Tíminn - 22.02.1956, Síða 8
Einangrunarkork
á hagkvæmu ver'ði, væntanlegt.
Gerið pantanir ySar sem fyrst
JONSSON & JULIUSSON
TÍMINN, miSvikudaginn 22. febrúar 1958,
/ slend.ingaþættir
Minningarorð um
Andrés frá Hrísbrú
Þeim fækkar nú óðum gömlu,
xnönnunum, sem vaxnir voru úr.
,grasi um síðustu aldamót og muna {
J>ví tímana tvenna eða öllu heldur j
þrenna. Er þar fyrst að muna
aldagamla búskaparhætti og fá-
breytni síðustu aldar og nokkuð
fram á þessa, síðan miklar breyt-
ingar og vaxandi framkvæmdir, og
loks þau risaskref, sem tekin hafa
verið á síðustu árum, með öllu
því umróti, sem þau hafa valdið.
Má í fáum orðum segja, að á
þessu tímabili hafi hér orðið sú
þjóðfélagsbylting, sem á sér enga
hliðstæðu í þúsund ára sögu vorri.
Það hefir því þurft nokkurn mann
dóm og víðsýni fyrir rnenn,, af
gamla skólanum" að geta samhæft
sig svo vel færi, hinum breyttu \
lifnaðarháttum og orðið virkur þátt;
takandi í framvindu tímans, án
þess að til árekstra kæmi milli
gamalla hefðá og nýrra viðhorfa.
Þetta hefir mönnum misvel tekist,
en einn þeirra, sem það tókst
vel, var Andrés Ólafsson á Hrís-
brú í Mosfellssveit, sem lézt 12
þ. m. nærri 85 ára gamall.
ANDRÉS var fæddur á Hrís-
brú 8. júní 1871, sonur Ólafs
Magnússonar og Finnbjargar
tmrn
Finnsdóttur, sem þar bjuggu lengi
og var Andrés næst yngstur af
mörgum systkinum. Á Hrísbrú ólst
hann upp og þar dvaldi hann alla
sína æfi.
Á yngri árum stundaði Andrés
sjóróðra á vertíðum, eins og þá
var títt um unga menn. Reri hann
flest árin hjá Jóni Vigfússyni í
Mölshúsum á Álftanesi, og þar
>*♦♦♦♦♦♦♦♦<
Nýtt undra bón
og ekkert nudd!
Johnson’s Pride er nýtt
húsgagnabón með mikl-
um, langvarandi gljáa,
sem þér fáið án nudds og
erfiðis. Pride heldur gljáa
sínum, verst íingraförum
og vökvum.
Pride léttlr störfin
og veitir hvíld,
Spegilgljai
í langan tima
kynntist hann konu sinni, sem
seinna varð, Ólöfu dóttur Jóns.
Þau giftust árið 1900. Þótt sjó-
mennskan væri Andrési aldrei
eiginleg, þótti hann vel liðtækur
þar eins og við önnur störf, sem
hann tók höndum til. Hann fékk
snemma orð fyrir lagvirkni og
snyrtimennsku við bústörf. Hann
var'vel búhagur, sem kallað var,
og eftirsóttur sem hleðslumaður,
en það var aðal byggingaraðferðin
á þeim tímum og því mikils um
vert, að þau störf væru vel af hendi
leyst.
Á fyrstu árum Búnaðarfélags
Mosfellinga vann Andrés mikið að
jarðarbótum á vegum félagsins
á flestum bæjum sveitarinnar og
voru það aðallega túnasléttur, og
að sjálfsögðu unnar með hand-
verkfærum eingöngu.
Þau Andrés og Ólöf eignuðust
alls 8 börn, en þrjú þeirra misstu
jau á unga aldri. Tvær dætur
jeirra eru nú búsettar í Mosfells-
sveit en hinar þrjár í Reykjavík.
Konu sína missti hann árið 1934.
Búskapur Andrésar á Hrísbrú
varð langur og giftudrjúgur. Jörð-
ina bætti hann að miklum mun,
bæði um ræktun og húsa'kost. Hrís-
brú var stór jörð og vel fallin til
ræktunar og það hefir sýnt sig,
eins og víðar, að jarðarbætur sem
vandað er til borga vel það erfiði
og kostnað sem í þær er lagt. —
Árið 1931 lét hann af hendi til
eins tengdasonar sinna nokkurn
hluta jarðarinnar, það sem nú er
býlið Laugaból. Og nokkrum árum
seinna lét hann annan tengdason
sinn fá mestan hluta aðaljarðar-
innar og hefir hún nú verið gerð
að ættaróðali og mun það vera
fyrsta jörðin hér í sveit, sem
þannig er ráðstafað. Eru góðar
horfur á að þessir arftakar Andrés
ar haldi vel á þeirri aðstöðu sem
þeim hefir þannig hlotnazt.
Andrés á Hrísbrú var traustur
maður og varð vel til vina, góð-
viljaður og greiðasamur. Til marks
um það má geta um, að næstu ná-
grannar hans urðu jafnan hans
beztu vinir. Hann var frjálslyndur
í skoðunum og sagði meiningu sína
hver sem hlut átti að, en alltaf
svo, að ekki var hægt að fyrtast
af. í þjóðmálum skipaði hann sér
jafnan undir merki Framsóknar-
manna, eftir að flokkur þeirra
varð virkur aðili í umbótabaráttu
vorri, og var þar góður liðsmaður,
eins og í öðrum félagsmálum sem
hann lét sig einhverju varða. — í
hreppsnefnd Mosfellshrepps var
Andrés um nokkurt árabil og fleiri
trúnaðarstörf voru honum falin
innan sveitar sinnar.
Allt, sem Andrés gerði var vel
og samvizkusamlega af hendi leyst.
Hjá honum fór saman á þægilegan
hátt fastheldni í gamla þjóðlega
hætti og virk þátttaka í þeim nýju
lífsvenjum og nýbreytni, sem hér
hefir þróast á síðustu áratugum.
I vinahóp var Andrés ræðinn og
skemmtilegur og með honum var
gott að blanda geði. Nú þegar
hann er allur, finnur maður bezt
hver eftirsjá er að slíkum manni,
en vandamenn hans, nágrannar og
nánustu vinir, finna það þó öðrum
fremur. — Hér er löngu og far-
sælu æfistarfi lokið, sem um allt
var þakkarvert.
Guðm. Þorláksson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Guðrúnar Guðmundsdóttur,
Urriðaá.
Hólmfrfíður Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðjónsson og börn.
Móðir okkar
Ragnheiður Guðmundsdóttir
andaðist í sjúkrahúsi 21. febrúar. Útförin ákveðin síðar.
Anna Eliasdóttir,
Maríanna Elíasdóttir,
Jón Elíasson.
ÞAKKIR
Af hrærðu hjarta þökkum við öllum þeim fjölmörgu fjær og
nær, sem vottað hafa okkur hluttekningu með blómum, skeytum,
minningarspjöldum og hlýjum handtökum við fráfall okkar ást-
kæra sonar
SVEINS,
sem fórst í flugslysi þann 12 þ. m. Sérstaklega þökkum við þó
Flugfélagi íslands, Flugbjörgunarsveitinni og Siysavarnadeild
kvenna á Akureyri fyrir margvíslega aðstoð. Við biðjum algóðan
guð að styrkja ykkur öll, er mest á liggur.
Akureyri, 19. febrúar 1956.
Anna Sigurveig Sveinsdóttir,
Eiríkur Guðmundsson og börn.
•.W.W.V.W.V.V.W.V.W.W.V.V.W.W.W.V.W.WJ
■“ \
Innilega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig á ;•
einn eða annan hátt á 80 ára afmæli mínu 9. febr. s.l.
Guð blessi ykkur öll.
JÓHANNA V. JÓNSDÓTTIR,
Efra-Langholti.
v.w.m.w.w.w.w.w.w.w.w.w.w.w.w.w.m.m.\
■; $
;■ Innilega þakka ég öllum sem minntust mín með ;■
;■ heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmæli
;■ mínu hinn 15. þ. m.
í Guð blessi ykkur öll.
;I Landsspítalanum, 22. febrúar 1956,
■*. SVEINVEIG EIRÍKSDÓTTIR
;í frá Hrafnabjörgum.
V.W.m.W.m.m.m.m.W.W.V.W.W.W.W.V.W.W-,WJW.
Rækjuveiíar
Umboðsmenn
jyjjimniNN
H . '
p Reykjavik.
(Framhald af 7. síðu.)
um 70 manns, nær allt stúlkur,
sem flestar vinna við að „pilla“
rækjuna. Þær fljótustu geta pillað
10—15 kg. á dag og fá greiddar
12 kr. fyrir hvert kíló.
Rækjurnar eru ýmist soðnar nið
ur í dósir eða frystar. Vinnsla
hennar, þegar hún er soðin nður
fer þannig fram, að fyrst er rækj-
an soðin við gufu, en síðan borin
til stúlknanna, sem „pilla“ hana.
Þær slíta hausinn frá bolnum og
þrýsta fiskinum fram úr skelinni
með tveim fingrum Er ótrúlegt
að sjá hve sumar stúlknanna eru
handfljótar við þetta. Þaðan er
farið með hana til stúlkna, er vigta
hana og hreinsa úr henni hárin
(fálmaranna) og önnur óhreinindi
ef einhver eru. Þá eru rækjurnar
settar í dósir, 80 gr. í hverja dós.
Þeim er síðan lokað og soðnar.
Að suðunni lokinni eru miðar límd
t-"y'i i'iw&.TS’ii'.A nöh j,wjuixi j maiJniiiíkUA í(-<!»
,Timtii:isj{7S.<aí-lórÁ( p*i »d
UíiCI'J.át:"
ir á dósirnar og þær lagðar í pappa
kassa. Og þá er þessi lostæti fisk-
ur tilbúinn til útflutnings á er-
lendan markað. Flytja ísfirðingar
árlega út rækjur fyrir 4—5 millj.
kr. jafnframt því, sem þeir skapa
sér mikla atvinnu við vinnslu henn-
ar.
Niðursuðuverksmiðjan h. f. er
nokkru minni, sem fyrr segir, og
tekur á móti 114 lest á dag. Er
aðstaða þar til vinnslunnar ekki
nægilega góð þar sem húsakynnin
eru gömul orðin. En verið er að
ljúka byggingu nýrrar verksmiðju-
byggingar og munu þá afköstin
aukast að verulegu leyti. Hús þetta
mun verða 350 ferm. og stendur
á svonefndu Torfunesi. Fram-
kvæmdarstjóri verksmiðjunnar er
Böðvar Sveinbjarnarson. Hefur
þann starfað.um 1? ára bij við
rælíjuvmhslu. ’ 1 ’
c t J'| ;
Jxnl'A.-f ,i JjíÍ IJíííbh'a ' 5á'
Rækjan er ákaflega viðkvæm
og skemmist fljótt við geymslu.
Þolir hún ekki lengri en sólar-
hringsgeymslu eftir að hún kemur
á land. í hitum á sumrinu verður
að geyma hana í muldum ís nætur-
langt. Veiðarnar eru stundaðar ár-
ið um kring, utan þriggja mánaða,
maí, júní og júlí. Rækjan skiptir
um skel í maí og júní og er þá
ógerlegt að pilla hana, þar sem
önnur skel myndast undir þeirri
sem af fellur.
-----Þetta er ágætis atvinnu-
vegur, sagði Simon Olsen við mig.
íslenzka rækjan er mun betri en
sú norska, er hún sætari á bragðið.
Þeir tímar eru löngu liðnír að
menn hér kalli hana marfló. Þetta
er Ijúffengur matur og ákaflega
verðmikill. Og það sem bezt er:
það virðist vera nóg til af henni
á miðunöin héi1.'