Tíminn - 10.02.1956, Page 3

Tíminn - 10.02.1956, Page 3
34. blaS. TÍMINN, föstudáginn 10. febrúar 1956. SJ'ÖTUGUR } DAG: Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri Einn stórbrotnasti framfaramað- ur, sem þjóðin hefir átt á þessari öld, Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri, cr sjötugur í dag. í Guðmundur Illíðdal er fæddur í Gröf í Kirkjuhvolshreppi 10. febrúar 1886, sonur Jónasar Jón- assonar bónda þar og konu hans, Önnu Guðlaúgsdóttur bónda á Tjörnum á Skaga Guðlaugssonar. Að loknu námi í Latínuskólan- um, stundaði Guðmundur nám í rafmagnsverkfræði í týzkalandi og lauk prófi þar 1907. Eftir heim komuna mældi hann ýmsa fossa og fallvötn á íslandi á árunum 1907—08. Á árunum 1910—1914 var hann verlcfræðingur hjá hinu þekkta fyrirtæki Siemens í Berl- ín. Á árunum 1914—20 var hann verkfræðingur vitamálastjórnar- innar, en sá um byggingu Elliða- árvirkjunarinnar og Rafmagns- veitu Reykjavíkur á árunum 1920 •—22. Árið 1924 réðist hann í þjón ustu landsímans sem símaverk- fræðingur. Hann varð svo lands- símastjóri 1931 og hefir því gegnt því starfi í aldarfjórðung. Hann hefir einnig verið yfirmaður póst- mála síðan 1935, er yfirstjórn símamála og póstmála var sam- einuð. Hér er ekki tækifæri til að rekja störf Guðmundar Hlíðdals sem símamálastjóra. Þess má að- eins geta, að undir forustu hans hafa o'rðið hinar stórfelldustu Iramfarir á því sviði og standa ís- lendingar nú að mörgu leyti jafn- fætis þeim þjóðum, sem lengst eru þar komnar. Þetta má fyrst og fremst þakka stórhug og fram- sýni Guðmundar, jafnhliða óvenju legum dugnaði. Hann hcfir verið ótrauður að vinna að framgangi þessara mála innanlands og utan. Hann hefir þurft að sitja sem fuiltrúi íslands á fjölmörgum al- þjóðlegum ráðstefnum og átt rík- an þátt í að'vinna íslendingum þá tiltrú, að þeim hafa verið falin hin mikilvægustu störf á sviði al- þjóðlegs samstarfs um símamál. , Guðmundur hefir jafnframt þessu haft mörg fleiri járn í eld- inum, einkum á - yngri árum. Þá var liann meöal stofnenda ýmissa atvinnufyrirtækja, eins og h. f. ísaga, h. f. Hreins, Nýja slippfé- lagsins, Flugfélags ísiands o. s. frv. og átti sæti i stjórnum þeirra. Hann sá um byggingu tveggja fyrstu síldarverksmiðja ríkisins 1930—31 og 1934—35, um skeið átti hann sæti í stjórn verksmiðj- anna. Hann var ráðunautur ríkis- Etjórnarinnar um flest rafmagns- mál á árunum 1914—31, og samdi jm. a. fyrstu rafmagnsveitulögin. Hann átti sæti í stjórn Lands- smiðjunnar á árunum 1929—35. Hann átti um skeið sæti í Flóa- og Skeiðaáveitunefnd og vann þá m. a. að undirbúningi fyrstu mjólkur búanna á íslandi, Flóabúsíns og Ölíussbúsins. Þótt margt hafi nú verið nefnt, er enn margt ótaliö af verkum Guðmundar. Þess má svo loks geta, að hann hefir ritað ailmargar greinar og ritgerðir um íslenzk verkfræðimál. Guðmundur Hlíðdal hefir hlotið margs konar viðurkenningu og mörg heiðursmerki, innlcnd ’og út- lend, fyrir störf sin. Vafalaust munu þó stöi'f hans metin enn betur síðar og það því sannast um hann, sem Jónas Þorbergsson seg- ir í kveðju til hans liér á eftir, ,,að framtíðin muni veita honum því- lik eftirmæli, að ekki veröur á betra kosið“. manna eigi aðeins hið merkasta heldur og jafnaðarlega hið örðug- asta, er þeir upp á dag og stund verða að hverfa frá verkum sín- um, unnum og óunnum, oftiega í fullu fjöri og fella hendur í skaut eða leita sér nýrra úrræða um að láta dagana líða við hugþekk nyljastörf. Þú ert einn af liðsmönnum alda mótakynslóðarinnar, fæddur 1886 og þú hefir tekið ríkan þátt í því ævintýralega og stórmikla starfi, er sú kynslóð hefir hrundið fram til viðreisnar landi og þjóð á fyrri hlula þessarar aldar. Þú komst snemma til verks. Aðeins 21 árs gömlum voru þcr falin fyrstu trún aðarsíörf í verkfræði. Vegna góðr ar þekkingar þinnar, áhuga og öt- ulleika í starfi liafa þér verið fal-' in fieiri opinber trúnaðarstörf en nokkrum öðrum manni undan- gengna rúmlega fjóra áratugi. Það hygg ég og mála sannast að allt frá árinu 1935 hafi enginn embætt ismaður á íslandi verið meiri störfum hlaðinn en þú, né gengt störfum sínum af meiri kostgæíni. — Ég get því nærri, að er þú nú á næstunni skiiar af þér embætti, mun þcr virðast, að harla margt í verkahring þínum sé enn óunnið en sem þú hefðir viljað hrinda fram. Þó munt þú mega vcl viö una. — Samtíð manna er reyndar jafnaðarlega tómlát um viðurkenn ingu afreksverka. En framtíðin mun láta sér skiljast, að þú hefir Afmæliskveðja til Guðmundar Hlíðdal . Kæri Guðmundur Hlíðdal! í dag stígur þú yfir aldursmark það, sem löggjafarþingið liefir sett um hæfni manna eða öilu heldur ólræfni, til þess að gegna opinberum embættum. Verða þar um jafnan sárfáar og litlar und- antekningar. — Sjötugsafmælið verður í lífi opinberra starfs- ekki legið á liði þínu og hún mun veita þér þvílík eftirmæli, að ekki verður á betra kosið. Nú var það raunar ekki aðal- erindi mitt við þig í dag, að rita starfssögu þína né afrekaskrá, held ur hitt, að þakka þér löng kynni, og mikla vináttu þína og konunn- ar þinnar, Karólínu Þorvaldsdótt- ur frá Þorvaldseyri, í garð okkar hjóna. — Haustið 1931 kom ég með öllu óreyndur í embættis- rekstri, í sambýii við þig í lands- símahúsinu við Austurvöll. Þurfti ég oft til þín að leita um rýmkun húsnæðis fyrir útvarpið. Tókst þú' vanda mínum jafnan með þeim skilningi, vinsemd, ljúfmennsku og tilhliðrunarsemi, sem framast var unnt að kjósa, enda þótt þú byggir sjálfur við þvingandi þrengsli í embætti þínu. — Þessi einstaka vinsemd þín varð mér mikil uppörfun og auðgaði mig hlýju hugarþeli í þinn garð. Eru mér frá sambúð okkar og kynn- um um meira en tvo tugi ára all- ar minningar ijúfar og verðar þakklátssemi í binn garð. Um leið og við hjónin nú, við þetta tækifæri, óskum að votta ykk ur hjónum hugheilar þakkir okkar fyrir margar ljúfar og ánægjuleg- ar samverustundir á heimili ykk- ar, vinóttu ykkar cg tryggð, vilj- um við bera fram hjartanlegar hamingjuóskir ykkur til handa og ástvinum ykkar. Jónas Þorbergsson. Opið bréf til ríkisstjórnar Islands frá Bandalagi listamanna Reykjavík, 2. febrúar 1956. er samanburður við aðstöðu bók- mennta og bókainnflutnings ís- landi til minnkunnar frá menning arlegu sjónarmiði. 4) Tvísköttun. íslenzkir höfund- ar og listamenn verða erlcndis að greiða hærri skatta af tekjum sín- um þar en innlendir menn og auk: þess fullan skatt hér á landi a : þeirri upphæð, sem þeir fá hing- að frá öðrum lcndurn. Lagfæring á þessu hefir ekki fengist, nema :i einstaka tilfellum. Sagt er að sum ir höfundar fái þannig aðeins 10 —20%- af sínum raunveruiegu ei ■ lendu tekjum útborgaðar í heima- landi sínu. 5) Endurgjaidslaust eignarnán Hagnýting og útbreiðsla æðri hug smíða, einkum tónsmíða, tekur of : áratugi þar til verulegur arðuí fæst. Útgáfufyrirtæki kaupa þo stundum verkin með tilliti til þesí að um varanleg verðmæti sé afi ræða, og kaupverðiö miðast þá vii lengd höfundaréttarins eftir iá: höfunclar, sem er venjulega 50 ár. Að þessum tíma liðnum er hö) ■ undarétturinn samkvæmt vafasörr. um lögum tekinn endurgjaldslaust eignarnámi til frjálsrar hagnýtinf • ar almennings, og má nærri get;. að hér er um stórfé að ræða, e:: meta skyidi til petiinga. 6) Tap á 56 ára vernd .íslenzkro, hugsmíða í Bandaríkjunum. Öll ís: lenzk hugverk, sem út hafa komið og ekki hafa fengist lögskráð ti: verndar í Bandaríkjunum eð; vernduð með milliríkjasamningi geta ekki fengið vernd framvegis þar í landi, enda þótt milliríkja- samningur (Genfarsaniþykktin; gangi í gildi milli landanna um. verk, sem út koma eftir undir skrift Genfarsamþykktarinnar, sem. nú er væntanleg. Það mun koma í ijós, á næstu 56 árum, hve miklu fjárhagstjóni íslenzkir höfundar og erfingjar þeirra hafa orðið fyr ir með drætti málsins allt síðan 17. júní 1944, og ekki verður hjá því komist að íslenzkir höfunda rétthafar muni fyrr eða síðar fara (Framhald á 6. síðu.) ¥örtifesísiiéraféEagi'ð Þréttur: FraoilialdsaðdlfMÍur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi fé- lagsins sunnudaginn 12. þ. m. kl. 1,30 e. h. DÁGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna, þar sem á- ríðandi mál er á dagskrá. Stjórmn. *$SSS5S555555$5$$SS53555535555SSS55555S5SS55555$33353S5S5S5553«S$SS5«K« Viittiid iituttefta að liíbrei&slu T Í M A N S Með^tilvísun í bréfi Ba'ndalags íslenzkra listamanna dags. 15. nóv. s. 1. varðandi niðurfellingu skatts og útsvars á listamannastyrki í samræmi við erlendar venjur, leyf um vér oss hér með virðingar- fyllst að vekja eftirtekt ríkisstjórn ar íslands á því, sem hér segir: Ilöfundarnir (hvers konar list- greinum sem þeir tilheyra) eru eina stéttin, sem er á margan hátt reiðubúin til að leggja allt á sig til að vinna sín verk án greiðslu vinnulauna og án trygg- ingar fyrir nokkrum arði. Þeir eru einnig fúsir á að leggja fram það fé, sem þeim áskotnast fyrir önn- ur störf, í koslnað við að skapa sín listaverk. Þessi kostnaður er oft mjög mikiil og þannig háttað- ur að erfitt reynist að draga hann frá við skattfi’amtal, cnda hafa listamenn ekki iag á slíku með svipuðum hætti og aðrir óháðir atvinnurekendur svo sem iögfræð- ingar, læknar o. fl. Þegar höfund- arnir svo hafa skapað sín verk, þá verða þeir oft að kosta stórfé til að koma þeim á framfæri, — stundum án sýnilegs árangurs i iangan tíma. Af þessum ástæðum er því t. d. slegið föstu af yfirvölclunum í Frakklandi, aö við skattframtal höfunda og annarra listamanna, sem þurfa að leggja fé í risnu, auglýsingar o. fl., skuli draga 40% frá sem' koslnað vegna starfsins án þess að sérstaklega sé gerð grein fyrir þeim kostnaði. Á ís- landi er eingöngu ieikurum Þjóð- leikhússins leyfður þess háttar frá dráttur. Með tilvísun í framangreindar ástæður leyfum vér oss að fara þess enn á leit, að hæstvirt ríkis- stjórn hlutist nú til um að regl- ur séu settar um álagningu skatta á höfunda og iistamenn. Aðrar stéttir og atvinnugreinar eru studdar með stórframlögum, en opinber aðstoð við listamenn er ekki mikil samanborin við þau og samanborin við starfsátök lista- manna og framlög þeirra til al- mennings. Þessu til áréttingar fyigir hér mcð skýrsla um þessi framlög listamanna. Að lokum viljúm vér leyfa oss að benda á þá staðreynd, að al- menningur er yfirleitt fylgjandi fullum stuðningi yfirvaldanna við listamenn. Augljóst er, að þjóðin elskar og virðir sína listamenn og er þakklát fyrir framlög þeirra. Hún fagnar aðgerðum ríkisstjórn- ar og Alþingis þeim til stuðnings. Virðingarfyllst, Bandalag íslenzkra listamanna e.u. Jón Leifs, formaður. Til ríkisstjórnar íslands, Reykjavík. Framlög höfunda og listamanna til ríkissjóðs og almcnnings: Ef borin eru saman skiiyrði efnalegrar framleiðslu og and- legrar, virðist nauðsynlegt að gei'a sér grein fyrir þeim fjárhagslegu verðmætum, sem höfundar og listamenn raunvorulega skapa fyr- ir almenning og ríkissjóð, auk þeirra beinu og óbeinu opinberu skatía, sem þeir grciða til jafns við aðra menn. 1) Ríkisútvarp íslands hefir nú um 11 milljónir króna í árstekjur, og má segja, að listamenn og höf- undar og verk þeirra skapi að mestu leyti þcssar tckjur, enda hefir útvarpið iíka fallizt á að end urgreiða höfundunum eitthvað af arðinum. 2) Skemmtanaskattinn skapa listamenn og höfundar með vinnu sinni og verkum, en skatturinn var 1954 nálægt 5 milljónum króna. Hluti af skattinum er að vísu not- aður til stuðnings lciklistinni, fyr ir túlkendur, og til húsbygginga, en hin eiginlcga framleiðsla hug- smíða og einkum tónsmíða nýtur ckki góðs af þeim tekjum, er hún sjálf hefir skapað. 3) Tollar af hljómplötum og hljóðfærum ásamt bátagjaldeyris- álagi, sem nam árið 1954 alls um 1.250.000 krónum, renna ekki til stuðnings tónlistinni í landinu, og Grindi um ísland Þann 30. janúar s. 1. hélt blaða- maðurinn Alfred Joachim Fischer crindi um ísland í danska útvarp- ið, sem hann nefndi „Alþjóðleg- ur blaðamaður á íslandi." Fyrir lesarinn talaði á þýzka tungu. Hann lýsti mikilli hrifningu sinni á hinu unga íslenzka ríki, bcnti á góða afkomumöguleika, framúr skarandi skóla og fullkomnai. menningarstofnanir. Frá sjónai' miði ferðamannsins gaf hann lýs ingu á sambúð íslendinga og ame ríska varnarliðsins, sem hann á leit v’era nokkuö þvingaða, sérstal; lega vegna einangrunar hermann- anna á Keflavikurflugvelli svo ac segja steinsnar frá nútímaborg inni Reykjavík, sem hefði upp ; margs konar lystisemdir að bjóð; leikhús, kvjkmy.ndahús, danssta'o,, og ekki mætti gleyma, að þar væi . að finna fegurstu stúlkur heims ins. Hann ræddi sambánd ísland:: og Norðurlandanna, sérstakleg; Danmerkur, og kvað það fara :. vöxt með hverju ári. Að lokum skýrði hann hernac ■ arlegt mikilvægi íslands vegn; legu þess, og benti á, að bæð Rússar og Ameríkumenn hefðu á huga fyrir þessari ey, sem ligguj’ svo að segja miðja vegu milll Moskvu og New ork. Hann kva'c, íslcndingum vera þetta ijóst, og því héldu þeir fast við hlutlcysi sitt og sjálfstæ'ði. — Aðils.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.