Tíminn - 22.02.1956, Page 4

Tíminn - 22.02.1956, Page 4
TÍMINN, niiðvikudagiim 22. febrúar 1356, Sigurvegarinn á Sfefánsmóíinu |. Ármann J. Lárusson bar sigur úr býfum í Skjaldargíimu Ármann$ I firnmta skipti, sem hann sigrar í Skialdargiímunrá en hann var aSeins 17 ára, er hann sigraði íyrst 44. Skjaldarglíma Ármanns var háð í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar föstudaginn 17. febrúar. Glímustjóri var Guðmundur Ágústs son, yfirdómari Þorsteinn Einars- son, en meðdómendur Þorsteinn Kristjánsson og Skúli Þorleifsson. Keppendur voru skráðir 12, en einn mætti ekki til leiks. Húsið var þéttskipað áhorfendum. Glímt var nú í fyrsta sinn um nýjan skjöld, sem Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður, gaf, því í fyrra vann Ármann J. Lárusson skjöld- inn til eignar. f heild fór glímumótið vel fram og var létt yfir flestum glímunum og mótinu. Hins vegar má segja (að áliti nokkurra áhorfenda), að dómarar hafi ekki verið óskeikul- ir. Þó.treysti ég mér ekki að áfella dóma þeirra, en tel þó, að þeir hafi ekki verið nógu vel á verði gagn- vart hæpnum byltum. Það mátti helzt að þessu móti finna, að þrír yngstu keppendurnir kunnu ekki stígandina nógu vel og sumir stigu öfugt, en þess ber að gæta, að þeir eru nýliðar í glímunni. tj'rslitin. Það mátti fljótt sjá í glímunni, að úrslitin myndu verða á milli þeirra Ármanns J. Lárussonar og Rúnars Guðmundssonar og hins vegar Gísla Guðmundssonar og Antons Högnasonar. í fjórðu glímu náði Ármann frumkvæðinu í keppn ih'ni með því, að leggja Rúnar. Rúnar beitti allri sinni kunnáttu við Ármann og glímdi til sigurs, en viðureign þeirra stóð stutt, því eins og leiftri brigði lagði Ármann Rúnar á gamalkunnu bragði, hreinni og fastri byltu svo snöggt, að menn eygðu það varla. Það er ekki rétt, sem birtist í einu dagblaðinu, að Ármann hefði lagt Rúnar á hnéhnikk. Hnéhnikkur heitir, þegar brugðið er hægra hné á vinstra hné og öfugt við það. Hnéhnikkur hægri á hægri er ekki til, en það stóð í blaðinu, og er það athugunarleysi hjá blaðamannin- um að leita sér ekki upplýsinga um það bragð, sem Ármann lagði Rúnar á hjá glímufróðum mönn- um fyrst hann hefir þennan áhuga fyrir glímu Ármanns, en þessi áhugi hefir áður komið fram gagn vart glímum Ármanns og Ung- mennafélagi Reykjavíkur. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Ármann J. Lárusson 10 vinn. 2. Rúnar Guðmundss. 9 — Ármann J. Lárusson leggur einn keppinaut sinn 3. Gísli Guðmundss. 7 — 4 - 5. Anton Högnason 6 — 4 - 5. Kristm. Guðmundss. 6 — 6. Hilmar Bjarnason 5 — 7 - 8. Hannes Þorkelsson 4 — 7 - 8. Trausti Ólafsson 4 — 9. Sigmundur Ámundas. 3 — 10. Smári Hákonarson 1 — 11. Hörður Gunnarsson 0 — Einstakir keppendur. Um glímumenn má segja þetta. Ármann J. Lárusson, sem lagði alla keppinauta sína, var vel að sigrinum kominn og stakk aldrei hönd niður til varnar fyrir nein- um. Ármann gekk rólegur að hverri glímu, en það má helzt finna að honum, að hann gætir sín ekki nógu vel gagnvart framkomu sumra keppenda, eins og til dæmis Trausta, sem gerðist svo hamramm ur við Ármann, að undrun sætir og er hæpið að nefna tilburði Trausta glímu, eða íþrótt. Við glímur Ármanns vöktu sér- staka eftirtekt hin háu og léttu leggjarbrögð á lofti, sem ekki hafa sést nú lengi. Þess má geta, að Ármann kom nú fram algerlega óæfður, hafði aðeins glímt þrjár Fjölsótt og vel heppnað nám- skeið fyrir unglingaleiðtoga Um síðustu helgi stóð Knattspyrnusamband íslands fyrir námskeiði fyrir unglingaleiðtoga knattspyrnufélaganna í Reykjavik, á Suðurnesjum og fyrir austan fjalL Framkvæmd námskeiðsins annaðist unglinganefnd sambandsins. Á nám- skeiðinu voru flutt erindi, sýndar kvikmyndir og sýnt skipu- lag æfinga í sal, auk þess, sem ýtarlega var farið í hæfnis- þrautir KSÍ fyrir drengi. glímur á tveimur æfingum. Hann fór úr olnbogalið í fyrrasumar og er ekki orðinn jafngóður af því enn. Vafalítið mun þetta sem að ofan segir hafa dregið úr . getu haiis, en þó bar Ármann greinilega af keppinautum sínum. Rúnar Guðmundsson stóð vel að glímum sínum og voru brögð hans hrein og vel tekin undantekning- arlítið. Ég tel Rúnar oft hafa verið jafnbetri en hann var nú. Sérstaka eftirtekt vöktu í glímu Rúnars hælkrókur aftur fyrir báða, sem fáir hafa beitt í seinni tíð. Gísli Guðmundsson, bróðir Rún ars, glímdi af meira fjöri, en Rúnar þótl hann yrði ekki eins sigursæll. Gísli er kappsamur og kallar mikið fram í öllum sínum glímum, og fylgir brögðum sínum vel eftir, sem eru yfirleitt vel tekin og vakti það eftirtekt hve vel hann tók hægra’ fótar klofbragð í eitt sinn. Anton Högnason sýndi yfirleitt góða glímu, nema er hann beitti eitt sinn hnéspótarbragði á Trausta en það er bannað. Hilmar Bjarnason sýndi einnig góða glímu, en var óæfður. Báðir þessir menn eru löngu viðurkennd ir glímumenn. Kristmundur Guðmundsson var mjög mistækur í glímum sínum og brá fyrir sig þungri stöðu, sem ekki var laus við bol og lítti þetta glímu hans. Einnig virtist hann mjög þollítill. Trausti Ólafsson var einnig rnis tækur í sínum glímum og féll fyr- ir mönnum sem hann hefði átt að vinna. Hann hefði máske orðið sigursælli ef hann hefði beitt sér við alla eins og við Ármann, en eftir því að dæma mátti ætla, að hann glímdi bara gegn honum einum. Annars er Trausti efni í góðan glímumann og á til góð lág- og hábrögð. Hannes Þorkelsson, Sigmundur Ámundason, Smári Hákonarson og Hörður Gunnarsson eru ungir og lítt þroskaðir glímumenn, sem verða að læra betur og þjálfa sig vel ef þeir ætla að ná lengra í íþróttinni. Verðlaunaafhending fór þannig fram, að Jens Guðbj.son, formaður Ármanns, kynnti gamlan glímu- mann, Guðmund Guðmundsson, kaupmann á Selfossi og afhenti hann sigurvegaranum skjöldinn, en Jens afhenti verðlaunapeninga og mælti síðan árnaðar- og þakkar- orð til Guðmundar Guðmundsson- ar og glímumanna og glímunnar, sem var hyllt með ferföldu húrra hrópi, en síðan sleit hann mótinu. Guðmundur Guðmundsson var talinn góður glímumaður á sínum tíma. Hann glímdi fyrst árið 1897 og fram yfir aldamót. Hann varð nýlega 80 ára. Reykjavík, 18. febrúar. Bragi Guðnason. Námskeiðið sóttu 25 menn, sem er mjög góð þátttaka og meiri en reiknað hafði verið með, en það sýnir, að mikill áhugi er fyrir hæfnisþrautunum. Þátttakendur voru allir mjög ánægðir með þann árangur, sem náðist á námskeið- inu, en margt nýtt kom þar fram. Þessir 25 menn munu standa fyrir fleiri hundruð 'siifbhr.' Á námskeiðinu fluttu erindi Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi og Frímann Helgason, for- maður unglinganefndarinnar. Æf- ingum og kynningu á þrautunum stjórnaði Karl Guðmundsson, þjálfari KSÍ, er hann er upphafs- maður að hæfnisþrautunum hér á iandi og á sætl í unglinganefnd- inni. Þá flutti formaður KSÍ, Björgvin Schram, ávarþ við setn- iþgu þess, en . KSÍ - bauð' þátttak- endum einnig til kaffidrykkju að því loknu. JLiGsm. : öveinn bæmunusaon Eins og skýrt var frá í blaöinu í gær bar Úlfar Skæringsson, ÍR, sigur úr býtum i svigkeppni á fyrsta skíðamóti vetrarins, Stefánsmótinu svo- nefnda. Sigraði hann þar keppendur, sem ló'xu þátt í Ólympiuleikunum. Myndin hér að ofan sýnir Úlfar í keppninni. Frábær árangur fyrsta sundmóti Sigraði eftir 9 tíma íeik Chelsea og Burnley léku í níu klukkutíma áður en úrslit fengust í fjórðu umferð ensku bikarkeppn- innar. í fjórða leik félaganna sigr- aði Chelsea með 2:0. Tveir síðustu leikirnir voru háðir í síðustu viku og voru leikmennirnir því orðnir þreyttir fyrir leikina á laugardag- inn. Bæði liðin töpuðu þá. Everton vann Chelsea í 5. umferð bikars- ins' myð 1—ý (cjg; Burnley tapaði í d'eiJdarlié,Bpi}inþi Jjyíif' bpðsta lið- inu í 1. deild, Huddersfield, með 1:0. Tvg ttý íslenzk met v®ru seti á mstinu Fyrsta sundmót vetrarins, sundmót Ármanns og KR, var háð í Sundhöllinni í fyrrakvöld. Þrátt fyrir það, að sund- æfingar eru til þess að gera nýhafnar hjá félögunum náðist frábær árangur á mótinu og tvö ágæt ný, íslenzk met voru sett. En þó var ef til vill annað athygiisverðara við mótið, en það voru tveir nýliðar, sem kepptu í fyrsta skipti á sund móti og náðu frábærum árangri eins og síðar verður vikið að. Fyrra metið var sett í 50 m. flug sundi og var Ari Guðmundsson þar að verki, synti á 32 sek., en Pétiu- Kristjánsson synti á 32,1 sek. eða vel undir gamla mettímanum, sem var 32,6 sek. og átti Pétur það met. Þetta afrek Ara er mjög athyglis- vert og lýsandi fordæmi fyrir aðra sundmenn. Eins og kunnugt er var Ari hættur keppni, en dreif sig síðan í að æfa aftur, og þrátt fyrir það, að- hann var bezti sundmaður landsins fyrir nokkrum árum, er nú svo komið, að hann hefir aldrei verið betri en einmitt í dag, eins og þau met, sem hann hefir sett síðan hann hóf að keppa aftur, bera bezt vitni um. Óskandi væri, að fleiri íþróttamenn tækju Ara sér til fyrirmyndar. Hitt islenzka metið var sett í 4x50 m. boðsundi, og synti sveit Ármanns á 2:10,5 sek. og bætti sitt eldra met um 3 sek. Tími sveitar- innar er mjög góður. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: 50 m. flugsund karía. 1. Ari Guðmundsson, Æ 32,0 2. Pétur Kristjánsson, Á 32,1 3. Magnús Thorodssen, KR 34,2 4. Elías Guðmundsson, Æ 35,2 50 m. bringusund telpna. 1. Sigríður Sigurbjörnsd., Æ 43,2 ý' j^n "ie'lgasonJÁ 2. Sólrún Björnsdóttir, A 44,2 3. Ágústa Þorsteinsdóttir, Á 44,6 100 m. bringusund drengja. 1. Birgir Dagbjartsson, SH 1:24.5 2. Guðm. Gíslason, ÍR 1:25,2 3. Steindór Guðjónsson, ÍR 1:30,8 Birgir er 13 ára Hafnfirðingur og þetta er í fyrsta skipti, sem hann keppir á sundmóti. Má því ætla að hér sé um óvenju efnileg- an sundmann að ræða. 200 m. bringusund karla. 1. Þorgeir Ólafsson, Á 2:52,0 2. Sigurður Sigurðsson, ÍA 2:52,1 3. Torfi Tómasson, Æ 2:55,6 4. Ólafur Guðmundsson, Á 2:56,4 Þetta er í fyrsta skipti, sem Þor- ;géií. Jvórpíí.í ; þessar^greán .og' ar> árangur hans því mjög góður. j Hann synti í öðrum riðli en Sig-! Ari Guðmundsson — aldrei verið betrl en nú urður. Þorgeir hlaut bikar þann, sem keppt var um, en hann var gefin til minningar um Kristján Þorvarðsson. 50 m. haksund karla. 34,0 2. Sigurður FriSriks., UMFK 35,6 3. Guðjón Þórarinsson, Á 35,6 100 m skriðsund karla. 1. Pétur Kristjánsson, Á 60,3 2. Guðjón Sigurbjörnsson, Æ 65,4 3. Helgi Hannessón, ÍA 66,3 50 m. skriðsund kvenna. 1. Inga Árnadóttir, KFK 33,0 2. Ágústa Þorsteinsd. Á 33,1 3. Sigríður Sigurbjörnsd., Æ 35,7 Keppnin í þessu sundi var afar tvísýn. Inga sigraði naumlega 14 ára stúlku, Ágústu Þorsteinsdótt- ur (íþróttafulltrúa Einarssonar), sem keppti í fyrSta skipti á sund- móti. Tími hennar er svo göðuÁ-«ð senniléga eignast íslan’d þarna af- bfagðs'feúridkönií’éÝ’tfmdr llða. (Framhald á 5. síöu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.