Tíminn - 15.06.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.06.1956, Blaðsíða 6
6 T í IVl IN N, föstudagian 15. júní 1956, Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Ckrifstofur 1 Edduhúsi viS Lindargötu. Bímsi*: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsing^r 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. f»á varðar ekki um söguleg rök i RÓÐURSMENN íhalds **• ins fyrirlíta söguleg •ök. Þeir haga áróðri sínum um þessar mundir eins og þeir áliti að mikill hluti áheyrenda þeirra og lesenda sé fólk, sem ekkert veit um líf og stríð þjóðarinnar á síðustu áratugum. í þessum dúr eru skrif íhaldsblaðanna um þær breytingar, sem orðið • hafa í þjóðlífinu síðan fyrir stríð. Það á að vera einhver sérstök sönnun um ágæti íhalds- ins en vonzku umbótaflokkanna, að skipastóll landsmanna t.d. hafi vaxið örar nú á eftirstríðs- árunum en á árabilinu 1934—39. Qg önnur rök eru ámóta hald- góð. íhaldsblöðin ætla víst af :marga lesendur á menningar stigi Heimdellinga. Enginn sæmilega greindur maður lætur bjóðá sér þau rök, að saman- burður af þessu tagi sanni á- gæti eins flokks en vonzku ann- ars. Á síðustu áratugum hafa þjóðinni fallið í hendur miklar fjárfúlgur til viðreisnar í at- vinnulífi. Fyrst stríðsgróðinn, þar næst stórfelld erlend efna- hagshjálp, síðan afrakstur hinna nýju vinnutækja og á síðustu árum miklar gjaldeyristekjur af hernaðarvinnunni, sem bera nokkurn keim af stríðsgróða fyrri ára. í þessum efnum er- um við íslendingar sannarlega ekkert einsdæmi. Svipuð við- reisn hefir átt sér stað um gjör- völl Vesturlönd. Hún hefir e.t. v. verið hraðari og tiltölulega stórstígari hér en annars stað- ar, enda hafa aðstæðurnar ver- ið hagstæðar fyrir okkur á ýmsa lund, þótt þess liafi ekki verið gætt sem skyldi á fjár- málasviðinu, að kapp er bezt með forsjá. Hofmóður þeirra nýríku TvAÐ ER SÖK sér þótt * málgögn íhaldsins 3igni sínu fólki framkvæmdir, sem gerðar voru í stjórnartíð annarra, eins og sjúkrahús, flug velli og annað þess háttar. Það er orðin tízka í þeim flokki, að vera sífellt að þakka einstök- um mönnum framkvæmdir, sem gerðar eru fyrir alþjóðar fé. I landsfundarályktunum eru margir tugir slíkra þakkará- varpa, og er allt saman heldur ógeðfellt í landi, sem býr við lýðræðisstjórn. En það er óaf- sakanleg fölsun á staðreyndum og tilraun til forheimslcunar á mannfólkinu, þegar þeir, sem nýríkir eru í dag og reisa sér Morgunblaðshöll fyrir tvo til þrjá tugi milljóna, setja sig á háan hest og lítilsvirði erfiða lífsbaráttu þjóðarinnar á árun- iim fyrir stríðið þegar heims- kreppa rikti. Þá var hvorki stríðsgróði né hernaðarvinna til að villa mönnum sýn á þeirri staðreynd, að framleiðslan til lands og sjávar er grundvöllur efnalegs sjálfstæðis, og aðstaða á erlendum markaði veður- viti í atvinnu- og fjármálum landsins. Á því tímábili, sem í- haldsblöðin eru nú að bera sam an við stríðsgróðaárin, var ein- mitt lagður grundvöllur að þeim alhliða framförum, sem orðið hafa í landinu á sviði félags- mála og ýmissa atvinnumála. Þá var síldarútvegurinn endur- skipulagður og ríkisverksmiðj- urnar reistar, en gildi þeirra fyrir þjóðarbúið var ómetanlegt meðan síldarafli var ein megin- stoð efnahagslífsins. Þá var lagð ur grundvöllur að þeirri nýju hraðfrystitækni sjávarútvegs- ins, sem nú er byggt á. Þá var iðnaður efldur á ýmsa lund, skip byggð og keypt til landsins, og jafnhliða hafizt handa um nýtt landnám í sveitum, byggt á nýju viðhorfi til landbúnaðar ins. Þá voru afurðasölulögin sett, og hafizt handa um þær miklu umbætur í félagsmálum, sem þjóðin býr nú við. i Allt var þetta gert fyrir eig- in afla, með strlti þjóðarinnar sjálfrar. Á þessum tíma urSu óviðráðanleg markaðstöp á vegi atvinnuveganna (Spánar- styrjöldin), en samt tókst að halda áfrain viðreisnarstarfinu þótt hægar miðaði en seinna, er stríðsgróði tók að létta undir í endurbyggingu atvinnu tækjanna. Þetta þykist hið hof móðuga, nýríka íhald nú ekki sjá. Fórnfúst starf lítilsvirt F'F MENN kynna sér •*-/ stjórnmálasögu ár- mna á milli stríðanna, komast peir fljótt að raun um, að íhald- ið, sem nú reynir að lítilsvirða iórnfúst starf þjóðarinnar til að ceisa sig úr kútnum, var and- /ígt helztu umbótamálunum, sem síðar stóðu undir skjótri ziðreisn. íhaldið barðist gegn jfurðasölulögunum, gegn félags nálalöggjöfinni, gegn stuðningi ríkisins við landbúnaðinn og svo nætti lengi telja. Þótt íhaldið þakki sér nú f lag „forustu“ í mikilvægum fé- iagsmálum, eins og sjúkraþjón- ustu og starfrækslu fullkominna sjúkrahúsa, hefir það alla tíð verið andvígt slíkum réttinda- máhim, er brautryðjendur hafa flutt þau í fyrsta sinn. Hin mik- ilvægasta félagsmálalöggjöf Jandsins var öll sett í upphafi gegn vilja íhaldsins, af þeim, sem það nú úthrópar. En þegar fennt er í sporin og komin er á vettvang ný kynslóð, sem ekki þekkir söguna, þá eru þessi mál eignuð íhaldinu og birtar mynd- ir af ráðherrum, sem aðeins hafa gegnt þeirri skyldu, að láta framkvæma löggjöf, sem aðrir hafa undirbúið og sett. Það er því ekki nein smáræð- is frekja þegar þessi flokkur þyk ist ætla að eigna sér þróun hins nýja tíma, þykist standa fyrir og geta „þakkað“ einhverjum á kveðnum mönnum allsherjar- sókn þjóðfélagsins á sviði efna- hagsmála á síðustu tímum, en á sama tíma kennt öðrum um, að við þurftum að ganga í gegnum heimskrepputíma, eins og aðr- ar vestrænar þjóðir. Samanburð ur Mbl.-manna hæfir heimskingj 1 m einum Skýring ógnarstjórnar í Rússlandi aðal- lega fólgin í skipulagi kommúnismans Miklar umræður um ræðu Khrustjovs í hlöðum og á mannfundum víða um heim Ræða Khrustjovs á 20. flokksþingi kommúnista, sem birt- ist á Vesturlöndum í fyrri viku, hefir síðan verið eitt helzta umræðuefni stjórnmálamanna og fréttaskýrenda víða um heim. Menn reyna að gera sér grein fyrir, hvað búi á bak við ræðuna og meta ábyrgðina á því ógnarástandi, sem ríkti í Rússlandi á Stalínstímanum. Það er nú ljóst, að blöð á Vest- urlöndum hafa ekkert ofsagt um ástandið í sæluríki kommúnista á fyrri árum. Khrustjov skýrði frá verri glæpum og hrottalegri ein- ræðisstjórn en jafnvel vestrænir blaðamenn og ferðamenn létu sig dre.vma um. Menn reyna líka að kryfja til mergjar, hvernig málin hafi þróast í átt til ógnar- og glæpastjórnar í marga áratugi. Er helzta niðurst.aðan sú, að kommún- isminn beri í sér einræði og ógn- arvald, sem hljóti að ná yfírtökun- um fyrr eða síðar. Stalínisminn sé rökrétt afleiðing kommúnistísks stjórnarfars alveg eins og Hitler- ismi var afleiðing svipaðrar þró- unar í ÞýzkalandL SÝNISHORN af þeim greinum.sem fréttaskýrendur og blaðamenn birta um þessar mundir er úr eft- irfarandi grein, úr Parísarútgáfu Herald Tribune, eftir hinn kunna stjórnmálaritara Roscoe Drum- mond. Hann segir svo: — Fáir geta lesið svo alla hina löngu ræðu Khrustjovs, sem birt var í s. 1. viku, án þess að þeim finnist þeir hafa orðið fyrir reið-- arslagi, allt að því dofnir á sál- inni af því að horfa upp á rudda- mennskuna, mannúðarleysið og ógnirnar, sem voru hlutskipti rúss nesku þjóðarinnar þau 30 ár, sem Stalín sat á einvaldsstóli koinmún- ista í landinu........ Kommúnistar vilcru helzt aö fólk í öðrum löndum hefðu þann skilning á málinu, að það liafi bara verið fanturinn Stalín. sem stóð fyrir fjöldamorðunum, ofsókn unum og siðleysinu í opinberu lífi í Rússlandi. En þegar maður kynn- ir sér allt, sem Khrustjov sagði, er útkoman sú, þótt ekki muni til þess ætlast, að þessar upplýsitigar eru ein stórfelld ákæra, ekki að- eins á Stalín, heldur á allt hið kommúnistíska skipulag. ÞAÐ VAR HIÐ kommúnistíska skipulag, sem ungaði Stalín út, það var þetta sama skipulag, sem leyfði honum að gerast böðull milljóna saklausra manna, og hér er átt við þessa tölu bókstaflega: milljónir manna. Það voru einræð- isseggir kommúnismans, í mið- stjórn kommúnistaflokksins- og í Politbureau, sem horfðu á Stalín ná undir sig öllum völdum og fundu þá ekki í sjálfum sér eða því skipulagi, sem þeir höfðu kom ið á fót, kraft til aö stöðva það, hvorki s.eint né snemma. Það er þetta sama kommúnistíska ein-: valdskerfi, sem enn í dag hefir í hendi sinni öll þau pyntingartæki, sem Stalín notaði svo blygðunar- laust, enda þótt von sé um að þau verði ekki nú um sinn notuð svo harkalega. _____ Þótt. Khrustjov segði það ekki og átti sig e. t. v. ekki á því, er það víst, að stalínisminn er loka- afleiðing hins kommúnistíska eirn ræðiskerfis alveg eins og hitler- isminn var lokaafleiðing einræðis- kerfis nazismans. Stalínisminn er fæddur af einræðisskipulagi kom- múnista, varð ekki stöðvaður neins staðar af þessu sama einvaldsskipu lagi, og sagan getur vissulega end- urtekið sig. OG HVAÐ VAR það svo, sem hið kommúnistíska einveldisskipulag leyfði Stalín að framkvæma í 30 ár? Hér eru nokkur orð Khurst- jovs, tekin úr ræðunni og þau skýra, hvað um er að vera: „Morð og glæpir". Einveldi, sem var „ruddalegur", „rógberi", „höfund- ur upploginpar ákæru‘, stóð fyrir „svívirðilegum verkum' og „skamm arlegum og óþverralegum“ aðgerð- um gagnvart meðborgurum sínum. Hlóð á sig „viðbjóðslegu Iofi“, sem hann samdi sjálfur, stóð fyrir „refsi- og hefndaraðgerðum“ gagn vart miklum mannfjölda, Iét „skjóta menn án miskunnar, og án dóms og laga.“ Khrustjov sagði frá þeim um- mælum Stalíns við innanríkisráð- herra sinn, að „ef þú ekki færð játningar frá læknunum, skaltu verða höfðinu stvttri." En um læknamálið upplýsti hann, að nú- verandi leiðtogar hefðu kornist að raun um að það hafi verið „upp- logið frá upphafi til enda.“ KHRUSTJOV VISSI fullvel, að spurt mundi verða og því lagði hann sjálfur fram spurningu: „Hvar voru meðlimir Politbureau og miðstjórnar flokksins? Hvers vegna reyndu þeir ekki að láta til sín taka í tíma?“ Fyrsta svar Khrustjovs var: „Meðlimir Politbureau litu á þessi mál (morðin, sem Stalín lét fram- kvæma) mismunandi augum á mis munandi tíma.“ En það jafngildir því að viðurkenna, að framferði Stalíns hafi notið nokkurs stuðn- ings að minnsta kosti á stundum, og enn meiri stuðnings endranær. Er lítil huggun að þessu svari fyr- ir samtímann. Krustjov hlýtur þó að hafa verið órótt innanbrjósts er hann sagði, að meðlimir Politbureau hafi ver- ið í „mjög erfiðri aðstöðu“. Menn verða að minnast þess, að hann var þarna að tala um fjöldamorð, en slíkir glæpir voru samt ekki nógu mikilvægir til þess að meðlimirnir I stjórninni tækju á sig minnstu á- hættu til að fyrirbyggja þau. VERA MÁ, AÐ ÞEIR hafi ekki kært sig um það. Vert er að minn- ast þess, þótt Khrustjov deili þungt á Stalín fyrir að hafa misbeitt valdi sínu, þá nefndi hann ekki „hreinsanirnar í ágúst 1936, í jan- úar 1937 og í marz 1938. Hann sagði heldur ekki orð um hina ógn arlegu útrýmingu bænda (Churc- hill segir frá því að Stalín hafi sagt sér að minnsta kosti 10 millj. hafi verið ,,afmáðar“) á árunurn 1929—1930, er þjóðin var kúguð KHRUSTJOV til að taka upp samyrbjubúskap- inn. Þetta var ekki gagnrýnt heíd ur samþykkt með þögn. Er nú ástæða til að ætla að þess ir atburðir, þar meðtalið það versta, sem Stalín framkvæmdi, geti aldrei endurtekið sig meðan í gildi er stjórnmálaskipulag, sem- leyfði þá og þoldi þá í áratugi? —- Þannig spyr Drummond í grein- arlok, og menn geta velt svarinu fyrir sér. En mörgum spurnineum- er ósvarað, og úti um heim hlýtur jfólk að spyrja um ýinislegt varð- andi afstöðu þeirra manna. sem héldu því fram í áratugi, að Stalín væri hinn mikli velgerðarmaður mannkynsins, mannanna sem. höfðu skýringar á reiðum höndum um öll hans glæpaverk heima og erlendis og liöfðu um sig heilan stjórnmálaflokk til þess að lof- syngja ógnarstjórnina og gera hana að fyrirmynd í eigin landi. Hér á landi spyrja þeir, sem áð- ur fyrr lögðu trúnað á glamur kommúnista: Er nokkur skynsemi að ljá lengur fylgi fólki, sem lét blekkjast svo herfilega og blekti síðan aðra? Er ekki lýsing Khrust- jovs á glæpaverkum Stalíns og ógnarstjórninni í Rússlandi nægi- leg lýsing á raunverulegu innihaldi kommúnistísks skipulags, sem vissulega er í grimmd sinni og mannfyrirlitningu fjarlægt íslenzk um hugsunarhætti? Samsöngur Sveina Orfeusar Sænski stúdentakórinn frá Upp- sölum, Sveinar Orfeusair, héldu samsöng í Þjóðleikhúsinu á mánu- dag. Söngurinn fékk góðar und- irtektir áheyrenda. Samsöngurinn hófst með því að borgarstjórinn bauð kórinn vellcominn, en heiðurs iforseti kórsins þakkaði á íslenzku. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII11111111111111 ■ 111 ll llllllllll III || IIIIIIIIII i III i IIIIIIIIIIIIIIIIIIIJIIIIIUIIIUIIIIIUIII11111111»] Lofsöngurinn ura Stalín \ „.. .Vér minnumst þess, að fram á síðustu stund | | hélt hann áfram að vísa veginn — þjóðum sínum braut 1 | ina til kommúnismans, mannkyninu öllu brautina til I 1 friðar. Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefir verið | | elskaður og dáður meira en flestir menn mannkyns- 1 | sögunnar. . . . en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun | Í til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði fé- f Í laginn, sem mat manngildi ofar öllu öðru . . . Gagn- i I vart mannlegum mikilleik þessa látna baráttufélaga | i drúpum við höfði í þökk fyrir allt. ... — Einar Ol- | I geirsson í minningarræðu í Austurbæjarbiói, 10. marz ! | 1953. .í Stalín rættist draumur fóiksins um gleði og \ | fegurð . . . hann var trúr, trúr stefnu byltingarinnar, | Í trúr hugsjón sósíalismans, trúr fóikinu.... Stalín stóð | | vörð um líf alþýðumannsins í heiminum, um sósíalism- | | ann, um friðinn....“ Kristinn E. Andrésson, Þjóðvilj- I I inn, 11. marz 1953. IIIIMIIIIIIIIIIIIIimillllllllllUlllllllllllllllllllllMllltllllllllllllllllllimillllllllllllllUIIUIIIlUlllllllMJUMMUflllUMIM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.