Tíminn - 08.04.1956, Blaðsíða 12
Veðurspá. Faxaflói:
, Norðan stormur og skýjað í nótt,
! stinningskaldi og léttir til á
1 morgun.
<0. árg.
Hiti á nokkrum stöðum kl. 18:
Reykjavík 1 stig, Akureyri .1
stig, Dalatangi 2 stig, Galtarviti
—5 stig, Kaupmannahöfn 0 stig,
London 6 stig
Stefna Sjálfstæðis-
manna í varnarmálun-
um sæmirekkisjálfstæðri þjóð
nl?W ' # I
Þeir velja Islendingmn Miitskipti Mns
ólögráða og ómynduga í félagi þjóða
Hvernig skildi Bjarni Benediktsson yfirlýsinguna, |
sem kann Iagði fram ásamt öSrum ísl. ráSherrum?
i
Stefna Sjálfstæðisflokksins í varnarmálunum — eins og
hanu het'ir markað hana við afgreiðslu málsins á Alþingi og
í túlkun Morgunblaðsins á henni — er sú að lialda hinum er-
lenda her í landinu, hvort sem telja íná friðsamlegt í heimin-
um eða ekki. Þessa stefnu þorir hann þó ekki að segja berum
j orðum, heldur orðar hana á þessa leið:
íslendingar eiga ekki a3 taka sjálfstæða afstöðu til
þess, hvort þeir telja nauðsyn eriends varnariiðs í land-
inu á hverjum tíma, heldur ieita áiits bandalagsþjóða
Islendinga. Með öðrum orðum: Islendingar eiga að snúa
sér til bandalagsþjóðanna og segja: Við höfum nú eigin-
lega enga ákveðna skoðun í því máli, hvort á íslandi
skuli vera varnarlið eða ekki í dag, en viljið þið ekki
athuga það og ákveða fyrir okkur.
Þetta er afstaða. sem ekki er sæmandi sjálfstæðri þjóð. Að I
sjálfsögðu á Alþingi íslendinga að taka afstöðu í þessu máli,
; þegar því þykir þess þörf, enda sýna skýr ákvæði í varnar-
samningnum, að slík skuli meðferð málsins vera. f sáttmála
Atlantshafsbandalagsins er það og skýrt tekið fram, að það
sé algerlega í sjálfsvaldi meðlimaþjóðanna, hvaða skuldbind-
• ingar þær takast á herðar fyrir bandalagið.
Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra, árétt-
aði þetta svo glöggt, sem verða mátti, er hann sagði
við Norsk Telegrambyraa, að Islendingar telji það rétt
sinn, eins og sérhver önnur þjóð, að athuga og meta
ástand heimsstjórnmálanna, og lagði áherzlu á það,
að frumkvæðið i þessu máli ætti og hlyti að koma frá
íslendingum sjálfum.
Sjáifstæðisfiokkurinn vil! hins vegar velja þjóðinni
hlutskipti hins ólögráða og ómynduga í samfélagí þjóða
— afstöðu, sem hvorki getur samrýmzt sjálfstæði þjóðar
né er sæmandi sjálfstæðu ríki.
Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins var einn þeirra íslenzku ráðherra, sem gáfu yfirlýsingu um
þennan skýra sjálfsákvörðunarrétt íslendinga í sambandi við
gerð varnarsamuingsins. Það verður því ekki komizt hjá því
að spyrja: Voru þau orð í hans augum dauð og ómerk, eða
skildi hann það svo, að þetta væri AFSAL þessa réttar en ekki
STAÐFESTING lians.
Stefna Sjálfstæðismanna í framkvæmd getur ekkert annað
þýtt en dvöl erlends hers hér um ófyrirsjáanlegan tíma.
Hve margir íslendingar vilja skipa sér í þá sveit og lýsa sjálfa
sig og þjóð sína um leið ólögráða og ómynduga?
Mjög fjölmennur fundur Fél.
Framsóknarm. á Keflav.velli
Félag Framsóknarmanna á Keflavíkurflugvelli hélt fund í
Keflávík síðastliðið fimmtudagskvöld. Sóttu fundinn nokkuð
á annað hundrað manns og kom þar fram mikill áhugi fyrir
því að vinna að glæsilegum sigri bandaiags Framsóknarflokks-
ins og Alþýðuflokksins í næstu koshingum.
' | Framsöguerindi fluttu á fundin-'
r. i i r- íl i * I um Hermann Jónasson, formaður
Pefsar KrefjðSt bahrein Framsóknarflokksins og Þórarinn
af Breturn
Teheran, 7. apríl. —- Utanríkisráð-
herra Persíu skýrði frá því í dag,
að ríkisstjórn landsins hefði gert
1 forml'egt tilkall til Bahrein-eyjar,
sem liggur í Persaflóa cg Bretar
ráða nú yfir. Lýsti ráðherrann eyna
óaðskiljanlegan hiuta Perstu, enda
hefðu Bretar viðurkennt aó svo,
væri. Því yrði að treysta, að Bretar
tækju kröfu þessa til greina. þar!
eð vinátta væri góð með þjóðunum.!
Ríkisstjórn írans myndi þvi ekki
leggja þetta mál fyrir ráðherra-
fund Bagdad-bandalagsins, sera
kemur saman 16. þ.m.
Þórarinsson ritstjóri. Ræddi Her-
mann um utánríkis- og va'rnármál
in. Aðrir ræðumenn á fundinurS
voru Ilé'ðinn JóhannssðsS Sigfús
Kristjínsson, Sléfán Valgeirsson,
Arinhjörn Þorvarðsson - *og Sæ-
mundur Hsrtrtannsson. í fundarlok
flutti svo Ilsrmann Jónasson stuít
kveðjuorð.
Fundarstjóri var Ðanival Daní-
valsson.
I
Fundurinn fór hið þezta fram og
bar vott um mikinn áhuga á sigri
bandalags Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins.
í Sjálfstæðishúsinu. Veizlustjóri var Ágúst Bjarnason. í hófinu voru
margar ræður fluttar. Hreinn Pálsson formaður Fóstbræðra, rakti
sögu kórsins, séra Garðar Þorstcinsson mælti fyrir minni Jóns Hall-
dórssonar, sem var söngstjóri kórsins í 34 ár. Jón Halldórsson flutti
ræðu. Borgarstjórinn í Reykjavík, séra Bjarni Jónsson og Páll ísólfs-
son fluttu ræður. Sigurjón Guðinundsson skrifstofustjóri flutti ræðu
og afhenti gjöf, er Karlakúrinn Geysir á Akureyri sendi Fóstbræðrum
í tilefni afmælis síns. Myndin hér að ofan er frá afhendingu gjafar-
innar. Hreinn Pálsson veitti henni móttöku. — . Ljósm. Þórarinn.
Athyglisverö ummæli norsks
blaðs um varnarmál íslands
Miðvikudaginn 4. apríl birtir
blaðið Norgens Handels og Sjþ-
farts Tidende grein um endur-
skoðun og uppsögn varnarsamn-
ingsins og drepur þar á hina lé-
legu og skaðiegu fréttaþjónustu,
sem hér er rekin fyrir erlendar
fréttastofnanir og við höfuin
fengið smjörþefinn af undanfar-
ið hvað snertir rangfærslurnar í
erlendum stórblöðum. Segir svo
í blaðinu:
„Sambandið milli Noregs og
Sögueyjunnar er ekki eins gott
og það ætti að vera; það er erfitt
að fá vitneskju um stefnur og
strauma öðru vísi en af stuttum
símskeytum. Og þau (skeytin)
eru oft afflutt af þeim, sem livorki
túlka íslenzkt sjónarmið né hafa
norskt auga. Þess vegna ritar mað
ur dálítið óákveðið um þá atburði
sem hafa gerzt á íslandi nýverið,
og eiga rót sína að rekja til þess
að mikill meirihluti alþingis ósk-
(Framhvld á 2. síðu.
Malenkoff sýnir
fréttamönnum flugvéf
London, 7. apríl. — Malenkoff er
kominn til Moskvu. Áður en hann
yfirgaf London sagði hann frétta
mönnum, að liann myndi hafa
frá mörgu að segja úr för sinni,
er hann kæini til Moskvu og hitti
þá Krustjoff og Bulganin og qllt
yrði það mjög lofsamlegt. Áður
en hann fór lofaði hann frétta-
mönnum að fara inn í farþega-
flugvél þá, sein flutti hann aust-
ur, en liún var af þeirri gerð, sém
mesta athygli hefir vakið í Bret-
landi. Tekur þrýstiloftsflugvél
þessi 60 farþegarí aftursal vélar-
innar, sem er bólstraður og klædd.
ur gráu og bláu áklæði, er sæti
fyrir 28 farþega. Svo eru þrír
minni klefar, sem eru líkt út-
búnir og borðstofur i járnbrautar
vögnum. Er þar mjög rúmt um
farþega. Rafmagnssérfræðingar
þeir, sem voru með Malenkoff,
fóru til Parísar í dag og dveljast
þar nokkra daga.
Norðangarður á mið-
um Snæfellinga
Frá fréttaritara Tímans
í Ólafsvík.
I gær brast á með hörðum norð-
an garði við Snæfellsnes og tölu-
verðum sjógangi. Bátar voru allir á
sjó og var afli fremur tregur, eins
og verið hefir upp á síðkastið. Einn
bátur stundar veiðar í net, en afli
hans er sízt betri en hinna, sem
róa með línuna.
í kuldakastinu undanfarna daga
hefir snjó lítillega fest á jörð, en
ekki svo að nokkur umferðatöf sé
að, enda hefir í nær allan vetur
verið fært bílum yfir Fróðarár-
heiði.
Flugvél dönsku konungshjón-
annavæntanleg kl.14,,30á þriðjud.
Búa í Ráíherrabústaínum vií Tjarnargötu, sem er
mjög smekkiegur eítir gagngería viðgerft
Eins og áður hefir verið frá skýrt, eru dönsku konungs-
hjónin væntanleg hingað til lands í opinbera heimsókn næsta
þriðjudag. Flugvél konungs er væntanleg til Reykjavíkur-
flugvallar kl. 14,30 á þriðjudaginn. Konungshjónunum verður
búin gisting í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, sem nú
er mjög smekklegur og viðfelldinn eftir mikla viðgerð.
Blaðamönnum var í gær boðið
að skoða Ráðherrabústaðinn. End-
urbæturnar eru mjög vandaðar.
Veggjum hefir verið skipt í reiti
með listum, víðast gylltum, og
veggfóðrað með mjög vönduðu
efni. Hörður Bjarnason, húsameist
ari ríkisins, hefir annazt þessar
endurbætur, en Björn Rögnvalds-
son, húsameistari, stjórnaði verk-
inu, sem virðist afburða vel af
hendi leyst.
Þegar húsið er komið í þennan
fallega búning sést bezt, hve það
hefir verið og er enn vandað og
fagurt að gerð. Má segja, að það sé
nú hið viðkunnanlegasta gestaheim
ili íslenzku stjórnarinnar.
Dagskrá konúngsheimsóknarinn-
ar mun verða nánar rakin í þriðju
dagsblaðinu.
Sér yfir hluta hinnar vistlegu og vel búnu aðalstofu í Ráðherrabústaðnum.