Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1955næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 1
Skrifstofur í Eddub.úsl, Fi-éttasimai': 81302 og 81303 Afgrélðslusimi 2323 Aug'lýsmgasími 81300 Prentsmiðjan Edda 39. árg. TÍMINN, laugardagiim 24. desember 1955. 294. blað. Séra Helgi Sveinssoíi, Hveragerði: £kálkcltAljé$ I tilefni níu alda afmælis kirkju í Skálholti Teikning- af skálholtsstað og dómkirkjunni þar, eftir J. Cleveley, gerð 1772 Ö, lof sé þér, dýrðleg'i höfundur himneskra fræða, sem hjörtu vor námu og' festu við sína tryg-gð, því svanaflug’ björtustu sálna til binna hæða var sumarsins tákn, þegar dimmt var um Islands byggð. Vér lifðum með þér öll hin fögru og sólblíðu sumur, þá sáum vér dýrð þína, skynjuðum hug þinn bezt. Hin himneska rödd þín sig hóf yfir eldfjallaþrumur og hafíssins fannbylgjagný, er vor neyð var mest. Vér sáum Guðs loga á ölturum íslands fjalla, er aldanna sóldagar vígðust í morgunglóð, og svartklæddar nætur, sem krupu við klettanna stalla í kvöldskuggum djúpum í bæn fyrir hreíldri þjóð. Það birti og skyggði í Sfkálholti liðinná alda, en skilaboð þess munu geymast á hverri tíð, að himinsins þrá er að hef jast til jarðneskra valda, svo hátt metur Guð þessa veröld og hennar lýð. I dómkirkju Skálholts í fögnuði og sorg vér sungum, og sífellt var nálæg oss guðdómsins líknarhönd, og varðeldur Guðsríkis brann yfir Biskupstungum, svo birti til heiða og ljómaði um íslands strönd. Vér hrösuðum margoft í freistingum viðsjálla vega, en vorum þó reistir af kærleika Guðs á ný, því eilífðin horfir af ástúð og himneskum trega í augu þín, synduga jörð, gegnum þokur og ský. Séra Ilelgi Sveinsson. 2. Veitti véa drottinn virki hélgrar kirkju styrk til stórra verka, stoltu Skálaholti, ást til orðsins listar, öllu hærri köllun: leið til himnahliða hrjáðri þjóð að bjóða. Enn í aldaminni ísleifs kirkja lýsir, fslands helgihúsa himinfróða móðir. Kirkja Klængs hin merka kærri enn og stærri lét hér lýði njóta ljóma helgra dóma. Skein af Þorláksskríni skærust dýrð og kærust. Máttarvejkum veittust vottorð náðar Drottins. Kristur var kirkjugestur, kvölin gleymd og bölið, ljósi, er sálum lýsir, lauguð fólksins augu. 3. Hví er skin svo skært í Skálholtsgarði, húm þótt hylji jörð? Ljúfur ljómi frá leiði nokkru hjúpar Drottins hús. Grúfir þankaþung 1 Þorlákssæti grátnótt heilags harms, hlustar hljóð og köld, Hrynja um vanga höfug tregatár. Stynja sjúkir sárt af sínum nauðum. Snauðra er þorrið þrek. Bíður við Brúará og’ bakka Hvítár veglaus vergangsþjóð. Guðsvin genginn er, sem gjafir færði og með Kristi kraup fætur þreytta að þvo þurfamanna. Hlý var Drottins hönd. Hvað mun skin svo skært um Skálholtskirkju boða þjáðri þjóð? Signir æðri sól hins sæla Þorláks hinzta hvílureit? Úti um breiða byggð í bæjum lágum sjúkir í sárri kvöl heita á Þorlák hljótt. Húmið rofnar. Gefst þeim guðleg sýn..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 294. tölublað II (24.12.1955)
https://timarit.is/issue/60009

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

294. tölublað II (24.12.1955)

Aðgerðir: