Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 5
S94. blað.
TÍMINN, laugardaghm 24. desember 1955,
Dánarminning: Ásgerður Eiríksdóttir,
Ijósmóðir
Þó að haustmánuðir séu I
horfnir í tímans djúp og
drjúgum betur, síðan bessi á_
gæta, drengilega kona lézt,
vil ég nú minnast hennar
með nokkrum orðum, þótt
seinna sé en skyldi. Mættu
þá þessi fáu orð, skoðast sem
jólakveðja til minningar um
hana, og þakkarkveðja okk-
ar, vina hennar, fyrir langa
og góða samfylgd, og margar
góðar starfs. og gleðistundir.
Alltaf er gott að minnast
góðra vina, lífs og Uðinna, en
jafnan standa þeir huga
manns næst, þegar birta jól-
anna breiðist yfir veg okkar.
Það var um mánaðamótin
ágúst og sept. 1954 að Ásgerð
ur Eiríksdóttir lauk sumar.
starfi við barnaheimili Rauða
kross íslands í Laugarási, en
þar hafði húm undánfarin
sumur, séð á annað hundrað
ungum íslendingum fyrir
fæði, þá tvo sumarmánuði,
sem þessir litlu, ungu verð-
andi þjóðfélagsþegnar, fengu
að fylla brjóst sín ilmi hinnar
gróandi jarðar, og litlir fæt_
ur fengu að ganga um græna
jörð. Ásgerður gekk að þessu
starfi með mikilli alvöru, á-
huga og ósérhlífni, sem jafn
an einkenndi allt hennar
starf. Vinir hennar vissu, að
hún gekk of nærri þreki sínu
og þoli, og vöruðu hana við.
En hún fylgdi trúlega því
þoði að vinna meðan dagur
er, og ,,aktaskrift“ var óþekkt
hugtak í iífi hennar. En þeg-
ar starfinu lauk, að þessu
sinni, var þreytan svo áleitin
og þrálát, að rúmið varð henn
ar ema athvarf, og þaðan
átti hún ekki afturkvæmt til
lífs og starfa. Þá grunaði
engan, að bannvænn sjúk-
dómur lægi í leyni, sem græfi
fyrir lífsræturnar. Og nú hófst
árslöng barátta milli lífs og
dauða, þar sem hver dagur
og nótt urðu samfelldar
þjáningarstundir og sem end
aði með sigri dauðans 1. sept.
s. 1. Slík saga, sem þessi, er
ekki ný eða einstök, en alltaf
mikil mannraun, þar sem
reynir á itrasta þrek andlegs
máttar, ekki sízt ef lífinu er
unnað og lífsþráin brennur
eins og bjart ljós, sem ekki
getur slokknað. Þá er mikil
þolraun að sætta sig við ör_
lagadóminn, að lífskveikur-
inn sé að brenna út og verði
ekki bættur á ný.
Ásgerður var fædd 21. marz
1893, að Stórabæ í Grímsnesi
og voru foreldrar hennar þau
hjónin Eiríkur Jónsson og
Kristín Guðmundsdóttir frá
Kjarnholtum, bæði Biskups.
tungnamenn. Þau hjónin
byrjuðu búskap á einu mesta
harðæristimabili 19. aldar-
innar. Hér verður ekki rakin
súi mannraunasaga, sem varð
hlutskipti fátæks fólks á
þessu tímabili, þegar örbirgð
in svarf svo fast að, að slíta
vaþð nýfædd börn frá móður
brjósti og fá þeim fóstur hjá
vandalausum. Slík voru ör_
lög þeirra Kristínar og Eiríks.
Þrotlaus vinna, þar sem nótt
var lögð með degi, hrökk 'ekki
til þolanlegrar lifsbjargar.
Það mátti segja að hver og
einn mætti lifa og deyja þá,
án annarra hjálpar. Nú hafa
þessir dimmu skuggar for-
tíðarinnar vikið fyrir björtu
liósi samhjálpar og sam_
vinnu.
Ásgerði var í fyrstu bernsku,
fengið fóstur hjá móðurbróð
ur .sínum Gísla bónda i Kjarn
holtum en hann var hagsýnn,
fésterkur og framtakssamur
bóndi. Vandist hún þar mik-
illi vinnu og trúmennsku í
öllu starfi, en sá þáttur var
sterkur í fari ættmenna
hennar. Mestan hluta ævi
sinnar dvaldist Ásgerður á
tveimur heimilum hér. í
sveit, Drumboddsstöðum og
Vatnsleysu og batt órofa-
tryggð við þessi heimili. Um
tvítu'gsaldur lærði hún ljós-
móðurfræði og gegndi hinu
vandasama ljósmóðurstarfi
hátt á fiórða áratug. Nutu
flest heimili í Biskupstungum
þjónustu hennar í því starfi,
og fórst henni það mjög far_
sællega. Hún bar með sér,
að sæng hverrar konu, öryggi
og traust. Og það fylgdi ham
ingja höndum hennar, því
hjartað var með í hverju
handtaki. Þannig var Ásgerð
ur, heilbrigð í hugsun. skiln-
ingsrík, einlæg og bjartsýn.
í þessu lá hamingja hennar.
Þó komst hún ekki hjá því,
frekar en flestir aðrir, að
skuggum vonbrigða brygði yf
ir líf hennar af og til. En
hún gekk út úr þessum skugg
um, bjartsýn og örugg um
batnandi líf. Þessi glaða lífs-
trú hennar, varð henni að
veruleika, svo að henni þótti
gott að lifa og þráði lengra
lif. Hún sá ævinlega frekar
kosti manna en veikleika og
var jafnan málsvari þeirra,
sem á var hallað.
Má af því sjá, sem raun
var á. að öllum þótti sam-
fylgd hennar góð og sam-
starf í bezta lagi. Og á félags
lyndi hennar og fölskva-
iausri einlægni, græddust
henni vmir.
Ekkert er hér ofsagt og
ekki heldur það, að vel væri
framtíð okkar fámenna þjóð
félags borgið, væri hverjum
og einum þjóðfélagsþegni i
blóð borin sú vökula trú-
mennska, einlægi áhugi og
ljúfa þjónusta, sem Ásgerður
var svo auðug af.
Við vinir hennar, þökkum
henni góða samfylgd og biðj
um henni blessunar á leiðum
bess heims, sem ekki hefir
auga séð eða eyi^Jjeyrt.
Þ. S.
Gleðileg jól I
Vetrarhjálpin í Reykjavík.
Séra Jakob Jónsson:
PteA tAktiœÍi
Hávamál
himna-jöfurs
hold varð með hölda kyni.
Guðborið orð,
g’óðspjall náðar
varð maður í mannheimi.
Guðs skilmæli
Guðsson flytur
þeim eyru hefir að heyra,
á þjóðvegum,
í þing’húsum,
af krossins kennarastóli.
Sorg’ eyddi,
sár græddi,
syndara sætti við Guð.
Brauð gafst,
blessun veittist,
og auður af frelsarans fátækt.
„Farið út
um allan heim,
ger lýði alla að lærisveinum.
Er ég- með yður
alla dag’a,
allt til veraldar enda.“
Kvaddi til ferðar
kirkju sína
upprisinn Drottinn frá dauðum.
Postular, hirðar,
prestar, biskupar
hlýddu Guðs helgri köllun.
Kallarar Guðs
kristni boðuðu,
lögðu land undir fót.
Syndum heftir,
sorgum þjáðir,
báru þeir krossinn Krists.
Fátækum gleði,
fjötruðum lausn,
deyjendum líkn og líf,
auðugum örlæti,
auðmýkt háum,
boðaði kristin kirkja.
Veikur maður
og vanmáttkur
fellur að fótskör Drottins.
Almáttugs Guðs
í eigin nafni
heimi hjálpræði býður.
Blessar kaleik,
brauð vígir,
fyrirgefningu flytur.
Trúuð sál
í táknum slíkum
nálægð frelsarans finnur.
Gengur prestur
í'gylltum skrúða
fyrir altari logandi ljósa,
og hljóðum skrefum,
hulinn rökkri
mannlífs um skúmaskot.
Séra Jakob Jónsson.
Syngur klerkur \
ísöngvahofi
himnanna Drottni dýrð,
en þekkir vansælu r
þjáðra sálna, j
grát og gnístran tanna.
*
V-
Dynur hin hveUa
dóms básúna,
hörð er trúboðans tunga.
En svíðandi hjarta
sáluhirðir _
krýpur með breyskum E>ró8a&7
Fyrstir manna
Frón námu
prestar í Papey austur.
Bækur, krossa,
bænir hjartnæmar
íslandi eftir skildu.
Guðs vinir
ganga munu
æ um íslands byggðir.
„Fagrir eru
friðarboðans
fætur á fjallastígum.“
Brim hljóðnar,
björg falla,
deyja hin gullnu grös.
Predikar enn
prestur Guðs
sannleik, er sífellt lifir.
\
V •
Þökkum Drottni
þjóðar kirkju
orð hans á íslands tungu.
Lifi Kristur,
lifi sannleikur 1
mannkyns í hugarheimi. \
Jakob Jónsson.