Tíminn - 08.03.1956, Blaðsíða 6
6
y - -- r <9
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Flokksþingið
IDAG hefst hér í
bænum ellefta
lokKsping Framsóknarmanna.
Horfur eru á, að það sæki um
eða yfir 400 fulltrúar. Senni-
lega verður þetta því fjölsótt-
asta þing, sem flokkurinn hefir
haldið.
Fulltrúar þeir, sem flokks-
þingið sækja, eru úr öllum
héruðum landsins. Þær sveitir
verða fáar, sem ekki munu eiga
fuiltrúa á þinginu. Þar verða
fulltrúar úr öllum kaupstöðum
og kauptúnum. Þessi mikla
sókn á flokksþingið ber þess
ijóst vitni, að Framsóknarflokk-
urinn stendur föstum fótum
um land allt og hefir á að skipa
stórri og vaskri sveit áhuga-
manna.
SEINUSTU VIKURNAR hef-
ir athygli landsmanna ekki
beinzt að öðru meira en þessu
væntanlega flokksþingi Fram-
sóknarmanna. Ýmiskonar spá-
dómar hafa heyrzt um ákvarð-
anir þess. Ráðleggingar hefir
það fengið úr mörgum áttum.
Blöð andstæðinganna hafa
breitt út þær sögur, að þar
rnyndi verða mikil sundrung.
Ósammála hafa þau þó verið
um orsakir hennar og hugsan-
legar afleiðingar. En þótt spá-
dómarnir hafi verið mismun-
andi, ráðleggingarnar ósam-
hljóða og óskirnar stefnt sitt
t hverja áttina, hafa allir verið
sammála um eitt: Störf þessa
flokksþings munu verða örlaga-
rík fyrir þjóðina. Þetta þing
er líklegt til að ráða þeim ráð-
um, sem munu hafa mikil áhrif
á framvindu íslenzkra þjóð-
mála.
ALLT ÞETTA mikla umtal
um flokksþingið sýnir tvennt
alveg sérstaklega. Annað er
það, að flokksþing Framsóknar-
manna erti miklu áhrifameiri
en hliðstæðar samkomur ann-
arra flokka. Hitt er það, að
Framsóknarflokkurinn hefir þá
stöðu á sviði stjórnmálanna, að
ráð hans og ákvarðanir ráða
mestu um framvindu þeirra.
Enginn flokkur heldur eins
fjölmenn flokksþing og Fram-
sóknarflokkurinn,, þar sem
mættir eru kjörnir fulltrúar
flokksfélaga víðsvegar um
land. Enginn hérlendur flokk-
ur lætur þing sín hafa eins
mikil völd til að marka stefnu
og starf flokksins og Fram-
sóknarflokkurinn gerir. Lands-
fundir Sjálfstæðisflokksins fá
ekki einu sinni að kjósa flokks-
stjórnina, nema að litlu leyti.
Þetta veldur því, að flokksþing
Framsóknarflokksins eru orðin
sögulegir atburðir.
Við þetta bætist svo hin
þýðingarmikla staða Framsókn
arflokksins á sviði stjórnmál-
anna. Án þátttöku hans hefir
ekki verið unnt að mynda
starfhæfa stjórn næstum óslitið
síðan hann var stofnaður. Það
hefir hvílt á honum öðrum
flokkum fremur að koma í veg
fyrir, að sundrung smáflokka-
kerfisins yrði hinu endur
heimta sjálfstæði þjóðarinnar
að fjörtjóni og stöðvaði fram-
farasókn hennar. Þetta hlut-
verk hvílir á honum enn.
ELLEFTA FLOKKSÞING
Framsóknarflokksins kemur
saman á tímamótum. Fram-
undan bíður að koma efna-
hagsmálum þjóðarinnar á heil-
brigðan grundvöll, ef framfara
sókn þjóðarinnar á að haldast
og efnalegt sjálfstæði hennar
að, verða tryggt. Þetta er í
dag mál málanna. Seytján ára
reynsla hefir sannað, að þessi
mál verða ekki leyst í sam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn
vegna þjónustusemi hans við
braskarana. Á hina höndina
er svo sundrung vinstri afl-
anna. Stór hluti verkalýðsins
hefir gert sig óvirkan með því
að láta blindast af Moskvutrú-
armönnum. Ef vel á að fara,
verður þetta að breytast. Það
verður meginverk flokksþings-
ins að leita að leiðum og úr-
ræðum til að korna íslenzk-
um stjórnmálum í heilbrigðara
og heillavænlegra horf.
í DAG setjast 400 Fram-
sóknarmenn á rökstóla. Sá
flokkur, sem slíkt þing getur
haldið, býr vissulega yfir mikl-
um styrk. Andstæðingar gera
sér það vel ljóst og reyna því
í bili að hugga sig við ósk-
hýggju um sundrungu og klofn
ing. En hún mun ekki endast
þeim lengi. Eftir flokksþingið
verður Framsóknarflokkurinn
sterkari en áður og betur und-
ir það búinn að beina íslenzk-
um stjórnmálum í heillavæn-
legri farveg en þau hafa verið
í um skeið.
Vitnisburður áhorfenda
TJÉR í BLAÐINU var
fyrir skömmu rak-
ið aðalefni skýrslu Efnahags-
samvinnustofnunar Evrópu um
bróun mála hér á landi. í þess
ari skýrslu kemur glöggt fram
viðhorf áhorfenda, sem enginn
hér getur sakað um flokksleg
viðhorf á okkar mælikvarða.
Og hver er niðurstaða þeirra?
í stuttu máli þessi:
Gjaldeyrismál íslands eru á
svo tæpri nöf, að það hlýtur
að verða eitt aðalstefnumál í
fjárhagsmálum að forðast verð-
■hækkanir og aukna eftirspurn
eftir vörum. Kaupgjalds- og
Verðlagsskrúfan hér er lausari
fyrir en annars staðar á Vest-
urlöndum, og einkum vegna
þess, að kaupgjald er hér fast-
bundið framfærsluvísitölu og
hver hreyfing kemur síðan
fram í verðlagi landbúnaðar-
vara. Stöðvun dýrtíðar er talið
hið nauðsynlegasta úrlausnar-
efni laridsmanna. Til þess þarf
að áliti þessara áhorfenda að
draga úr kröfum, minnka
neyzlu og fjárfestingu um
sinn, ennfremur að auka stór-
lega sparifjársöfnun, ella draga
úr hraðanum í uppbyggingu
landsins. Allar slíkar ráðstaf-
anir gerðar í tíma og að yfir-
lögðu ráði telja þeir stórum
betri en neyðarráðstafanir, sem
dýrtíðarskrúfan kallar fram.
Þessi vitnisburður er skráður
áður en til síðustu alburða í
efnahagsmálunum dró hér. Má
gera sér í hugarlund, að þeir
sérfræðingar, sem skýrsluna
rita, mundu kveða fastar að
orði um þessi efni í dag. Af
hálfu Landsbankans hefir og
nýlega verið bent á svipaðar
staðreyndir og nefndar nýrri
tölur.
ÞEGAR ÖLL KURL koma
hér til grafar, ætti öllum lands
mönnum að vera ljóst, að þeir
eru staddir á krossgötum. í
skýrslunni er hógværlega bent
á þá staðreynd, að nema eyðsla
minnki og sparifé aukist, muni
draga úr framförum og fram-
TÍMINN, fimmtudagiim 8. marz 195?,
--------- - \
ERLENT YFIRLIT: j
Anastas Ivanovitsj Mikojan
Beindi hann máli sínu raunverulega gegn Krustjoff, þegar hann deildi á Staliii
á nýloknu þingi kommúnista? <
í æðsta ráði kommúnistaflokks
Sovétríkjanna eiga ekki lengur
sæti nema þrir af þeim mönnum,
sem komust í fremstu röð á dög-
um Lenins. Það eru þeir Molotoff,
Kaganovitsj og Mikojan.
Allir aðrir þeirra leiðtoga kom-
múnista, er mynduðu forustusveit-
ina með Lenin, féllu frá í tíð Stal-
ins. Langflestir þeirra misstu bæði
líf og æru í ,,hreinsunum“ hans.
Af þessum þremur mönnum
voru þeir Molotoff og Kaganovitsj
nánastir samverkamenn Stalins.
Molotoff var helzti ráðunautur
hans í utanríkismálum, en Kagano-
vitsj á sviði iðnaðar og uppbygg-
ingar innanlands. Mikojan virtist
aldrei njóta eins mikils trausts
Stalins. Stalin virðist einkum hafa
litið á hann sem snjallan embætt-
ismann og skemmtilegan félaga.
Það þykir bei’a glöggan vott um
hyggindi þessara manna, að þeir
skyldu sleppa í gegnum allar
„hreinsanir" Stalins. Það þurfti
mikla leikni til að umgangast
Stalin svo, að hann fylltist ekki tor
tryggni, því að sennilega hafa fáir
einvaldar tortryggt samstarfsmenn
sína eins mikið og hann.
SÍÐAN Stalin féll frá, hefir oft
gengið orðrómur um það, að þeir
Molotoff og Mikojan stæðu höll-
um fæti. Einkum gekk þessi orð-
rómur um Mikojan fyrst eftir fall
Malenkoffs. Mikojan var um all-
langt skeið talinn náinn fylgis-
maður Malenkoffs. Þeir voru tald
ir hafa markað í sameiningu þá
„línu“ að stóraukna áherzlu bæri
að leggja á framleiðslu neyzlu-
vara. Þess vegna var Mikojan tal-
inn í hættu eftir að Malenkoff var
látinn játa, að þessi stefna væri
röng að allverulegu leyti. Senni-
lega er það sönnun þess, að völd-
in í Sovétríkjunum eru nú í hönd-
um ráðs fleiri manna, að bæði
Malenkoff og Mikojan hafa haldið
sætum sínum í æðsta ráðinu, þótt
þeir yrðu að viðurkenna þessa yf-
irsjón. Seinustu mánuðina hefir
stjarna Mikojans jafnframt virzt
mjög hækkandi. Á nýloknu flokks-
þingi kommúnista var hann látinn
flytja þá ræðuna, sem vakti lang-
mésta athygli út á við og setti
sjálfa aðalræðu Krustjoffs í skugg
ann.
ÞESSI ræða Mikojans hefir að
vonum vakið mikla athygli og um-
tal, þar sem þetta var í fyrsta
sinn, er einn af forustumönnurri
kommúnista gagnrýndi Stalin op-
inberlega. Isaac Deutcsher, sem
er talinn manna fróðastur um mál
efni Sovétríkjanna, telur ræðu Mi-
kojans jafnvel öllu meira stefnt
gegn Krustjoff eins og Stalin.
Hún hafi verið flutt fyrir munn
þeirra manna í æðsta ráðinu, er
vilja koma í veg fyrir, að nokkur
einn maður fái aftur völd Stalins.
Einkum séu þeir menn, sem mest
þurftu að umgangast Stalin og
voru í stöðugum ótta um líf sitt,
staðráðnir í því að láta slíkt ekki
endurtaka sig aftur.
Deutscher bendir einnig á það,
að í’aunverulega hafi verið byrjað
á því í stjórnartíð Malenkoffs að
draga úr Stalinsdýrkuninni, en
hún hafi svo aukist nokkuð aftur
eftir að Malenkoff var vikið frá.
Með ræðu Mikojans hafi þeir
menn aftur tekið forustuna, sem
kvæmdum. Þetta eru engin ný
sannindi, en vafalaust hafa
margir gott af að heyra þau
af munni hlutlausra áhorfenda.
Tortryggni heima fyrir og ó-
nóg vitneskja um efnahagsmál
almennt hefir verið þröskuld-
ur í vegi hóflegra og skynsam-
legra umræðna um þessi mál-
efni að undanförnu. Skýrsla
Efnahagssamvinnustofnunar-
innar ætti að geta dregið úr
þeim vandræðum. Með þeim
hætti gerir hún okkur gagn.
MIKOJAN
vilji hindra persónudýrkun og ó-
eðlileg völd eins manns.
Margir fleiri kunnugir blaða-
menn túlka ræðu Mikojans sem
sönnun þess, að Krustjoff sé ekki
eins valdamikill og oft er haldið
fram.
ANASTAS Ivanovitsj Mikojan er
fæddur í Sanain, hinunx rússneska
hluta Armeníu 25. nóv. 1895. Hann
er Armeníumaður í báðar -ættir.
Foi-eldrar hans vildu, að hann yrði
prestur og settist hann ungur í
prestaskóla og lauk þar námi með
góðri einkunn, tvítugur að aldri.
Það varð þó ekki af því, að hann
gengi í þjónustu kirkjunnar, held-
ur gerðist hann kommúnisti og
helgaði byltingarstarfi þeirra alla
krafta sína. Hann var kjörinn í
flokksstjórn kommúnista í Baku
og stjórnaði um skeið blaði þeirra
þar. Þegar byltingin hófst þar,
var hann einn af leiðtogum henn-
ar. Sagan segir, að 27 manns hafi
átt sæti í byltingarráðinu í Baku.
Þegar brezkur her nálgaðist borg-
ina, ákváðu 26 þeirra að flýja, en
einn ákvað að dulklæðast og vera
kyrr I borginni. Það var Mikojan.
Hinum 26 misheppnaðist flóttatil-
raunin og nokkru síðan var Mi-
kojan einnig handtekinn. Ekki
voi’u þeir þó lengi í haldi, því að
liðsmönnum þeirra tókst með ó-
væntu áhlaupi að ná fangelsinu á
vald sitt og sleppa föngunum út.
Byltingarráðið reyndi þá að kom-
ast burt á skipi, en skipstjórinn
sveik það og fi-amseldi það hvít-
liðum. Hinir 26 meðlimir byltingar
ráðsins, er upphaflega reyndu að
flýja, voru þá teknir af lífi, en sá
27. slapp, því að nafn hans var
ekki á skránni, er gerð var yfir
meðlimi byltingarráðsins, þegar
það var handtekið í hið fyrra sinn.
Mikojan slapp því með fangelsis-
vist. Hann komst nokkru síðar úr
fangelsinu eftir að hafa orðið nær
hungurmorða þar. Eftir það stjórn
aði hann ýmsum skæruherferð-
um og verkföllum, var fangelsað-
ur í annað sinn og slapp aftur.
Framkoma hans þótti bera svo
glöggan vott um skipulagshæfni og
hugrekki, að orðstír hans barst til
Moskvu og var hann kvaddur til
fundar við yfirmenn kommúnista
þar.
MIKQJAN er sá af forustumönn
ar hann kom til Moskvu. Hann
vann sér brátt mikið álit Lenins
og Stalins. Árið 1922 var hann
kominn í miðstjórn kommúnista-
flokksins. Eftir fráfall Lenins,
gerðist hann eindreginn fylgismað
ur Stalins. Stalin launaði honum
með því að gera hann að verzlun-
armálaráðherra 1926. Segja má, að
nær óslitið síðan hafi hann verið
sá maður, sem mestu hafi ráðið
um verzlun Sovétríkjanna, þótt
hann hafi ekki alltaf borið titil
viðskiptamálaráðherra. Þetta gild-
ir enn þann dag í dag, þótt hann
hafi nú ekki annan titil en fyrsti
varaforsætisráðherra. Síðan 1936
hefir hann átt sæti í æðsta ráði
kommúnistaflokksins. Ástæðan til
þess, að Mikojan hefir staðist all-
ar „hreinsanir“, ekki sízt sú, að
hann hefir þótt sýna svo mikla
skipulagshæfni og atoi’ku í þessu
starfi, að óheppilegt hefir verið
talið að missa starfskrafta hans.
Að vísu hefir margt farið aflaga
í verzlunarkerfi Sovétríkjanna á
þessum tíma, en gagnrýnin á því,
hefir ekki fallið á Mikojan, sem
jafnan hefir hlotið þann dóm að
reynast hinn færasti í starfi sínu.
MIKOJAN hefir jafnan verið tal
inn sá af foringjum rússneskra
kommúnista, er væri hlyntastur
sem mestum viðskiptum við önnur
lönd. Innilokunarstefnan, sem Stal
in fylgdi, var því ekki talin hon-
um að skapi, þótt hann fylgdi Stal-
in þar að málum og léti ekki bera
á neinni andstöðu við hann. Sein-
ustu ár Stalin voru þeir Mikojan
og Malenkoff taldir mestir alþjóða
sinnar í æðsta ráðinu, en Molotoff
og Kaganovitsj mestir einangrun-
arsinnar. Það virðist ein sönnunin
fyrir hinni samvirku stjórn, sem
nú er í Sovétríkjunum, að allir
þessir menn skulu nú eiga sæti í
æðsta ráði kommúnistaflokksins,
en það ræður mestu um stjórn
Sovétríkjanna.
MIKOJAN VAR 24 ára, þegar
um Sovétríkjanna, er hefir hlotið
þann dóm útlendinga, að vera
skemmtilegur í umgengni. Hann
er yfirleitt spaugsamur og léttur í
máli. Hann er fljótur að svara fyr-
ir sig og segir manna bezt frá.
Hann er gleðimaður, syngur vel
og dansar vel og iðkar hvort
tveggja af kappi í samkvæmum.
Hann hefir jafnan verið talinn
mesti snyrtimaðurinn í klæðabur.ði
meðal forustumanna rússneskra
kommúnista. Hann er lítill vexti,
hefir ínikið svart hár og dökk
augu. í hreyfingum er hann hinn
snaidegasti.
Mikojan er sagður snjall samn-
ingamaður. Hann rökstyður vel
mál sitt og er fljótur að átta sig
á öllum málsatriðúm. Hann hefir
ferðast meira en flestir eða allir
af foi-ustumönnum Sovétríkjanna:.
M. a. fór hann til Bandaríkjanná
1936 og lét vel af því ferðalagí
sínu.
MEÐAN Stalín var og hét, áttl
hann engan ákveðnari talsmann
en Mikojan. Hann lét ekkert tæki-
færi sér úr greipum ganga til að
hrósa hinum harðgerða einvalda.
Stalin kunni vel að meta þetta og
hafði mikið dálæti á Mikojan.
Hann kvaddi Mikojan oft á fund
sinn, þegar hann vildi gera sér
glaðan dag og sátu þeir þá að
drykkju saman. Þykir víst, að Stal
in hafi metið mikils fjör og spaugs
yrði Mikojans.
Þrátt fyrir það, þótt Mikojan
talaði lofsamlega um Stalin með-
an hann bjó við yfirráð hans, er
hann manna líklegastur til þess að
hafa fundið þá annmarka, er
fylgdu einræðinu. Þótt hann virt-
ist dyggur þjónn Stalins, getur
hann eigi að síður hafa bæði ótt-
ast hann og hatað í senn. Vissu-
lega væri það ekki með neinum
ólíkindum, að maður, sem hefir
þurft að þjóna grimmum einvalda
ái'um saman til að vera óhultur um
líf sitt, óskaði einskis síður en búa
við slíka tilhögun aftur.
Það er ekki sízt þetta, sem styð-
ur þær vonir, að einveldi komi
ckki. til sögunnar í Sovétríkjunum
aftur. Hinir gömlu félagar Stalins
ættu að vera manna ólíklegastir
til að óska eftir því. En þótt hin
núv. fámennisstjórn þar só ólýð-
isleg á flestan hátt, e^hún þó tví-
mælalaust miklu skárra og frið-
vænlegra fyrirkomulag en ein-
veldið.
ÞAÐ er svo heppilegt fyrir vest
rænu þjóðirnar að gera sér ljóst,
að hin viðskiptalega einangrunar-
(Framhald á 4. síðu.)