Tíminn - 08.03.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1956, Blaðsíða 2
2 T f M I N N, fimmtudaginn 8. marz 1956, Steinsíeyptur vegurtilAkur- eyrar kostar 400 milljónir VertSur tekna aflaí me$ því aS taka visst gjald af bifreitSum, sem fara um veginn? í framsöguræðu á fundi sameinaðs þings í gær um end- arbætur á aðalvegum kom Pétur Ottesen fram með marg- tr athyglisverðar upplýsingar. Upplýsti Pétur meðal annars, að talíð er, að það kosti 400 miljónir króna að leggja stein- steyptan veg frá Reykjavík til Akureyrar, en það er 450 'cílómetra leið. Líkur eru þó á því, að þetta reynist ódýrara, begar hafið verður að framleiða sement hér á landi. Samkvæmt upplýsingum vega- nálastjórnarinnar er áætlaó, aö það muni kosta 100 millj. að ■iteypa veginn á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, en það er 40 km. leið Unt 1000 bifreiðar fara daglcga am Keflavíkurveginn og ef tekíð yrði það ráð ið taka gjald af bifreiðum, sem um hann fara, mætti leggja það fjármagn í það að steypa veginn. Þetta fyrir- komulag tíðkast víða erlendis og er það til athugunar að taka það upp hér. Ef slíkt yrði gert hér á landi, yrði líklega fyrst byrjað á slíku skipulagi á Keflavíkur- ieiðinni. Með 15 krónu gjaldi á hverja bifreið mætti safna 5 millj. króna á ári og nægði það til að steypa veginn á tiitölulega stutt Þj ótSernisvakning (Framhald af 12. síðu.) Gaitskell vill vopnasölu. Gaitskell foringi Verkamanna- flokksins vildi að þegar í staðtyrðu hafnar viðræður við Jórdaníustjórn um samninginn frá 1948. Ekki kæmi til mála að rifta honum ein- hliða og ekki væri heldur hægt að Jialda áfram fjárgjöfum. Hann lagði til, að afnumið yrði þegar í stað bann við vopnasölu til fsraels. Eisenhower áhyggjufullur. Eisenhower ræddi við blaða- menn í dag. Kvaðst hann heldur vilja að mál Glubbs hershöfðingja væri rætt í London en Washing- ton. Samt teldi hann brottrekstur -hans atburð, sem ekki mætti gera lítið úr né taka með skeytingar- íeysi. 0 Eden önnum kafinn. Eden forsætisráðherra mun tala seinastur við umræðuna í brezka þinginu í kvöld. Hann ræddi í hálftíma í dag við landvarnarráð- herrann Sir Walter Monckton. Hann hefir staðið í símasambandi yið Selwyn Lloyd í Karachi, sem hefir rætt Jordaníumálið við Dull- es. Kartölluinnflutningur (Framhald af 1. síðu.) er væntanleg með Tungufossi fyrri hluta næstu viku, og einnig koma kartöflur með Gullfossi síðari hluta vikunnar og enn með Fjall- fossi fyrir mánaðamótin. Er því vonandi, að biðin verði ekki löng að þessu sinni, enda má kartöflur helzt ekki vanta neinn dag. Þess er líka að vænta að verzlanir, sem eiga eitthvað af kartöflum enn, miðli þeim sem bezt milli viðskiptavina, svo að sem flestir fái einhverja úrlausn. um tíma, svo framarlega sem lán fengist í byrjun. Verður þess líklega ekki langt að bíða, þar til byrjað verður að steypa vegi í stórum stíl hér á i landi. FuIItrúi kommúnista (Framhald af 12. síðu.) (Ekki getur Eggert um, hver þraut það hafi reynst þessu fóiki að sætta sig við að maður, sem því var sagt að dýrka sem guðlega veru, skuli nú allt í einu vera orð- inn einræðisseggur og flokknum til „skaða og tjóns“ að sögn Mik- ojans sbr. Þjóðv. 19. febr.) Sú spurning vaknar við lestur þessarar yfirlýsingar, hvort Eggert sjálfur, Kristinn og þeir 800 komm únistar, sem sóttu minningarhátíð ina í Austurhæjarbíó 1953 og grétu þar yfir Stalín, liafi líka „sætt sig við“ hin breyttu viðhorf. Um það hefður engin skýrsla birtst hér og ekkert orð er um það í grein Eggerts. Verðleikar eiga nú að ráða. Enn segir Eggert: „Kommúnist- ar í Ráðstjórnarríkjunum gera sér far um (væntanlega hér eftir) að meta málefni og menn — einnig Stalín — (hvílík játning!) að verð- leikum . . (Hvað í þessu felst skýrist, ef menn lesa ummæli Mikojans sbr. Þjóðviljan 19. febr.) Þá skýrir Eggert frá því, að þeir félagar hafi „séð myndir af Stalín“ og þeir sáu líka ritverk eftir hann í bókaverzlunum. Þetta þykir Eggert dásamleg sönnun fyrir því, að Stalín sé ekki alveg fordæmdur enn sem komið er. Frá þessu skýrir hann graf- alvarlegur, stekkur ekki bros! Dauðsföllum fækkar — eftir að Stalín leið. Merkilegustu upplýsingarnar í öllu viðtalinu, er samt að finna, er Eggert ræðir almenna framför í Sovétríkjunum. Farast honum þá orð m. a. á þessa leið: í Solyer féll snjóflóð á raf- magnsstöð, eina af fjórum, sem þar er. Stöðvarhúsið gjöreyðilagð- „ . . . Miðað við árið 1940 hefur dauðsföllum fækkað um helm- ing ..." Hér er Eggert vafalaust að minna á, að Stalín hafi, þrátt fyrir allt, sem um hann er nú sagt, verið óvenjulegur afkastamaður. Afneitun byltingarinnar ekki frá- sagnarverð. í spjalli Eggerts er tónninn hinn sami og hjá Lúðvík Jósefssyni: Það var svo sem ekkert merki- legt, sem gerðist í Moskvu. Auð- valdsblöðin spinna lopa af engu tilefni. Eggert nefnir ekki þann boðskap Mikojans, að kommúnist ar muni að lokum ná völdum á „þingræðislegan hátt“ (fyrirsögn í Þjóðvilj. 19. febr.) Slíkt eru ekki tíðindi fyrir fólk, sem áður iátaði þessa trú: „Þingræðisleg stjórn getur ekki í neinni mynd orðið skipulag hins kommúnistíska ríkis. . . . Kommúnistaflokkurinn tekur ekki þátt í starfi þingræðislegra stofnana til að vinna að skipu- legum framkvæmdum heldur til að grafa undan þingræðinu . . (Samþ. III. Internationalen.) Það er ekki mikið afrek fyrir menn, sem eru búnir að hafa enda skipti á átrúnaðargoði sínu, að hverfa frá svona yfirlýsingum í „þingræðislega þróun“. Hér veltur að því er virðist allt á því, að vera búinn til sálarinnar eins og góður íþróttamaður til líkamans fyrir keppni: Að vera í „treneringu“. Forsprakkar kommúnista hafa æf- inguna og fara heljarstökkin af mikilli fimi. En treysta óbreyttir liðsmenn sér til að leilca það eftir? Erlendar fréttir í f áum orðum □ Bretar hafa stutt her Jordaníu með 60 milljón punda fjárgjöfum síðastliðin níu ár. □ Vestur-Þjóðverjar hafa hækkað bankaforvexti um 1% x 4V2%:. □ ísraelsmenn hafa kært til S. þ. yf- ir tveim seinustu árásum Sýrlend inga við landamærin. □ Konungur Saudi-Arabíu, forsætis- ráðherra Sýrlands og Nasser rædd ust við í 4 klst. í gær í Kaíró. □ Ríkisstjórn Jordaníu segist vona að Bretar endurskoði þá ákvörðun sína að kveðja heim 15 brezka.liðs foringja í foringjaráði Jordaníu. □ Bandaríkjamenn hafa sent 1500 sjóliða til Miðjarðarhafs. Verða þeir um borð í bandarísku her- skipi. □ Jái-niðnaðai-menn.í Danmörk krefj ast hærra kaups og kemur til verk falls í næsta mánuði, ef ekki nást samningar fyrir þann tíma. □ íshrannir valda enn erfiðleikum í siglingum um dönsku sundin. □ Mollet krefst trausts þingsins um stefnu sína í Alsír. ist og tveir menn, sem í því voru við gæzlu véla, biðu bana, en vél- ar allar eyðilögðust. Snjóflóðið þarna var mjög mikið um sig og reif niður háspennulínu á tveggja km kafla. Frá þessari rafmagns- stöð í Sólver fengu verstöðvarn- ar í Lófót mestan hluta raforku sinnar og eru nú flest frystihús í verstöðvunum þar óstarfhæf. Skólarnir á Akureyri heiðruðu Egil Þorláksson kennara sjötugan Snjóflóð verða 20 manns að bana í Norður-Noregi Osló, 7. marz. — Fullvíst þykir nú að yfir 20 manns hafi látið lífið í stórkostlegum snjóflóðum í Tromsöfylki í N-Noregi. í einu snjóflóðinu tók af fjögur hús og týndust þar 13 manns, fjórar konur og níu börn. Á öðrum stað í fylkinu braut snjóflóð tvö hús. Eru fregnir þaðan enn ó- ljósaiyen öruggt talið, að þar hafi 5 eða 6 manns látið lífið. Agli Wxrlákssyni kennara var ýmiss sómi sýndur á 70 ára afmæli hans síðastliöinn þriðjudag. .Afmælisins var minnst í Gagn- fræðaskóla Akureyrar á afmælis daginn. Jóhann Frímann, skóla- stjóri, ávarpaði Egil og færði hon- um veglega gjöf og blóm frá sam- kennurum, en 2 nemendur skól- ans fluttu Agli þakkir og færðu honum gjafir frá nemendum. Þá fluttu þeir Þorsteinn M. Jónsson, fyrv. skólastjóri, Hannes J. Magnús son, skólastjóri og Þórarinn Björns son, skólameistari, ávörp til Egils, og hinn síðast taldi flutti einnig kveðjur og árnaðaróskir frá Fræðsluráði Akureyrar en afmælis barnið svaraði með ræðu. Margir gestir heimsóttu Egil og konu hans, Aðalbjörgu Pálsdóttur frá Stóruvöllum, og mikill fjölda skeyta barst og margt góðra gjafa. Fó!k flutt brott. Hermenn hafa verið sendir á vettvang til að gera við háspennu línuna. Þá hefir fólk verið flutt brott úr allmörgum húsum í Sol- ver, þar eð hætta er talin á frek- ari snjóflóðum. Frá Molde berast einnig fregnir um snjóflóð, sem hafi rofið háspennulínuna til Molde og Kristjánssunds. í Raums dal hafa snjóflóð skemmt vegi og brýr. Poujadista þingmaður I sakaöur um landráð Bidault, Faure og Mendes-France metlal vitna París, 7. marz. — í París hófust í dag umfangsmikil réttarhöld. Er hér um landráðamál að ræða, sem á rætur að rekja til ársins 1953, þegar Indó-Kínastyrjöldin stóð sem hæst. Þá var það, að eitt af dagblöðunum í höfuðborginni birti nær daglega fregnir af því, sem gerðist á fundum ör- yggismálaráðs ríkisins. Voru þar í upplýsingar, sem töldust alger leyndarmál og gátu orðið örlagaríkar fyrir Frakka og gang styrjaldarinnar í Indó-Kína. Til dæmis var talið, að upplýs- ingar blaðsins, sem það eitt sinn birti um vígstöðu Frakka á Tong- king-sléttunni, hefðu getað reynzt Frökkum dýrar í mannslífum. Þingmaður Poujadista. Meðal hinna ákærðu er fyrrver- andi lögregluforingi, sem nú er einn af þingmönnum Poujade- hreyfingarinnar. Var hann varð- maður á fundum öryggismálaráðs- ins um þessar mundir. Þá er einn af blaðamönnum blaðs þess, sem fregnirnar birti meðal sakborn- inga. Þeir Bidault fyrrv. utanríkis- ráðherra, Mendes-France og Edg- ar Faure fyrrv. forsætisráðherra_ eru meðal vitna, sem leidd verða í rriálinu. HveitiÖ (Framliald af 1. síðu.) var ekki um annað að ræða en að fá hið rússneska hveiti nralað og blandað annars staðar. Hinar ýmsu þjóðir heims blanda hveiti sitt og meðhöndla á nokkuð mismunandi liátt, eins og íslendingar fengu að kynnast með ungverska hveitinu. Fer þar mjög eftir venjum og smekk manna á hverjum stað. íslendingar keyptu áður fyrr mestallt hveiti sitt frá Bretlandi og munu þá hafa vanizt hinum brezka blöndunarmáta á hveitinu, svo að jafnan hefur reynzt hagkvæmast að kaupa hveiti fyrir íslendinga frá Bretlandi, ef undanskilin eru Kanada og Banda- ríkin. Hollendingar fara með hveiti á svipaðan hátt og Bretar, en flestar meginlandsþjóðir nokk- uð á annan veg. Þegar fyrsta sendingin af rússn- eska hveitinu var keypt, var leitað til Bretlands og Hollands um möl- un. þess. Gátu Bretar þá ekki tekiö verkið að sér, og aðeins eitt hol- lenzkt fyrirtæki, Wessanen, fékkst tii að bjóða í það. Var því ekki annars kostur en að taka tilboði Wessanens, ef ekki átti að verða hveitiskortur hér heima og ef nota óhróðri í Frjálsa þjóð. Þetta eru staðreyndir málsins ög þetta er það, sem Frjáls Þjóð nú kallar -,,hvjeitihneykslið“. En þegar viðskipti þessi stóðu yfir og 1 þjóðinni lá á, reyndist lítill styrk- ur í þeim aðiljum, sem nú spýta óhróðri í Frjálsa Þjóð. LÆGRI TILBOÐ FYRIR AÐRA SENDINGU. Þegar önnur sending af rússn- eska hveitinu var væntanleg, höfðu Hoilendingar fengið reynslu af þessum viðskiptum, og Wessanen bauðst til að taka að sér mölunina fyrir lægra verð, jafnframt því sem annað hol- lenzkt firrna fékk nú fyrst áhuga á málinu og gerði einnig tilboð í mölunina. Gengu íslenzku inn- flytjendurnir á lagið, sem von var, og fengu mölunina eins ó- dýrt og unnt var. Nú er verið að ganga frá samn- ingum á kaupum á 8000 lestum af Rússlandshveiti fyrir þetta ár, en úr því fást væntanlega 5600 lestir til manneldis og 2400- lestir til skepnufóðurs. Hafa innflytjendur orðið að kaupa hveitið á þennan hátt til þess að viðskiptin gætu tekizt. Hefur mölun á þessu hveiti verið boðin út og verður tekið lægsta tilboði, hvort sem vildar- vinir Frjálsrar þjóðar eru um- boðsmenn viðkomandi fyrirtækja eða ekki. Er rétt að geta þess, að inn- flutningsfyrirtækin, sem hingað til hafa annazt hveitikaupin, hafa eng in umboðslaún fyrir mölunina, og hafa því engan hag af því, að ein mylla mali kornið frekar en önn- ur, ef það er aðeins vel og ódýrt gert,___________________ 6 unglingar á Kýpur í ævilangt fangelsi Nicosia, 7. marz. — Sex ungling ar á Kýpur voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að bera vopn og hafa skotfæri undir höndum. Eru þeir á aldrinum 17—24 ára og tveir þeirra skólapiltar frá Fama- gústa. Dómarinn sagði, er hann kvað upp dóminn, að rétturinn vildi gjarnan virða stjórnmálaskoð anir manna, en hitt væri óþolandi að hryðjuverkum og skemmdar- starfsemi væri beitt til að koma 'þeim í framkvæmd. Fréttirfrá landsbyggöinni Miki'ð fuglager vií suSurströndina Vík í Mýrdal, 6. marz. — Auð- séð er nú, að mikið er af síli hér fyrir utan, því að fuglager er mikið. Virðist og auðséð, að fiskiganga sé einnig allmikil við ströndina. ÓJ. Hornafjaríarbátar byrja'ðir meÖ net Hornafirði, 7. marz. — Bátarn- ir hér hafa nú tekið netin og hafa aflað vel í síðustu róðrum. Afli var orðinn tregur á línu. Byrj- uðu bátarnir aðeins að róa .með um 30 net og hafa fengið í þau um 18 skippund. AA. Fjöímenn framsóknar- vist á Dalvík Dalvík, 6. marz. — Hinn 28. fyrra mánaðar var spiluð hér önn- ur umferð í þriggja kvölda fram- sóknarvistinni, sem spiluð er inn- an Framsóknai'félaganna hér í sýslunni um þessar mundir. Þátt- taka var mjög góð, eða milli 70 og 80 manns. Á eftir var kaffi- drykkja og kvikmyndasýning. Er almenn ánægja með þessi spila- kvöld. PJ. Fjölmenn árshátí'Ö í EiÖaskóla Egilsstöðum, 6. marz. — Árs- hátíð Eiðaskóla var haldin s. 1 sunnudagskvöld og var mjög fjöl- menn, enda var færi gött um allt Hérað. Einnig kom fólk frá Reyð- arfirði. Sóttu hátíðina 3—400 manns. Samkomunni hafði verið frestað kvöldið áður vegna hríðar- veðurs, sem á var komið. Nem- endur sýndu tvo leikþætti, Geim- farið og Dollaraprinsinn. Einnig var sýnd kvikmynd, skólakórinn söng og fimleikar voru sýndir. Að lokum var dansað. ES. Þorrablót og hesta- mannafundur Varmahlíð, 5. marz. — Um helg ina var haldinn í Varmahlíð fund- ur Ilestamannafélagsins sem nær yfir mikinn hluta sýslunnar. Einn- ig var haldið þorrablót að Hólum í Hjaltadal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.