Tíminn - 26.04.1956, Blaðsíða 7
TÍMIN N, fimmtadaginn 26. apríl 195C.
7
Svíar reyna nú að byggja 3 herbergja íbúðir
fyrir sama verð og 2 herbergja íbúðir áður
iegafélagi Svía og byggir aðeins íbúðir
r 'ýk';
Eins og kunnugt er, þá eru Svíar méðal áTfra fremstu þjó'ða
í byggingaiðnaði, einkum að því er snertmJjágkvæmar bygg-
ingaaðferðir og vel gerð og þægileg íi)úðai1tús miðuð við
þarfir og getu almennings. Þar í landi eiga _sér stað árlega
mikilvægar breytingar, enda fara fram miklar rannsóknir
til þess að ná þeim árangri og byggingafræðingar og bygg-
ingafélög leggja sig mjög fram um að notfæra sér nýjungar,
sém fram koma.
Nokkrir íslenzkir byggingafræð-
ingar dveljast í Svíþjóð við nám
eða störf. Einn þeirra er Sigtryggur
Stefánss. frá Siglufirði. Hann kom
liingað til lands í stutta heimsókn
fyrir skömmu, og hitti tíðindamað-
ur blaðsins hann að máli og spurði
fregna af starfi hans og bygginga-
málum í Svíþjóð.
— Hefir þú dvalizt lengi í Sví-
þjóð?
Nokkur ár. Ég var þar fyrst
við nám á árunum 1945—1948.
Lauk þar prófi við Tekniska Insti-
tute í Stokkhólmi. Svo kom ég
heim og dvaldi heima frá 1948 til
1951 og starfaði hér.
Hja HSB
Árið 1951 fór ég aftur til Sví-
þjóðar, segir Sigtryggur, 'og réðst
tii starfa hjá HSB, eða Ilyres
gasternas Sparkassa och Byggnads
förening, en það er meðal elztu
byggingafélaga Svía, fullra 30 ára,
og stærsta byggingafélag í Svíþjóð,
sém byggir eingöngu íbúðir. Er
það nú búið að byggja rúmlega
100 þúsund íbúðir.
— Hvernig er starfi þess hátt-
að?
— Því er skipt í deildir. Ein
stærsta deild þess sér um bygg-
ingar sambyggðra íbúðarhúsa, allt
frá raðhúsum upp í 12—15 hæða
sámbýlishús. Önnur deild þess ann
ast byggingu einbýlishúsa og hin
þriðja um byggingar í sveitum
landsins. Fyrirtækið á tvö stærstu
trésmíðaverkstæð'i í Svíþjóð, og
annast þau allar innréttingar og
allt, sem að tréverki í íbúðarhús-
um lýtur. Félagið hefir og rann-
sóknarstofur og prófessora í þjón
uétu sinni til þess að leita að og
kanna ný efni til bygginga, og
margir verkfræðingar vinna að
því að gera byggingaaðferðir hag-
kVæmari.
Starfseminni er þannig háttað,
að um allt land eru dótturfélög,
og geta menn gerzt þar félagar og
lagt inn peninga í því skyni að
eignast hús eða íbúð hjá félaginu.
Félagið annast einnig lántökur og
borgar vexti af innlögðu fé, með-
an íbúð er ekki afhent. Fólkið
sjálft, eða þessar deildir ákveða
síðan byggingar og gerð húsa, en
fola síðan aðalfélaginu að sjá um
bygginguna, og það annast einnig
útvegun lóða og fær oft allstór
svæði til skipulagningar og bygg-
ingar. Þessar deildir sjá svo um
rekstur húsanna hver í sinu um-
dæmi.
Miklar breytingar
— Verða örar breytingar í bygg
ingamálum núna?
— Já, mjög örar. Segja má, að
býggingaaðferðir breytist múnað-
arlega, og ný byggingaefni koma
sífellt til. Þörfin knýr líka mjög
á í þessu efni. Stuðningur hins
opinbera við íbúðabyggingar al-
mennings hefir farið minnkandi
síðustu missirin, og það krefst
þess að reynt sé að gera bygging-
arnar ódýrari, beita hagkvæmari
vínnuaðferðum og finna ný og
ódýrari en þó jafngóð bygginga-
efni. Sérstaklega er nauðsynlegt að
spara vinnuaflið.
Að því er nú keppt að þriggja
lierbergja íbúðir verði ekki dýrari
en tveggja herbergja íbúðir voru
áður, þ. e. a. s. auka og bæta hús-
rými fjölskyldu án aukins kostn-
aðar. Reynt er að gera þetta með
því að byggja heppilegar „stand-
ard“-íbúðir. Mjög eru notuð
„standard“-mót t. d. úr krossvið
eða masonite, og„helzt þannig að
ekki þurfi að múrhúða íbúðirnar
innan. Félágið er nú t. d. að
byggja þúsund íbúðir, þar sem
hvorki á að þurfa múrara eða
pípulagningamenn inni í íbúðun-
um. Hitakerfið’ er lofthitun, heitu
Jofti blásið inn undir glggana
eftir stokkum, sem steyptir eru í
gólfið.
Einangrunin að utan
Einangrunin er oftast höfð utan
á húsinu og síðan múrhúðað yfir.
Þetta hefir þó ekki þótt fært t. d.
á vesturströndinni þar sem úrkom
ur eru miklar. En nú hefir t. d.
veriö íundin upp í Svíþjóð miklu
sterkari „pússning" en áður. Hef:
ir liún bæðí meira slitþol og er
þéttari, svo að hún ver húsin bet-
ur.
Gó)f eru slípuð um leið og þau
eru steypt og notuð til þess sér-
Sigtryggur Sfefánsson
áætlanir um heilt hverfi með 1000
1 íbúðum. Að þessum undirbúningi
jhaía þrír verkfræðingar nnnið. Nú
!er bygging þessara þúsund ibúða
i hafin. Sérstakt svæði var "engið
og skipulagt í úthverfi Stokkhólms.
Biiastæði fyrir þessi hús eru
sprengd inn í berg. Þessi hús eru
byggð með hagkvæmustu aðferð-
j um og í þau kemur hvörki núrari
né pípulagningamenn, aðeins
verkamenn, trésmiðir og málarar.
Hús gerð í verksmiSjum
Þá er og mikið um það i Svíþjóð,
að húshlútir séu gerðir í verksmiðj
um, og eru slíkar byggingaaðferð-
ir margar og misjafnar. Oftast er
reynt að skipuleggja byggingasvæð
ið áður en bygging hef’st, götur
Krani lyftir veggjum í heilu lagi í húsbyggingu í Svíþjóð.
stök tæki, sem pressa vatnið mjög
úr steypunni og eykur það slitþol
þeirra um allt að 30%.
GæSi sfeinsteypunnar
— En er ekki reynt að auka
gæði steinsteypunnar?
— Jú, einn gildasti þátturinn í
þeirri viðleitni að gera húsin ódýr
ari í byggingu er einmitt að auka
gæði steínsteyþunnar sem mest.
með efnismágnið, sem tii húsanna
fer. Nú er algengt að þykkt út-
veggja sé aðeins 15 sm. jafnvei
þótt hús séu allt að 12 hæðir. Er
þá miðað við fullkomin gæði steyp
unnar.
íbúðin má ekki vera
minni en þrjú herbergi
Eins og ég minntist á áðan,
keppa byggingafélögin nú að því
jað byggja þriggja herbergja ibúð-
(ir, 70—72 mctrar að flatarmáli
jafndýrar og 2 herbergja íbúðir
60—63 fermetrar voru áður. Kröf-
ur fólksins vaxa, og það er nú
Jalmennt álit heimilisfræðinga að
j íbúð fjölskyldu megi ekki vei-a
minni. Undanfarin tvö og hálft
ár hefir HSB láflö beztu verkfræð-
inga sína glímg við að leysa þá
þraut að byggja slíkar íbúðir, gera
I lagðar og jarðleiðslur. Reynt er
að byggja húsin hvert af öðru í
samfelldum röðum, svo að kran-
ar og önnur stórvirk tæki geti
komizt að og haldið áfram hús írá
; húsi. Einkum er þetta nauðsynlegt
j ef byggt er úr verksmiðjugerðum
j hlutum eða veggir steyptir á jörðu
! og lyft upp á sinn stað.
j SjálfstæSir borgarbiutar
j Mjög er nú unnið að því að
i bygga úthverfi Stokkhólms þannig,
j að hvert hverfi sé skipulagt sem
j sjálfstæður borgarhluti, sem þurfi
sem minnzt til annarra að sækja.
Þá er séð um, að þar séu verzlun-
arhús á heppilegum stöðum.
skemmtistaðir, skólar og aðrar
stofnanir til .almennrar þjónustu.
Þá þarf fólk ekki eins að sækja
inn í miðborgina, og það minnkar
umíerðina að mun. en hún er jafn-
an eitt mesta vandamái stórborgar.
Hagkyæm byggingalán
— Veitir hið opínbera ekki hag-
kvæm byggingalán?
— Jú, það veitir efnalitlum fjöl
! skyldum slík lán. Bæði Stokkhólms
■ borg og ríkið standa að slíkri starf
j semi. Áður nam slikt lán 80% af
l byggingakostnaði, en 10% af því
Rætí við Sigtrygg Stefánss. byggiogaverk-
fræðkg, sem starfar hjá einu stærsta bygg-
i
Á víðavangi
BráSabirgðaúrræði
skuldakónganna
Þegar Mbl. var búið að birta
þrjár ræður stórfurstanna á
„landsfundinum“ var augljóst,
að efnahagsmálapólitík flokks-
ins var bundin þremur yfirlýs-
ingum: Hin fyrsta kom frá Ól-
afi Thors: „Við berjumst fyrir
hagsmunum okkar sjálfra,
flokks okkar og þjóðar.“ Þarna
var allt talið í réttri röð og iýs-
ing hnitmiðuð og glögg. Næst
kom viðskiptamálaráðherrann:
Það á að haida áfram að falsa
efnahagsástandið með niður-
greiðsluni úr rikissjóði á meðan
fært er. Lausnarorðið er niður-
greiðsla af ríkisfé. Þetta var
inntak hans ræðu. Loks kom
dómsmálaráðherrann og rak
smiðshöggið á: „Bráðabirgðaúr
ræði eftir bráðabirgðaúrræði
munu verða um margt....“ Nú
héldu sumir, að þótt cfnahags-
málin hefði orðið útundan í
stórræðunum, mundi þeim gerð
rækileg skil í „stjórnmálayfir-
lýsingunni," sem birt var í gær.
En þcir urðu fyrir herfilegum
vonbrigðum. „Yfirlýsingin“ er
mestmegnis glamuryrði og
skætingur, og hvergi tekið af
alvöru á neinu vandamáli.
Hvernig sem menn velta fyrir
sér skrifum Mbl. og ræðum leið
toganna, verður niðurstaðan æ
hin sama: Skuldakóngunum er
vel vært, þótt dýrtíð þynni
skuldirnar enn um sinn. Þeir
vilja því halda áfram að búa
eins og áður og freista þess að
láta tekjur af hersetu fela hið
raunverulega ástand enn um
skeið. Þetta er í senn efnahags-
og varnarmálapólitík Sjálfstæð-
isflokksins.
Nýju viðhorfi fagnað
Öll efnahagsmálasaga Sjálf-
stæðisflokksins er þannig að
verða ljósari æ fleira fólki í
landinu. Og eftir því, sem hún
skýrist, sjá menn betur nauð-
syn þess, að skapa nýtt viðhorf
í stjórnmálum og útiloka áhrif
braskara og kommúnista á
stjórnarfarið og efnahagsmála-
þróunina. Rökrétt afleiðing
þessa er, að bandalagi umbóta-
flokkanna er að aukast fylgi og
þróttur. Menn eygja þann mögu
leika, að koma á gagngerðri
breytingu þegar í sumar og
skapa samstæðan meirihluta um
stjórn landsins. Fregnir berast
víða af landinu um öflug og
heilsteypt samtök fólks í banda-
lagsflokkunum, og vaxandi
gengi þeirrar stefnu, sem banda
lagið berst fyrir og hefir birt
þjóðinni í stefnuyfirlýsingu
sinni. Þetta er eðlileg þróun.
Mcirihluti landsmanna er orð-
inn þreyttur á úrræðaleysi og
aumingjaskap íhaldsleiðtog-
anna og ábyrgðarleysi og mold-
vörpustarfsemi kommúnista.
Um þjóðvörn tala fáir nema í-
haldsmcnn. Menn mundu varla
taka eftir sundrungartilraun-
um hennar ef íhaldið væri ekki
sífellt að reyna að hressa upp
á „blessaða glókollana sína.“
Stórt a3 innan,
lítið að utan
Morgunblaðið hefir skýrt auð
trúa lesendum frá því, að rösk-
lega 800 „fulltrúar“ hafi verið
á „Iandsfundinum,“ sem liald-
inn var í Sjálfstæðishúsinu svo-
nefnda hér í Reykjavík. Þessi
frétt — ef sönn reynist — minn
ir á, að þetta hús lilýtur að hafa
þá náttúru að vera lítið að utan
en stórt að innan. Brezka þing-
húsið, sem ckki liefir sæti nema
fyrir helming þingfullírúa, hef-
ir aftur á móti þá náttúru að
vera stórt að utan en lítið að
innan. Þingsóknin liér verður
og dularfyllri við það, að mynd-
ir, sem Mbl. hcfir birt, virðist
gefa til kynna, að sæti hafi ver-
ið fyrir alla „fulltrúa“ og nokk
uð rúmt um þá. Allt er þetta
nokkur krossgáta, sem ekki ieys
ist fyrr en Mhi. hefir birt nafna
lista yfir hina 800. En sá listi er
ekki komtnn enn. Hvað skyldi
nú valda því, að Mbl. —
„stærsta blað landsins", hefir
ekki birt listann enn?
Siðgæðinu hrakar
Man nú nokkur Alfred Drey-
fus og Emile Zola? Franskur
liðsforingi var ranglega dæmd-
ur fyrir landráð og gerður út-
iægur til Djöflaeyjar. Þar var
níðst á saklausum manni. Frjáls
huga andans stórmcnni tók upp
hanzkann fyrir hann og sneri
almenningsálitinu að lokum
þannig, að ekki var stætt á
öðru en veita Dreyfusi fulla
uppreisn. Mái þessa eina manns
varð til þess að hrikti í stoðum
franska ríkisins og endurómaði
víða um lönd. Þetta var á öld-
inni, sem ieið. í útvarpsfrétt-
um fyrir fáum dögum var skýrt
frá því, sem liversdagsiegum
hlut, að 30.000 föngum í Pól-
landi hefði verið sleppí úr
haidi. Þeir hefðu verið hafðir
fyrir rangri sök. Ráðherrar í
kommúnistaríkjum játa nú,
hver um annan þveran, að
menn hafi verið hengdir sak-
lausir, pyntaðir og fangelsaðir
þúsundum saman, og allar al-
mennar réttarfarsreglur hafi
verið brotnar. Rithöfundar og
andans menn í þessum löndum
risu ekki upp til varnar sak-
lausu fólki. Sumir hrakyrtu og
smáðu þá, sem fyrir ofsóknun-
um urðu. Og úti um allar jarðir
risu upp menn á borð við Katla
skáldið og Kristin Andrésson
og hrópuðu, að réttlætinu væri
þjónað með aftökum, fangelsis-
og útlegðardómum. Ofbeldis-
stefnur 20. aldar, kommúnismi
og fasismi, hafa blinda'ð augu
margra fyrir helgi mannrétt-
inda og réttarfars, og sljóvgað
siðgæðis- og réttlætisvitund. Á
dögum Dreyfusar var réttlætis-
kenndin vörn og skjól. í kom-
múnistalöndum samtímans er
hún niðurbæld og áhrifalaus.
Afturför er geigvænleg, og mun
urinn eins inikill og á andlegri
reisn Jóhannesar úr Kötlum og
Emile Zola.
sem eftir var, mátti hlutaðeigandi
Ieggja fram sem vinnu. Hann varð
því aðeins að borga 10% í pening-
um. En til þess að njóta þessara
kjara varð að hlíta ákveðnum Ek:l
yrðum um fjölskyldustærð, t. d.
að börnin væru þrjú, og húsin
urðu að vera af vissri stærð og
gerð, og er strangt opinbert eftir-
lit með þessu. Ástæðan til þess
er sú, að ríkið lítur svo á, að þar
sem byggingalánin eru veitt af
sparifé almennings verði að sjá
um, að húsin séu þannig úr garði
gerð, að þau svari rentum af því
fé. Þau mega t. d. ekki vera of
dýr eða of stór til þess að fjöl-
skylda með venjulegar tekjur get:
ekki leigt húsið fyrir þá leigu, sem
til byggingakostnaðarins svarar.
Þessu sparifé félagsfólksins má
heldur ekki sóa í „luxus“-íbúðir,
dýrar í byggingu, því að þá mundi
lánsféð fljótt þrjóta og ekki vera
hægt að byggja eins margar íbúðir
og' nauðsynlegt er. Menn verða því
að hlíta ákveðnum reglum um
stærð og gerð húsa, ætli þeir að
njóta almennra lána.
Nú hefir borið á lánsfjárskorti
til bygginga, og hefir hi'ð opinbera
heldur dregið að sér höndina um
aðstoð við byggingar, ög þess
vegna reyna byggingafélögin um
fram allt að gera byggingarnar
sem ódýrastar, svo að almenningi
ver'ði kleift að kaupa þær.
Mikil húsnæðisvandræði
— Eru húsnæðisvandræði í
Stokkhólmi?
— Já, þau virðast alltaf afn-
mikil, enda stækkar borgin mjög
ört og geysimikið er byggt. Hjá
félaginu, sem ég vinn hjá, er fólk
á biðlista til næstu fjögurra ára.
Svo mun einnig vera hjá öðrum
byggingafélögum. Það er eins og
aldrei sé byggt nóg.
Tíminn þakkar Sigtryggi Stefáns
syni íyrir upplýsingarnar og óskar
Framhald á 8. síðu.