Enn sem fyrr munu hmar yfirgripsmiklu vörusýningar Sovétrikjanna, Kina og Al- þýðulýðveldanna í Evrópu gefa tú kynna áætlanir þess- ara landa um útflutning sinn. Belgía, Stóra-Bretland, Frakkland og í fyrsta sinn eft ir stríð Finnland munu bjóða vörur sínar á samsýningum. Sérstaklega mun indverska sýningin verða miklu yfirgrips meiri en áður. Auk þess sýna fjölmörg einkafyrirtæki þess- ara landa vörur sínar í hinum ýmsu sýningarhöllum kaup- stefnunnar. Nú þegar hefir kaupstefn- unni borizt sægur pantana á sýningarsvæðum frá ýmsum einkafyrirtækjum í Stóra- Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Luxemburg, Hollandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, ír- landi, Sviss, Ítalíu, Austurríki, Bandaríkjum Norður-Ame- ríku, Uruguay og Jamaica. —- Daglega streyma inn pantan- ir hvaðanæva úr heiminum til skrifstofu kaupstefnunnar í Leipzig. Víðkunn fyrirtæki þungaiðn aðarms, efnaiðnaðarins, flutn ingaiðnaðarins og léttaiðnað- arins eru meðal fjöimargra sýnenda frá Vestur-Þýzka- landi. Sýningarvörur verzlunar og iðnaðar þýzka lýðveldisins, sem ætlaðar eru til útflutn- ings, verða á boðstólum í feikna úrvali. Búist er viö að margar nýj- ungar nyezluvarnings komi fram á sjónarsviðið og marg- ar tækninýjungar. Ráðstafanir hafa verið gerð ar til þess, að dvalarkostnaö- ur sýningargesta iækki frá því sem verið hefir og mun nú lægri en víðast hvar annars staðar í Evrópu. (Frá Kaupstefnunni, Rvík.) Maðurinn ,sem sat. 46 ár á þingi Johan Nilsson, forseti efri deildar sænska ríkisþingsins, lætur nú af. þingmennsku, 82 ára að aldri. Hann kom inn í þingið árið 1909, og hefir hann setið þar samfleytt síðan, og forseti efri deildar hefir hann verið síðan 1937. Alls hefir hann setið á 52 þingum, og forseti á 21 þingi þar af. Hann er sá, er setið hefir lengst á þingi allra sænskra þing- manna. Lindhagen, sem þeir kannast við, er einhverja ögn vita um norræna personalia, sat 49 þing. Hann gengur næst gamla Nilsson. — Nilsson var bóndi, og hvað er dásamlegra? Hann sér eftir aö hafa hætt búskap. Það gerði hann, karl- sauðurinn, 1941, en römm. er taugin, sem dregur menn fö'ð- urtúna til, ekki á einhverja helv .... möl! Hér á landi ætla rnenn aS verða æfir, ef einhver sjötug- ur maður eða vel það sézt á þingi. Það er undarlegur barna skapur. Því eldri menn, þvl betri löggjafar aö öllum jafn- a'ð'i. Caío major. tengdur jólunum. Það er kær- leikurinn og ■bræSralágið, semi ar «g réttlætis á jörðu hér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.