Tíminn - 22.02.1956, Side 2
2
TÍMINN, miðvikudaginn 22. febrúar 1956,
miiiiiniiimmiiiiiimiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimimiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiniimimimimiiiiiiniiHiim
) ÞjóSvarnarmemi á bak við stúlkur I
j Þjó8varnarmenn að baki stúlkna [
Tj'KJÁLS ÞJÓÐ birtir í seinasta tölublaði rammaklausu \
A um það, sem biaðið kallar „landvörn hornfirzku =
stúlkiianna". Virðist blaðið vera að biðla til hornfirzkra \
kvenna, en biðlar byrja vanalega á því að slá gullhainra. E
Senniiega eru Þjóðvarnarmenn að burðast við að reyna að j
undirbúa framboð austur þar. Svo þegar þeir uppgötva, að . §
þeir koma ekki fram framboði, reyna þeir nú að biðla til |
stúlknanna og etja þeim fram á orrustuvöli stjórnmálanna. i
Sannleikurinn um fyrirkomulag ailt og sambúð milli i
varnarliðsmanna og heimamanna í Hornafirði er sá, að dr. j
Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra og samstarfsmenn \
!. hans, hafa gengið vel frá öilum samningum. Þannig, að það I
j hefir mælzt ákaflega vel fyrir heima í héraði. Þess ber einnig j
að geta, að varnarliðið hefir skilið nauðsyn þessa og sýnt góða 5
samvinnu í þessum efnurn.
Hins vegar hafa heimamenn í I|prnafirði séð, að sögu- j
burður þeirra Þjóðvarnarmanna í sambandi við varnarliðið er j
meira miðaður við, að slá sér atkvæði út á hann, en að leita j
sannleikans. Áður en byrjað var að starfrækja radarstöðina 1
á Stokksnesi sögðu Þjóðvarnarmenn Hornfirðingum og öðrum j
j sögur af því hvernig það myndi verða, þegar varnarliðið I
j kæmi austur þar. Það myndi ólíft í héraði fyrir yfirgangi j
og átroðningi þeirra varnarliðsntanna. Þegar nú Hornfirðing- j
j ar sjá með eigin augum, hvernig að þessum málum er unnið, j
dettur botninn úr Þjóðvarnarhetjunum. Þeir sjá nú, að Hom- j
firðingar trúa ekki spámönnum þeirra. Væri betur, að fólk j
úti uin landið gæti staðreynt söguburð Þjóðvarnarmanna eins j
j og Hornfirðingar. j
Þegar nú hetjurnar sjá, hvernig komið er reyna þeir að j
skýla sér bak við stúlkumar. Ekki er nú stórmannlega farið að. j
*■ 5»
ItHnHIIIMIIIIIIIIIIIIHIinilltlllllHIHHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllllllllHHHHIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIHHIHII.
Feríaskrifstoían
(Framliald af 1. síðu.)
justan hafs og vestan verður efnt
:il sýninga á íslenzkum listmunum
i Vesturheimi í Winnipeg og ef til
/ill víðar. Vinnur- Þjóðræknisfélag
íslendinga og fleiri aðilar íslenzkra
télagasamtaka í Vesturheimi nú að
oessu máli. Auk þess er ráðgert að
íslenzkt listafólk verði með i för-
inni til að koma fram á mann i
fundum íslendinga vestra.
Hafa Þjóðleikhússtjóri og út-
varpsstjóri þá hlið málsins til at-
hugunar. Þorleifur Þórðarson,
torstjóri Ferðaskrifstofunnar fór í
vetur til Winnipeg og vann þá að
undirbúningi þessa máls. Er mik-
ilsvert frá þjóðræknislegu sjón-
armiði að þessar skiptiferðir geti
komizt á, enda allt of lítið gert að
því að efla kynni milli íslendinga
austan hafs og vestan.
Skemmtiferð til Rússlands.
í fyrsta sinn gefst íslending-
um nú kostur á því að fara í
skemmtiferð til Rússlands. Hef-
ir Ferðaskrifstofan gert samning
við rússnesku ferðaskrifstofuna
um það efni. Verður uin að velja
nokkrar mismunandi ferðir frá
Leningrad, og er minnsti dvalar-
kostnaður í Rússlandi um 200 kr.
á dag, og er þá reiknað með
ferðalögum. Hægt er að velja um
ýmsar ferðir, og eru þær með
breytilegu verði, eftir því hversu
mikinn munáð ferðamaðurinn
vill veita sér.
Auk þessara ferða til Rúss-
lands og Ameríku efnir Ferðaskrif
stofan til hópferða með svipuðu
sniði og undanfarin ár um megin-
land Evrópu og Norðurlönd.
Sagði Þorleifur, að enn sem fyrr
væri lögð á það áherzla að hafa
þessar ferðir sem ódýrastar og
hagkvæmastar fyrir ferðafólkið.
Þannig mætast hópar, sem þátt
taka í löngum meginlandsferðum
til Ítalíu, lengst til Napoli, í París.
Fer annar hópurinn heim með
sömu íslenzku flugvélinni, er flyt-
ur hinn hópinn utan. Notaðir
verða góðir, íslenzkir áætlunarbíl-
ar, með öllum nútímaþægindum,
og er hér algjörlega um íslenzkar
hópferðir að ræða, sem ekki
standa í sambandi við erlendar
ferðaskrifstofur. Einnig gefur
skrifstofan fólki kost á þátttöku í
hópferðum með erlendum ferða-
skrifstofum, meðal annars til
Norður-Afríku, Spánar og Majorka.
Ódýrasta ferðalagið.
Þátttökugjald í öllum ferðunum
miðast við allt ferðalagið frá
Reykjavik og þangað aftur. Ódýr-
asta ferðin, sem skrifstofan gefur
fólki kost á í sumar, er með skipi
til Norðurlanda og er þátttöku-
gjaldið um 1800 krónur, en dýr-
asta ferðin 36 daga ferð um megin-
land Evrópu til Napoli á Ítalíu um
9.600 kr.
Ferðaskrifstofa ríkisins gefur
fólki allar upplýsingar um ferða-
lög innan lands og utan og greiðir
fyrir ferðalögum fólks, án tillits til
þess hvort farseðlar eru keyptir
hjá skrifstofunni eða ekki.
Víkingasveitir
(Framhald af 12. síðu.)
en hins vegar muni útbúnaður all-
ur verða betri og líka kostriaðar-
samari. Þá verður komið upp sér-
stökum hersveitum, sem hægt er
að senda fyrirvaralaust hvert sem
er til landa innan brezka heims-
veldisins, til að berja niður upp-
reisnir.
TómstundaiSja
(Framhald af 1. síðu.)
vinnukennari, tekið að sér kennslu
á námskeiðinu. Kenndur verður
útsaumur hekl og prjón. Kennslan
verður einu sinni í viku, á fimmtu
dögum k. 8,30—10. Námsgjald kr.
20 fyrir fjóraar vikur.
Námskeið fyrir pilta 12—16 ára
hefjast miðvikudaginn 29. febr.
k. 8,30. Kennari verður Svavar Jó-
hannesson, smíðakennari. Kennd
verður flugmódelsmíði. Kennslan
verður á miðvikudögum og föstu-
dögum og námsgjald kr. 20 fyrir
tvær vikur. Þá þurfa nemendur að
leggja til efni og er hægt að fá
það hjá kennurunum. Þeir, sem
ætla að sækja námskeiðin þurfa
að mæta í Góðtemplarahúsinu á
fyrrgreindum tímum.
W.'.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.VV.V.V.V.W.V.VV.V.VV.V.
5«
£ Ég þakka öllum, sem sýndu mér vináttu með gjöf-
■; um og árnaðaróskum á sextugsafmæli mínu 1. febr-
■; úar s. 1. — Innilegast þakka ég þó sóknarbörnum mín-
■; um fyrir það, hve mörg þeirra heimsóttu mig til að
I; handfesta vináttu sína og umvefja mig. með einlægum
"; hlýhug og gleði.
I; Guð blessi ykkur öll.
j • ÞORVARÐUR G. ÞORMAR
riv.vv.vv.vAv.vv.v.v.v.v.v.Y.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.
Kemur Kekkonen forseti Finna tii ísiands?
„Drottning víkinganna“
(Framhald af 1. síðu.)
! um að fagna í Ameríku og mætti
það vera íslendingum og Norð-
mönnum sameigir.legt gleðiefni, að
æ fleiri viðurkenndu nú, að það
var ekki Kólumbus, sem fyrstur
fann Ameriku, heldur Leifur
heppni. Hann fæddist hérna hjá
ykkur bætti hún brosandi við, það
vita víst flestir Norðmenn, bæði í
Ameríku og annars staðar, og ég
hefi cngan heyrt neita því.
Ungfrú Teigland sagði að Norð-
menn í Ameríku vildu yfirleitt
halda við norskum siðum og efla
samtök og kynni milli hinna nýju
heimkynna og heimalandsins. Til
dæmis höldum við alltaf norsk jól
heima og borðum norskan mat,
þegar gera skal dagamun.
Þessi mynd birtist víða í finnskum blöðum eftir forsetakjörið á dögun-
um. Hún er tekin er fyrsti maðurinn óskaði Kekkonen forseta til ham-
ingju með kjörið. Og hver er þessi matfur? Það er enginn annar en Erik
Juuranto hinn ágæti aðalræoismaður ísiendinga í Helsinki. Hann og
kona hans, sem stendur lengst til hægri, urðu-fyrst með hamingju-
óskirnar og færðu forsetahjónunum, sem standa í miðið, tólf rauðar
nellikur. Menn telja ekki útilokað, að Kekkonen forseti muni koma til
Isiands áður en langt líður og endurgjalda heimsókn íslenzku forseta-
Erlendar útvarps-
stöðvar ágengar við
Austfirðinga
hjónanna.
Frá fréttaritara Tímans
á Fáskrúðsfirði.
Ánægjiilegnr fimdiir Framsóknar-
marnia í Mýrasýslu
Framsúknarfélögin í Mýrasýslu
héldu fund í Borgarnesi s. 1. föstu-
dag. Fyrst var haldinn fundur í
fulltrúaráði, en að honum lokn-
um hófst almennur flokksfundur.
Fundarstjóri var kjörinn Jón
Steingrímsson, sýslumaður og
fundarritari Friðjón Jónsson á
Hafsstöðum. í upphafi fundarins
flutti Ólafur Jóhannesson, prófess
or, mjög fróðlega og ítarlega ræðu
um stjórnmálaviðhorfið. Síðan
voru almennar umræður. Þessir
tóku til máls: Gunnar Grímsson,
kennari, Bifröst, Geir Guðmunds-
son, bóndi, Lundum, Jóhann Guð-
jónsson, bóndi, Leirulæk, Daníel
Kristjánsson, skógarvörður, Ifreða-
vatni, sr. Guðmundur Sveinsson,
skólastjóri, Halldór Sigurðsson,
sveitarstjóri, Borgarnesi, Magnús
Kristjánsson, bóndi, Norðtungu,
Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi,
Björn Jónsson, bóndi, Ölvaldsstöð
um og Sigurður Guðbrandsson,
mjólkurbússtjóri, Borgarnesi.
Á fundinum voru kjörnir fulltrú
ar á 11. flokksþing Framsóknar-
manna, einn fulltrúi fyrir hvern
hrepp og einn til vara. Þessir
hlutu kosningu: Bjarni V.’Guðjóns
son, Svarfhóli, Friðjón Jónsson,
Hofsstöðum, Gunnar Jónsson, Öl-
valdsstöðum, Þorsteinn Jónsson,
Kaðalstöðum, Guðmundur Sverris
son, Hvammi, Magnús Kristjáns-
son, Norðtungu, Erlingur Jóhanns
son, Hallkelsstöðum og Jón Stein-
grímsson, sýslumaður.
Varamenn eru: Kjartan Eggerts
Mjög slæm hlustunarskilvrði
fyrir útvarp eru á Fáskrúðsfirði,
svo að fólk hefir haft næsta lítil
not af útvarpi upp á siðkastið, eink
um á kvöldin. Getur fólk oft tæp-
lega heyrt fréttirnar með því að
leggja eyrun við viðtækin. Það eru
erlendar útvarpsstöðvar, sem ger-
ast nú svo nærgöngular við eyru
Austfirðinga, að þeir fá ekki að
heyra í viðtækjum sínum, þegar
þeir vilja hlusta á Útvarp Reykja-
vík. j
son, Einholtum, Jóhann Guðjóns-
son, Leirulæk, Jóhannes Guð
mundsson, Ánabrekku, Ir.gvar
Magnússon, Hofsstöðum, Ólafur
Þórðarson, Brekku, Ásmundur Ey-
steinsson, Högnastöðum, Þorvald-
ur Hjálmarsson, Háafelli og Jón
Guðmundsson, trésm., Borgarnesi.
Síðar verður greint frá kjöri.Fé-
lags ungra Framsóknarmanna, en
þeir munu kjósa þrjá fulltrúa.
Fréttir frá landsbyggðinni
Akureyringar æfa sig
á skautum á Yest-
mannsvatni
Akureyri í gær.
Skautamót Akureyrar átti að
vera sl. sunnudag en vegna hlý-
indanna gat ekki af því orðið. —
Ekkert skautasveil í næsta ná-
grenni. Skautamenn tóku það þá
til bragðs að bregða sér austur í
Reykjadal og fara á skauta á Vest
mannavatni, en þar reyndist ágæt
ur ís og traustur þrátt fyrir hlý-
viðri síðustu daga. — Einmuna
veðurblíða er hér í dag er fjörð-
urinn hvítur í logni og sólskini.
Kvennaskólamey j ar
frá Löngumýri
heimsækja Akureyri
Akureyri í gær.
Um helgina komu hirígað 32
námsmeyjar frá Kvennaskólanum
á Löngumýri í Skagafirði, undir
leiðsögu skólastjórans, Ingibjargar
Jóhannsdóttur og kennara skólans.
Tók Kaupfélag Eyfirðinga á móti
gestunum óg greiddi götu þeirra.
Námsmeyjarnar skoðuðu iðnarfyr-
irtæki SÍS og KEA á Akureyri,
einkum Gefjuni og Iðunni og
Heklu. Auk þess skoðuöu þær bæ
inn.
Góður afli
á Grímseyjarsundi
Hrísey í gær.
Þrír dekkbátar 7-—8 lesta róa út
á Grímseyjarsund og afla vel, 3—-
4 lestir í róðri og þykir það góð-
ur afli hér á þessum tíma. Fiskur-
inn er fremur smár og fer til
herzlu og í salt.
Otför Páls Friðfinnssonar
úterðarmanns í gær
Dalvík í gær.
í gær var jarðsettur að Upsum
í Svarfaðardal Páll Friðfinnsson
útgerðarmaður í Dalvík, kunnur
borgari, er lengi liafði stundað út-
gerð í Dalvík og viðar.
Fjölmennt skíöa-
námsskeið í Dalvík
Dalvík í gær.
Fjölmennt skíðanámskeið stend-
ur yfir hér þessa dagana og kenn-
ir Jónas Ásgeirsson skíðakappi frá
Siglufirði. Nægur snjór er í fjalls
hlíðum þótt autt sé aö kalla á lág
lendi.
LoÖnu aftur vart
viÖ Hornafjörð
Hornafirði, 21. febr, — Bátar
fengu nær eingöngu ýsu í róðrin-
um í nótt, og þykir‘það benda til
þess að þorskurinn sé kominn í
síli. Urðu menn varir við loðnu
úti fyrir firðinum og var þorsk-
urinn þar uppi í sjó. Vona menn,
að loðnan komi aftur inn í fjörð-
inn. AA.
Líklegast aí reyk-
háfurinn hafi sprungiÖ
Kópaskeri, 21. febr. — Samkv.
athugunum, sem fram hafa farið
á því, hver líklegasta orsökin til
þess, að kviknaði í íbúðarhúsinu
á Blikalóni á dögunum, liallast
menn helzt að því, að kviknað
hafi í þekjunni út frá reykháf. Er
þess helzt getið til, að reykháfur-
inn hafi sprungið í ofsarokinu um
daginn og neistað þar út.
Hér er einmuna blíða og leysir
snjóa. Ófært er þó bifreiðum til
annarra liéraða, bæði upp yfir
sand og að sjálfsögðu yfir eykja-
heiði. Flugvöllurinn er ófær, svo
að líti ðer um samgöngur. Þ.B.
Sæluvika Skagfiríinga
hefst 11. marz
Sauðárkróki, 18. febr. — Sælu-
vika Skagfirðinga hefst að þessu
sinni 11. marz og verður fjölbreytt
dagskrá sæluvikudagana. Leikfé-
lag Sauðárkróks sýnir hinn vin-
sæla sjónleik Agnars Þórðarsonar
„Kjarnorka og kvenhylli“ og verð-
ur Eyþór Stefánsson leikstjóri. Þá
sýnir Ungmennafélagið Tindastóll
3 gamanleiki, kórár syngja, erindi
verða flutt o. s. ffy. Dagskrá sælu
vikunnar verður gefin út í sér-
stöku rili.
Eftirleitir á Búrfelli
og í Þjórsárda!
Stóra-Hofi í gær. — Nýlega fund-
ust 2 kindur í Reykholti í Þjórs-
árdal og voru allvel útlítandi. f
gær voru menn að eftirleitum á
| Eúrfelli. Heimtur voru slæmar í
haust og vantaði fé á mörgum bæj-
um.
h leysfi af
Þiifgvallavaini
Þingvallasveit, 21. febr. — Veður-
blíða er hér hvern dag. Á leysing-
unum á dögunum fór ísinn af öll-
um suðurhluta Þingvallavatns, en
hann var kyrr á norðurhlutanum.
Síðan hefir skæni komið á suður-
hlutann. Lítil veiði er nú í vatn-
inu.