Tíminn - 15.06.1956, Side 12

Tíminn - 15.06.1956, Side 12
Yeðrið í dag; Suð-vestan kaldi. Dálítil rigning síðdegis. 40. árg. ! ' Hitinn á nokkrum stöðum kl. 18: Reykjavík, 9 stig, Akureyri 9, París 15, London 13, New York 36 stig. Föstud. 15. júní 1956. Símaslúlkur og skipasmiðir AS ofan sjáuni VÍ3 símastúlkurnar á símastöSinni á SeySisfirSi, sem er ein sögufrægasta símstöS landsins. Þá er mynd af Sveinlaugi Helgasyni, skipasmiS, og félögum hans í skipasmíSastöSinni í SeySisfirSi. Viðskiptamálaráöherra í fel- m á bak við glerkýr Á meðan postnlínshundar heildsalanna koma ti! landsins klyfjaðir lúxusvarningi fá bændur ekki girðingrefni Einn af frambjóðendum íhaldsins í Eyjafirði varð nýlega að athlægi, er hann heimtaði skýringar á kaupfélagsfundi á því einkennilega fyrirbæri, að girðingarefni fæst ekki í land- inu, en nægúr glysvarningur. Lárus Jóhannesson situr a<S tafli á SeySisfirSi: Bjarni Benediktsson er drottningin og Jóhann Hafstein hrókur á opnu borði Tilskrif fyrrverandi jiingmanns Sey«5- firÖingum mikill skemmtilestur Lárus Jóhannesson, frambjóðandi íhaldsins á Seyðisfirði, gengur nú slíkan berserksgang þar á staðnum til þess a'ð reyna að halda kjördæminu, að þess munu fá dæmi í héruð- um landsins. Sendir hann Seyðfirðingum bréf á bréf ofan, sum allt að 60 síður að lengd, og fá menn svo sem eitt eða tvö bréf á dag. Erlendar fréttir í fáum orðum EMacMillan, fjármálaráöherra Breta sagði í brézka þinginu i gær, að brezka stjórnin myndi ekki mæla | gegp Iþjy.í, 4ð bandariska olíufélag-J iði'fefífeá Oil Co, keypti stórt olíu- féíag, sém .er í eigu Breta. Stjórn- in mun þó setja hinu bandaríska olíufélagi ýmis skilyrði. CAdenauer, kanzlari Vestur-Þýzka- iands. heimsótti Eisenhower for- seta á sjúkrastofu hans í Washing ton. Dulles, sem var í fylgd með Adenauer sagði á eftir, að forset- inn hefði tjáð Adenauer, að hann vænti þess, að hægt vrði að láta til skarar skríða um sameigningu Þýzkalands og frelsun þeirra 17. milljóna Þjóðverja, sem í Austur- Þýzkalandi byggju. C Lecoste landsstjóri í Alsír lét svo ummælt í dag, að Frakkar voru nú að ná yfirhöndinni í Alsír. — Franski herinn væri nú gjörsam- lega að buga heri uppreisnar- manna. Myndu Frakkar láta til skarar skríða til að fullkomna sig- urinn hið fyrsta. Jarðskjálftar í Afganistan NTB, 14. júní. — Frá afganist- an berast þær fregnir, að miklir jarðskjálftar hafi orðið þar í landi í nótt og í morgun. Fullvíst er, að margir hafa látið lífið náttúruhamförum þessum. Fjiil- margra er saknað og enn er ekki vitað, hver hafa orðið örlög þeirra. Hús hafa hrunið I jarð- skjálftum þessum. Allstórar jarð- vegssprungur liafa sums staðar myndast í náttúruliamförum þess- um. Járnbrautarslys í Frakklandi París, 14. júní. — Járnbrautar- slys varð í Frakklandi í dag er hraðlest frá París til Luxemborg- ar fór út af sporinu. 9 lík hafa þegar fundizt, en óttast er, að fleiri hafi látið lífið, en brakið hefir ekki verið rannsakað til fulls. Á annað hundrað farþega meiddust, þar af 30 mjög alvar- lega.____________________ Daufur fundur Sjálfstæðismanna í Vopnafirði Vopnafirði í gær. í gáerkvöldi komu hingað í eink’aflúgvél þeir Gunnar Bjarna- son, ráðunautur og Ingólfur Jóns- son ráðherra., þeirra erinda að taia á stjornmálafundi, sem Sjálf- stæðisfiokkurinn hafði boðað til í samkomuhúsi staðarins. Fundarsókn var mjög iítil. Mað «r nhkkur, sem Ieit þar inn með- an ráðherrann var að tala, sagðist hafa talið 38 manns. Einn Sjálf- stæðismaður úr héraðinu tók til máís auk Ingólfs og Gunnars. Mun hann hafa talið að um væri að kenna ódugnaði starísmanna kaupfélagsins. Maðurinn les sitt Morgunblað, og yissi ekki betur en verzlunarfrelsi væri í lándinu. Setti hann hljóðan er honum var leitt fyrir sjónir, að fyrst hefði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í inn- flutningsnefnd neitað um leyfis- veitingu fyrir girðingarefni, og síð an ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, eftir að ágreiningi um málið hefði verið skotið til stjórnarinnar. Ingólfur á bak við glerkúna. Nú gerir Mbl. tilraun til að svara fyrir frambjóðandann með því að birta auglýsingu fra biomabuð kaupfélagsins þar sem auglýsturi er til sölu ýmis bátagjaldeyrisvarn- j ingur, sem heildsalar selja um j land ailt og fæst innfluttur þóttl nauðsynjar eins og girðingarefni j og góifdúkur fáist hvergi. Segir] Mbl., að SÍS hafi notað gjaldeyris-; leyfi tii að kaupa þessa vöru, en ekki girðingarefni. Þannig reynir íhaldið að fela viðskiptamálaráð- herra sinn á bak við bátagjaldeyr- isglerkýr, en gáir ekki að því að þær eru gagnsæar, og ásýnd ráð- herrans blasir við allra augum. Sambandið hefir ekki fengið nein ieyfi til að kaupa girðingar- efni fyrir bændur, en fulitrúi í- j haldsins í innflutningsnefnd neit-1 aði um leyfi í vor. Máiinu var / skotið til ríkisstjórnarinnar í ap- J rílbyrjun og þar hafa þeir setið sem fastast á því síðan, Ingólfur Jónsson, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Á meðan hafa glerkýr og postu- línshundar streymt inn í landið, álfadrottningarkökur, útlent kex, sósur og mayonesur, sælgæti og prjálvörur, en ekkert girðingarefni, ekki gólfdúkur, ekki verkfæri, ekki vörubílar, aðeins lítið af traktor- um, og því lengur, sem íhaldið stjómar viðskiptamálunum, því öf- uguggalegri er þessi þróun öll. Glerkýr heildsalanna og Ingólfs (Framhald á 2. síðu). Hringið í síma 82436 og látið skrá ykkur tii starfa | á kjördegi. 1 Mörg þessara bréfa eru hin hjá- kátlegustu. Sum skrifuð iíkast einkabréfum til ýmissa manna- á staðnum, og fara þar fram hinar undarlegustu orðræður um málin. Drottningin og hrókurinn. í opnu bréfi til Gunnþórs Björns sonar, forseta bæjarstjórnar Seyð- isfjarðar. Er hann Lárus þar að biðja Gunnþór fyrirgefningar á hvatskeytlegri grein, sem hann hafi skrifað vegna fréttar Gunn- þórs í Alþýðublaðinu af fundi í- haldsins á Seyðisfirði. Segir svo í bréfinu: „Reyndu nú, Gunnþór minn, að líta á málið frá mínu sjónarmiði. Við skulum líkja Sjálfstæðis- flokknum og Hræðslubandaiaginu við teflendur. Foringjar flokk- anna eru konungar taflsins. Sjálf stæðisflokkurinn sendir á borðið einn allra sterkasta fundarmann sinn, Bjarna Benediktsson, sem við köllum I þessu tiifelli drottn- ingu, og annan sterkan fundar- mann, Jóliann Hafstein, sem við skulum líkja við hrók á opnu borði.“ Svo er lýsingunni á taflinu hald ið áfram og frásögnin öll hin skemmtilegasta. En allir sjá, að þessi taflmannalíking Lárusar á foringjum Sjálfstæðisflokksins er bráðsnjöll. Menn sjá Bjarna þegar fyrir sér í drottningarskrúðanum og honum fer sannarlega vel drottningargangurinn, beint áfram, aftur á bak, út á hlið og á ská. Kannast menn ekki við málflutn- inginn? Og svo kemur hrókurinn, Jó- hann Hafstein, á opnu borði, aftur á bak, áfram og út á hlið, svolítið takmarkaðri en Bjarni, en sterkur maður samt. Ég klappaði líka — en misjafnlega. Þá er skýring Lárusar í bréfi þessu á því, hvers vegna Seyðfirð- ingar hafi gert svo góðan róm og klappað mikið fyrir ræðum á fundi umbótamanna, harla skarpleg. Hann segir: „Seyðfirðingar eru kurteisir fundarmenn og hlusta með eftir- tekt á ræðumenn flytja mál sín, án tillits til þess hvort þeir eru þeim sammála eða ekki. Kurteisi er Seyðfirðingum í blóð borin, og þeir, sem flytjast þangað, verða fyrir áhrifum af þeim, sem fyrir eru. — T.d. klappaði ég fyr- ir öllum ræðumönnum, misjafn- lega mikið þó að sjálfsögðu.“ Já, Seyðfirðingar höfðu góð á- Styrkjum kosningasfarfið með nokkrum f járframlögum Samkvæmt venju, sem skapazt hefir að tilhlutan annarra en Framsóknarmanna, leiSir kosningaundirbún- ingur af sér nokkur fjárútlát fyrir þá flokka, er hafa menn í kjöri til Alþingis. Undirbúningur kosningar þeirra, er fram fara 24. júní n. k., er engin undantekning í þessu efni. Framsóknarflokkurinn verður að afla fjár Ht greiðslu á slíkum kostnaði meðal áhugamanna sinna, sem mögu- leika hafa til að leggja nokkuð af mörkum. Hann treystir því á stuðningsmenn sína, að sýna þegnskap í þessu sem öðru. Flokksskrifstofan f Edduhúsinu veitir slíkum fram- lögum móttöku. (Framhald á 2. síðu). Beyndu ml, Gunnþór minn. aB Hta á rr.óUE Írí intnu ajSnarmtCi, j . Vi8 tiKalum HKja SjíUsueBíadoKkmim og HratlJBlubandaiagínu ví« teflendur Forlngjar itofckanna trit ksmmgir tafiaino. SjálfBtieCioflokkurirtn eendir úl i borOiS etnn ailra aterkaata íurtdarroann aímt, Bjarna Banediktaacm, tam VÍB kollurr, 1 þe**u tUfeiíi drottningu og annan mjbg sterkan fundar- m«nn jáhann Hafstein, »em viB skulum líkja viB hrók í opnu bork' Frá kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins ★ Þeir stuðningsmenn flokksins, sem dvelja fjarri heimili sínu, eru hvattir til að kjósa sem fyrst og senda atkvæði sitt heim. Hægt er að kjós3 hjá sýslumönnum, hreppstjórum og bæjarfógetum. Er« lendis hjá sendiráðum íslands og ræðismönnum, sem tala ísienzku og eru af íslenzku bergi brotnir. ★★ Þeir, sem fara að heiman fyrir kjördag, eru minniir á að kjósa áður en þeir fara. kkk' í Reykjavík er kosið í Melaskólanum alla virka daga frá kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h., sunnu- daga 2—6 e. h. kkkk Kosningaskrifstofa flokksins í Reykjavík veitir all- ar upplýsingar varðandi kosningarnar. Kjósendur utan af landi, sem dveljið í Reykjavík eða nágrenni, hafið samband við skrifstofuna, Lindargötu 9 A, strax. (Skrifstofan er opin alla virka daga 9—12 f. h. og 1—10 e. h., sunnudaga 1—7 e. h.) Símar skrifstofunnar eru: 8-2613 (Guttormur Sigurbjörnsson) 6562 (Kristján Benediktsson) 6066 (Þráinn Valdimarsson) ★★★ Það skal sérstaklega brýnt fyrir fólki, að þegar kosið er utan kjörstaða verður að skrifa nafn frambjóð- andans á kjörseðilinn, sé um einmenningskjördæmi að ræða. ★★ í tvímenningskjördæmunum Skagaf jarðarsýslu, Eyjaf jarðarsýslu, Norður-Múlasýslu, Suður-Múla- sýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu verður að setja bókstaf listans B á kjörseðilinn. B er listabókstafur Framsóknarflokksins í tvímenn- ingskjördæmunum. ★ í Reykjavík styðja Framsóknarmenn A-listann. Framsóknarmenn, munið að í Reykjavík verður að setja bókstaf listans — A — á kjörseðilinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.