Tíminn - 28.04.1956, Qupperneq 1

Tíminn - 28.04.1956, Qupperneq 1
Aðalfundur Framsóknarfélaganna í Árnessýslu að Selfossi á morg- un kl. 1,30. Fulltrúafundur félaganna kl. 11 fh. Áskriftarsími Tímans er 2323 og 81300. — Fylgist með tíman- um og lesið Tímann. 40. árg. Reykjavík, laugardaginn 28. apríl 1956. f blaSinu í dag: Yfir Skeiðarársand, bls. 5. 1 Djúpið blátt, leikdómur, bls. 7. Kekkonen, bls. 6. , 96. blaS. Bulganin og Krusjeff halda heim effir árangursiifiar viSræður: fj Gáfu í skyn í lokin, að Rússar kynnu að fást til að hætta vopnasölu til Araba Þegar beitiskipið lét ur liöfn, sag^i Krusjeff, aÖ biliÖ myndi breikka á yfirborðinu, en ekki í anda Þórarinn Þórarinsson Haraldur Guðmundsson Almennur kjósenöafunÉr Blönduósi næsta fim Framsóknarflokkurinn og Alþýðufiokkurinn boða til sameiginiegs kjósendafundar á Blönduósi fimmtu- daginn 10. maí n. k. Hefst fundurinn kl. 4 e. h. Frum- mælendur á fundinum verða þeir Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri, og Haraldur Guðmundsson, alþingis- maður. Öllum er heimill aðgangur. Húnvetningar eru hvatt ir til að fjölmenna á fundinn og rœða stjórnmálavið- horfið fyrir kosningarnar. er Stefna Norðmanna í hvervarna að leyfa ekki herstöðvar á fnumui — segir Finn Moe, form. utamrákisnefmdar norska Stérþingsins Mbl. þótti ekkitakaþví aðrekja öll um- mæli Norðmannsins í Arbejderbladet Morgunblaðið birti í gær ummæli eftir Finn Moe, rit- stjóra Arbejdebladet í Ósló, en Moe er jafnframt formaður utanríkismálanefndar norska Stórþingsins. í grein Mbl. er lítið haft orðrétt efíir Moe, en meira um endursögn með orðalagi Mbl.-manna. Vekur þetta strax grim um, að ekki sé allt með felldu um frá- Vísir ber af sér - læt- ur böndin berast að fréttaritara Reuters VÍSIR ER NÚ komiim í þá sjálfheldu út af fölsunum á um- mælum utanríkisráðherra, að lnann ber af sér og þykist hafa alit úr New York Times (þó lík- lega varla fyrirsögnina í tilvitn- unarmerkjunum, sem var tilbú- in á skrifstofu blaðsins), Hér í blaðinu var í gær sannað með orðréttum tilvitnunum, að um- mæli þau, sem Vísir prentaði og sagði úr New York Times og eft- ir utanríkisráðherra, voru stór- lega úr lagi færð. Blaðið segist nú ekki hafa breytt stafkrók, og teiur að varla muni New York Tiines heldur hafa breytt neinu. Lætur það því böndin berast að fréttaritara Reuters, starfsmanni Mbl., að hann hafi breytt orða- lagi frá því, sem utanríkisráð- herra sagði og heimilaði að hafa eftir sér. Verður fróðlegt að sjá, livort fréttaritarinn vill una þess- um ásökunum flokksbræðra (Framhald á 2. síðu.) Ádsnauer lætur í Ijós vcnbrigSi þýzku þjoðarinnar yíir stefnu Rússa - Þeir neita enn aS fallast á frjálsar kosningar ©g sameiningu NTB—London, 27. apríl. Rússnesku leiðtogarnir, Bulganin og Krusjeff héldu í dag heimleiðis frá höfninni í Portsmouth eftir 9 daga opin- bera heimsókn í Englandi í boði brezku stjórnarinnar. Þeir félagar héldu fund með fréttamönnum í London í morgun. Hann hófst á því, að Bulganin las upp langa yfirlýsingu og' tók lesturinn rúma klukkustund. Hann kvaðst harma, hvað árangurinn af viðræðunum hafi orðið lítill — satt að segja hefði ekkert miðað í samkomulagsátt í afvopnunarmálum. sög'n þessa og hér muni eiga að fara eins að gagaivart þessrnn niik ilsvirta norska stjórnmálamanni og Mbl. og Vísir ieyfa sér gagnvart íslenzkum ráðherrum, sem eru andstæðingar þeirra í stjórnmálum. En þessi Mbl. og Vísis-taktík er að birta glefsur úr ræðum manna, slitnar úr samhengi, búa síðan til fyrirsagnir með tilvitnunarmerkj- um upp úr sínum eigin heilaspuna. Aðalatriðin í grein Finn Moe, þau er norska NTB-fréttastofan sendi út 24. þ. m. eru á þessa leið: ,,Nokkur amerísk blöð hafa lát ið í Ijósi mikinn áhuga fyrir að Danir og Norðmenn beiti áhrifum sínum á íslandi til að fá meiri hluta Alþingis til a'ð breyta á- kvörðun sinni í herstöðvarmál- inu.“ Þar næst kemur sá kafli, sem Mbl. Þýðir og setur upp í fyrirsögn: „Það er tæplega nokkur vafi, að það skref, sem ísland hefur stigið muni veikja varnarundir búning í Norður-Atlantshafi. Þetta geta Norðmenn bent á með fullum rétti og þetta er atriði, sem íslendingar eiga að hyggja að.“ En í framhaldi af þessu segir Moe, og því sleppir Mbl. auðvitað af því að það fellur ekki heim Við áróður Sjálfstæðisflokksins: „En hvernig sem, metm líta á þetta atriði, þá hafa Norðmenn (Framhald á 2. síöu.. Bulganin sagði, að sambúðin við Frakka væri nokkuð góð og sambúð Breta og Frakka færi batn andi. Hins vegar væri því ekki að neita, að mjög margt mætti betur fara í sambúð Bandaríkjanna og Rússlands. Nú væri mikilvægt að drága úr vígbúnaðinum og efla skilning og vináttu á milli þjóð- anna. Koma þyrfti á alþjóðlegu banni við notkun kjarnorkuvopna. Eitt var það í yfirlýsingu Bulg' anins, sem vakti mikla athygli, en það var, að Rússar væru fá- anlegir til að hætta allri vopna- sölu til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, svo framarlega, sem aðrar þjóðir gerðu það líka. Hann sagði, að hernaðarbanda- lög Vesturveldanna við Miðjarðar- haf ættu mesta sökina á ólgunni í þessum löndum. Bulganin sagði, að samningar um aukin viðskipti liefðu því miður ekki gengið eins vel og vonazt hefði verið til. Krusjeff lék á alls oddi. Meðan á fundinum stóð lék Krusjeff á alls oddi og virtist hinn ánægðasti. Hló hann oft og brosti til blaðamannanna, sem skemmtu sér vel yfir gleði þessa rússneska leiðtoga. Skömmu eftir, að fundin- um lauk var haldið til Viktoríu- járnbrautarstöðvarinnar. Kvöddu brezkir ráðherrar þar Bulganin og Krusjeff, en síðan var haldið til Portsmouth, þar sem rússneskt beitiskip beið þeirra. „Bilið breikkar — aðeins á yfirborðinu“? Þegar beitiskipið lét úr höfn í Portsmouth var skotið kveðju- skotum. Þegar skipið var komið frá bryggju hrópaði Krusjeff til utanríkisráðherrans Selwyn Lloyd, að nú myndi bilið breikka á milli þeirra, en það væri aðeins á yfirborðinu, en ekki í andanum. Lloyd kallaði á móti, að hann fengi saknaðarsting í hjartað, þeg ar hann kveddi þá félaga. Krus jeff kallaði þá á móti, að hann von aði, að sá verkur héldist þangað til Lloyd kæmi til Rússlands í heimsókn. Yfirlýsing Bulganins tekin til athugunar. Brezka utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í dag, að yfirlýsing Bulgan ins, að Rússar væru fúsir til að hætta allri vopnasölu til Araba- ríkjanna, myndi verða tekin til nákvæmrar athugunar. Vakin er athygli á því, að hvorki Krusjeff né Bulganin svaraði nokkurri spurn ingu um sameiningu Þýzkalands. Brezku blöðin eru yfirleitt sam- mála um, að svo til enginn árang- ur hafi orðið af þessum viðræðum, vegna þess að Rússar vilji ekki fallast á tillögur véstrænna lýðræð isríkja. Til dæmis neiti þeir að fallast á frjálsar kosningar í Þýzka landi og enn sé ekki séð, hvort þeir standa við það, að hætta vopna sölu til landanna fyrir botni Mið jarðarhafsins. (Framhald á 2. síðu.) Aðalfundur Fram- sóknarfélaganna í Arnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélag- anna í Árnessýslu verður á Sel- fossi á morgun, sunnudag, (en ekki í dag, eins og misprentaðist hér í blaðinu í gær). Fundurinn hefst kl. 1,30 e. h. Fulltrúafunð- ur félaganna hefst kl. 11 árdeg- is. — Flugvéi teppt á ísa- firði vegna bilaðs flotholts Frá fréttaritara Tímans á ísafirði í gær. Um klukkan hálfsjö í kvöld, er áætlunarflugvélin, sem er katalínuvél, var að fara héðara og ætlaði að fara að hefja sig til flugs, bar svo við, að annað vængflotholt hennar rakst á bát þann, sem flytur farþega milli lands og vélar, og skemmdist flot holtið svo, að ekki var hægt að draga það upp. Báturinn skemmd ist ekki og fólkið í honum sakaði ekki heldur. Vegna þessara skemmda hætti vélin við suðurförina og bíður nú viðgerðar á ísafirði. Hjólum vélarinnar mun ekki vera hægt að koma niður, nema flotholtin séu uppi. GS. NAT0 styrkir vega- framkvæmdir í Noregi NTB-Osló, 27. apríl. — Norska stjórnin Iagði í dag fram frurn- varp fyrir þingið um stórauknar samgöngubætur til Norður-Nor- egs frá Osló. Er ætlunin að leggja góðan steinsteyptan veg þangað. Stjórnin skýrði frá því, að vegalagning þessi væri gerð í samráði við Atlantshafsbanda- Sandið með tilliti til hernaðar- legs mikilvægis Norður-Noregs. NATO mun leggja fram tölu- verða fjárhæð til þessara sam- göngubóta, m. a. stórvirkar vél- ar til að hraða sem mest vega- lagningunni. Áætlað er, að NA TO leggi fram allt að 10 þús. sterlingspund til þessara fram- kvæmda. Það er Sjálfstæðisfl., sem rofið hefir eininguna í utanríkismálum Morgunblaðið er farið að birta glefsur úr fundarsamþykkt- um landsfundar Sjálfstæðismanna, en þær voru flestar svo lélegar og handahófskenndar að undrun sætti. í ályktun um uíanríkismál, sem birt er í gær, er því haldið fram, að Al- þýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurin hafi rofið einingu lýð- ræðisflokkanna í varnarmálunum. Þetta er augljós blekking, og það sést bezt á eftirfarandi staðreyndum: Að varnarsamningnum stóðu upphaflega saman þrír flokk- arnir, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn. Nú standa tveir þessara flokka að stefnu þeirri, sem Alþingi hefir framfylgt í málinu, en sá þriðji — Sjálfstæðis- flokkurinn — skerst úr leik, þótt framfylgt sé þeirri stefnu, sem hann hefir margoft áður lýst yfir — að hér sé ekki her á friðartímum. Það sjá allir heilvita menn, að það er sá e i n i sem eininguna rýfur, en ekki hinir t v e i r, sem saman standa. Þá segir einnig í ályktuninni, að það hafi verið Sjálfstæðis- flokkurinn, sem liafði forgöngu um það, að svo var frá gengið í samningnum, að fslendingar geta nú einhliða sagt varnar- samningnum upp. Þetta er auðvitað aðeins marklaust sjálfs- hól eins og allir vita. En það hljómar undarlega í eyrum fs* lendinga nú, að jafnframt því, sem þessu er lýst yfir, berst Sjálfstæðisflokkurinn g e g n því með oddi og egg, að þessi rétt- ur sé notaður, heldur hcimta, að þjóðin afsali sér þessum sjálfsákvörðunarrétti. Þeir eru rökvísir, Sjálfstaeðismenn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.