Tíminn - 28.04.1956, Side 12

Tíminn - 28.04.1956, Side 12
VeSrið í dag: Þykknar upp með suðaustan 1 kaláa og rigningu í nótt. Léttir til með NA-átt á morgun. 40. árf.______________________ Hiti á nokkrum stöðum klukkan 18; Reykjavík; S st. Akureyri 3 st. Londoú ÍL st: Kaupmannahöfn 8 stig. Stókkhólmur 4 st. París Laugard. 28. april 1956.13 stt,-. Riddaralið loftsins Riddaralið var fyrr á öldum styrkur hvers hers, og hestar þess valdir gripir. Nú er saga þess liðin. En sumir láta sér detta í hug, að í þess stað geti komið fram í dagsljósið „loftriddarar" svipaðir því, sem teiknarinn á þessari mynd gerir sér í hugarlund, ef heimurinn á enn að þola styrjöld áður en þúsund ára friðarríkið renn- ur upf Þá fær hver riddari svona þyrilvængju að reiðskjófa og situr í söðli sem á hesti. Sagt er, að í sumum löndurr, t. d. Bandaríkjunum, séu gerðar tilraunir með að koma upp slíkum herdeildum. Þar með væri þjóð- sagan um gandreið á sópskafti orðin að veruleika. Ný lyfjabúð opnuð í dag í vönduðu húsnæði við Hofsvallagötu LfyabúSin nefnist Vestnribæjarapótek, en eig- andinn er Birgir Einarsson, Iyfjafrætiingur í dag verður opnuð ný lyfjabúð hér í Reykjavík undir nafninu Vesturbæjarapótek. Lyfjabúðin er á horni Melhaga og Hofsvallagötu og verður opin alla virka daga frá kl. 9 að morgni til kl. 8 að kvöldi, nema á laugardögum verður hún ekki opin nema til fjögur. Eigandi lyfjabúðarinnar er Birgir Einarsson, lyfjafræðingur, en hann rak áður lyfja- verzlun á Norðfirði. Með opnun þessarar nýju lyfja búðar er bætt úr brýnni þörf Vest urbæinga, sem búa í Skjólnum og á Seltjarnarnesi. Tveir lyfjafræðing ar, Kjartan Gunnarsson og Sigurð ur Jónsson, vinna í Vesturbæjar apótekinu, en afgreiðslustúlkur eru fjórar. 2700 rúmmetra hús. Byrjað var að grafa fyrir húsinu í september 1954, sem er 2700 fer- metrar að stærð. Á fyrstu hæð er afgreiðslusalur, vinnustofur, kaffi stofa starfsfólks og geymslur fyrir hráefni. Á efri hæð eru læknastof ur og íbúð yfirlyfjafræðings. Húsið er hið glæsilegast að útliti og er allur búnaður í afgreiðslusal og vinnustofum eins og bezt verður ákosið. Þeir sem hyggðu. Teiknigar af húsinu og innrétt ingum annaðist Hannes Davíðsson, arkitekt, en byggingameistararnir Guðmundur Jóhannsson og Jón Guðjónsson sáu um smíði hússins en um smíði innréttingu sá Jónas Sólmundsson, með aðstoð Gamla Kompanísins. Burðarþolsútreikn- inga annaðist Sigurður Thorodsen, verkfræðingur, hitalagningateikn- ingar Helgi Sigurðsson, verkfræð ingur. Pípulagnir annaðist Þorgeir Ólafsson, pípulagningameistari, raflagnir Jónas Guðmundsson, raf virkjameistari, blikksmíði Blikk- (FranUiaW á 2. síðu.) Gísla langar til að kveðja sem flesta Barðstrendinga Morgunblaðið birtir það sem einhverja stríðsyfirlýsingu, að Gísli Jónsson, alþingismaður, hafi „tilkynnt þeim hræoslubandalags mönnum, að hann muni mæta á fundum þeim, sem þeir hafa boð að“ í sýslu þeirri, sem hann kall ar „sitt“ kjördæmi, og mun eiga við Barðastrandarsýslu. Honum er það auðvitað frjálst sjálfuin sér til ánægju, að kalla Barða- strandasýslu „sitt“ kjördæmi fram að kosningum. Sannleikurinn um þennan Gisla gorgeir í Morgunblaðinu er sá, að Gísli þessi fór fram á það við fundarboðendur, að hann fengi að mæla á þessum funduin, og var honum fúslega veitt það leyfi án tafar. Fundarboðendur hafa sem sé ekkert við það að athuga, þó að Gísli fái tækifæri til að kveðja sem flesta Barðstrendinga, og mun hann skilja, að því takmarki verður náð betur á þessuin fuml um en þeim, sem hann boðaði sjálfur. Fimm minkar veiddust í eina og sömu giidru af nýrri tegund Gildran er tunna hálí aí vatni með liíandi sil- irngi í, sett vií veitSistaU hjá KaldárhöflSa Frá fréttaritara Tímans í Grímsnesi. Síðustu þrjár vikurnar hafa hvorki rneira né minna en tiu íninkar veiðzt í nýja tegund minkagildru við veiðistaðinn við Kaldárhöfða, og eina nóttina veiddust þar fimm mimkar i sömu gildruna. Mikið liefir verið um mink við Kaldárhöfða eins og annars stað- ar þarna við veiðivötnin. Bræð- urnir Jón og Óskar Ögmundssyn ir tóku sig til og gerðu gildru með þeim hætti, að þeir gráfu járntunnu niður við vatnsbakk- ann og létu hana vera hálfa af vatni. í tunnuna settu þeir síðan lifandi silung. Af landi út á tunnubarminn lögðu þeir trébrú og þöktu með torfi. Minkurinn heyrir buslið í sil- ungnuin, fer út á tunnubarminn og stingur sér eftir bráðinni í □ veiðihug. En þegar hann ætlar up'p úr, getur hann ekki fótað sig á járnveggnum innan I tunn- unni og kemst ekki upp. Minkarnir, sem veiðzt hafa, eru allir fullorðnir, og hafa þeir q allir verið dauðir í gildrunni, er að var komið, einnig þeir fimm, sem í henni voru sama morgun- inn. Erlendar fréttir í fáum orðum Mikil ólga er í Alsír. — Frakkar herða enn baráttuna gegn upp- reisnarmönnum. Hammarskjöld fór í gær frá Beirút til Amman. Hann hefir nú lokið við fyrstu hringferðina um öll löndin fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Ekki er sóð annað en að góður árangur hafi orðiö af ferðum hans og viðræðum hans við ráðamenn í löndum þessum, þar sem hann hefir fengið forustumenn þessaia landa til að hætta hinum alvat- legu skærum, sem urðu dagiega á landamærum ísraels og Araba- ríkjanna. Utanríkisráðherra Grikkja lýsti í gær yfir fullri samstöðu Grikkja með hinum vestrænu lýðræðis- þjóðum. Hann harmaði atburð- ina á Kýpur og sagðist vona, að deilan yrði leyst bráðlega á við- unandi hátt. Utanríkisráðherrar Vesturveld- anna koma saman í París bráð- lega til að ræða ástandið í lönd- unum fyrir batni Miðjarðarhafs- ins. Lítið málverk eftir Ásgrím fór á 39 þús. kr. á málverkauppboðmii Málverkin seldust, flest fyrir hátt ver^ Á málverkauppboSi Sigurðar Benediktssonar 1 gær, seld- ust allar myndirnar, 29 að tölu, nema ein, og fóru þær flest- ar fyrir hátt verð, enda var hér um óvenjuiega góðar myndir að ræða. Málverk Ásgríms Jónssonáig^|g||faamúla í Fljóts- hlíð fór t. d. fyrir 39 þús. kr., en það mun vera hæsta verð sem boðið hefir verið í málverk á uppboði hér. Mynd þessi er þó ekki mjög stór, aðeins 98x117 sm. Myndin er máluð 1912 eða 1914 og hefir verið erlcndis síðustu fjörutíu ár- in. Þá var vatnslitamynd eftir Ás- grím, Fagurhlíð í Landbroti 60x 100 sm. að stærð, máluð 1911, seld á 23 þús. kr. Aðrar vatnslita myndir Ásgríms seldust á 8500 kr., 7500 kr. og 5500 kr. Ein mynd eftir Mugg seldist á 9 þús. kr. og þrjár aðrar á 5—6 þús. kr. Mynd eftir Kjarval fór á 4500 kr. Vetrarstarfi náms- fíokkanna lokið Námsflokkar Reykjavíkur luku vetrarstarfinu um síðustu mánaðar mót og voru þáttökuskírteini af- hent s. 1. miðvikudag. í vetur voru kenndar sautján námsgreinar í fjörutíu og fimm námsflokkum: íslenzka, danska, enska, þýzka franska spænska ítalska, reikningur, bókfærsla vél ritun, sálarfræði, upplestur, kjóla saumur, barnafatasaumur, útsaum ur, sniðteikning og föndur. Kennarar voru átján auk skóla stjóra. Ráðningasíofa landbúnaðarins tekin til starfa : Háðningarstofa landbúnaðarins er nú tekin tij starfa og er til húsa í Ingólfsstfæti 8. Þégar er séð, að mikil eftirspurn er eftir starfs- fólki í syejfjim landsins og sízt minni en :vefið héfir, einkum er skortur á fevénfóiki. Er mikil eft- irspurn efjtir ráðskoiium og kaupa konum, og býður skrifstofan marg ar ágætar ráðskonustöður á ágæt- um heimilum. Kaup, sem í boði er, er yfirleitt hátt. Magnús Guð- mundsson veitir skrifstofunni for- stöðu eins'og undanfarið. ——————————i Heiíai* á VestfjörSum færar 1 ísafirði, 27. aríl. — Búið er að moka snjó af veginum yfir Breið- dalsheiði og Botnsheiði til Súg- andafjarðar, og er nú fært jeppa- bifreiðum á þessum leiðum. Er það óvenjuléga snemmt. GS. Grundvallaratriði í málefna- samningi umbótaflokkanna Framsóknarflokkurinn og' Alþýðuflokkurinn birtu þjóðinni : stjórnmálayfirlýsingu og stefnuskrá 19. apríl s. 1. Þar er gerð ; grein fyrir þeim aðgerðum, sem flokkarnir telja nauðsynlegt : að gera til þess að afstýra vandræðum og undirbúa að unnt || verði að reka kröftuga framfarastefnu í landinu. Blöð Sjálfstæðisflokksins eru um þessar mundir að birta | ; samþykktir flokksþingsins í efnahagsmáluin, en lesendur eru |i ! jafnnær um stefnuna, úrræðaleysið og sérgæðin vaða uppi í : hverri málsgrein. Er nauðsynlegt að liafa stefnuskrá umbóta- ; flokkanna til samanburðar. Þar er öðruvísi á málunum tekið. ; \ Grundvallaratriði framfaraáætlunar þeirrar, sem flokkarnir : hafa komið sér saman um að framkvæma, eru þessi: 1. Samstarfi verði komið á milli ríkisstjórnar og samtaka \ verkalýðs og launþega, bænda og annarra framleiðenda : um meginatriði kaupgjalds- og verðlagsmála. Markmið þessa sainstarfs skal vera að efla atvinnuvegi landsmanna, ; tryggja stöðuga atvinnu og heilbrigt fjármálakerfi. 2. Taka skal upp eftirlit með öllu verðlagi í Iandinu. Stefna : skal að því, að ekki þurfi að beita innflutningshöftum. ; : Haft skal eftirlit með fjárfestingu til að stuðla að jafn- : : vægi milli landsliluta og jafnvægi í efnahagsmálum. 3. Tryggja skal liallalausan ríkisbúskap. 4. Bankakerfið skal endurskoðað, m. a. með það fyrir aug- : um að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun bankanna. || Seðlabankinn skal settur undir sérstaka stjórn, og marki ; | liann heildarstefnu bankanna, og beini fjármagninu að g| frainleiðsluatvinnuvegunum og öðrum þjóðnýtum fram- g; kvæmdum. 5. Starfræksla þeirra fyrirtækja, er vinna úr sjávarafla lands l manna, skal endurskipuleggja með löggjöf í því skyni, að sjómönnum og útvegsmönnum verði tryggt sannvirði g; aflans. Fulltrúar ríkisvaldsins ákveði í samráði við full- trúa sjómanna, útvegsmanna og fiskvinnslustöðva, lág- marksverð á fiski, sem öllum fiskvinnslustöðvum sé skylt ; : að greiða. Stefnt sé að því, að fiskvinnslustöðvar séu reknar í sem nánustum tengslum við útgerðina og. í þjón- ;g ustu hennar. 6. Útflutningsverzlun með sjávarafurðir skal endurskipu- g; lögð með löggjöf í því skyni, að markaðsskilylði nýtist sem bezt og sjómönnum og útvegsmönnum verði tryggt ;; rétt verð. í yfirstjórn útflutningsverzlunariniíar eigi sæti fulltrúar frá ríkisstjórn, sjómönnum, útvegsmönnum og ;;; fiskvinnslustöðvum. Þeir aðilar einir, sem ríkisstjórnin ; löggildir, skulu annast útflutning sjávarafurða. Stjórnin ; skal geta sett það skilyrði fyrir löggiidingu, að í yfir- ; stjórn útflutningsfyrirtækis eigi sæti fulltrúar frá ríkis- : stjórn, sjómönnum, útvegsmönnum og fiskvinnslustoðvum- ;g 7. Þjóðhagsáætlun skal samin árlega.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.