Tíminn - 15.06.1956, Blaðsíða 2
2
T í iVI I N N, föstudaginn 15. júní 1956,
liiiiiiiiiiimiitiiiiiiiiiiiiiiiMtiiuiiiiimiiiiiiiiitMtiiiiiMiiiiiniiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiii
| Fleðulæti á fremri síðum - rógur og 1
lillmælgi í kjölfestu
Morgunblaíií feirtir myndir af andstæ^mgum |
sínum í hundslíki! í
íhaldið er nú flúið frá málefnalegum rökrseðum og hefir 1
tekiS sér vígstö'ðu í svaðinu eins og stundum á'ður í kosninga- |
hríð. I'aðan ganga ritsmíðarnar í blaðið, annars vegar skoplegt =
skrum um íhaldsráðlierrana, hins vegar hver svívirðingargreinin |
annarri orðljótari uin ýmsa forustumenn andstæðinganna. =
Lengst gengur Mbl. í því að rógbera og svívirða dr. Kristin :
Guðmundsson utanríkisráðherra. Fékk blaðið nýtt „kast“ nú í 1
vikunni eftir að íhaldsráðherrarnir voru orðnir að viðundri I
vegna afstöðu sinnar til meirihluta Alþingis. Einhver hefir lík- |
lega vandað um við blaðið vegna hinna siðiausu svívirðingar- 1
greina um utanríkisráðherra, því að í gær þykist Mbl. hvergi I
nærri málum liafa komið. Segir ráðherrann „flestum stjórnmála- I
mönnum fremur óáreitinn“ og „friðsaman og vinsælan“. Þetta \
stendur á bls. 3. En lesendur hafa ekki lengi flett Mbl„ þegar 1
liljóðið er orðið dálítið öðruvísi. Höfundur Bandamannasögu i
blaðsins (Bjarni Benediktsson) birtir margra dálka grein um i
ráðherrann og eys úr skálum reiði sinnar. Og á öftustu síðu i
er svo klykkt út með því að birta skopmynd af hinum „óáreitna“ i
og „vinsæla“ andstæðingi í hundslíki! Þeíta Mbl. er því eins i
útbúið og „sjálfstæðisstefnan“. Fleðulæti á yfirborðinu, en i
rógur og illmælgi undir niðri. Og þar er kjölfestan. i
."jiiii ii iiiii iii i iii iii iii iii 11111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim!iiiUM"iii|i,|,411.111•***•■ iHnimniiMimniiimiu
Dulles um rætSu Krustjefís:
Eina leiðin til bóta er að
koma á lýðræði í Rússlandi
DuIIes óttast a<S tilgangur Krustjeffs sé a$ telja
þjótSinni trú um aft núverandi einrætfi sé gott,
fyrst fyrri einræfeisstjórn hafi verií slæm
Washington. — Dulles utanríkisráðherra hefir látið svo um-
nælt við blaðamenn í sambandi við uppljóstranir Krustjeffs
i glæpaferli Stalins, að aðeins eitt ráð sé til að bæta ástandið
.i landinu til þess að þjóðin geti lifað frjáls og ánægð í landi
sínu.
Hörmulegt slys
í Noregi
Osló, NTB, 14. júní. — Hörmu-
legt slys varð hér í Noregí í dag.
Stór flutningsbíll ók á mótorhjól
með þeim afleiðingum, að tveir
menn, sem á inótorhjólinu voru,
biðu bana. Annar þeirra beið þeg-
ar i stað bana, en iiinn lézt
skömmu eftir slysið. Mennirnir,
sem fórust munu hafa. verið
danskir.
„Á valdi eiturlyfja“
Frú Guðrún Brunborg sýnir nú
kvikmyndina „Á valdi eiturlyfja"
i í Stjörnubíói. Þetta er norsk mynd
; sem f iallar um konuhvarf og hvern
ig það ber að höndum. Þegar rann-
sókn hefst á hvarfinu, kemur
smám saman í ljós, að konan er
eiturlyfjaneytandi, þótt eiginmað-
i ur hennar viti ekki um það, enda
i var konan nýkomin af hæli og
byrjuð nýtt líf, þegar þau kynnt-
ust. Konan er leikin af Astrid
Jacobsen. Sýnir hún þróttmikinn
i leik á köflum og einnig mótleik-
I ari hennar á eiturlyf.jatímabilinu.
i Eins og kunnugt er, þá rennur
! ágóðinn af sýningum frúarinnar til
stúdentaíbúða fyrir íslendinga í
Osló. Hefir henni tekist vel um
valið á fyrstu myndinni, sem hún
sýnir hér í sumar. Jafnvel þótt
ekki séu mikil brögð á eiturlyfja-
neyzlu hérlendis, skaðar þó ekki
að sýna fólki hvílíkur voði er á
ferðum í sambandi við notkun
eiturlyf ja, en það gerir þessi mynd
út i æsar.
Núna á laugardaginn, klukkan 5,
sýnir frúin úrvals barnamyndir
í Stjörnubíói.
Bréf Lárusar
(l'ramhald af 1. si6u).
hrif á Lárus, svo að hann klappaði
líka, en þó voru áhrif hinna kur-
teisu heimamanna á hann ekki
nógu sterk til þess að hann klapp-
aði jafnt fyrir öllum. Það er kann-
ske varla von svona í fyrstu
kennslustund.
SÍF og Mbl.-höliin
(Framhald af 1. síðu).
skipi og selja niðursuðuverk-
smiðju sína til þess að fá fé til
skipakaupanna. Verksmiðjan var
seld, en þess þó gætt, að hún væri
enn í höndum íhaldsgæðinga og
Thorsara. Svo virðist sem bezt
hafi verið að selja verksmiðjuna
stjórn Varðarfélagsins, því að
kaupendur voru Birgir Kjaran,
Þorbjörn Jóhannesson, kaupniað-
ur í Borg, Lúðvík Þorgeirsson,
kaupmaður, Björgvin Friðriksson,
allir stjórnarmeðlimir Varðar og
einn formaður. Finimti kaupand-
inn var Gunnlaugur Briem,
tengdasor.ur Richards Thors, og
varð hánn franikvæmdastjóri.
Fiskflutningaskipið
Morgunblaðshöll.
Nú mætti ætla, að skipapening-
arnir væru fengnir, enda voru
kaupendurnir engir aukvisar. En
árin liðu, og ekkert fréttist um
skipakaup. í reisugilli Morgun-
blaðshallarinnar kemur hins vegar
upp úr dúrnum, að skipsverðið hef-
ir verið lagt í Morgunblaðshöllina.
Þannig sáu þessir menn hag út-
gerðarinnar borgið. Það verður
gaman að sjá, þegar Morgunblaðs-
höllin leggur frá landi með fisk-
farminn.
Kjósið atvinnu.
Ég ætla ekki að hæla mér.
Sjálfum sér gefur Lárus þessa
einkun í bréfinu: „Ég ætla ekki að
fara að lýsa mér neitt nánar, en
ég hygg að ég sé það duglegur
maður, að það sé vafasamur hag-
ur fyrir Seyðfirðinga að útiloka
mig frá því að vinna hér syðra að
hagsmunamálum þeirra.“
Bréfasafn Lárusar til Seyðfirð-
inga verður vafalaust hið merkileg
asta áður en lýkur, og munu Seyð-
firðingar geyma skemmtilégustu
bréfin til minningar um þennan
þingmann sinn og síðustu tilraun
hans til að lialda þingsætinu. Þessi
bréf munu líka verða nær einu sjá-
anlegu hlutirnir, sem minna á
hann, því að ekki sér þingmennsku
hans svo mikinn stað í kaupstaðn-
um.
sigurstranglegt að segja berum
orðum á kosningaspjöldum eða
framan á Morgunblaðinu. En nú
hefir íhaldið fundið ráð til að
orða það nógu fínt til þess ao
breiða það framan á Morgunblaðs-
höllina. Kjósið atvinnu þýðir á
máli þess: Kjósið okkur, svo aö
herinn verði kyrr og hervinnan
verði nóg. Þá gerir ekkert til, þó
að við eigum engin fiskflutninga-
skip, heldur leggjum andvirði
þeirra í Morgunblaðshallir.
Þetta ráð er, segir Dulles, er að
xoma á stjórn, sem kosin er af
ajóðinni þ. e. a. s. lýðræðið eitt
getur eitt komið í veg fyrir glæpa-
/erk einræðisherranna. Dulles
sagði, að það væri skipulagið en
3kki einn maður, sem fyrst og
íremst ætti sök á þeirri ógnaröld,
jem hefði verið og væri enn í
itússlandi.
Dulles sagði, að það væri ein-
læg von hans, að opinberun Krus
jeffs á glæpum Stalíns yrði vísir
að betra ástandi í landinu, þannig
að smám sainan þróaðist einræð-
isskipulag kommúnista til lýðræð
isskipulags. Dulles kvaðst samt
sem áður óttast, að það væri ekki
tilgangur Krusjeffs. Hér væri að-
eins verið að reyna að telja fólki
trú uni, að núverandi einræðis-
stjórn væri góð fyrst fyrrverandi
stjórn Stalíns hefði verið slæm.
Keynsla sögunnar staðfest.
Dulles sagði að lokum, að Krus-
jeff hefði svo sannarlega sannað,
dóm sögunnar um einveldi og ein-
ræði. „Ef friður og réttlæti eiga
að ríkja í heiminum, verða þær
stjórnir, sem ríkjum ráða, að njóta
fylgis þegnanna.
Viðskiptamáiarátlhsrra
(Framhald af 1. síðu!.
Jónssonar eru klyfjaðar ýmsum
lúxusvarningi, en nauðsynjavörur
bænda fást ekki. Þá situr Ingólfur
sem fastast á leyfunum.
Ekki hallast á.
Morgunblaðið segir verzlunum
þænda að þær geti notað clering-
gjaldeyri til að kaupa girðingarnet,
en veit vel, að í þeim löndum fæst
ekki vírnet og annað girðingarefni
til útflutnings. Og hefir svo lengi
verið.
Þannig er þá þessi íhaldsklyf.
Blekkingar og fals annars vegar,
gys og gabb að bændum og þeirra
þörfum hins vegar, og hallast ekki
á.
Morgunbiaðshöllin hefir nú
verið skreytt með slagorðum
íhaldsins, svo að líklega leggur
hún ekki úr höfn fyrr en eftir
kosningar. Eitt slagorðið, sem
blasir við framan á höllinni er:
KJÓSIÐ ATVINNU. Það ætti að
ganga í augun á sjóniönnum og
útgerðarmöunum — og væntan-
legri skipsliöfn fiskflutninga-
skipsins, finnst ykkur það ekki?
Nei, það er annað, sem hér býr
að baki. íhaldið heldur því fram
út um allar jarðir, að íslendingar
geti ekki lifað án hersins. Hann
verði því að óera hér kyrr, eihnig
á friðartímum. ÞetL' þykir þó ekki
Á sama tíma og þetta ger-
ist hafa samvinnumenn í
landinu keypt olíuflutninga-
skip, stærsta farkost, sem ís-
lendingar hafa eignazt og
spara mun þjóðinni tugi mill
jóna í gjaldeyri árlega í
framtíðinni. Samvinnumenn
hafa klifið þrítugan hamar-
inn við margvíslega erfið-
leika ti! þess að tryggja fram
tíð þjóðarinnar eftir mætti
á þessu sviði sem öðrum.
Engin stemning í taflinu þrátt fyrir
drottningarbragð og hrókun á Akranesi
Frámunalega daufur og fásóítur fundur
Sjálfstæðismanna á Akranesi
Sjálfstæðismenn ætluðu heldur en ekki að hressa upp á lið
sitt á Akranesi í fyrradag, því að þeim þótti stemningin vera
orðin heldur dauf, og sendu þangað á fund bæði „drottning-
una og hrókinn“, þ. e. a. s. Bjarna Benediktsson og Jóhann
Hafstein. Úr þessu varð þó einhver daufasti og fásóttasti kjós-
endafundur, sem haldinn hefir verið á Akranesi.
Það var enginn kotungsbragur á
fundarboðuninni, enda valin Bíó-
höllin sjálf sem fundarstaður, en
hún tekur um 400 manns í sæti.
Klukkan 9, er fundur skyldi hefj-
ast, voru komnir um 100 menn, og
fjölgaði þeim í 130 þegar flest var.
Var því kallfæri milli manna í sæt
um.
Drottningu leikið.
Fyrst tók Bjarni Benediktsson
til máls — eða drottningin var
send fram á opnu bórði, eins og
Lárus Jóhannesson mundi orða
það —. Þrumaði hann á aðra
klukkustund ,mest skammir um
landkjörstjórn fyrir að vilja ekki
hlaupa eftir kæru Sjálfstæðis
manna, en endaði ræðu sína með
því, að lýsa Pétri Ottesen og gefa
honum vottorð. Hafði hann þá not-
að allan drottningarganginn, áfram,
aftur á bak, út á hlið og á ská.
Hrókurinii fer af stað.
Var þá hrókurinn sendur fram,
þ. e.a.s. Jóhann Hafstein. Glamraði
hann aftur og fram og las upp úr
Morgunblaðinu tilvitnanir frá síð-
ustu dögum um það, sem Alþýðu-
flokkurinn hefði sagt um Fram-
sóknarflokkinn og öfugt einhvern
tíma fyrr á árum og dró af því þá
ályktun, að þessir flokkar gætu
ekki unnið saman.
Árásarbandalag og
varnarbandalag.
Loks tók til máls Pétur Ottesen,
sem Lárus hefir ekki enn valið
hlutverk á taflborðinu. Sagði Pét-
ur, að hann hefði raunar verið
sjálfkjörinn þingmaður Borgfirð-
inga og alltaf verið öruggur um
kosningu þangað til nú. En nú
væri viðhorfið breytt, nú yrði að
taka á öllu sem til væri, ef kosning
ætti að nást Þá vakti það ekki litla
furðu, að þessi aldraða höfuðkempa
í baráttu við kommúnista skyldi
biðla til þeirra eins ákaft og raun
varð á. Sagði Pétur að sá væri mun
urinn á bandalögunum tveim, að
„hræðslubandalagið11 væri stofnað
til árásai’ á Sjálfstæðisflokkinn, en
Alþýðubandalagið væri „varnar-
bandalag“. Þá sagði Pétur, að það
væri höfuðkostur Sjálfstæðisflokks-
ins, hve fólk gæti haft þar sundur-
leitar skoðanir, flokkurinn væri svo
frjálslyndur. Þótti mönnum helzt
sem hann væri þar að svara Jó-
hanni Hafstein, sem hefði talað „ó-
heppilega".
Fundurinn var frámunalega dauf
ur, og stemningin hjá íhaldsliðinu
var sannarlega ekki betri, þegar út
var gengið en þegar inn var kom-
ið. Enginn ræðumanna minntist á
stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ræð-
urnar voru allar neikvæð fúkyrði
um þá, sem íhaldið er hræddast
við — bandalag umbótaflokkanna.
Kom skýrt fram, að nú er íhaldið
hrætt og það svo að um munar.
Bandalag umbótaflokkanna á
mjög vaxandi fylgi að fagna á
Akranesi. Mun það ekki sízt auka
traust fólks á samstarfi þessara
flokka í landsmálum. hve vel hefir
tekizt samstarf vinstri flokkanna
um bæjdrmál á Akranesi.
Ljósmyndarinn beið
en merkið komekki
Mikið stóð til hjá íhaldinu á
Akranesi í fyrradag, er fund
skyldi halda í Bíóhöllinni um
kvöldið. Ljósmyndari var pantað-
ur um hádegi og beðinn að vera
við í fundarbyrjun. Hann gerði
það. Þá var svo þunnsklpað, að
tvö af liverjum þrem sætum
voru auð. Var hann þá beðinn að
bíða unz fjölgaði og skyldi hon-
mn þá gefið merki, er hann ætti
að smella af. Ljósmyndarinn beið,
en aldrei kom merkið og leið svo
fundurinn. Loks var honum til-
kynnt, að enga mynd skyldi taka
og mætti hann fara heim.
Þetta minnir á, að nú hefði
komið sér vel fyrir íhaldið, að
hafa tilbúna góða mynd af Heim-
dellingum úr Holstein til þess að
skella inn með sigurfréttinni af
Akranesfundinum.
Framhaldsnám fyrir
húsmæðrakennara
Eins og að undanförnu hefst
námskeið í hússtjórnarvísindum
við Háskólann í Árósum í Dan-
mörku í október næstkomandi.
Tekið er á móti umsóknum þeg-
ar, og ber að senda þær til Speci-
alkursus i Husholdning ved Aar-
hus Universitet, Aarhus, Danmark.
Hægt er að velja um þrjár grein-
ar, eins og áður, og standa nám-
skeiðin yfir frá okt,—apríl eða í
6 mánuði.
Öll kennsla er ókeypis og verður
umsóknum svarað jafn óðum og
þær berast. Einnig gefst nemend-
um kostur á mjög hentugu og góðu
húsnæði á sérstöku stúdentaheim-
ili fyrir mjög vægt verð og þarf að
sækja um það fyrir 15. ágúst. All-
ar nónari upplýsingar er hægt að
fá hjá Helgu Sigurðardóttur, skóla
stjóra Húsmæðrakennaraskóla fs-
lands, eða beint frá Specialkursus
i Husholdning ved Aarhus Univer-
sitet, eða frú Karen Harrikilde Pe-
tersen, Kollegium 7, Aarhus, Uni-
versitet.
Þjóðverjar lækka stórlega
aðflutningsgjöld á íslenzkum fiski
í fréltatilkynningu, sem blað-
inu hefir borizt frá skrifstofu for
sætisráðlierra, er frá því sagt, að
stjórn þýzka sambandslýðveldis-
ins hafi ákveðið að lækka veru-
lega aðflutningsgjökl á íslenzkum
fiski, en íslendingar hafa óskað
eftir því og verið unnið að því um
skeið að fá þessu framgengt. Hef-
ir hinn hái tollur á frystum fiski
valdið því að erfitt er að selja
þessa vöi-u til Vestur-Þýzkalands.
Var tollurinn 15% en verður nú
aðeins 5%, eða þriðjuugur þess,
sem tollurinn var upphaflega.
Þjóðverjar hafa nú mikinu á-
huga á auknuin viðskiptum við
ísland og hafa þess vegna talið
eðlilegt og sjálfsagt að koma nú
til móts við óskir íslendinga í
þessu efni.
Þá liafa Þjóðverjar ennfremur
ákveðið að fella niður aðflutnings
gjöld á ísvörðum fiski á tímabil-
inu 1. ágúst—31. des.
Þjóðverjar hafa ákveðið þetta,
en ekki hefir endanlega verið
gengið frá málinu, þar sem til
þess þarf samþykki löggjafarsam-
komu þýzka sambandslýðveldis-
ins.