Tíminn - 19.04.1956, Side 5
í f M 1 N N, fimmtudagina 19. apríl 1936.
5
A KVENPALLI
Sumardagnrinn fyrsti
Sumarið er komið.
HVERJUM ER-.ekki sá dagur og
endurminningar um hann kærar?
I vitund minni er hann einn mesti
hátíðisdagur ársins og vekur minn
ingar um bernskuleiki á vorfölu
túni í svikahlýju bjartrar hádegis
sólar, þegar enn er nístandi kalt i
skugga og frost í jörðu. Ólýsanleg-
ir töfrar fylgdu leikjum þessa
dags, jafnvel þó að öðru hvoru
yrðiiað blása í kaun.
Hin 'sífefí ár'héfir'sumardagur-
inn fyr.iti verið helgaður börnuni
landgins og stofnunum þeim, er
sinná ýmsum þörfum hinna ungu
borgára íslenzka þjóðfélagsins.
Mörg þörf og góð stofnun fær þá
fjárgtuðning, sem veittur er af
glöðu geði. Margir vinna þarft og
óeigingjarnt starf, sem séint verð-
ur fiillþa.kkað innan. þessarra stofn
ana. Enn munu þó velflestir borg-
arar höfuðstaðarxns — að minnsta
kosti konurnar — sammála um, að
betur megi að vinna, áður en svo
sé búið að börnunum, sem þörf
nútímans krefur.
HVAÐAN ERU Reykyxkingar? Er
þeir bornir og barnfæddir í fimm-
tíu þúsund manna borg? Eru for-
eldrar barnanna, sem nú fylla skól
ana í Reykjavík flestir aldir upp í
borg?
Nei, þe;r eru margir hverjir ald
ir upp í sveit eða smáþorpum.
Jafnvel innfæddir Reykvíkingar,
sem náð hafa miðjum aldri, ólust
upp i bæ með 15—20 þús. íbúa.
Þéssi öru umskipti frá sveitaupp
eldiitil borgarlífs hafa skapað lífs-
venjubreytingar, sem erfitt er fyr-
ir eina kynslóð að átta sig á. For-
eldrarnir, sem nú ala uþp börn í
Reykjavík geta ekki og mega ekki
fylgja i öjIu þeim uppeldisreglum,
sem þau oru sjúlf beitt. Barnið í
sveitinni og IitYa sjávarþorpinu fór
að ganga að vinnu með foreldrum
sínum jafnskjótt og því óx fiskur
um hrygg. varð virkur þátttakandi
í þeim störfum, sem afkoma heim-
ilisins byggðist á og bar ábyrgð á
vissutn þáttum þeirra. Ekki dugði
að ætia að fresta til morguns að
gefá kalfi, lambi og hænsnum. Lín-
una, sem pabbi ætlaði að leggja í
sjó, varð að beita fyrir vissan
tíma. Strax á ungum aldri falla
þessj bör.n;;inn í hrynjandi starfs-
ins, hafa alltaf nóg verkefni, sjá
árangur verka sinna og finna til
metnaðar yfir vel unnu verki.
í BORGINNI fara flestir heimilis-
feður að heiman til að afla lífsvið-
urværis. Börnin hafa óljósa hug-
mynd um í hveru starf hans er fólg
ið og sárasjaldan er möguleiki á
að þau komizt í beina snertingu
við starfið eða verði þátttakendur
í því. Móðirin vinnur að vísu lengst
af heima við, en starfssvið hennar
rúmar líka takmarkaða möguleika
til þátttöku fyrir barnið.
Sum borgarbörn fara snemma að
vinna sér inn aura með því að fara
í sendiferðir, selja blöð o. s. frv.
Um það er ekkert nema gott að
segja, en flest slík störf taka að-
eins hluta úr degi.
Hvar eyðir þá bórgarbarnið deg-
inum?
. í .skóla og við leik. .
Hvar leika þau sér?
Á götunum. Á götunum, þar sem
bifreiðar þjóta fram og aftur, þar
sem moldrok og for atar þessi
litlu skinn, eftir því hvort þurrt
er eða vott veður. Á götunum, þar
sem börnin venjast á að virða að
vettugi settar reglur um umferð
vegna þess, að þau hafa naumast
annan leikvang. Á götunum, þar
sem við verðum því miður að við-
urkenna, að stundum er á ferli
fólk, sem getur unnið saklausum
börnum mein á fleiri en einn hátt.
ÞRÓUN BORGARLÍFSINS hefir
orðið sú, að fjöldi manna býr við
svo takmarkað húsnæði, að börnin
! geta ekki haít neitt skot út af fyr-
ir sig. Um hina, sem hafa nóg hús
rými, en vilja heldur geyma hús-
gögn í stofunum, en að lofa börn-
unum að vera þar, er óþarft að
fjölyrða. Önnur staðreynd er, að
mæður verða yfirleitt einar að
sinna öllum heimilisstörfum og
eiga þá ekki nema um tvo kosti að
velja við gæzlu ungra barna; Ann-
aðhvort að halda þeim óeðlilega
mikið inni hjá sér, eða að láta þau
sjá um sig sjálf á götunni. Um allt
þetta er margsinnis búið að ræða
og rita. En -því tek ég það enn
fram, að vaftisamt er hvort fólk
gerir sér fyllilega ljósar þessar
brcyttu aðstæður um barnaupp-
eldi, mismuninn á því, er við vor-
um sjálf að alast upp í sveitum og
smáþorpum og að nú skal ala upp
börn í borg.
EF VERNDA Á LITLU börnin fyr-
Nýr bæklingur frá
Neytendasamtökum
Nýlega kom út nýr leiðbeininga-
bæklingur frá Neytendasamtökun-
um. Fjallar hann um vefnaðarvör-
ur og nefnist: „Vandi er dúk að
velja“. Er þar að finna leiðbein-
ingar um val og meðferð á vefnað-
arvörum og skýrt frá framleiðslu
á hinum helztu tegundum og eigin-
leikum þeirra. Sérstaklega skal á
það bent, að í bæklingnum eru ít-
arlegar upplýsingar um hin nýju
gerviefni.
„Vandi er dúk að velja“ er, eins
og aðrir leiðbeiningabæklingar
Neytendasamtakanna ,einungis
sendur meðlimum þeirra, en ár-
gjaldið er 15 kr. Skrifstofa samtak-
anna er í Aðalstræti 8, sími 82722.
Frú Elsa E. Guðjónsson tók bækl-
inginn saman, en hann er 32 bls.
! og prýddur myndum. Næsti leið-
beiningabæklingur Neytendasam-
takanna fjallar um matvæli, og
kemur hann út innan fárra daga.
Aðaifundur
Aðalfundur Félags íslenzkra rit-
höfunda var haldinn að Nausti við
Vesturgötu 15. apríl 1956. — For-
maður var kosinn Þóroddur Guð-
mundsson, ritari Sigurjón Jónsson
og féhirðir Ingólfur Kristjánsson.
Meðstjórnendur voru kosnir Ste-
fán Júlíusson og Axel Thorsteins-
son.
Ennfremur var kosin nefnd til
þess að athuga frumvarp til laga
um listamannalaun, sem Gunnar
Thoroddsen flutti á síðasta Al-
þingi, en er óafgreitt og bíður
næsta þings.
Happdrætti
(Framhald af 4. siiJu.J
94.206 94.611 96.088 97.121
97.247 97.809 98.996 99.265
99.409 99.572 100.029 101.079
102.200 102.216 104.069 104.475
104.866 105.179 105.893 105.936
106.316 106.382 107.570 108.279
108.429 108.645 108.771 109.761
112.366 112.737 112.930 113.690
114.175 114.340 114.582 114.595
114.910 115.241 115.778 116.248
116.974 116.999 117.324 117.417
118.221 116.890 119.522 120.380
120.644 121.111 121.692 121.966
122.105 122.508 122.815 123.065
123.523 123.618 125.221 125.281
125.508 125.682 127.142 127.293
127.388 127.765 128.150 128.835
129.223 130.434 130.804 131.033
131.093 131.301 132.073 132.797
133.280 133.283 133.822 133.835
134.121 134.218 134.876 135.348
136.130 136.448 138.293 139.609
139.614 139.978 141.429 141.970
144.339 144.730 145.735 146.311
147.263 147.367 147.835 148.241
148.801 149.029 149.760 149.932
(Birt án ábyrgðar)
ir slysum, vernda þau þær stundir,
sem mæðurnar geta með engu móti
litið eftir þeim ,þá verður að
fjölga dagheimilum og leikvöllum,
stofnunum, þar sem mæðurnar
geta verið öruggar um börnin, þó
að ekki væri nema stund úr degi.
Afbrot unglinga eru áhyggju-
efni í öllum borgum. Myndi ekki
fyrsti vísir þeirrar ógæfu oft skap
ast hjá unglingnum, sem reikar eft
irlitslaus um göturnar í leit að við-
fangsefni?
Rætt hefir verið um æskulýðs-
höll í Reykjavík. Er ekki vænlegra
til árangurs að stofna til fleiri og
smærri samastaða fyrir unglinga,
annað hvort í skólunum eða í sér-
stöku húsnæði? Er ekki hyggilegra
að skapa unglingunum aðseturs-
staði, þar sem þeir kynnast ná-
grönnum sínum og þyrftu ekki að
fara langa leið að heiman til að fá
inni með sín áhugamál?
ÞEIR, SEM menntun og þjálfun
hafa til að veita þessum málum for
göngu, hljóta að eiga vísan stuðn-
ing okkar, sem enn geymum í
minni glaða bernskuleiki á sumar-
daginn fyrsta. Við hljótum að sam
einast um það, að vilja skapa borg
arbörnunum þau skilyrði, að þau
vilji sem lengst sína barnæsku
muna.
Gleðilegt sumar!
— S. Th.
imiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiui
| Gleðilegt SUMAR! |
1 Sölufélag garðyrkjumanna 1
| Gleðilegt SUMAR!
| Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. |
| Gleðilegt SUMAR! |
1 Kristján G. Gíslason & Co. h.f. (
| Gleðilegt SUMAR! |
| Byggi nga rf élagið Brú, h.f. |
I Gleðilegt SUMAR! I
| Belgjagerðin h.f. |
I Gleðilegt SUMAR! |
| Skjólfatagerðin h.f. j
I Gleðilegt SUMAR! I
| Hvannbergsbræður. f
| Gleðilegt SUMAR! I
( FISKHÖLLIN 1
| Gleðilegt SUMAR! |
| Flugfélag íslands h.f. (
I Gleðilegt SUMAR! |
| Ofnasmiðjan h.f. (
| Gleðilegt SUMAR! I
Harpa h.f., málningarverksmiðja.
nliiiiiiiiuiiiiiiiiKiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiíni
I GLEÐILEGT SUMAR!
( Vinnuheimilið að Reykjalundi S.Í.B.S.