Tíminn - 10.02.1956, Page 6

Tíminn - 10.02.1956, Page 6
TÍMINN, föstudaginn 10. febrúar 1956. 34. blað. RÓÐLEIKHÚSID Góði dátinn Svæk Sýning sunnudag kl. 20. Næst síSasta stnn. Jónsmessudraumur Sýning í kvöld kl. 20 MaSur og kona Sýning. laugardag kl. 20 AOgöngumiSasala opin frá kl. 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyr- lr sýningardag, annars seldar öðrum. t SAL0ME Amerísk stórmynd í Techni- color. Áhrifamiklar svipmynd- ir úr biblíunni, teknar í sjálfu Gyðingalandi með úrválsleikur- um. Enginn gleymir Ritu Hay- worth í sjöslæðudansinum. — Stórkostleg mynd, sem allir verða að sjá. — Aðalhluterk: Rita Hayworth, Stewart Granger, Charles Laughton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. ► ♦ <■» BÆJARBÍÓ — MAFNAPFARÐl - Kærleikurinn er mestur ítölsk verðlaunamynd Leikstjóri: Roberto Rossolini Nýjasta kvikmynd Ingrid Bergman Myndin hefir ekki verið sýnd hér á landi áður. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. I TJARNARBÍÓ simi 848«. Vestan Zanzibar (West of Zanzibar) Framúrskarandi spennandi brezk litmynd, er gerist í Af- ríku og fjallar um veiðiþjófa og smygl; sýnir líf innfæddra manna, hetjudáðir og karl- mennsku. — Aðalhlutverk: Anthony Steel, Sheila Sim. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO Forboftnir ávextir (Le Fruit Defendu) Ný, frönsk úrvalsmynd, gerð eft- ir skáldsögunni „Un Lettre a Mon Judge“ á ensku „Act of Passion", eftir George Simenon. Er mynd þessi var frumsýnd í Kaupmanna- höfn, gekk hún í 5 mánuði á sama bíóinu. Aöalhlutverk: FERNANDEL, Francoise Arnoul Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Danskur texti. amP€P * Rafteikningar Raflaeir — Viðeerðir Þin^holtsstræti 21 Sími 815 56 Hafnarfjarð- arbíó 9249. Regína Hin fagra og vinsæla mynd. Sýnd kl. 7 og 9. Næst síðasta sinn. , NÝJA BlO Falsljómi frægóarinnar (What Price Glory) Spennandi ný amerísk litmynd, byggð á hinu fræga leikriti „Charmaine" sem gerist í fyrri heimsstyrjöld. Aðalhlutverk: James Cagney Corrinne Calvet Dan Dailey Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. hafnarbFó Blml 6444. Ást, sem toriímir (The Shrike) Efnismikil og afar vel leikin ný amerísk stórmynd, byggð ó Pul- itzer-verðlaunaleikriti eftir Joseph Kramm Aðalhlutverk: José Ferrer sem jafnframt er leikstj. og June Allyson Mest umtalaða kvikmynd í Bandaríkjunum núna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BfO — 1475 — Ekki er ein báran stök (Behave Yourself) Fjörug og spennandi ný amerísk gamanmynd. Farley Granger Shelley Winters Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum innan 14 ára. AUSTURBÆJARBÍÖ Shanghai-múrinn (The Shanghai Story) Mjög spennandi og viðburðarík, ný amerísk kikmynd, er fjallar um baráttu Bandaríkjamanna og Kínverja í Shanghai. Aðalhluterk: Edmond O'Brien Rufh Roman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Galdra-Loftur (Framhald af 5. síðu.) meiri átök, svolítið meiri litbrigði. Ólafur reiðist, meira að segja reið ist illa. Þetta er allt of bragðdauft hjá Knúti. Góður er hins vegar leikur hans á móti Ernu. Einmitt svona hafa feimnir vinnumenn elskað, en þeir þorðu aftur að tala fullum hálsi við vini sína. Blindan ölmusumann leikur Árni Tryggvason af hreinni snilld. Gervið er ágætt. Röddin ágæt, svip brigðin í andlitinu framúrskar- andi. Maðurinn er svo starblindur sem hægt er að hugsa sér. Dótlur-dóttur ha#.s leikur Krist- ín Waage. Falleg telpa með blá augu. Hún leikur vel að vera íeim in og lofar þar með góðu, því að líklega er hún ekkert feimin í sjálfri sér. Nafngreindir sem ölmusumenn eru Valdimar Lárusson, Steingrím- ur Þórðarson, Björn Magnússon, Karl Sigurðsson, Bencdikt Bene- diktsson og Einar Ingi Sigurðsson. Vinnukonu leikur Auróra Halldórs dóttir. Leiktjöld og búningar er hvort tveggja sómasamlegt, en undarleg' eru litbrigði jarðarinnar í fjöllum Skagafjarðar, þegar rignir þar á Hólastað. Svoleiðis fjöll hef ég aldrei séð fyrr. Leikstjórn Gunnars Hansens er cins og áður sagði persónuleg og skapandi. Smekkvísi hans bregst ekki og hraði og staðsetningar er hvort tveggja gott. í heild góð sýning. S. S. Opið bréf (Framhald af 3. síðu.) fram á einhvers konar bætur fyrir það beint eða óbeint. Athugasemd: Af ofangreindu er Ijóst að lista- menn og höfundar leggja fram stórfé umfram aðra framleiðend- ur og vinnandi stéttir og að eðli- legt verður að teljast að einhver hluti þessa fjár verði látinn renna til stuðnings „andlegri fram- leiðslu“ og útbreiðslu með líkum hætti og þegar um efnalega fram- leiðslu er að ræða. Að lokum má ekki lála þess ógetið að hin „and- lega framleiðsla" íslendinga er líf- taug þjóðernisins og eina vörn ís- lenzkt sjálfstæðis út á við, eina ráðið til að afla íslandi og íslenzku þjóðerni og sjálfstæði viðurkenn- ingar og álits með öðrum þjóðum. Ferðamannastraumur (Framhald af 4. síðu.) lýsingaþjónustu veslan hafs og er hinn aukni fjöldi amerískra ferða- manna talinn því að þakka að miklu leyti. I111111111111111111111IIllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlltTlllIIIlllllll I Blikksmiðjan I [ GLÓFAXi | f HKAUNTEIG 14. — BÍMI 7*M. [ m - ■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimaiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiu e a<tur! Eru skepnurnar og heyið tryggt? aAiwrvi NNxnnsva o n^fsU: HANS MARTIN: 3 33 SOFFIA BENINGA — Þér kemur þetta ekkert við, sagði hún. — Þú ræður engu hér, bara sefur hjá mömmu. Soffía greip til hennar og hristi hana. — Snautaðu í rúmið, stelpa, og þú skalt ekki áirfast að koma hingað inn til okkar aftur fyrr en þú biður fyrirgefn- ingar. Löng þögn ríkti i stofunni eftir að telpan var farin. Soffía klæddi sig og snyrti af mikilli umhyggju. Hún sat oft framan við spegilinn og lét Siti nudda hörund sitt. Hún iök&öi leikfimiæfingar til þess að herða vöðvana. Henni var mikil unun að ástleitni Walters og aðdáun, hvort sem það kom fram í ástaratlotum hans á nóttunn eða lágværum ástarorðum. Nú var hún orðin þrjátíu og átta ára og Maríanfta átta. Það kom fyrir, að þau öll þrjú óku til Bandung til þess að skemmta sér við dans og glaum í hinu stóru CC veitingahús- um. Og það vakti ætíö nokkra eftirtekt, þegar Soffía og fylgd- armenn hennar tVeir sýndu sig. Þau voru vald, eins og Henk frændi sagði. Fegurð Soffíu virtist enn í fulluin blóma. Walt-er var grannur, dökkur að yfirbragði en svolítið farinn að grána í vöngunum. Henk var fyrirmannlegur og aðsópsmikill. Fólk benti hvað öðru á þessa þrenningu og leitaði félags- skapar við hana. Fölkið hviskraði um fyrri hjónabönd Soffíu og Walters og léttúð og ástarævintýri Henks. Þetta vissu þau öll þrjú, og þau brostu að. Walter, sem nú sneri aftur til skenimtanalífsins eftir margra ára hlédrægni, undraðist það með sjálfum sér, hve vel honum gazt að því. Það var greinilegt, að betri tímar fóru í hönd. Það komu aftur flutningabílar að taka vörur úr fullum geymsluhúsum. Soffía fylgdi Walter oft á eftirlitsferðum hans um ekrurnar, og hún kynnti sér gerla, hvernig teiö var ræktað. Sú ræktun var einfaldari en sykurræktin. Og svo leið að því, ,að festarveizlan skyldi haldin, slamatan með drykkju mikiiii og flugeldum til gleði fyrir allt þjónustu- fólkið. — Nú verðið þið að kynnast Soffíu og Walter vel, sagði Henk frændi við fólkið. því að fallióg frá, taka þau við öllum ráðum hér. Þetta varð löng og þreytandi veizluferð milli allra stöðv- anna. Svo leið tíminn. Þau voru gift, og starfið hélt áfram. —• Þetta gengur allt betur, sagði Henk frændi. — Hver á að fara fyrst í leyfi til Hollands? spurði Soffía. — Leyfi? sagði Henk undrandi. — Ekki fer ég. Hvaða erindi ætti ég til Hollands? Ég þekki þar engan lengur. En þú átt son þar, Walter. Heimsækið þið hann. Þú hefur ekki séð hann í fimm ár. Og Soffía verður að kynnast honum. Ég skal ann- ast allt á meðan. Ég bjarga mér einhvern veginn. Og dag nokkurn í„april stigu#þau um borð í farþegaskipið Priok. - -ý Þegar þau óku um-inorguninn inn í Batavíu, hugsaði Soffía til þess með undruiy að hún hafði ekki komið í þessa borg í þrjú ár. Nú minntisi hún kvöldsins, er hún hafði skemmt sér hér með Henk íræiida þegar hún kom hingað til Austur- India. y': . — Walter, við skulum ganga út í garðinn. Þar var dásam- lega fagurt, og þau nutu veðurblíðunnar í ríkum mæli, áður en þau settust að mi$iegisverði. Að því loknu óku þau ásamt Mariönnu og Siti tuSskips. Þjónustufólkið haföi þegar komið farangri þeirra um fTofð. Enn gekk hún á eftir þjóni til klefa síns á miðþiljurrf. N||%inn hún að Walter gekk á eftir henni, oð það veitti hennj5iáryggiskennd. Siti hafði búið sem bezt um þau í klefanum, og nú grét gamla konan, er hún átti að að skilja við mæðgurnar. — Ekki gráta, Siti. Við komum aftur eftir nokkra mánuði. Gætið nú heimilisins vel á meðan, sagði Soffía. Henk frændi sat niðri í veitingasal á skipinu og hressti sig á vínglasi, meðan hann beið þess að þau kæmu að kveðja hann. Hann óskaði þeim góðrar ferðar og góðrar heimkomu. Og svo var blásiö til brottferöar. Skipið leið frá hafnarbakkanum, og brátt sneri það stefni frá landi. — Vertu sæl, Java. Ég kem brátt aftur, sagði Soffía við sjálfa sig og þrýsti handlegg Walters, þar sem þau stóðu saman við borðstokkinn. Maríanna hafði þegar fundið leiöina til barnaleiksvæðisins. En nú komu ný vandmál til sögunnar. Maríanna.hafði van- izt svo miklu sjálfræði, og þegar í stað reyndi hún að setja sig á háan hest gagnvart öðrum börnum og var mjög ráðrík, og þetta gekk svo, þangað til snarráð telpa, dökk á brún og brá, gaf heni tvo vel úti látna kinnhesta. Þá fór Maríanna að gráta og hljóp til möður sinnar. Maríanna hefiu aldrei fengið kinnhest, hugsaði Soffía með sér, en kannske hefjr hún gott af þessari ráðningu. Hún háttaði telpuna þegar í stað. Walter sagði brosandi. — Hún mun vafalaust fá fleiri ráðningar þær þrjár vikur sem hún verður hér á skipinu. — Hún lenti aldrei í vandræðum í skólanum í Bándung, sagði Soffía. — Líklega hefur hún ætíð fengið vilja sínum framgéngt þar. Hún hefur búið við of mikið eftirlæti. —Ég held, aö ég hafi átt meira eftirlæti að fagna í minu ungdæmi, sagði Soffía. — Þá hefur þú vafalaust lent í árekstrum, þegar þú komst í skóla í Hollandi. — .Já, svaraði hún hugsandi. — En ég var rólyndari, ekki svona ráðrík. Ég lenti aðeins í árekstrum.vegria þess, að mér

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.