Tíminn - 22.02.1956, Page 6
€
TÍMINN, miðvikudaginn 22. febrúar 1956,
| Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
| Ritstjórar: Haukur Snorrason
5 Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
íslenzku einræðisflokkarnir
SÍÐAN HITLER féll
frá, hefir kommún-
sminn verið sú einræðisstefna,
er mest hefir borið á í veröld-
inni. Einræðisstefna hans nær
gú til um þriðjungs mannkyns-
ins. Fregnirnar um andlega
kúgun og persónulegt ófrelsi í
þeim löndum, þar sem hann rík
ir, hafa vakið andúð og fordæm
ingu frjálshuga manna annars
staðar í heiminúm.
Þótt kommúnisminn sé þann
ig mest áberandi einræðisstefn
an í veröldinni um þessar
murtdir, fer fjarri því, að hann
sé eina einræðisstcfnan, sem
enn er við iíði. Víða um heim
sitja að völdum einræðisstjórn-
:ir, sem komið hefir verið á fót
með hervaldi fámennrar yfir-
stéttar. Ófrelsið í mörgum þess
ara landa er sízt minna en í
kommúnistalöndunum og lífs-
kjörum almennings er haldið
niðri til þess að tryggja yfir-
stéttinni auð og yfirráð.
Seinustu dagana bárust hing-
að þrjár fregnir, er minntu á
þessa tegund einræðis. Hér er
átt við fregnirnar um bylting-
artilraun í Perú, um byltingar-
tilraun í Paraguy og um ólg-
una hjá stúdentum í Madrid.
í öllum þessum löndum fara
einræðisstjórnir með völd. Sér-
hagsmunastéttirnar drottna þar
:með hervaldi. Svipað á sér stað
í mörgum fleiri löndum, eink-
um í Suður-Ameríku.
FYRIR fSLENDINGA er full
ástæða til þess að fylgjast með
þessum atburðum og það engu
síður en þeim kátlegu afhjúp-
unum á einræðinu í Moskvu, er
:nú eiga sér stað. Hér á landi
er til stór flokkur, sem dýrkar
hið austræna einræði. Það er
áhugnanleg staðreynd. Hin
staðreyndin er þó enn óhugn-
anlegri, að hér á landi er til
helmingi stærri flokkur, er lýt
ur forustu manna, sem dýrka
hinar suður-amerísku fyrir-
:myndir.
Allir frjálshuga íslendingar
þurfa að vera jafnt á verði fyr-
ir báðum þessum flokkum og
forðast að gera á þeim ofmik-
inn mun.
Það er staðreynd, sem talar
síim máli, að helztu forustu-
menn í félagsskap Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík voru mikl
ir aðdáendur Hitlers meðan
hann var og hét, þótt þeir tali
nú orðið líkt um liann og' kom-
múnistar liér munu bráðlega
fara að tala um Stalin. Það er
staðreynd, að núverandi dóms-
málaráðherra hefir sótzt eftir
því að velja slíka menn til dóm
arastarfa fyrir sig með þeim
afleiðingum, að Hæstiréttur hef
ir orðið að grípa í taumana. Og
það er staðreynd, að sami mað-
ur hefir nýlega boðað aukn-
ingu lögreglunnar sem liina
vænlegustu lausn í efnahags-
málum þjóðarinnar.
Það er staðreynd, að þar sem
spilltar klíkur sérhagsmuna-
manna ná völdum, sleppa þær
þeim ekki með góðu. Þá er
gripið til þess ráðs að breyta
kosningalögunum, sakfella and
stæðingana ranglega og halda
allri andstöðu niðri með her-
valdi.
Enginn, sem ann frelsi og
lýðræði, má láta sér glepjast
sýn á þessari hættu.
EF ÍSLENDINGAR vilja forð
ast kommúnistiskt eða suður-
amerískt einræði, verða þeir að
gera sér allar þessar staðreynd
ir ljósar. Leið þeirra til að verj
ast einræðishættunni, er ekki
aðeins sú, að snúa baki við kom
múnistum, heldur einnig við
forsprökkum Sjálfstæðisflokks-
ins. Og þetta verður ekki ör-
ugglega gert, nema allir lýðræð
issinnaðir andstæðingar íhalds-
ins taki höndum saman og
tryggi með því að hér skapist
hin sama farsæla stjórnmála-
þróun og hjá frændþjóðum
okkar á Norðurlöndum.
BúnaðarJjingið nú og fyrír 10 árum
Tj'IN MERKASTA stofn-
un íslenzkra bænda,
iBúnaðarþingið, situr nú að
störfum. Þar verða rædd ýms
lelztu nauðsynjamál landbún-
aðarins um þessar mundir.
Þótt Búnaðarþing láti ekki
nikið yfir sér, hefir það unnið
íin merkustu störf í þágu
oændastéttarinnar. Það hefir
. haft frumkvæði um fjöimörg
aýmæli og undirbúið ýms
aelztu lögin, er fjalla um land-
búnaðarmál.
ÞÓTT BÚNAÐARÞING_ og
Búnaðarfélag íslands njóti nú
/iðurkenningar, hefir svo ekki
alltaf verið. Þess er skemmst
ið minnast, að fyrir rúmum 10
irum síðan, var gerð tilraun íil
jess að gera þessar stofnanir
íhrifalausar. Þær höfðu látið
ippi aðra skoðun varðandi mál
ífni bændð en forvígismenn
bess flokks, sem þá fór með
andbúnaðarmálin, Sjálfstæðis-
lokksins. í hefndarskyni var
'eynt að gera þær áhrifalausar
og lítilsvirtar.
Þetta kom einna gleggst
’ram í viðureigninni um Bún-
aðarmálasjóðinn. Formaður
Búnaðarfélags íslands, Þor-
steinn Sigurðsson, rakti þá
sögu nokkuð hér í blaðinu 15.
þ. m. Honum fórust svo orð:
„Búnaðármálasjóðurinn var
ætlaður til framkvæmda ýmiss
konar mála, sem B. í. þætti
mikils um vert að hrinda í
framkvæmd hverju sinni, svo
að ekki þyrfti að knýja á dyr
ríkisstjórnarinnar sýknt og hei
lagt. Þetta mál varð að póli-
tísku bitbeini á Alþingi, og fór
svo, sein kunnugt er, að önnur
félagasamtök bænda fengu
hann ajlan. En til þess, að auð-
mýking B. í. væri fullkoinin,
var Búnaðarþingi gert að
skyldu að skipta því fé, er það
liafði ætlað sínu eigin félagi,
milli annarra félagsheilda.
Mun óhætt að fullyrða, að Al-
þingi hafi sjaldan eða aldrei
sýnt nokkrum félagsskap aðra
eins óvirðing eins og það sýndi
Búnaðarfélagi íslands í þessu
máli.“
Þetta breyttist strax á árinu
1947, þegar skipt var um ríkis-
stjórn og Framsóknarmenn
fengu landbúnaðarmálin að
nýju. Búnaðarfélag íslands og
Búnaðarþíng fengu hlut sinn
réttan og hefir ekki verið
reynt að skerða hann síðan.
Vissulega mætti þetta, ásamt
mörgu öðru, verða bændum lær
dómsríkt um það, hvorum þess-
ara tveggja flokka, Framsókn-
arflokknum eða Sjálfstæðis-
flokknum, megi treysta betur í
málum bændastéttarinnar.
Marguerita Higgins í Rússlandi:
Ekkert virðist draga úr skort-
iniim á neyzluvarningi
Rússar ver ja hlutf allslega meira f é til
vígbúnaSar og þungaiSnaSar en
nokkur önnur þjóS
Meiriháttar leit um Moskvu-
borg til að finna tvöfalda raf-
maghskló veitti dálitlar upplýs-
ingar um ástæður og líf hins al
menna borgara í Rússlandi.
Þessi leit var gerð til þess að
búa dálitla skrifstofu í Metropole-
hóteli úr garði, og hún brá upp
fyrir mér mynd af hinum mikla
skorti á ýmsum almennum varn-
ingi, sem heimilin nota. í Banda-
ríkjunum og annars staðar fást
svona hlutir alls staðar. Og jafn-
vel þótt nokkrar úrbætur hafi ver-
ið gerðar á. allra síðustu árum á
lífskjörum fólksins (en þau voru
mjög bágborin fyrir), þekktu
Bandaríkjamenn ekki skort eins
og hér ríkir nú á erfiðustu árum
styrjaldarinnar.
Til þess að geta lifað mannsæm-
andi lífi í Moskvu í dag verður
maður að vera harður og útsjón-
arsamur hamstrari eða þekkja ein
hvern í trúnaðarstarfi.
Ljós eða hiti —
ekki hvort tveggja.
Mér var mikil þörf á að ná í
tvöföldu rafmagnsklóna eftir að
verulega fór að kólna í veðri hér.
Ég hafði keypt mér ofurlítinn raf-
magnshitara fyrir 38 rúblur, (160
kr.). Ekki var kveikt upp á hótel-
inu, enda var þetta í október og
veturinn ekki kominn samkvæmt
almanakinu. En erfiðleikarnir voru
að aðeins ein innstunga var í her-
berginu.
Ég varð því að velja um hvort
ég vildi hafa Ijós eða hita, en gat
ekki haft hvort tveggja. Aðstoðar-
maður minn, Ziminov, tilkynnti
mér að hann hefði gengið búð úr
búð og hvergi fundið slíka kló.
Skárri var það nú búskapurinn í
stórborginni! Ég sagði honum að
fara á fund hótelstjórans og biðja
hann um að bjarga okkur, slíkur
maður hlyti að liafa einhver ráð.
En Ziminov hafði þá þegar reynt
það. Ég sá að ekki mátti við svo
búið standa, og ákvað að taka mál
ið í eigin hendur. Ég fór af stað
að leita.
I einni rafmagnsvörubúð hafði
slíkur varningur verið til í fyrra
mánuði, en var nú með öllu þrot-
inn. í næstu búð var sagt, að síð-
asta stykkið hefði selst í gær. í
þriðju búðinni var svipað svar.
Þegar ég kom út úr einni búð,
sagði góðleg kona, sem hafði orðið
mér samferða út á götuna: „Þér
eruð útlendingur, og það er leitt,
að baka yður erfiði. En ég get selt
yður það, sem yður vantar. Ég á
eitt stykki, sem ég nota ekki. Ég
á heima hérna rétt hjá.“
Svartur markaður alls staðar
— jafnvel á leikhúsmiðum.
„Það var ágætt,“ sagði ég, og
spurði svo, hvað gripurinn ætti að
kosta.
„Ég varð að greiða aukagjald til
að fá hann, og þér verðið þá líka
að greiða mér aukagjald. Og auka-
gjaldið var 20 rúblur og þá kost-
aði hluturinn 40 rúblur eða um
165 krónur.
Þessi kona reyndist vera kenn-
ari. Hún var gift fyrrverandi
hnefaleikamanni, sem nú var í-
þróttakennari. Þau áttu tvær telp-
ur á skólaaldri.
„Hvernig má það vera“, spurði
ég, „að fólk hér hefir efni á að
greiða svona „aukagjald" fyrir
alla skapaða hluti?“ (Alls staðar
er svartur markaður í Moskvu, þar
sem „aukagjöldin“ eru lausnarorð.
Ef Rússi vill kaupa Pobeda-bíl
strax fremur en bíða eftir honum
í 10 mánuði, verður hann að
greiða ríflegt aukagjald. Svartur
markaður er á bókum, leikhúsmið-
um og svo mætti lengi telja).
„Ég skal segja yður,“ sagði
kennslukonan, „að þótt ástandið
sé miklu betra en það var, þá er
erfitt fyrir fólk að fá vörur fyrir
pehingana. Og hér ér márgt fólk,
sem á nóga peninga. Ég hefi lesið,
að í Bandaríkjunum eyði menn
miklu fé til húsbúnaðar. Hér er
húsaleigan ákveðin og gjaldið lágt
(5—10 af launum), en ef
maður er ekki háttsettur embætt-
ismaður, er íbúðarstærðin ákveð-
in í ferfetum. Við hjónin vildum
gjarnan greiða hærri leigu ef við
gætum fengið meira pláss. En hús
næðismálastjórnin má ekki heyra
það nefnt. Hún sagði að þau hjón-
in hefðu um það bil 4000 rúblur á
mánuði samanlagt. Föt eru mjög
dýr, sagði hún, en til hvers er svo
að vera að klæða sig vel? Hvert
á að fara? Matur er þó sífellt að
verða ódýrari.
Á aura til að kaupa sjónvarp,
en ekki húspláss.
„Hvað um útvarps- og sjónvarps
tæki. Er það satt, að verðið hafi
lækkað?"
„Já, svaraði kennslukonan. En
margt fólk, sem á peninga til að
kaupa svoleiðis tæki, getur það
samt ekki, því að það hefir ekk-
ert húspláss fyrir þau. Heima hjá
okkur verða telpurnar að læra á
kvöldin, og við höfum aðeins eitt
aðalherbergi. Við gætum hvergi
horft á sjónvarp."
Þegar við komum heim til henn
ar, þar sem liún bjó á 1. hæð sam
byggingar, hikaði hún við. Ég býst
ekki við, að hún hefði boðið mér
inn fyrr, ef ég hefði ekki sagt:
„Ég hefi mjög slæmt kvef. Má ég
koma innfyrir meðan þér leitið
að klónni?“
Þetta var þrifaleg tveggja lier-
hergja íbúð, sæmilega búin. Aðal-
stofan 11x11 fet og var allt í senn:
dagstofa, borðstofa, leikherbergi,
skrifstofa og svefnherbergi. Borð
var á miðju gólfi, á því lampi, lúx-
usinn í íbúðinni var píanó.
„Leikið þér á píanó?“ spurði ég.
„Já, ég var um tíma á listaskól-
anum og ég get líka leikið amerísk
an jazz“.
Blaðakonan Higgins. J
I-Iitt herbergið var aðeins kompa
og var svefnherbergi dætranna
beggja, en þær voru ekki komnar
heim úr skóla. Þar inni voru tvö
lítil rúm og skápur. Eldhús var
sameiginlegt með 2 öðrum fjöl-
skyldum.
Áður en konan fékk mér raf-
magnsklóna sagði hún: „Nú skul-
um við sjá, hvort hún er ekki í
lagi“. En hún var ekki í lagi. Kon-
an varð mjög vandræðaleg. ,.Hún
hlýtur að hafa skemmst í meðför-
um hér hjá mér.“
4
Hótelið bjargaði málinu.
Málinu var loks bjargað með
milligöngu Metropol-hótelsins. Ég
ritaði hótelstjóranum bréf, og var
það m. a. á þessa leið:
„Ég er amerísk blaðakona og
liefi það hlutverk að rita greinár
um ástandið í Sovétríkjunum. Á
undanförnum vikum liefir mér
verið veitt sú fyrirgreiðsla að fá
að sjá hina nýju kjarnorkustöð,
þar sem getur að líta mikið af
glæsilegum vélabúnaði og vél-
(Framhald á 5. síðu.)
Frá Moskvu.