Tíminn - 23.03.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1956, Blaðsíða 5
T f M I N N, föstudaglnn 23. marz 1956 AUSTAN Samgöngumál Austurlands TÍMINN HEFIR tekið upp þá ný- lundu, að ætla landsfjórðungunum sérstakt rúm í blaðinu öðru hvoru. Þetta getur vafalaust orðið gagn- legt og skemmtilegt, einkum þó ef takast mætti að fá sem flesta til að rita þættina. Dagleg viðfangs- efni manna mótast einatt af um- hverfi, og eru breytileg eftir stað- háttum. Þetta liggur í hlutarins eðli. — En almennur kunnugleiki á fjölþættum vandamálum fólks í ýmsum byggðarlögum eykur líkurn ar fyrir farsælli lausn þeirra. SAMGÖNGUMÁL. 1 ÞESSUM ÞÆTTI verður lítillega rætt um samgöngumál Austur- lands, einkum sambandið við aðra landshluta. í nútímaþjóðfélagi eru bjarglegar samgöngur höfuðnauð- syn. Þetta skilur landsfólkið mæta- vel og hnippir hressilega í umboðs- menn sína á Alþingi og í sveitar- stjórnum, þegar á þykir skorta að þessum málum sé sinnt sem skyldi. — Og það er hreint ekki svo sjald- an. STÓRT LAND — FÁTT FÓLK. ÞETTA F.R STAÐREYND, sem kemur mjög við sögu, þegar sam- göngumál á íslandi eru á dagskrá. Engin menningarþjóð glímir við slíkar vegalengdir sem við, sé tek- _ ið tillit til mannfjölda. Þetta bygging veganna, endurbætur flug þekkja Austanverjar manna bezt. Hjá þeim fer það saman, löng sókn til höfuðstöðva viðskipta- og fjár- málalífs og strangar leiðir sveita í milli heima fyrir. Og mannfjöld- inn á öllu svæðinu frá Langanesi suður um Firði og Fljótsdalshérað að Austur-Skaptafellssýslu meðtal- inni gerir ekki betur en losa einn tug þúsunda. ir á Hornafirði og í Öræfum hafa gerbreytt aðstöðu Skaptfelling- anna. Má segja, að flugvélar séu einráðar um farþegaflutninga að og frá því byggðarlagi. Þá er Egilsstaðavöllurinn ekki síður þýðingarmikill. Lega hans er frábær, þar sem á Egilsstöðum | sízt mætast vegir úr öllum nálægum byggðum, svo á Héraði sem í Fjörð um. Sókn er því auðveld á þenn- an flugvöll að sumri. Að vetri lok- ast vegir á Austurlandi meira og minna vegna snjóa. Einangrast þá Neskaupstaður og firðirnir sunn- an Reyðarfjarðar. Og Vopnafjörð- ur á torvelda sókn að Egilsstöðum ætíð. Þar hefir verið gerð lítil flug braut. Rætt er um frekari fram- kvæmdir þar og um flugvallargerð í Neskaupstað, einnig í Breiðdal. Því hefir verið varpað fram, að samband fjarðanna við völlinn á Egilsstöðum og þar með við innan- landsflugið verði bezt leyst með rekstri helicopterflugvélar. En ekki er þeim, er þetta ritar, kunn- ugt um að sú hugmynd hafi verið tekin til athugunar af kunnáttu- mönnum. FLUGVELLIR. NÆSTU AÐGERÐIR til umbóta á samgöngunum milli Austurlands og annarra byggðarlaga verða upp hver af annarri eftir getu. Öllu minna hefir kannske verið sinnt um heildarskipulagningu þessara mála. Við viljum svo gjarnan eiga kost á fari á sjó og landi eða í lofti, eft- ir því sem bezt hentar þá og þá. Þetta er bara ekki alltaf framkvæm anlegt. íslenzkir staðhættir og strjálbýli setja að nokkru stól fyr- ir dyr. En erfiðar aðstæður auka einmitt þörfina fyrir góða og sam- ræmda heildarskipan. Alþingi hefir nýlega gert rá'ð- stafanir til allsherjar athugunar á þessu sviði. Þetta er merkilegt mál fyrir alla landsmenn og ekki fyrir Austlendingana. Þeir munu áreiðanlega fylgjast með því, sem gerist af mikilli athygli. Hér hefir aðallega verið rætt um sambandið við aðra landshluta. Verkefnin eru þó ekki smærri heima fyrir, t.d. í vegamálunum. Árlega er unnið fyrir miklar fjár- hæðir að brúargerð og vega í fjórð ungunum. Þó sækist seinna en skyldi. Og við erum ekki alltaf á- nægð með árangurinn. Allt um það er í rauninni ánægjulegt að fylgj- ast með þróuninni, að sjá vegina spinna sig bæ frá bæ og byggð úr byggð, byggjast upp og verða betri til umferðar ,og að sjá brúm fjölga ár frá ári. — Og það ætla ég fáir skilji aðrir en þeir, sem reynt hafa, gerbreytinguna, sem brú yfir for- aðið hefir í för með sér fyrir fólk- ið á bökkunum beggja vegna. En nú rúmar þátturinn víst ekki meira spjall að sinni. — v. á. b. LEIÐIN EINA. ALLT FRÁ ÞVÍ að íslenzkt þjóðlíf tók að vakna af dvala kúgunartím- ans og fram á 4. tug þessarar aldar var sjórinn eina þjóðbrautin milli Austurlands og annarra byggðar- laga. Fyrst lengi vel var skipakost- ur lélegur og ferðir strjálar. Af- greiðsluskilyrði á höfnum voru þá heldur ekki góð. Nú er mjög úr þessu bætt. Ferðir eru að jafnaði norður og suður á 10 daga fresti með vel búnum og hraðskreiðum skipum. Bryggjur eru á flestum fjörðum. Má segja að skipin anni vel flutningaþörfinni yfirleitt, enda hefir vöruumskipun í Reykja- vík minnkað stórum með mjög auknum viðkomum skipa Sam- bands ísl. samvinnufélaga á höfn- um úti á landi. — Því hefir jafnvel verið hreyft, að strandferðaskipin væru óþarflega stór, og að athug- andi væri að selja annað stærra skipið. Austfirðingar verða manna seinastir að taka undir þær orð- ræður en muna liðinn tíma, lesta- flutning á mannfólki m.m. „YFIR HEIÐI HÁA.“ UM NOKKURT ÁRABIL hefir leiðin norður Fjöll verið fær bif- reiðum að sumarlagi. Fólksflutn- ingar hafa verið töluverðir enn- fremur litlir á þungavöru, enda er vegalengdin milli Akureyrar og Austfjarða um 300 km. og seinfarin á köflum. Brúin á Jökulsá hjá Grímsstöðum var mikil samgöngu- bót og stytti leiðina stórlega. Sömu áhrif hefir uppbygging vegarins, sem nú er hafin. Vegarstæði er víða ágætt á norðurleiðinni og jarð vegur þurr. Vegagerð ætti því að verða tillölulega auðveld. Upp- byggður vegur verður að sjálf- sögðu miklu lengur fær haust og vor en þær götuslóðir, sem nú eru farnar. Austur-Skaftfellingar voru til skamms tíma gersamlega úlilok- aðir frá aðalakvegakerfinu. Með vegi umhverfis Berufjörð og brúm á stórárnar Jökulsá í Lóni og Hofs- á í Álftafirði hefir leiðin verið opn- uð. Enn vantar þó þýðingarmiklar brýr á þessum slóðum og vegur er víða mjög ófullkominn. „Á BLÁLEIÐUM VINDA.“ FLUGIÐ ER NÝJASTI þátturinn í samgöngukerfinu, er þegar stór orðinn og ört vaxandi. Flugvellirn- valla þeirra, sem fyrir eru og bygg ing nýrra. Fjárveitingar til „Austurlands- vegar“ hafa ekki verið stórar. Veru lega rætist úr þessu á næstunni. Alþingi ákvað, að hluta af hækkun benzínskattsins skuli varið til ak- vega milli landshluta. Hlýtur Aust- urlandsvegur að fá sinn skerf af þeim fúlgum. En hvað sem því líð- ur, þá má búast við töluverðum framkvæmdum á Fjöllum í sumar. Veitt hefir verið fé til brúa á Lóna kíl og Lindará og verða þær vænt- anlega byggðar í ár. Nokkrir smærri lækir eru enn opnir á þess ari leið. Og þó þeirra verði lítið vart í góðu veðri á sumrin þa valda þeir erfiðleikum jafnskjótt og kælir að haustinu. Þessir farar- tálmar hverfa nú brátt, ef ekki á komandi sumri þá á hinu næsta. Landleiðin norður styttist smám saman með batnandi vegi. Það er og skoðun margra, að vegurinn milli Austurlands og Reykjavíkur eigi eftir að styttast um hundrað km. síðar, með vegagerð yfir há- lendið. Slík breyting mundi hafa ófyrirsjáanleg áhrif til góðs fyrir athafnalíf í fjórðungnum. En það mál er á frumstigi og verður ekki frekar rætt hér. Á suðaustur-leiðum verður einn ig talsvert unnið. Fjárveitingar til vega þar eru öllu ríflegri en fyrr. Og fyrirhugað er að brúa Búlands- á og endurbyggja brúna á Gilsá í Skriðdal auk smærri brúa. Byrj- unarfjárveiting er á fjárlögum til brúar á Berufjarðará. Flugvellirnir eru dýr mannvirki. Það sækist því seint að skapa hin- um fámennari stöðum víðsvegar um land aðstöðu til flugsam- gangna. Að því verður þó að keppa. Hitt má öllum vera ljóst, að í þeim efnum verður ekki beitt sömu að- ferðum og í vegamálunum, að láta í fyrstu nægja mjög ófullkomin mannvirki. Það kæmi niður á ör- yggi flugsins á þann hátt, sem ekki yrði við unað. Menn leggja því höf- uðkapp á það, að sérhver flugvöllur verði sem bezt úr garði gerður á allan hátt. En Austfirðingar vænta þess fastlega, að undirbúnar verði nýjar framkvæmdir á meðan unnið er að því að ljúka þeim, sem nú eru vel á veg komnar. Sjúkraflugið er merkur þáttur flugmálanna. Má segja að sjúkra- flugvellir séu í sérflokki. S.l. sum- ar voru gerðar athuganir víða um land og m.a. eystra. Nokkur fúlga var nú í fyrsta sinn tekin á fjárlög vegna sjúkraflugvalla. Hreppar þar sem fólks- fækkunin er á milli 30—40% í blaSinu í gær var birt skýrsla yf- ir þá hreppa, þar sem fólksfækkun- in hefir oröiS meiri en 50% frá ár- inu 1910 til 1955. Hér kemur skrá yfir þá hreppa, þar sem fólksfækk unin er á milli 30—40% á sama tímabiii, og eru heimildirnar teknar upp úr skýrslu Hagstofunnar, sem birt er sem fylgiskjal meö frumvarpi þeirra Gísla Guömundssonar og Gísla Jónssonar um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins: Innri-Akraneshreppur 34,9% Leirár- og Melahreppur 38,6% Álftaneshreppur 39,7% Laxárdalshreppur 30,1% Hvammshreppur 38,4% Múlahreppur 39,3% Þingeyrarhreppur 37,8% Óspakseyrarhreppur 40% Staðarhreppur 35,8% Þorkelshólshreppur 33,1% Áshreppur 30,3% Sveinsstaðahreppur 37,4% Torfalækjarhreppur 30,6% Bólstaðarhlíðarhreppur 39,4% Skarðshreppur 37,7% Akrahreppur 31,5% Hólahreppur 39,9% Holtshreppur 31,6% Saurbæjarhreppur 34,7% (Framhald á 8. síðud Á víöavangi Ingólfur og niður- greiðslan. Norska stjórnin hefir nýlega ákveðið að hætta niðurgreiðslu á sykri, kaffi og smjörlíki. Af- nám þessara greiðslna mun spara ríkinu 135 milj. f stað þessara niðurgreiðslna, hefir stjórnin ákveðið að hækka elli- lífeyrir og fjölskyldubætur. Stjórnin telur, að ýmsir gall- ar hafi komið í ljós á þessum niðurgreiðslum, sem geri það óhjákvæmilegt að dregið sé úr þeim. Þá liefir brezka stjórnin ný- lega ákveðið að hætta að greiða niður verð á mjólk og brauðum, en hyggst að bæta almenningi þetta með öðrum liætti. Aðrar þjóðir, sem hafa tekið upp slíkar niðurgreiðslur, hafa nú ýmist fellt þær alveg niður eða dregið stórlega úr þeim. íslenzki viðskiptamálaráð- herrann mun vera eini viðskipta málaráðherrann í heiminum, er nú berst fyrir auknum niður- greiðslum. „Sigurfréttir", Þjóðviljans. Broslegt er að lesa í Þjóðvilj- anum „sigur“fréttir af hinu ,,mikla“ fylgi, sem flokkshug- mynd Alþýðusambandsins á að hafa hlotið. Þannig sagði Þjóðviljinn frá því ú þriðjudaginn undir þrí- dálkaðri fyrirsögn, að „Verká- lýðsfélag Borgarness heiti stuðn ingi við lista Alþýðusambands- ins eða kosningabandalags þess“. Það fylgir að sjálfsögðu ekki þessari stóru fyrirsögn, að aðeins þrír menn greiddu þessari tillögu atkvæði á félags- fundi, einn kaupmaður og tveir verkamenn! Á miðvikudaginn segir Þjóö- viljinn frá því undir fimm dálka fyrirsögn, að „Málfundafélag Jafnaðarmanna gerist aðili að kosningabandalagi vinstri manna“. Það fylgir ekki fyrir- sögninni, að aðeins 20 menu greiddu þessari tillögu atkvæði á 40 manna fundi, og það með því skilyrði, að Þjóðvörn yrði einnig með, en liún hefir nú hafnað þátttökunni! Þá hefir Þjóðviljinn sagt frá því með álíka stórum fyrirsögn um, að fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík og á Akur- eyri hafi lýst sig fylgjandi slíku i bandalagi. Það fylgir ekki fyrir- | sögnunum, að eingöngu komm- únistar hafa greitt þessari til- lögu atkvæði á fundum um- ræddra fulltrúaráða. Þá eru upptaldar allar „sig- urfréttir“ Þjóðviljans. „Sigurfréttir" Þjóðviljans eru vissulega bezta sönnun þess, að flokkshugmynd Alþýðusam- bandsins hefir svo til engan stuðning utan kommúnista, enda hefir málsmetandi komm- únisti látið svo ummælt, að þetta fylgisleysi sé forsprökkum kommúnista nú engu minna á- hyggjuefni en fréttirnar frá Moskvu. Það bæti svo ekki úr skák, að komnuinistar geri þessi vonbrigði sín brosleg með stóru fyrirsögnunum í Þjóðviljanum- „Línan", sem Kristinn kom með. Það virðist nú vera orðið upp víst hver „línan“ var, sem Krist inn Andrésson kom með frá Moskvu. Hún hefir bersýnilega verið sú, að kommúnistar mættu búast við fleiri slæmum tiðind- um um Stalin en þegar eru kom in á daginn, og því myndi vera hyggilegast fyrir þá að reyna að leynast í nýju dulargerfi í næstu kosningum. f framhaldi af þessu, hefir verið hlaupið í það undirbúningslítið og athug- unarlaust að búa til kosninga- flokk Alþýðusambandsins. Með :>vo miklu fljótræði hefir hins- vegar verið til þess fyrirtækis stcfnað, að það dylst engum, að því er fyrst og fremst ætlað að fela kommúnista. Uppskeran sstii því að verða öfug við það, ]jin sem höfundar „línunnar" ætiuð j u«t til. Vonbrigði íhaldsins. Mbl. liefir nú gert sér ljóst, að ekki er heppilegt, að það láíi í Ijósi of mikla gleði yfir : ’oklíistofnun Vþj ðusambands ins. Þess vegna birtir Mbl. í fyrradag til málamynda van- i þóknunargrein um brölt Al- býðusainbandsins. Það mun og ;i]| hafa ýta undir þessi skrif Mbl., Piii a@ aðstandendur þess hafa gert ji sór Ijóst, að þetta nýja klofn- íngsbrölt mun skaða bandalag ij Áiþýðuflokksins og Framsóknar || flykksins miklu minna en þeir || gerðu sér vonir um í fyrstu. Það !]] eru því ekki aðeins kommúnist- jl «r, heldur einnig forkólfar í- s baldsins, er hafa orðið fyrir von j| >>rigðum af því, hve fullkomlega jjjjj þetta brölt hefir misheppnast. jjjjj HEILBRIGÐISMAL: Esra Pétursson skrifar Tímanum frá Chapel Hill: Tannburstinn - tennurnar NÝ SKIPAN — SAMRÆMI. Síðustu áratugina hefir hver nýj- ungin rekið aðra í samgöngumálum íslendinga. Þeim hefir verið tekið tveim höndum og þær bagnýttar Tannburstinn er öflugasta heim- ilistækið til varnar gegn tann- skemmdum. Ásamt hæfilega miklu harðmeti getur hann veitt ómetan- lega hjálp, og komið í veg fyrir það, að tannholdarbólgur og tann- skemmdir nái sér niðri. Á tímabilinu frá tveggja ára aldri til þriggja ára aldurs, koma seinni jaxlarnir fram hjá barninu. Þá ætti að byrja á því að kenna barninu að nota tannbursta. Það er ekki heppilegt að byrja öllu fyrr, því að gómarnir eru oft mjög viðkvæmir við tanntökurnar. VENJULEGA MUN barnið hafa ríkan áhuga fyrir því að læra að nota tannburstan um þetta leyti, einkum ef það sér foreldra sína bursta tennur sínar reglulega. Ef tannkremið er gott á bragðið og burstinn hæfilega stór, eykur það ánægju barnsins við það að bursta tennurnar. Gott er að nota tannkrem við tannburstun, á sama hátt og gott er að nota handsápu við handa- eftir máltíðir sem kemur í veg fyrir tannskemmdirnar, en ekki tannkremið. BETRA ER að nota tannkrem en ekki tannduft af þeirri einföldu ástæðu að minna fer til spillis. Réttara er að velja tannkremið fyr ir barnið eftir því hversu bragð- gott það er, heldur en vegna ein- hverra dásamlegra eiginleika þess sem auglýstir hafa verið. Tannburstinn ætti að vera nógu lítill til þess að komast inn í alla króka og afkima munnsins, og hann ætti að vera nærri því beinn — um það bil IV2—2 cm. á lengd, og öll hárin álíka löng. Bezt er að hann sé nokkuð stinnur. ENGIN AÐFERÐ er alltaf bezt við það að bursta tennurnar. Heppilegt er samt talið að bursta efri tenn- urnar upp á við, en neðri tennurn- ar niður á við. Bursta ber tennurn- ar bæði á flötunum sem snúa að vörunum og kinnunum, og á flöt- þvott. En það er tannburstunin unum sem snúa að tungunni. Enn- fremur þarf að bursta vel tygg- ingarfletina. Annars getur tann- læknirinn bezt ráðlagt í hverju til- felli hvað við á. Það ætti að fara með öll börn til tannlæknis a. m. k. einu sinni til tvisvar á ári, og láta hann líta eftir tönnunum og tannholdinu. Tannholdar kvillar eru afar al- gengir hjá börnum og samkvæmt sumum rannsóknum þjáist allt að því % hlutar barnanna af þeim á vægu stigi, en tíunda hvert barn hefir alvarlegri tannholdarbólgur og kvilla. ÞEGAR UM nokkrar tannskemmd- ir eða tannholdarbólgur er að ræða, er fátt sem getur bjargað því annað en góður tannlæknir. Ein skemmd tönn í munnholinu eykur sýrustigið til muna og breyt- ir hinum eðlilega sýklagróða í skaðvænlegri átt. Þess vegna ætt“ um við öll, og sérstaklega börnin, að fara helmingi oftar til tann- læknis heldur en gert er. Ef farið er með börnin fljótt er það sárs- aukalítið eða sársaukalaust með öllu, og þau venjast á það að fara til tannlæknisins og þykja oft gam an að. En til þess að sjá um þetta allt saman þyrftum við að hafa a. m. k. helmingi fleiri tannlækna, og það ættum við líka að hafa að réttu lagi, borið saman við aðrar þjóðir. Esra Pétursson, læknir, .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.