Tíminn - 08.01.1956, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudaginn. 8. janúar 1956.
6. blaðw
PJÓDLEIKHÖSID
í deiglunnl
Sýning í kvöld kl. 20.
Nsið'asta sina.
JóiismessK-
draumur
Sýning þriðjudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pöntun'
um. Sími 8-2345, tvær linur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Hér kemur verðlaunamynd
ársins 1954:
Á eyrinni
(On the Waterfront)
Amerisk stórmynd, sem allir hafa
beðið eítir. Mynd þessi hefir
fengið 8 heiðursverðlaun og var
kosin bezta ameríska myndin
árið 1954. Hefir alls staðar vakið
mikla athygli og sýnd með met-
aðsókn. — Aðalhlutverk: Hinn
vinsæli ieikari
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,10.
MMMfe <»<»■ ♦♦«>«»
BÆJARBIO
— HAFNARFIRÐI -
Hátíð í IXapoli
Stærsta dans- og söngvamynd,
sem ítalir hafa gerfc tU þessa,
1 litum.
Aðalhlutverk:
Sophia IiOrea .
Allir írægustu söngvarar og
dansarar Ítalíu koma fram í
þessari mynd.
Sýnd kl. 9.
HeitSa
Sýnd kl. 7.
Hetjudá&ir
Sýnd kl. 5.
Glœnýtt
te iknimyndasafn
Sýnd kl. 3.
aiml S433,
Hvít jól
(White Christmas)
Aðalhlutverk:
Bing Crosby, Danny Kaye, Rose-
mary Clooney.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,15.
Ævintýraeyjan
Aðalhlutverk: i
Bob Hope og Bing Crosby
Sýnd kl. 3.
♦♦<
TRIPOLl-BfÖ
Robinson Crusoe
Framúrskarandi. ný, amerísk
stórmynd í iitum, gerð eftir hinni
heimsfrægu skáldsögu eftir Dan-
iel Defoe, sem allir þekkja. —
Brezkir gagnrýnendur töldu
mynd þessa í hópi beztu mynda,
'er teknar hefðu verið. Dan
O’Herlihy var útnefndur til Ose-
ar-verðlauna fyrir leik sinn 1
myndinni.
Aðalhiutverk
Dan O’Herlihy sem Roblnson
Crusoe og James Femandez sem
Frjádagnr.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 0.
Aukamynd: Frá Nóbelsverfflauna
_ hátíðinni í Stokkhólml.
mbp——»■■■* taa
LEIKFEÍAGi
REYKJAyÍKUR^
Kjurnorha og
hvenhylli
Gamanleikur eftir
Agnar Þórðarson.
UPPSELT
Ósóttar pantanii- verða seldar
kíu'kkan 15.
Hafnarfjarð-
arhíó
9249.
Regina
(Regina Amstetten)
Ný, þýzk, úrvalskvikmynd.
Danskur texti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Hunn, hún oy
Humlet
Sprellfjörug grínmynd um
LITLA og STÓRA
Sýnd kl. 3 og 5.
NYJA
A hjarðmanna-
slóðum
(Way of a Gaucho)
Bönnuð börnum innan 14 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hið bráðskemmtilega
„Jóla-Shotv*6
8 teiknimyndh- og 2 Chaplins-
myndir.
Sýnd kl. 3.
HAFNARBfÖ
Sfml «444.
Skrímslið í Svarta
Lóni
The Creature from Biack Lagoon
Bönnuð bömum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
(Black Shield of Fulworth)
Tony Curtis,
Janet Leigh.
Sýnd kl. 3.
Allra síöasta sinn.
GAMLA BIO
Vashir brœður
Ný, spennandi bandarísk stór-
mynd í litum, gerð eftir frægri
_Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Hrói Höttur
og happar hans
Sýnd kl. 3.
►♦♦♦♦♦♦♦♦
AUSTURBÆJARBÍÓ
Lucretia Borgiu
Daeskur skýringartexti.
AðaJhlutverk:
Martine Carol,
Pedro Armendariz.
Bönnuð börnum tnnan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Baráttan nm nám•
una
með Roy Rogers.
Sýnd kl. 3.
Wfsmm
Skipið, sem á
lílaa bandið
(Framhald af 5. síðu).
ungann og á rakarastofunni týnd-
ust til margar smellnar sögur hvern
morgun. Aftan við rakarastofuna
var hárgreiðslustofan og ekki var
minna um að vera þar en í rak-
arastofunni. Á „B“ þilfarinu var
lækningastofan einnig til húsa og
þar voru tveir læknar til taks, auk
fjöida hjúkrunarkvenna, sem voru
margar hinar p jörvilegustu og gerðu
menn sér tíðförult á þeirra fund
með alls konar sjúkdóma, svo sem
höfuðverk og innantökur, sem þær
meðhöndluðu af hinni mestu prýði.
Ekki má skilja svo við þessa upp-
talningu, að barirnir séu látnir
liggja óbættir hjá garði, enda eru
þeir margir og vistlegir. Undu
menn þar löngum við dýrar veigar
og varð úr gleði mikil á síðkvöld-
um. Þar var mikið um spilamennsku
en farþegarnir voru stranglega
varaðir við peningaspilum, enda
ekki ótítt að fjárhættuspilarar taki
sér far með skipum af þessu tagi
og ferðast þá undir alls konar dul
nefnum.
Borðsalurinn var á „A“ þilfari,
en margar lyftur voru í gangi, svo
það var aðeins smekksatriði, hvort
fólk gekk stiga eða ekki. Annars
var það áberandi, hve margir fóru
í gönguferð fyrir máltíðir, en vegna
þess að skipið brunaði áfram með
meira en 32 hnúta hraða, var storm
ur á þilfarinu og það var hressandi
ög mátulega löng ganga að fara
kringum yfirbygginuna, enda er
skipið fimmtíu og þrjú þúsund þrjú
hundruð og þrjátíu tonn, eða svip
að og átján skip af gerðinni Goða
foss, Dettifoss, Lagarfoss, svo dæmi
sé nefnt. Sundlaugin var uppáhaids
staður margra, enda mjög til heniv
ar vandað. Laugarvörðurinn, sem
einnig er sundkennari og afbragðs
sundmaður, bar ábyrgð á laugar-
gestum og var mjög varkár með
hverjum hann lofaði ofaní og ekki
kom til mála að synda, ef skipið
valt eitbhvað að ráði. Kvöldið áður
en komið var til Frakklands, var
skipstjórakvöldverðurinn, og þótt
sannkallaður veizlumatur hefði ver-
ið alla leiðina, tók fyi-st útyfir
þetta kvöld. Á eftir var efnt til
samkomu í reyksalnum og þar var
margt til skemmtunar. Meðal far
þeganna var leikkona, þekkt úr
ameríska sjónvai-pinu, sem lék og
söng við beztu undirfcektir. Nokkrir
Skotar sýndu þjóðdansa og það
var farið í alls konar leiki og að
endingu dansað. Andnimsloftið var
annað en fyrsta kvöldið, enda
margt skemmtilegt búið að ske og
margur góður kunningsskapur tek-
izt.
En þetta ánægjulega kvöld var
senn á enda og þar með lokið sam-
veru þessara átta hundruð ferða-
manna. Margir létu þá ósk í ljós,
að ferðin væri rétt að hefjast og
margt var rabbað um væntanlega
endurfundi, öðru hvoru megin hafs-
ins. Það var sem allir vildu njóta
sem lengst þess góða kunnings-
skapar, þvi eins og skáldið sagði
forðum:
Sjá, tíminn það er fugl, sem flýgur
hratt.
Hann flýgur máske úr augsýn þér
í kveld.
Það er orðið framorðið og far-
þegamir gengnir til náða, en í vél-
arrúmi og á stjórnpalli standa menn
vörð og vaka yfir velferð þessa
flaggskips heimsins, þar sem það
klýfur hinár dimmbláu öldur út-
hafsins, með sínar þrjú þúsund
sálir um borð. —
í fyrramálið verðum við í Frakk-
landi.
pbRARlmt Jbnsson
IÖGGIITUR SK.JALAWOANDI
• OG DÖMTOlLUR IENSLU •
lllimmi - nai 11855
r \
HANS MARTIN:
SOFFÍA
BENINGAS
ekki veimiltíta eins og þeir, sem koma Wngað- En hann sál
mig aðems sem stúlku, sem gaman var að mála. Hann horfði
aldrei á eftir mér. Þó var hann mjög emmana og stunduitt
hnugginn. I
— Ég þakka upplýsingarnar, sagði Soffía.
— Ég hefði gjarnan viljað, að eitthvað hefði verið á mUU
okkar, hélt stúlkan áfram dreymandi. — Dyrnar milli her-«
bergis míns og barnaherbergisns stóðu alltaf opnar, og hús*
bóndinn kom oft inn í barnaherbergið til þess að strjúka’
Maríönnu Utlu sofandi. Ég lá oft vakandi og beið. Ég ræskti
mig jafnvel stundum, en hann kom aldrei inn fyrir þrösk-
uldinn. Það fannst mér leiðinlegt.
Soffía greip andann á lofti. — Skækja, hreytti hún útí
úr sér.
Stúlkan stökk fram snör sem köttur og sló Soffíu fasli
flötum lófa í andlitið. — Þér skuluð reyna að segja þa?S
aftur, hvæsti hún. — Þér geÞð sjálf verið skækja.
— Út úr húsinu með yður, hrópaði Soffía og strauk uiM
sára kinn sína.
— Já, það skal ekki standa á því- Haldið þér að mig langii
til að vera hér, þegar húsbóndinn er farinn? Nú eruð þér
búin að hrekja hann burt, og allar fallegu myndirnar eru
eyðilagðar, sagði stúlkan. I
— Það gerði hann sjálfur, heimskinginn sá arna- Soffíit
fannst hún verða að réttlæta sig, jafnvel I augum þessarar.
stúlku. i
— Þá hefir hann vafalaust haft gilda ástæðu til þess,
sagði sjúlkan háðslega. — Greiðið mér laun mín til dagsins
í dag. Ég fer tU Parísar. Á morgun er 14. júlí, og ég skal svell
mér dansa á götunni og skemmta mér. Þó þykir mér það
leitt að fara vegna Maríönnu, því að mér féll vel að gætai
hennar. Hér eftir getið þér sjálf gert það, letinginn.
Soffía hrópaði ókvæðisorð á eftir barnfóstrunni- — Frú,
frú, hættið þessu. Hvað er á seyði? hrópaði Martha dauð-
hrædd. 1
— Hún löðrungaði mig, Martha, sagði Soffía særð ög
fór svo að gráta.
— Það getur ekki verið, sagði Martha. 1
— Jú, það gerði ég, sagði stúlkan og hló hátt- — Og ég
sló fast. Hún kallaði mig skækju, af því að hún hélt að
eitthvað hefði verið á milli mín og húsbóndans. Því miðuf
var það ekki. Ég er engin skækja. ’j
— Þegiðu, stelpuflón, þrumaði Martha. — Farðu til her-
bergis þíns og taktu saman föggur þínar. Ekki nema það þó,
löðrung.
Ég vil fá, launin mín, sagði stúlkan.
— Þau skaltu fá. Martha tók um handlegg Soffíu.
Komið nú, frú- Þér þurfið að hvíla yður.
— Ég vU taka hér til, sagði Soffía ákveðin.
— Það skal ég annast. Ég skal brenna það allt, það
allt saman eyðilagt hvort sem er.
— Já, líka hjónaband okkar Bernards-
— Hvaða vitleysa. Ég er nú búin að vera hjá yður í tíu
ár. Þetta getur allt lagazt aftur. Þið eruð aðeúis taugaó-
styrk og viðkvæm. Þið hagið ykkur óskynsamlega bæði. Kom^
ið nú, frú. Martha var með grátstafinn í kverkunum. 1
Þegar Soffía vaknaði, var mjög liðið á dag. Hún var dá-
litla stund að átta sig, en settist svo upp. Maríanna. Húa
sveiflaði sér fram úr rúminu, lagði kyrtU á herðárnar og
hljóp niður stigann. ; a,y' I
— Mártha, kallaði hún. _
Ég er hér, frú- Sváfuð þér vel? 1
— Já, hvar er Maríanna?
Eldhússtúlkan brosti góðlátlega. — Þér hafið þó ekkl
haldiö, að ég hefði ekki gát á henni. Hún er að leika séB
hérna við eldhúsdyrnar. _ I
— Þakka þér fyrir Martha- Ég varð svo hrædd þegar ég
vaknaði. En barnfóstran? !
— Hún er farin. Ég gerði upp við hana. Hún grét þegar húrí
kvaddi Maríönnu. Hún var nú reyndar bezta skinn og góð
við barnið. m
— Já, og líka við húsbóndann.
— Já, líka, svona eins og ég og þér. Okkur þykir nú öllunT
vænt um hann. Hvað er ljótt við það?
Soffía þagði og skildi sneiðina.
— Ég býð ekki fleiri gestum hingað heim, sagði Soffía. 1
— Jæja, og ef þér viljið fara til Parísar, frú, getið þéB
óhrædd skiliö Maríönnu eftir hjá mér.
— Til Parísar? sagði Soffía undrandi. 1
— Ég hélt, að yður langaði kannske til að heimsækja
húsbóndann, sagði Martha sakleysislega-
Soffía svaraði engu en gekk hægt upp stigann aftur. ^
Hún tók að klæðast hægt og hugsandi. Oft gekk hún að
símanum. Átti hún að síma til gestanna og aflýsa sam-
kvæminu? Vitleysa, nú þarfnaðist hún félagsskapar frem-
ur en nokkru sinni áður- Það er þó engin ástæða til að setj*
ast í sekk og ösku. Bernard kemur vafalaust aftur og mál-
ar nýjar myndir af Maríönnu. 1
Með flossjalið sveipað um naktar herðarnar gekk húBÍ
fram á breiðar veitingahússvalirnar. Marglit ljósker glóðu,
og hljómsveit lék lágt og seiðandi. Þjónarnir stóðu þarna og|
biðu gestanna. 'I
Gestirnir sátu alveg út við svalahandriðið. Vmcent Valéria
reis á fætur og gekk á móti henni. _ A
iasjbnlfiSÍá
1
'1
eí
i
1