Tíminn - 26.04.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.04.1956, Blaðsíða 12
Veðriy í dag: , Sunnau- eða suðausian kaldi — I dálím dgning. 40. ár ' Fimmtud. 26. apríl 1956. Hiti á nokkrum stöðum klukkan 18: Reykjavík 4 stig, Akureyri 3, Londoii 10, Nyvv York 12, Kaup- manrfahiifn 5 og París 14 stig. Skoi brezkra blaða um árangur af heimsókn rússnesku leiðtoganna: Málverkauppboð Sigurðatienediktssonar En ha (' nn árangur sýnilegur, þar sem Rússar ia sjónarmiöum vestrænna lýðræðisríkja Bre verkamannaflokkurinn krefsf þess, að komo.íinistar láfi sWanabrælur þeirra í Rúss- landi og lepprikjunum lausa úr fangelsi London—NTB, 25. apríl. Vi'.iæ'ðum rússnesku kommúnistaleiStoganna og brezkra ráðan na lauk í dag. Opinber greinargerð um árangur við- ræðna ' a verður gefin út annað kvöld. Brezk blöð eru flest samm-M uin, að lítill árangur hafi orðið að heimsókninni. Rússci .afi neitað að fallast á sjónarmið Vesturveldanna í öllum ; . kilsverðum málum, svo sem í afvopnunarmálunum. Tilk hefir verið, að blaða- manns' -inum, sem vera átti í dag, k verið frestað til föstu- dags, eu í ann dag halda Bulgan- in og Krusjeff flugleiðis tii Moskv ; moð fylgdarliði sínu. Þeir félaga: x: halda í fyrramálið í stutta í .d til Skotlands með járn brauta 'sc, en þaðan koma þeir aftur íii : undúna annað kvöld. í da . æddu Rússarnir hádegis verð í bx síað utanríkisráðherrans, Selwyn Lioyds, en í kvöld er þeim boðið í Covent Garden. Bökarasveinar í Dan- míirku neita enn NTB—Kaupmannahöfn, 25. apríl. Bakarasveinar í rúghrauðsgerð- um Kaupmannahafnar lialda enn áfram hinu ólöglega verkfalli sínu, þrátt fyrir ítrekaða úrskurði félagsdómstóls og hækkaðar fé- sektir. í fyrri dómi sínurn hafði félagsdómstóllinn dæmt sveinana til að greiða 60 kr. hvern til at- vinnurekenda. í gær var sektin liækkuð um tvö liundruð krónur í viðbót, jafnframt sem féiag sveinanna var dæmt til að greiða 5 þús. danskar krónur í sekt. Fé- lagsstjórnin kvaddi í dag sveina samau til fundar og hyggst gera enn eina tilraun til að fá þá til að hætta verkfallinu. Brauð- skortsins, sem bar mjög á í Kaup mannaliöfn fyrst, eftir að verkfall ið hófst, gætir nú lítið sem ekki, þar eð rúgbrauð eru send í stór- um stíl frá brauðgerðuni utan borgarinnar. Philip Morgan, einn helzti leiðtogi brezka verkmanna- flokksins hefir lýst því yfir, að verkamannaflokkurinn muni af- henda rússneska sendiráðinu lista me'ð nöfnum 150 jafnaðar- mannaleiðtoga, sem hafa verið hnepptir í fangelsi í Rússlandi. Krefst flokkurinn þess, að þeir verði látnir lausir. Hann lét í Ijós mikil vonbrigði yfir svörum Krusjeffs, þegar hann var spurð- ur um þessa jafnaðarmannaleið- toga. Brezku blöðin ræða mjög svör Krusjeffs, en hann neitaði, að nokkrir jafnaðarmannaleið- togar væru í haldi í Rússlandi. Hanna blöðin þetta svar Krut- sjeffs, þar sem vitað sé að fjölda jafnaðarmanna hefir verið varp- að í fangelsi í Rússlandi og lepp ríkjunum fyrir þær sakir einar að aðhyllast ekki kenningar kom múnista. Eru margir þessara jafn aðarmannaleiðtoga persónulegir vinir brezkra verkamannaflokks- þingmanna. Styðja eindregið Sigurvin Einarsson Alþýðuflokksfélag Patreksfjarð ar samþykkti nýlega eftirfarandi ályktun: „Fundur haldinm í Alþýðu- flokksfélagi Patreksfjarðar 23. apríl 1956 lýsir yfir stuðningi sín um við kosningabamdalag það, sem myndað hefir veríð milli Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins í alþingiskosningum þeim, er fram eiga að fara 24. júní n. k. Fundurinn lýsir yfir stuðningi sínum við Sigurvin Ein arsson og heitir á alla stuðnings- menn Alþýðuflokksins í Barða- strandarsýslu að vinna ötullega að glæsilegum sigri þessara kosn ingasamtaka.“ Framboði Sigurvins Einarsson- ar fyrir Framsóknarflokkinn hef- ir áður verið lýst hér í blaðinu. Fundur F ramsóknarkvenna í kvöld Félag Framsókearkvenna í Reykjavík heldur fumd í kvöld kl. 8,30 á venjulegum stað. Um- ræðuefni er kosningarnar, ýmis félagsmál, bazar o. fl. Félagskonur fjölmenuið. Hæstiréttur dæmir Samein- aða verktaka skattskylt f élag Með dómi Hæstaréttar, upp kveðnum 24. þ. m., í mál- inu Sameinaðir verktakar gegn fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs og gagnsök, voru Sameinaðir verktakar dæmdir skatt- skyldir sem félag. Skattstjórinn í Reykjavík og yfirskattanefnd Reykjavíkur höfðu á sínum tíma úrskurðað heildar- samtökunum skattskyldu og á- kvarðað þeim tiltekið skattgjald (fyrir skattárið 1951) samkvæmt þvi, en ríkisskattanefnd felldi skattgjald þetta niður og tald: ■Sameinaða verktaka ekki skatt- skylda sem félag, en hins vegar bæri hinum einstöku þátttakend- um að greiða skatta af arði sín- um frá félaginu. Skaut þá fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs málinu til dómstólanna. í héraði var fallizt á kröfur hans um skattskyldu félagsins svo og um hið tiltekna skattgjald. Fé- lagið áfrýjaði dómi þessum til Hæstaréttar, sem staðfesti, eins og Þátttaka íslands í NATO án hers viður- kennd 1949-51 - því ekki aftur nú? segir Arbeiderbladet í Osló Arbeiderbladet norska birtir 4. apríl s. 1. .mjög athyglis- verða forustugrein um varnarmál íslands undir fyrirsögn- inni: Et basaspörsmál. Sérfræðingur blaðsins í utanríkismál- um ræðir þar af miklum skilningi um þessi mál, og er þar m. a. talið víst, að Amerikumenn muni ekki taka því illa, að fjarlægja herinn héðan að ósk íslands. í greininni segir, að það geti virzt mótsagnakennt, þegar fsland vilji láta herinn fara en starfa þó enn í Atlantshafsbandalaginu. Þetta sé þó ekki nýtt viðhorf. íslendingar geti bent á, að á árun- um 1949—1951 hafi þessu verið svo háttað, að þeir störfuðu í bandalaginu, án þess að hér væri her. Þessi þátttaka hafi þá verið viðurlcennd, og því skyldi svo ekki vera enn. Þá segir blaðið, að New York Times hafi það eftir hernaðarsér fræðingum í Washington, að missir íslands sem herstöðvar, sé ekki al varlegt áfall. ísland hafi fyrst og fremst þýðingu sem útvörður í hinu bandarísk-kanadiska viðvör unarkerfi, og það sé hægt að gera ráð fyrir að halda radarstöðvunum starfandi, þótt herstöðin sjálf sé niður lögð í eiginlegri merkingu. Þá er á það bent, að eðlilegt sé, að dvöl nokkur þúsund erlendra hermanna valdi erfiðleikum í svo fámennu landi sem íslandi bæði að því er sambúð varðar svo og efnahagsástandið og vinnumarkað- fyrr segir, að félagið sé skattskylt, og er það aðalatriði þessa máls. Hins vegar sýknaði Hæstiréttur Sameinaða verktaka af greiðslu skattgjaldsins „að svo- stöddu“ þar sem ,,enn hafa eigi verið efni til, að ríkisskattanefnd kveði á um fjárhæð skattgjalda þessara" eins og segir í forsendum dóms Hæstaréttar. Stjórnendum fólagsins var stefnt persónulega, til vara, í málinu og var þeim tildæmdur málskostn- aður, en málskostnaður í aðalsök féll niður. Kjartan Ragncó's, hdl., flutti málið fyrir fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Geir JHaUgrímsson, hdl., fyrir Sameinaða verktaka, og var þetta fyrsta prófmál þeirra beggja fyrir Hæstarétti. Sigurður Benedikfsson efnir til málverkauppboðs urh þessar mundir. Er þar óvenjulega margt góðra mynda. Þar er til dæmis máiverk eftir Ás- grím af Háamúla í Fljótshlíð og er þessi mynd af því. Málverkið hefir verið um 40 ár erlendis og er talið mjög gotf. Þarna eru og fjögur oiíu- málverk eftir Mugg, og mun það ekki þykja, jítill fengur, svo og fjöldi annarra ágætra mynda effir ýmsa listamenn. Myndirnar eru til sýnis í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 2—7, en á morgun er upphoðið. Reynsla Syía í áfengismálum: NTB—Stökkhólmi, 25. apríl. — Áfeípgisneyzla í Svíþjóð jókst um 11% á s. 1. ári, miSað við árið áður. Langmestur hluti aukningarinnar kemur á seinasta ársfjórðung, en þá var skömmtun áfengis afnumin í Svíþjóð. Skýrslur yfir neyzluna það sem af er þessu ári, sýna, að hún er enn vax- andi og líklegt að vænta megi enn stórfelldari aukningar á þessu ári. Svíar eiga nú met í áfengis- neyzlu, sem líklegt er að erfitt verði að hnekkja. 1954 var neyzl- an 3,7 lítrar á hvern íbúa, en varð 1955 4,1 lítri. Hin Norðurlöndin. Skýrslur um áfengisneyzluna á hinum Norðurlöndunum sýna, að á árinu 1955 var neyzlan á hvern íbúa í Noregi 2,3 lítrar, Danmörku 3,3 lítrar og í Finnlandi 1,9 lítrar. 13 lítrar af brennivíni á ári. Alþjóðlegar skýrslur um áfengis neyzlu, sem ná til ársins 1952, sýna að Svíar drekka þjóða mest eða 5,3 lítra á hvern íbúa. Þessir útreikningar miðast við áfengi, sem inniheldur 5% vínanda. Næst í röðinni eru Bandaríkin með 4,5 lítra. Sé heildar áfengisneyzlan í Svíþjóð umreiknuð til samræmis við þann hreina vínanda, sem er í brennivíni og ákavíti, þá nemur meðalneyzlan á hvern íbúa 10 lítr um. Séu hins vegar börn og ungl- ingar dregnir frú heildarfólksfjöld anum, þá verður niðurstaðan sú, að hver Svíi, eldri en 15 ára, drekk ur 13 lítra af brennivíni á ári. ínn. Að lokum segir: „Með tilliti til andúðar íslendinga á því að hafa erlenda hermenn í landi sínu og betra útlits í alþjóðamálum, má ganga að því sem vísu, að Banda ríkjamenn muni ekki vera ófúsir til að draga úr eða fjarlægja þetta ýfingaratriði“. Ferðir til Rorgund- arhólms hefjast Kaupmannahöfn í gær. Yfirvöld siglinganna til Borgund arhólms hafa tilkynnt, að sigling þangað verði nú tekin upp frá Kaupmannahöfn að nýju eftir 40 daga stöðvun vegna verkfallanna. Eiga ferðir að hefjast á föstudag, i og verði sjómannaverkfallinu ekki lokið þá, muni skipin verða mönn uð hermönnum. Hraðlestirnar verða ferjaðar á ný yfir Stóra- belti I næstu viku, en slíkar ferðir hafa legið niðri síðan 21. marz. Aðils. Laxaseiði flutt flug- leiðis tií Grænlands Frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn. Eins og kunnugt er hafa Danir flutt norsk hreindýr til Grænlands og hefir það borið góðan árangur. Nú er tilraun gerð með að flytja lax í ár í Grænlandi. 60 þús. laxa seiðum hefir verið sleppt í á við Narssak í Godthaab-héraði. Dr. Poul Hansen, fiskifræðingur, sem hefir eftirlit þeirra mála í Grænlandi, skýrði frá því í gær, að flogið hefði verið með laxaseiðin frá Norður-Noregi til Danmerkur, þar sem 30 seiði voru tekin úr og er ætlunin að láta þau lifa og vaxa í fiskisafninu í Charlotten- lund. Síðan var flogið með seiðin. til Grænlands. Aðils. Erlendar fréttir j í fáum orðum □ Hammarskjöld ræddi í gær við Hussain konung í Jórdaníu. Stór liluti Jórdaníu liggur að landa- mærum ísraels, en alls hefir ver þar með tiltölulega kyrrum kjör- um í 2 ár. □ Alþjóðlegt kjarnorkuráð, þar sem í eiga sæti Rússland, Banda- ríkin og Bretland og 9 önnur lönd, hefir orðið sammála unf, að öll þessi lönd skiptist á öll- um uppfyndingum og þeim tækj- um og efnum, sem stuðla að aukinni notkun kjarnorkunnar til friðsamlegra nota. □ Enn ríkir skálmöld á Kýpur. —■ Brezka öryggislögreglan gerir nú allsherjarleit að vopnum í verzl- unum í Nicosia. Tveir borgarar í Nicosia hlutu meiðsli í gær, er sprengju var varpað að brezk- i um hermönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.