Tíminn - 07.06.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.06.1956, Blaðsíða 12
Veðrið í dag; Norð-austan gola. Skýjað í nótt en iéttskýjað á morgun. 40. árg.__________________________ Miðvikud. 6. júní 1956. Hitinn á nokkrum stöðum: Reykjavík 7 stig. Akureyri 5 st. Kaupmannahöfn 16 stig. London 12 stig. r ,302 Á€ Hús á ferðalagi S if tbR tmiliiiiiiiilttitititiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuumiiumnir I Kosningaskrifstofa \ I \ Kópavogi | Kosningaskrifstofa Alþyðu-1 § flokksins og Framsóknar- \ \ flokksins í Kópavogi er að § | Álfhólsvegi 8, sími 7006. — i | Stuðningsmenn þessara flokka i | eru hvatíir til að hafa sam- jj 1 band við skrifsíofuna og veita i = upplýsingar, sem þeir telja | i gagnlegar. Skrifstofan er op- i i in alla virka daga kl. 2—10 i i og á sunnudögum kl. 2—6. f 111111111111111111111111111111111II11111111111111111111111111111111111 Kuldakast norðanlands Akureyri í gær. — Hér hefir verið frost á hverri nóttu undan- farið og hefir þetta kuldakast dreg ið mjög úr gróðri. Blöð á trjám hafa kalið og garðar orðið haust- legir. í dag hefir gengið á með éljum, en snjó ekki fest. Fjöll eru hvít niður í miðjar hlíðar. E.D. Liósm.: Sveinn Sæmundsson Nú standa yfir flutningar á húsinu Hverfisgötu 74 og í gær stóS þaS á miSju Vitatorgi. Hvíldi sig eftir fyrsta áfanga ferSarinnar inn í Blesugróf, en þangað er ferðinni heitið. Sveinbjörn H. Páisson sér um flutning þessa húss, eri hann hefir á undanförnum árum flutt „heil bæjarhverfi". Meðal þcirra stærstu var Lækjargata 10, sem reyndist um 160 lestir að þyngd. Einnig flutti Sveinbjörn hús Kristjáns Siggeirssonar og í fyrra fór hann til ísafjarðar og flutti gamla apótekið, sem er 19 metra langt, Ívílyft og múrhúðað. Myndin er tekin í fyrrakvöld er húsið var komið áleiðis út á Hverfisgstuna. Efst til vinstri er Sveinbjörn H. Pálsson. Fundurinn í Hveragerði: Vinnandi stéltir til sjávarog sveita íaki höndum saman um lausn vandamálanna Jóhannes úr Kötlum segist ekki vera komm- únisti en í Sameiningarflokki aljiýSu sósíalista flokknum og Alþýðubandalaginu og er þaí Langur titill á pólitík eins manns fyrir utan j)á, ’sem hann afneitar, ecía hvar er nú „Sálmur- inn um Stalín“? Kjósendafundur Framsóknar- og Álþýðuflokksmanna var haldinn í HveragerSi í fyrrakvöld og var þetta einn fjöl- riiénnasti fundur, sem þar hefir verði haldinn, en hann sat 'á fjórða hundrað manns. Frummælendur voru Vigfús Jóns- son, oddviti á Eyrarbakka, séra Sveinbjörn Flögnason, pró- fastur og Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. Frummælendur héldu þrótt- miklar ræður um stjórnmálavið- horfið og skýrðu fyrir áheyrend- um, að í þessum kosningum berð- v.sl ekki nema tvö öfl. Annars veg- ar hinir lýðræðissinnuðu umbóta- fiokkar en hins vegar íhaldið og meðreiðarsveinar þess. Þeir lýstu glögglega ástandinu í viðskipta- málum og efnahagsmálum þjóðar- innar og sýndu fram á að engin leið væri til varðandi þau vanda- mál önnur en sú, að vinnandi stétt ir til sjávar og sveita tækju hönd um saman um lausn þeirra. Þá hló þingheimur. Á fundinum töluðu tveir skáld- sagnahöfundar hins alþjóðlega kommúnisma, Gunnar Benedikts- son og Jóhannes úr Kötlum. Jó- hannes sagðist ekki vera kommún- isti, en í Sameiningarflokki alþýðu sósíalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu og er það langur tit- ill á pólitík eins manns fyrir utan þá, sem hann afneitar, enda hlóu fundarmenn að þessum stjórnmála yfirlýsingum Jóhannesar, enda munu margir hafa verið að hugsa (Framhald á 2. síðu.i Verzlunarfreisi Sjáifstæðismauna s framkvæmd: Hjólbarðar ófáanlegir - svartamark- aðsverzlun skýtur upp kollinum Nú eru hjóibarðar undir mikinn hlufa af bíiakosti iands- manna ófáanleg vara. Leyfi fyrir þessum bráðnauðsynlegu vörum fást ekki. Gjaldeyrir ekki til, segja þeir, sem stjórna verzlunarmálunum, þegar um er spurt, en í biöðum og á mannfundum eru yfirstandandi innflutningshöft „bráða- birgðaerfiðleikar fyrir kosningar", ofurlítið fingurmein. — Hinn mikli skortur á hjólbörðum veldur því, að tekið er að brydda á svartamarkaðsbraski með þessa vöru. Nýlega keypti maður hér í bænum hjólbarða undir bíl sinn, eftir krókaieiðum, og varð að gjalda svartamarkaðsverð fyrir. Þannig er „verzlunarfrelsi" Sjálfstæðismanna í framkvæmd. TÍÐFÖRULT TIL MÆLINGA Á } VATNAJÖKLI Leiíangur þeirra dr. SigurSar Þórarinssonar og Guömundar Jónassonar á heimleiti — ann- ar a<S fara í dag heldur leiðangur þeirra dr. Sigurðar Þórarinsson- ar og Guðmundar Jónassonar á Vatnajökul, en síðast frétt- ist til þeirra félaga vestan Goðahryggs, þar. sem þeir biðu veðurs til að setja upp mælingamerki á Grendil. Áður hafa leiðangursmenn sett upp landmælingamerki á Kverk- fjöllum, Ilvannadalshnjúk, Þórðar hyrnu og Svínahnjúk, en er merkj- um hefur verið komið fyrir á Grehdli, verður haldið beint vest- ur jökul og i skála Jöklarannsókna félagsins í Tungnárbotnum. 13: manns eru í förinni og er þettá ellefti dagur ferðarinnar. Búizt erj C|fyii-Q/4 fjphltl VlflCfpI við leiðangursmönnum hingað til LJlllll íltl_lcCIvIll VllloíCl báðir hóparnir . í Jökulheimum, skála Jöklarannsóknafélagsins. Þátttakendur í þessum leiðangri eru tólf. Einn þeirra er. Ekholm, danskur landmælingamaður og á að fara utti jökulinn á tveimur snjó bílum og vinna að landmælingum. bæjarins á sunnudagskvöld. Nýr Ieiðangur lagður af stao. í morgun lagði nýr leiðangur af stað á Vatnajökul og mætast Karlakór Rvíkur söng íEdin- borg og hlaut frábæra dóma Kórinn kemur með Gullfossi í dag Blaðið átti í gær tal við Hallgrím Sigtryggsson, einn kór- félaga í Karlakór Reykjavíkur, sem kemur heim úr söngför sinni til Norðurlanda með Gullfossi árdegis í dag. Skipið var þá statt alllangt suður af íslandi. Frá því var sagt í fréttum ný- lega að Símson Radio í Noregi, sem fratiiléiðir hina þekktu Sim- rad-dýptárm'æla með Astic út- færslu, hefðu gert samning við Rússa um að selja þeim alla fram- leiðslú 's'íhá~í'eitt og hálft ár. Þetta er á misskilningi byggt. Simrad hefir ekki gert neina sér- samninga við Rússa. Hins vegar hafa gerskir lagt allt kapp á samn inga af þessu tagi, en norskir neit- að. — Simrad segir í tilkynningu sinni um þessi mál, að þeir muni leggja allt kapp á framleiðslu tækja sinna fyrir fiskiflota Norður landa. Um þessar mundir er verið að setja Simrad tæki í tuttugu íslenzk fiskiskip og hyggja sjómenn gott til þeirra við síldveiðar á sumri komandi. — Umboðsmaður SimracE á íslandi er Friðrik A. Jónsson. Hallgrímur lét hið bezta yfir förinni. — Við sungum í Edinborg, meðan Gullfos hafði þar viðdvöl, sagði hann. Margt áhorfenda var og viðtökur mjög góðar. í morgun barst okkur lika skeyti frá Sigur- steini Magnússyni, ræðismanni, þar sem segir: „Blaðaummæli fram úr skarandi góð og full aðdáunar“. Það má raunar segja, sagði Hallgrímur, ,að blaðaummæli um söng okkar hvar- vetna á Norðurlöndum hafi vérið mjög góð og sérstaklega samhljóða. Borgarstjórinn í Edinborg hafði móttöku fyrir kórinn. Karlakór Reykjavíkur kemur eins og fyrr segir með Gullfossi í dag, og mun skipið leggjast að bryggj u hér klukkan 9 árdegis. Fullnægtað mestu eftirspurn karlmanna í sveitir, en skortur enn á kaupakonum RáSningarskrifstofa landbúnaðarins hefir nú starfað í tvo mánuði, og um síðustu mánaðamót hafði hún gengið alls frá 110 ráðningum á sveitaheimili, og er það nokkru meira en í fyrra, enda hefir skrifstofan nú starfað lengur en bá. Fámeimur íhaldsfundur í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn efndi til almenns kjósendafundar í barnaskólahúsinu í Kópavogi s. 1. þriðjudagskvold. Átti fundurinn áð hefjast kl. 8,30, en sökum fámennis drógst það til að ganga 10. standi, sem nú ríkir eða hvernig skyldi hæta úr því. Forsætisráðherra kvað þó eih- hverja brotalöm vera á þjóðarbú- skapnum, sem auðveli' Væri úr að bæta. Varð þá mörgtrm hugsað til „pennastriksins“ frægá, sem Ólaf- ur Thors þóttist í éina tíð geta læknað allar meinsemdir efnahags- lífsins með. Árangur þeirrar lækn ingar þekkja allir! Af hálfu umbótaflokkanna talaði Fundinn sátvi aðeins um 100 rnanns, þegar mest var og eru þá börn meðtalin. Frummælendur voru: Birgir Kjaran, hagfræðingur, frú Ragn- liildur Helgadóttir og Ólafur Thors forsætísráðherra. Gengu ræður þeirra út á að ræða liðna atburði en forðuðust að víkjá orði að því alvarlega á- Jón Skaftason, lögfn Lýsti hann ástandinu í efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar eins og þau> eru nú og skoraði á frummælend- ur að upplýsa, hvernig Sjálfstæð- isflokkurinn hyggðist leysa þann vanda, ef svo ólíklega vildi til að þjóðin veitti honum verulegt brautargengi í kosningunum. Það, sem var helzta einkenni þessa fundar var lífill áhugi fund- (Framhald á 2. síðu> Gefið höfðu sig fram við skrif- stofuna í atvinnuleit 59 karlar, 78 konur, 126 drengir og 84 unglings stúlkur. Eftirspurn bænda var aft ur 29 karlar, 128 konur, 61 dreng- ur og 38 unglingsstúlkur. Alls höfðu 213 bændur beðið um 256 manns samtals. Af þeim höfðu um mánaðamótin 87 bændur fengið fulla úrlausn. Segja má, sagði Magnús Guð- mundsson, sem veitir skrifstofunni forstöðu, að eftirspurn bænda eftir karlmönnum hafi verið alveg fuil- nægt, og sömuleiðis að mestu éft- ir drengjum og unglingsstúlkum. en mjög vantar margar kaupakon- ur í sveitirnar og einnig ráðskon- ur, þar á meðal á allmörg ágæt heimili. Er sýnt, að þeirri eft.ir spurn verður ekki fullnaegt. Skrif- stofan mun a. m. k. starfa þennan og næsta mánuð. Hú» er í Ingólfs- stræti 8, sími 80867, opin á venju- legung skrifstofutícaa, : Sagan endurtekur sig! Fyrir allmörgum árum skeði það, að íslenzkur stjórnmálaflokkur stóð að því, að mikilhsefur foringi andstöðuflokks (en hanu lá í hálsbólgu), væri dæmdur til vistar á geðveikrahæli, samkvæmt ráði læknis, er flokkurinn sendi heim til sjúklingsins og hugðist með því losna við óþægilegan andstæðing um lengri eða skemmri tima. Sjúklingurinn vildi liinsvegar ekki fallast á læknisráðið (eða dómsúrskurðinn) en skrifaði í þess stað blaðagrein í rúmi sínu, sem ineðal annars átti sinn þátt í því, að áðurnefndur flokkur (flokkurinn með læknisráðin), tapaði bæði fylgi og áliti, svo um munaði. Nú gerir arftaki sama flokks, sem ætlaði að losna við and- stæðing á auðveldan hátt, fyrir mörgum árum, hliðstæða tilraun og í sama tilgangi, nema hvað slegnar slcyldu nú fleiri flugur í einu höggi. Krefst flokkurinn þess, að stjórnarskrá ríkisins og kosningalög séu lagfærð eða vikið til, svo þessu takmarki verði náð (þ. e. að þurrkaðir verði út nokkrir væntanlegir andstæð- ingar). • Þessu varð þó ekki fram komið, en afleiðingar áf viðleitninni verða óhjákvæmilega hinar sömu og í fyrra sinn; álitshnekkir og meira eða minna atkvæðatap og það sem meira er; tveir aðrir stjórnmálaflokkar komast nú í sömu fodæmingu, vegna afstöðu sinnar í málinu. • —. Norðlendingur. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.