Tíminn - 09.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.05.1956, Blaðsíða 4
4 T f M I N N, miðvikudaginn 9. maí 1956, ¥ Vonandi verður kvikmynd-, in, The Rose Tatto, sýnd hér | bráðiega, en myndin er þeg-1 ar orðin stórfræg, þótt tiltöiu lega stutt sé síðan farið var að sýna hana. Aðalhlutverkin í myndinni leika þau Anna Magnani og Burt Lancaster, en myndin er byggð á leik- riti eftir Tennessee Williams. Verkið er að mestu byggt utanum ítalska konu, Sera- finu Della Rose, sem flutzti hefir frá Sikiley til strandar Mexíkó-flóans. Serafina Della 'ANNA MAGNANl og BURT LANCASTER Rose er af sikileyskum bændaættum, blóðheit og frúuð, og hefir átt þann mann, að hann „var eins og ungt naut", svo notuð séu orð Serafinu Della Rose. Þegar myndin hefst, hefir maður Della Rose látið lífið á æsilegum flótta undan fögreglu, en hann var vörubifreiðarstjóri og hafði tekjur sínar af akstri á smyglvarn- ingi. Della Rose verður svo mikið um missi sinn, að hún getur ekki á heilli sér tekið, enda er hún enn í fullu fjöri, geymir ösku mannsir.s í húsi sínu og hefir uppi þær sið- ferðisskoðanir strangar, að dóttir hennar er sjaldan ógrátandi eftir að hún kemst í ástir við sjóliða. þar sem móðir hennar telur þenn- an tímabæra og eðlilega lifnað stúlkunnar með öllu ótækan. Hins vegar, eftir mikinn ítalskan háv- aða og þegar nágrannakonurnar hafa skorizt í málið, komast á sætt ir miíli mæðgnanna. Frá höfund- arins hendi er þetta mæðgnastríð undirstrikun á hvernig missir mannsins gerir konuna strangsið- aða og- einnig til að undirstrika „ég hefði getsð orðið mikil afbrotamanneskia" að springa þá og þegar og þeyta húsinu í loft úpp með ser. í einn tíma kemur hún íram á' tjaldinu með því tætingsútliti, að minnir á fiðurfé sundurtætt áf haglaskoti en innan tíðar er hún komin í ailt aðra mynd — önnur manneskja með þeirri íegurð skuggsýnis og svartra knipplinga að minnir á götukonu í bakstrætum Via Roma í Napoli. Menn halda því fram i umsögnum sínum, að Burt 'Lan- caster þurfi að leika dálítið um eíni fram til að mæta firna þrótti Serafínu. Hann kemst þó björgu- lega frá hlutverki sínu, sem sá maður, sem ekki á annað erindi í hús þeirrar konu er flestum myndi ofviða nema á lérefti, en íá-saum- að.a saman rifu á skyrtu sinni. Og til að mætá náttúruhamförum 'kon- unnar 'rhá íhann rtisái sjg úr kyrr- látu, - gúðræknislegu og. svjplausu andliti upp í einn gapandi íryll- ing, sem fær sinn klíma á nær- fötunum upp í tré í garði’ írúar- innar. Það er því ekki að íurða, þótt menn spyrji, hvort heldur verkið sé hávaði eða snilld, enda má ekki í milli sjá á köflum. Liðnar ástir o r m Þegar s.iónvarpið bauð henni stór- I fé. sagði hún: ,,Verð ég að halda á hafragrjónaskál :í hendinni“? og þar með lauk þeim viðskiptum. I ; Höfundur „realismo". I Anna Magnani hefir fengið marga brýningu skaps síns um dagana. Hún fæddist fyrir um fjörutíu og átta árum og ólst upp röngu megin við Tíber. Móðir hennar var verkakona og faðir | liennar stökk frá öllu saman, er | Anna var mánaðar gömul. Seytján ára náði hún prófi inn í leikskóla 1 og fékk brátt atvinnu við umferða leikflokk og söng þar stornelli, götusöngva lands, þar sem strætin eru sjaldan sópuð. Um miðjan þriðja tug aldarinnar lék hún í fyrstu kvikmyndinni og á næstu tíu árum lék hún í einni tylft mynúa, sem flestar voru lélegar en vinsælar margar. Á árinu 1944, þegar Roberto Rosselini fékk j henni aðalhlutverkið í myndinni Opin borg, hafði Magnani íileink- að sér stíl, sem átti eftir að móta ítalska leiktízku allt til þessa dags. Hún kallaði þetta „realismo", og svo að segja á einni nóttu varð landið krökkt af „Magnanínum" sem möfðu hárið niður í augum, sprettu nokkrum þýðingarmiklum saumum á ódýru bómullarkjólun um sínum og gerðu þar með fá tækt eftirstríðsáranna að dyggð. þann mikla fyrirgang, þegar ann- ar vörubifreiðarstjóri, Alvaro Mangiacavallo (Burt Lancaster) kemur í húsið og vegur hættulega að siðferðiskennd hennar og minn- ingum. Tattóveruð rós á brjósti. Alvaro er engu síður sem ungt naut, ef út í þá sálma væri íarið. Og hann hlerar það hjá Serafínu, að efst í huga hennar í minningu um manninn, var sú rauða rós, sem hann hafði látið tattóvera á brjóst sitt. Kauði hleypur þá í burtu með ærslum og lætur tattóvera á sig sams konar rós í skyndingu. Þeg- ar hann snarast inn til Serafínu að nýju, þrífur hann frá sér skyrt- una við mikil andköf konunnar, er hún sér rósina. Þar með hefst hið hávaðasamasta tilhugalíf, sem kon- an vill alls ekki viðurkenna sem slíkt, fyrr en öll raddbönd hafa argað sig hás. Og upp úr þessu öllu heyrist: „Ég var sveitamann- eskjan, en ég var bónda mínum til dýrðar“. Alvaro hefir einnig margt til síns ágætis, maður með „kandídatsgáfur og þrennt að íor- sorga“. Nú fara ýmsar staðreyndir að reniia upp fyirr Serafínu og að lokum bresta þeir hlekkir eftir- sjár, sem hafa haldið henni við sturlun út af missi mannsins — einkum eftir að hún kemst á snoð- ir um, að hann hefir haft í seli — hjákonu sem einnig hafði farið höndum um brjóstrós hins látna hálfg’úðs og unga nauts. Hávaði eða snilld. Gagnrýnendur hafa ekki verið á einu máli um The Rose Tatto. Allir ljúka þeir þó upp einum munni um ágæti þess hlutverks, sem snilldarkonan ^Anna Magnani flytur. Enda er sannast mála, að konan býr yfir þvílíkum krafti, að áhorfandanum finpst hún hljóti Myndin er per§ónusaga án tákna og hefir engan boðskap annan en þann, að risavaxin einfeldni hjart ans getur orðið hin mesta fegurð, eins og löngum var vitað, þótt flestum hafi mistekizt að segja það betur en þarna. „Notið ekki baðherbergið á :norgnana“. Skömmu áður en taka myndar- innar The Rose Tatto hófst, undr- aðist einhver gestur á venjulégu hóteli í Hollywood ýfir því að finna miða við herbergishurðir.a einn morguninn. Þar stóð skrifað: „Vinsamlegast notið ekki baðher- bergið á morgnana. Þér eruð að trufla mestu leikkonu heimsins". Gesturinn spurði hótelstjóránn hvað þetta skeyti ætti að þýða. Honum var tjáð, að það þýddi að hin ítalska Ánna Magnani væri komin vil Hollywood. Anna Magnani er sögð skaprík- asta og íilfinningaríkasta ieikkona sinnar kynslóðar. Meðan á dvöl hennar stóð í Hollywood mátti s.vo heita að eldglæringarnar st-æðu í allar áttir frá henni. Hún byrjaði á því að henda sjónvarpinú, átolti margra vestra, á dyr’ og heimtaði stórt píanó í staðinn, sem hún hamraði á, þegar.sá gállinn var á henni. Þar sem hcnniMeiddíst matseldin á hótelinu, sást hún oft rcgast með stóra poka með mat- vörum upp í herbergi sitt og var ekki feimin við að lifa á nokkurs konar skrínukosti. Hún hélt íundi með blaðamönnum liggjandi í rúmi sínu. Stundum kveikti hún sér í litlum vindli og spókaði sig fáklædd í herberginu meðan ítalsk an flæddi út úr henni við nær- stadda. Þegar henni var sagt, að fyrsta mynd hennar í Bandaríkj- unum myndi verða sýnd á „VVide- screen“, hafði hún ekkert annað að. segja en: „Púff, Widescreen". Samt sem áður var Magnani mikið meira en mannasiður. Hún var það sem útlit hennar benti til; jarðnesk og tilfinningarík Eva búin ríkum lífsþorsta. Einkalíf hennar var eitt sjóðandi öngþveiti. Árið 1935 giftist hún Goffedro Alessandrini, kvikmyndatöku- stjóra. Einn dag elti hún hann íil stefnumóts við aðra konu og lét andúð sína í ljós með því að keyr.a bifreið hans í klessu. Þau skildu. „ . . . getað orðið mikil afbrotamanneskja“ Önnu þykir mjög vænt um Luea son sinn, sem er fjórtán ára og fatlaður eftir lömunarveiki. Iiún heldur verndarhendi yfir honum af sömu ákefð og birtist í leik hennar. Hún er harðákveðin í að skilja við hann ríkan, begar hún deyr og er ekki að efa að henni tekst það, einkum þar sem hún heldur miklu af kaupi sínu vegna vægra skatta á Ítalíu. Um nokkurt árabil á fjórða cug aldarinnar var hún mikið í félags- skap Roberto Rossellini, en skiln- aður þeirra var fyrirsjáanlegur þegar í upphafi. Hlutum var varp- að svo og formælingum, oft og tíðum á opinberum stöðum. Ein- hverju sinni, þegar Rossellini hafði móðgað hana, þurrkaði Anna allt af veitingahúsborðinu ’neð einni drottningarlegri hándleggssvciflu. Þegar hann yfirgaf hana vegna Ingiríðar Bergman, sagði Anna: „Ég’er örvona kona. Þegar ég kvelst, verð ég að kveljast unz hjarta mitt springur“. En ekki leið á löngu þar til Anna sneri sorg sinni upp í list. Anna Magn- ani segir: „Það er svo mikil ólga innan í mér, að ég varð að verða leikkona. Ef ég hefði ekki orðið það, býst ég við að ég hefði getað orðið mikil afbrotamanneskja“. Fram vann Víking i-0 Fjórða leik Reykjavíkurmótsins lauk þannig, að Fram vann Víking með 1:0 í fremur lélegum leik. Hvorugt liðið sýndi góða knatt- spyrnu, og leikni flestra leikmanna er mjög ábótavant. En eins og oft vill verða í slíkuin leikjum var talsvert um spennandi augnablik, og tilviljanakennd atvik gerðu það að verkum, að bæði mörkin kom- ust í mikla hættu, þótt aðeins þetta eina mark væri skorað. Mark menn liðanna stóðu sig vel, eink um Ólafur Eiríksson hjá Víking, Getraunirnar f Allsvenskan hófst vorumferðin 8. apríl, og eru nú búnar þar fimm umferðir, en vegna frosta og snjóa hefir orðið að fresta sumum leikj- anna. Malmö FF óg Norrköping eru langefst, en Norrby og Vesterás neðst. Um fyrri helgi fóru fram þessir leikir: AIK—Norrköping 1—2, Degerfors—Hammarby 2:1, Halmstad—Halsingborg 1:0, Mal- mö FF—Sandviken 2,0, Norrby— Djurgárden 2:3 og Vesterás—Göte- borg 2:1. í Noregi hófust vorumferðirnar um síðustu helgi og voru þá leiknir aðeins þrír leikir: Viking—Larvik Turn 3:2, Lilleström—Kvik 1:0 og Skeid—Ranheim 6:1. Staðan í Hovedserien er nú þann- ig: A: Larvik Turn 10 8 0 S 29:9 16 Sandefjord 9 6 1 2 20:10 13 Viking 10 3 5 2 17:15 11 Válerengen 9 3 2 4 15:20 8 Odd 9 3 2 4 15:20 8 Varegg 9 2 3 4 12:26 7 Brann 9 2 2 5 17:19 6 Rapid 9 2 1 6 12:26 5 B: Fredrikstad 8 7 1 0 31:13 15 Asker 9 7 1 1 30:10 15 Skeid 8 5 2 1 24: 7 12 Sarpsborg 9 2 4 3 19:18 8 Lilleström 9 4 0 5 13:20 8 Frigg 9 3 0 6 17:26 6 Ranheim 9 1 1 7 9:24 3 Kvik 9 1 1 7 6:31 3 Þróttur—KR 2 Bann—Viking » 2 Sandefjord- -Varegg 1 Válerengen- —Odd 1 2 Fredrikstad —Asker lx Kvik—Frigg x2 Lilleström— -Sarpsborg 1x2 Ranheim—Skeid 2 Dagerfors— Malmö FF 2 Djurgárden —Göteborg lx Halsingaborg—Norrby 1 Sandviken— -Halmstad 1 Kerfi 48 raðir. Kör f uknattleiks- mót íslands Síðustu leikir Körfuknattleiks- móts íslands, sem farið hefir fram s'ðustu dagana í íþróttahúsinu við Hálogaland, verða háðir í kvöld. ÍR er nú íslandsmeistari í grein- inni, cn á fimmtudagskvöld ur'öu þau óvæntu úrslit í leik þess við íþróttafélag stúdenta, að stúdent- arnir sigruðu með 37:33, og eru þeir nú efstir með 6 stig fyrir 3 leiki. Næst síðasta umferðin fór fram í gær og áttust þá við íþrótta félag Keflavíkurflugvallar og íþróttafélag Stúdenta- og ÍR og íþróttabandalag Akureyrar. í kvöld fara fram þessir leikir: ÍBA—ÍKF, Ármann—Stúdentar og ÍR—GOSI. Leikirnir hefjast kl. 7,30 í íþróttahúsinu við Hálogaland. Staðan í mótinu er nú: Stúdentar 3 3 0 0 149-101 6 í. K. F. 3 2 0 1 125-109 4 í. R. 3 2 0 1 115-101 4 Gosi 4 2 0 2 194-161 4 Ármann 4 1 0 3 146-186 2 Akureyri 3 0 0 3 104-175 0 sem sýndi afburðágóðan leik; út hlaup hans hárnákvæm Ojg stað- setningar góðar. Hir.s Vcgár var hann óheppinn að fá þetta eina mark á sig, en .EiðurMalþerg skoraði það með fastri sþyrnú frá vítateig. Ólafur hálfvarði, en knött- urinn fór yfir hann og í mark,- * Lið Fram er mún jafnara en Víkings og réð það baggamuninn, þótt jafntefli heíði ef til vill gef-ið réttari hugmynd um gangTsiksins, en Víkingar voru ittéira í sékn í fyrri hálfleik, en gáfu nokkuð eftir í þeim síðari. Vörnin er traust asti hluti Framliðsins með Haúk og Gunnar sem beztu menn. f framlínunni sýndi Karl Bergmann oft ágæt tilþrif. Lið Víkings er mjög ójafnt! Flest- ir eru leikmennirnir iíkamlega sterkir en skortir betri knattmeð- ferð og samleik. Auk Ólafs eiga þeir einnig tvo aora ágæta leik- menn, þá Björn Kristjánsson og Jens Sumarliðason. Björn er mjög vaxandi leikmaður, og var greini- lega bezti maðurinn á vellinum fyrir utan Ólaf. Jens er traustur leikmaður, sem lætur ekki mikið yfir sér, en full ástæða er til að veita þessurn mönnum meiri at- hygli, en gert hefir verið. Dómari i leiknum var Guðmund- ur Sigurðsson og slapp hann vel frá’því starfi. Næsti leikur móts- ins verðúr á sunnudag milli KR og yrottár. ’’ Frábær bandarískur sundmaÖur George E. Breen. Nýtega setti Bandaríí jamaður- in George E. Breen nýtt heimsmet í 1500 m. skriðsundi og náði hin um frábæra tíma 18:05.9 mín. og bætti hið fræga met Japanans Furu hasi um 13.1 sek. Metið var sett í 50 m. langri laug Yale-háskólans, en Breen stundar þar nám. Met- sund hans var mjög jafnt að undan skildum fyrstu 100 m., sem hann synti á 1:04.2 mín„ en síðan synti hann aldrei undir 1:13 m. hverja 100 m. eða yfir 1:13.9 m. í síðustu viku setti Breen annað heimsmet, er hann synti eina mílu — 1809 metra — á 19:40.4 mín í sömu laug, en sérfræðingar álíta að það samsvari 3:52 mín í mílu- lilaupi, og má af því nokkuð draga ályktun um hve árangur Breen cr góður. Þess má geta, að hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem á heimsmet á lengri vegalengdun- um í sundi, og landar hans gera sér miklar vonir um, að hann verði ólympískur meistari á lengri vega- lcngdunum í Melborne — og það ekki aff ástæðulausu eftir afrekum lians að dæma. Breen hefir einn ig náð ágætum árangri í 440 y. skriðsundi, en hann varð bandarísk ur meistari á þeirri vegalengd á 4:30.1 sek„ sem er 2 sek. lakara en heimsmetið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.