Tíminn - 31.01.1956, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.01.1956, Blaðsíða 3
TÍMINN, þriðjudaginn 31. janúar 1956. 3 25. blað. Tilkynning um birgðaskýrslur um benzín og bifreiðahjólbarða og slöngur. Svo sem fyrir er mælt í lögum frá 29. janúar 1956 um bráðabirgðabreyting nokkurra laga skulu eigendur benzíns í síðasta lagi 8. febrúar 1956 senda tollstjóra- skrifstofunni skýrslu um birgðir sínar eins og þær voru kl. 24 sunnudaginn 29. janúar 1956. Tilkynning- arskyldan tekur þó ekki til eigenda, sem eiga 300 lítra af benzíni eða minna. Þá skulu innflytjendur og heildverzlanir tilkynna tollstjóraskrifstofunni um birgðir sínar af bifreiðahjól- börðum og slöngum eins og þær voru kl. 24 29. jan- úar 1956. Tollstjórinn í Reykjavík, 30. janúar 1956. Tilkyiining um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram í Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 1., 2. og 3, febrúar þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig' fram kl. 10—12 f. h. óg kl. 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir, að þeir, sem skrá sig, séu viðbúnir að svara meðal áhnars spurningun,um: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 30. febrúar 1956. Borgarstjórinn í Reykjavík. •38« Tilkynning Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum vor- um, að frá og með 1. febrúar n. k. verður smurstöð vor við Suðurlandsbraut lokuð um óákveðinn tíma vegna breytinga. Þeir, sem viðskipti hafa haft við stöðina eru vinsamlegast beðnir að beina þeim til smur- stöðvarinnar við Reykjanesbraut (gegnt Blönduhlíð), þar sem kappkostað verður að veita þeim góða og fljóta afgreiðslu. Virðingarfyllst, Reykjavík, 30. janúar 1956. OlíyfélagiH Skeljungur I. Tilkynning Nr. 2/1956. Innflutníngsskrifstofan hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni, og gildir verðið hvar sem er á landinú: Bonzín, hver lítri......... Kr. 1,98 Sé feenzínið afhent í tunnum má verðið vera 3 \ aurum hærra hver lítri. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Ofangi’eint hámarksverð gildir frá og með 29. jan- úar 1956. Reykjavík, 28. janúar 1956. VerSgæzlustjórinn Leiðrétting Vinsamlegast bið ég yður fyrir eftirfarandi leiðréttingu: 1 Tímanum 25.1. 1956, þar sem sagt er frá framsöguerindi mínu á fundi um sjávarútvegsmál hjá Félagi Framsóknarmanna, eru tvær missagnir. Þar er sagt, að ég hafi deilt á stærstu fiskútflytjendurna fyrir að hafa aðeins opnar skrifstofur í löndum með frjálsan gjaldeyri. í erindi mínu er hvergi deilt á fisk- útflytjendur, en hins vegar las ég úr grein, er ég ritaði 1950, þar sem deilt var á stærstu innflytj endurna, fyrir að hafa aðeins skrif stofur í U. S. A., Bretlandi og Dan mörku, en hins vegar ekki haft áhuga fyrir viðskiptum við clear- ing og vöruskiptalöndin. Síðar 'í erindinu sagði ég, að á þessari af- stöðu fyrrnefndra aðila hefði orðið breyting til góðs, eða orðrétt: „í þessu sambandi er vert að geta þess, að mjög margir af inn- flytjendum hafa vaxandi skilning á þessum málum og má þar til nefna S. í. S. og ýmsa stærstu innflytjendur í hópi stórkaup- manna. Þessir aðilar hafa hjálpað okkur að koma á viðskiptum vj^ ýms lönd, og meðal annars stofn- að með okkur Vöruskiptafélagið til þess að skapa möguleika til þess að hagnýta þýðingarmikla markaði. En aðilar að þessu fé- lagi eru S. í. S., Félag ísl. stór- kaupmanna og Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna, og hefir starfsemi þess þjargað miklum verðmætum fyrir okkur og þjóðarþúið. Hins vegar hafa yfirvöld viðskiptamála, gjaldejTÍsmála og neyzluvörufram leiðendur ekki komið til móts við þessi sjónarmið, svo sem eðlilegt hefði verið.“ Þá segir í sömu frásögn: „Finnbogi Iauk máli sínu með þeirri kröfu, að allir millilið'ir svo sem hagfræðingar og aðrir lang- skólamenn yrðu fjarlægðir úr ráðuneytum stjórnarinnar.“ Ég sagði ekkert um þetta og vafalaust eru embættismennirnir í ráðuneytum stjórnarinnar mjög 6«S««SSSÍ««í«SSSSS»5SS3SSÍSSSá«5SSSSSÍSSí«5«5«««5«5SSS95S«55SSS«5S®S«l Hreinlætistæki WC tæki með P og S stútum Handlaugar, margar stærðir Einfaldir og tvöfaldir eldhúsvaskar með tilheyrandi blöndunartækjum. A. JóhanrLSSon & Smith h.f. Bergsstaðastræti 52 — sími 4616. AVASVW.W.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.1 Gerist áskrifendur að TlMANUM Áskriftasími 2323 'WWAWrtSWW.W/AWAWVVWWVWVWWWW U tbreiðsluf undur stúkunnar Þingstúka Reykjavíkur og Góð- templarastúkurnar hafa á undan- förnum vetrum efnt til útbreiðslu fundar með kvöldvökusniði hér í bænum. Auk þess sem þar hafa hæfir menn í sínum embættum, og ólíklegt, að þar yrði breytt um til batnaðar. Hins vegar átaldi ég vinnubrögð ríkisstjórnarinnar að hafa hagfræðinga og embættis- menn sem milligöngumenn milli okkar og ríkisstjórnarinnar og svo væri hún aftur annar milliliður milli þeirra og alþingismannanna, sem endanlega ættu að ráða þess- um málum í umboði þjóðarinnar. Einnig áteldi ég alþingismenn allra flokka fyrir, að þeir gerðu sér ekki nægilega far um að afla sér haldgóðrar þekkingar á höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarút- veginum. Finnbogi Guðmundsson. verið flutt erindi um hinar ýmsut hliðar áfengismálanna, fóru fram margvísleg skemmtiatriði. Sam- komur þessar voru allar mjög vel sóttar. Næst komandi miðvikudag, eða á morgun, hinn 1. febrúar, sem bindindishreyfingin hefir kjörið sér að útbreiðslu- og baráttudegi, efna þessir sömu aðilar til kvöld- vöku í Góðtemplarahúsinu, og verð ur hún með svipuðu sniði og áður. En það sem þarna fer fram að þessu sinni, er meðal annars: Stórtemplar Brynleifur Tobías- son flytur ávarp, IOGT-kórinn syng ur undir stjórn Ottós Guðjónsson- ar, Magnús Jónsson alþingismað- ur og formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu flytur ræðu, Guðmundur Jónsson óperusöngv- ari syngur, Einar Guðmundsson les upp. Þá verður sýnd íslenzk kvikmynd í litum og loks flytur Lára Guðmundsdóttir þingvara- templara kveðjuorð. Kvöldvakan hefst kl. 8,30 stund- víslega og verður í Góðtemplara- húsinu eins og áður segir og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Þingstúka Reykjavíkur.) Ú TSALA ÍJtsala Útsala Útsala Útsala Karlmannaföt kr. 375, kr. 500, kr. 675, kr. 775, kr. 975. Karimannafrakkar kr. 375 og kr. 475. Karlmannabuxur kr. 190. Karlmannaskyrtur á kr. 25,00, kr. 50,00, kr. 65,00, kr. 80,00. Ilærskyrtiir kr. 10,00, og kr. 12,00. Peysur kr. 8,75 kkar kr. 45,00 Kvenkápur, mjög lágt verð Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. ^SSSSSSSSS5SSSSSS3SS35SSS5SSSSS5S3SSS555SSSSSS3SS55SSSS5SSSíSS3Bí!í5SSÍS5» I eSS55S5S55555K55S55555555555S55S5555S55555SS5555S555a íSS555ríS55SS55555S5S555555555SS555555555555S5555S55SSa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.