Tíminn - 20.01.1956, Page 5
f' Föstud. 20. jan.
Öngþveitið í
miðbænum
1 Ungur verkfræðingur í umferð-
tormálum, Ásgeir Þór Ásgeirsson,
birti í Mbl. 14. þ. m. mjög athygl-
isverða grein um umferðar- og
Bkipulagsmál miðbæjarins í
Eeykjavík. Hann lýsir þar fyrst
hinu mikla og vaxandi umferðar-
cngþveiti í miðbænum. Ástæðun-
Um fyrir þessu lýsir hann á þessa
leið:
„í miðbæjarkvosinni hefir orðið
tnikil samþjöppun verzlunarbygg-
inga, íbúðarhúsa og helztu opin-
herra bygginga, en hins vegar er
byggð mjög dreifð, þegar fjær dreg
ur. Verzlunarhverfið hefir þanizt
geislótt út frá „miðbænum" í átt-
ina til hinna dreifðu, víðáttumiklu
íbúðahverfa. Þessi uppbygging bæj-
arlandsins hefir það í för með sér,
að allir eiga meira og minna erindi
í „Miðbæinn“ og veldur þetta mikl-
um umferðarþrengslum, þegar nær
honum dregur.
Þessa óheppilegu byggingu bæj-
arlandsins má rekja að nokkru til
eðlilegra vaxtareinkenna bæjar,
Bem mótaðist áður en bifreiðaöld-
in hófst fyrir alvöru og þar sem
götunetið var sniðið eftir þörfum
hestsins -og hestvagnsins, eins og
Bvo margra bæja í Evrópu og
Bandaríkjunum. Þungt er það líka
á metunum, að skipulagsmálin
hafa ekki verið skoðuð í nægilega
alvarlegu Ijósi, en meira mótazt af
þörfum næsta dags. Þá veldur hér
nokkru um þröngt sérhyggjueðli
Jslendingsins.
„Mikið af lóðum bæjarins,
einkum í „miðbænum“ cru í
eigu einstaklinga og allar umbæt
ur í uppbyggingu bæjarins, sem
bæjarfélagið lætur gera, skapa
verðmætaaukningu lóða og fast-
eigna. Þessi verðmætaaukning
fellur í skaut handhafa þessara
eigna, en ekki til bæjarfélagsins,
sem skapaði hana. Þannig hefir
bærinn reist sér torfærurnar,
þegar hann um síðir hyggst
kaupa lóðir til opinberra þarfa.“
U (Leturbr. Tímans).
Ásgeir Þór ræðir þessu næst um
það, hve mikill ágalli það er, að
ekki skuli enn vera til neinn heild-
aruppdráttur af miðbænum. Hann
Begir orðrétt:
„í dag er ekki unnið eftir nein-
Um samþykktum heildaruppdrætti
af miðbænum og veldur það mikl-
Um erfiðleikum og töfum, þegar
Btaðsetja á einstakar byggingar.
Gamlir hjallar eru endurnýjaðir
jneð ærnum kostnaði, en að lokum
Verður bærinn ef til vill að kaupa
þessar sömu byggingar undir götur,
bifreiðastæði eða til annarra þarfa.
j Meðan enginn heildaruppdrátt-
ur er til, er ekki hægt að búast
við neinum róttækum umbótum í
uppbyggingu „miðbæjarins“. —
Eins og nú horfir málum koma
einungis hærri og stærri bygg-
ingar í stað þeirra, sem rifnar
! eru niður, og sjá þá allir, að við
sökkvum aðeins dýpra í fenið.
j (Leturbreyting Tímans.)
Ef vel á að fara í uppbyggingu
„miðbæjar“ Reykjavíkur, verður
að leggja fram hið allra fyrsta
heildaruppdrátt. Slík heildarmynd
ætti að sýna miklu gisnari byggð
en þar er nú og róttækar breyting-
ar á gatnakerfinu, sem miða að ör-
yggi fótgangenda og greiðari um-
ferð. Uppdrátturinn ætti ekki að
Biiðast við, að bílum yrði lagt í
„miðbænum“, heldur á stórum lóð-
um utanvert við „miðbæinn" og ná
lægt viðstæðum strætisvagna.“
Ásgeiri Þór fórust að lokum orð
á þessa leið:
| „Vöntun á staðfestum heild-
; aruppdrætti af „miðbænum“
hefir leitt til ískyggilegrar þró-
unar í endurbyggingarmálum
þessa elzta hluta bæjarins. En
[ fngar þýðingarmiklar ákvarðan-
TÍMINN, föstudaginn 20. janúar 1956.
ERLENT YFIRLIT.
Juscelino Kubitschek
*
Skur'SIæknirinn, sem ver$ur forseti Brazilíu um næstu mána'Samót, þykir væn-
legur til farsællar forustu.
Þeir spádómar heyrast stundum,
að Brasilía eigi eftir að verða
engu minna stórveldi en Banda-
ríki N.-Ameríku eru nú. Þessir
spádómar eru engan veginn ó-
sennilegir, ef litið er á stærð
landsins og auðlegð eingöngu.
Samt mun það eiga talsvert langt
í land, að Brasilía nái þessu
marki. íbúarnir eru enn ekki
nema um 60 milljónir og fræðslu
þeirra og sambúðarháttum er um
margt ábótavant. Stór landssvæði
mega enn heita ónumin og mun
bygging þeirra reynast miklum
erfiðleikum bundin. Hraðvaxandi
tækni skapar hins vegar mögu-
leika til þess, að framfarir ger-
ist á miklu skemmri tíma en áður.
Þess vegna getur Brasilía verið
allvel á veg komin að ná Banda-
ríkjunum eftir 20—30 ár, og jafn-
vel orðin jafningi þeirra eftir 100
ár, án þess að gert sé ráð fyrir
að þau verði fyrir nokkru sér-
stöku áfalli.
Framtíð Brasilíu mun að sjálf-
sögðu fara mjög eftir því, hvernig
stjórnarhættir verða þar í náinni
framtíð. Þar hefir oltið á ýmsu
fram að þessu. Lélegar stjórnir og
byltingar hafa áreiðanlega oft stað
ið framförunum fyrir þrifum. —
Nokkur breyting varð á þessu, er
Vargas braust til valda um 1930.
Hann stjórnaði um 15 ára skeið
og var stjórn hans um margt fram
farasinnuð og hlaut því almenn-
ingshylli. Hann þótti hins vegar
of einræðissinnaður og varð það
til þess, að hann var hrakinn frá
völdum um 1945. Við forsetakosn-
ingar 1950 gaf hann aftur kost á
sér og náði kosningu. Honum tókst
þó ekki að ná aftur sömu tökum
á stjórninni og áður. Herinn sner-
ist því á móti honum, og kaus
hann heldur að fremja sjálfsmorð
en að segja af sér. Varaforsetinn
Cafe Filho, sem verið hafði lítill
vinur Vargas, kom þá til valda,
en ekki tókst honum að bæta stjórn
arhættina, þótt hann hefði vilja
til þess. Talsverð upplausn og ó-
vissa hefir því ríkt í stjórnmálum
og efnahagsmálum Brasilíu að
undanförnu.
Forsetakosningar fóru fram í
Brasilíu 3. október síðastliðinn.
Frambjóðendur voru fjórir. Úrslit
in urðu þau, að flest atkvæði hlaut
Juseelino Kubitschek, sem var í
framboði fyrir flokk sósíaldemó-
krata, en svo nefndi Vargas flokk
sinn. Kubitschek fékk 3 millj. og
60 þús. atkvæði, en sá, sem var
næstur honum, fékk 2 millj. 591
þús. Kubitschek hlaut aðeins 36%
greiddra atkvæða.
Strax eftir að þessi úrslit voru
kunn, komst sá orðrómur á kreik,
að andstæðingar Kubitscheks
myndu sameinast um að hindra
valdatöku hans. Líklegt þótti, að
þeir myndu byggja þetta á tveim
ur forsendum. Önnur var sú að
hann hefði ekki nema þriðjung
þjóðarinnar að baki sér. Hin var
sú, að hann væri háður kommún-
istum. Flokkur kommúnista hafði
óumbeðið lýst stuðningi sínum við
hann í kosningunum. Auk þess
KUBITSCHEK
var Joao Goulert, sem var vara-
forsetaefni á lista Kubitscheks, tal
inn mjög langt til vinstri, en hann
hafði verið verkamálaráðherra í
stjórn Vargas. Filho forseti var tal
inn í hópi þeirra, sem vildu hindra
valdatöku Kubitscheks. Til þess
kom þó ekki, því að herinn skarst
í leikinn undir forustu Lott hers-
höfðingja og vék Filho og fylgis-
mönnum hans frá völdum með
þeim forsendum, að ekki mætti
hindra valdatöku Kubitscheks. —
Hann mun því taka við forseta-
embættinu 31. þ. m., eins og lög
gera ráð fyrir.
Juscelino Kubitschek verður 54
ára gamall í septembermánuði
þessa árs. Hann er kominn af
tékkneskum innflytjendum. Hann
missti föður sinn ungur. Móðir
hans, sem var kennslukona, ákvað
eigi að síður að láta hann ganga
menntaveginn, þótt hún ætti örð-
ugt með að kosta hann til náms.
Sjálfur byrjaði hann að vinna fyr-
ir sér strax og hann fékk aldur
til og vann í nokkur ár sem sím-
ritari, jafnhliða náminu. Hugur
hans hneigðist að læknisnámi og
lauk hann góðu læknisprófi 25
ára gamall. Hann stundaði síðan
framhaldsnám í París, Berlín og
Vín. Eftir heimkomuna settist
hann að í Belo Horisonte, sem er
höfuðborg fylkisins Minas Gerois,
en í því er Kubitsehek fæddur og
uppalinn. Hann lagði aðallega fyr-
ir sig skurðlækningar og var
brátt talinn með færustu skurð-
læknum í Brasilíu.
Kubiíschek hafði lítið gefið sig
að stjórnmálum á námsárum sín-
um. Pólitískur áhugi hans vakn-
aði fyrst að ráði eftir valdatöku
Vargas. Hann hreifst af umbóta-
stefnu þeirri, er Vargas markaði
sér upphaflega, og þó einkum því
atriði hennar að vinna að bættum
ir um staðsetningu stórbygginga
í „miðbænum“ ætti að taka, fyrr
en slíkur uppdráttur liggur fyr-
ir. *
Verði bygging miðbæjarins
ekki miðuð við slika heildar-
mynd, þá renna allar umbótatil-
raunir í umferðarmálum út í
sandinn.“ (Leturbr. Tímans.)
Það, sem hér er haft eftir um-
ferðarverkfræðingnum, eru vissu-
lega engin ný sannindi, heldur hef-
ir þessu verið lengi haldið fram af
andstæðingum bæj arstj órnarmeiri-
hlutans. Hann hefir hinsvegar enn
ekki fengizt til að taka þær til
greina. Ástæðurnar eru einfaldar
og augljósar. Gæðingarnir, sem
eiga lóðirnar í miðbænum, græða
á skipulagsleysinu, og aðrir út-
valdir gæðingar fá að byggja þarna
stórhýsi, sem eru í algeru ósam-
ræmi við þá skipan, sem koma
þarf. Morgunblaðshöllin er bezta
dæmið um þetta, því að hún hefði
aldrei verið leyfð á þessum stað,
ef nokkurt skynsamlegt tillit hefði
verið tekið til skipulags bæjarins.
Það er vissulega kominn tírni til
þess, eins og Ásgeir Þór Ásgeirsson
segir, að skipulag miðbæjarins
verði ákveðið með þarfir bæjarfé-
lagsins fyrir augum. En það er líka
jafnvíst, að úr því verður ekki með
an flokkur sérhagsmunamannanna
ræður bænum. Öngþveitið í um-
ferðar- og skipulagsmálum mið-
bæjarins er aðeins lítið sýnishorn
þess, sem hlýzt af því að láta flokk
sérhagsmunaaflanna ráða bæjar-
félaginu.
kjörum landbúnaðarverkafólksins.
Niðurstaðan varð því sú, að hann
lagði læknisstörfin á hilluna og
gaf,s:sig ajveg .að,;;Stjórnmálum. —
Fyrst varð hann fulltrúi ríkis-
stjórans í Minas Ge'rois, en
síðan þingmaður og þar næst bæj-
arstjóri í Belo Horisonte.. Að lok
um var hann ^kosinn ríkisstjóri
í Minas Belois.. t I
Kubitschek gat sér mjög gott
örð sém borgarstjóri og ríkisstjóri.
Stjórn hans var bæði röggsöm og
umbótasinnúð. Iíann beitti sér fyr
ir. margháttuðum verklegum fram
förum og várð vel ágengt á því
sviði. Jafnframt vak hann forgöngu
m'aður ýmissa merkra umbóta á
sviði skólamála, heillyigðismála
og annarra félagsmáía. Hann kom
fram jnörgum endurbótum á kjör-
úm þeifra stctta,. sem verst voru
settar,. ■*> - -
Eftir fráfall Vargas ríkti bæði
óhugur og óeining í Iiði hans.
Vargas hafði gnæft svo yfir alla
aðra, að en^inn þótti í fyrstu sjálf
sagður til að taka upp merki hans.
Brátt þóttust menn þó komast að
raun um, að " Kubitschek væri
manna vænlegastur til að taka
upp merki ’hans.*.1 Hann var því
kjörinn forsetaefni sósíaldemó-
krata og varð sigursæll ,eins og
áður er rakið .
Það starf, sem bíður Kubitsch-
e’Ivs sem’ fórseta, ér bæði marghátt
að og vandasamt,- Hann þarf að
halda áfram hylli lágstéttanna, er
studdu hann til valda, og hann
þarf einnig að vinna sér traust
hersins, sem hefír tryggt valda-
töku hans. Til~þess að fullnægja
þessu hvorutveggja þarf stjórn
In að vera úmbótasöm, en þó
ekki byltingasinnuð, og henni þarf
að takast að koma fram miklum
verklegum umbótum, svo að bætt
nýting náttúruáúðæfanna skapi
möguleika ' fyrir bætt lífskjör.
Kubitschek er v,el ljóst, að allt
veltur þetta mikið á því, að hann
geti fengið nóg af erlendu fjár-
magni til að tryggja hinar verk-
legu framfarir. Hann hefir því
tekið.^ér ferð k hgndur í þessum
manuði til Bandaríkjanna og
helztu landa Vestur-Evrópu. Hann
mun koma heirn úr þessu ferða-
lagi rétt áður en hann tekur við
forsetaembættinu. Tilgangurinn
með þessú ferðalagi er sá að vinna
honum og væntanlégri stjórn hans
tiltrú stjórnmálamanna og fjár-
málamanna í þessúm löndum. —
Kubitschek hefir margsagt í þessu
ferðalagi,að stjórn hans muni kapp
kosta að hagá stefnu sinni þannig,
að talið verði álitlegt að ávaxta
erlent fjármagh í Brasilíu.
í ræðum þeim, sem Kubitschek
hefir haldið í þessu ferðalagi, hef
ir hann gert nokkura grein fyrir
væntanlegri stjórnarstefnu sinni.
Hann segist muni leggja mikla á-
herzlu á verklegar framfarir, því
að þær séu undirstaða annarra
framfara. Jafnframt muni hann
reyna að koma fram ýmsum fé-
lagslegum 'utnbóíum og þó eink-
um á kjörum þeirra, sem séu verst
settir. Hann segist hins vegar ekki
hafa þjóðnýtingu né aðrar slíkar
gerbreytingar á efnahagskerfinu í
huga. Hann segist ætla að kapp-
kosta að tefla fram sem flestum
ungum mönnum og tryggja þann
ig aukinn áhuga hinnar uppvax-
andi kynslóðar fyrir framförum
lands og þjóðar.
Þá leggur hann áherzlu á, að
stjórn hans sé ekki háð konunúu-
istum og hann hafi ekki beðið
um stuðning þeirra.
Fyrirfram er erfitt að spá um
það, hvernig Kubitschek muni tak
ast hið vandasama starf, er bíður
hans. Dómar um hann eru yfir-
leitt á þá leið, að hann sé maður
gæfulegur og því líklegur til far-
sællrar forustu. En allir játa, að
vandinn sé mikill, er bíður hans.
Því er jafnframt óhikað haldið
(Pramihald á 6. síðu.)
Nýlendustjórn % rj
(Pramhald af 4. gíBu).
Persa. í Uzbekistan talaði ég um
hinn mikla Tímur og menntaset-
ur hans. Ræður mínar höfðu aug-
sýnilega áhrif og var það sýnilegt,
að menn höfðu margs að minnast
— menn voru hrærðir, þegar
minnzt var á forna sögu. Það var
sýnilegt, að afl þjóðernis og forns
menningararfs má sín enn mikils
í huga og hjörtum Asíubúa. Það er
ekki þar með sagt, að bylting sé
yfirvofandi, eða að von sé tií, að
sjálfstæðishreyfingin muni mega
sín einhvers. Þeir, sem því trúa,
eru haldnir alltof mikilli ósk-
hyggju.
Með hinum miklu hreinsunum í
Mið-Asíu hefir sjálfstæðishreyfing
in misst sína beztu leiðtoga. Þess-
ar kúguðu þjóðir hafa auk þess
engar stjórnmálalegar erfðavénj-
ur, því að áður en kommúnistar
tóku völdin, voru þetta lítilsmeg-
andi lénsríki, sem lutu mongólsk-
um höfðingjum og emírum.
Hið gætna auga kommúnista-
flokksins og MVD kemur í veg
fyrir, að nýir leiðtogar rísi upp.
Kommúnistaflokkurinn í Mið-Asíu
er tiltölulega lítill — en í honum
eru reyndir og miskunnarlausir
menn. Leynilögreglan er líka á
hverju strái og hefir hún jafnt her
sem vopnaða lögreglumenn til um-
ráða. Leynilögreglan hefir skrið-
dreka, flugvélar og fótgöngulið, og
er herafli þessi dreifður um ÖH
löndin, þannig að t. d. aðeins í Kaz-
akhstan eru um 200 stöðvár lög-
reglunnar. Eru stöðvar þessar
tengdar með símum, loftskeytum
og útvarpi. MVD hefir ekki aðeins
undir sinni stjórn einkennisklædda
lögreglumenn, heldur einnig heila
herdeild af óeinkennisklæddum
leynilögreglumönnum. MVD er alls
staðar. Það er fyrst og fremst
vegna þessa öfluga hers,' sem bylt-
ing í Mið-Asíu virðist vera langt
frá raunveruleikanum. England
gaf Indlandi og Pakistan frclsi og
fullveldi smám saman. Bandaríkin
veittu Filippseyingum menntun og
ýmiskonar þjálfun fyrir nokkrum
áratugum og veittu þeim síðan al-
gjört frelsi.
Rússland hefir ekkert slíkt í
hyggju fyrir hinar undirokuðu
Asíuþjóðir. Framlag vestrænna
þjóða til þjóða, sem hafa verið
skammt á veg komnar, hefir verið
fyrst og fremst á hinu stjórnmála-
lega og andlega sviði. Þetta fram-
lag er t. d. fólgið í sjálfsákvörð-
unarrétti þjóðanna, jafnrétti í kyn
þáttamálum, frjálsum kosningum,
löggjöf, hugsanafrelsi og funda-
frelsi.
Framlag Rússa til Asíubúa
er m. a. fólgið í þrælkun konunnar,
þar sem þær hafa verið skyldaðar
til að vinna erfiðisvinnu.
Sovétríkin leggja áherzlu á það
í dag að efla alþjóðasamband
kommúnista með hugsjónalegum
og efnahagslegum böndum. Þess
vegna má ganga út frá því sem
vísu, að Mið-Asíu-þjóðunum er ekki
ætlað að fá sjálfstæði, heldur á
kyrrstaða að ríkja í málefnum
þeirra. Smám saman er rússnesk-
um áhrifum þröngvað inn í lönd
þeirra. Það er verið að skapa nýja
kynslóð, sem ekki er ætlað að vita
nein skil á sögu sinni, máli og
uppruna. Skrifstofufólkið í ríkis-
báknunum hrósar Rússum fyrir
framtak þeirra, en fjöldinn er þög-
ull. En smám saman fékk ég að
vita sannleikann í málinu. Ég mun
aldrei gleyma samtali, sem ég átti
við nokkra járnbrautaverkamenn.
Þrír þeirra höfðu það starf að
ræsta til í farþegalestunum. Þeir
báru ekki túrbana á höfðinu eins
og forfeður þeirra — aðeins þung-
ar, svartar verkamannahúfur að
rússneskum sið. Þeir voru í óhrein
um, dökkum buxum og í hnéháum
stígvélum. Stígvélin voru það eina,
sem virtist eitthvað tengt forfeðr-
unum — að sjálfsögðu undantek-
inn mongólskur andlitssvipur með
stórum kinnbeinum. Ég var fyrsti
Ameríkumaðurinn, sem þeir höfðu
augum litið og þeir voru fullir for-
vitni. Þeir spurðu mikils, og að
lokum kom að mér að spyrja:
„Hvernig geðjast ykkur að stjórn
kommúnista?” spurði ég. Allir litu
um öxl til að vera vissir um, að
enginn væri nálægt, sem gæti
hlustað. Þá hvíslaði sá elzti, mað-
ur um fimmtugt með svart yfir-
skegg: „VIÐ LIFUM ÞETTA AF.