Tíminn - 28.06.1956, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, fimmtudaginn 28. júní 1956,
Landsliðið fer utan.
L.iógm.: Sveinn Sæmundsson
5 gærmorgun fór íslenzka landsliðiS í knatfspyrnu utan með Gullfaxa. Þeir
/oru tuttugu og einn, leikmenn, fararstiórar og þjálfari. I þessum hópi
>ru átta frá Akranesi, einn frá Akureyri og tólf frá Reykjavík. Glæsilegur
hópur sem án efa verður landi og þjóð til sóma.
Sumarleikhús í
GamaiiIeikiirimL Meðan sólin skín
eitir Rattigan frumsýndnr á sunnudag
LeikrititS gerist í lok stríðsins; vettvangurinn
er London og vinsældir þess dugtu til elleiu
hurdrutJ sýninga þar í borg
'i gær ræddu blaðamenn við Gísla Halldórsson, leikara, en
' iann stjórnar sumarleikhúsi 1 Iðnó og verða sýningar á tveim-
ir eða þremur leikritum í sumar. Það fyrsta verður frumsýnt
:iú á sunnudaginn og er það gamanleikurinn Meðan sólin skín
íftir Terence Rattigan.
Gísli sagði að enn lægi ekkert
/kveðið fyrir um önnur leíkrit sum
/rleikhússins. Sýningar á „Meðan
iólin skin“ hefjast klukkan átta
ið kvöldi og enda klukkan ellefu,
:n minnsta kosti þrjár gýningar
lín, Guðmundur Pálsson og Gísli
Halldórsson. Skúli Bjarkan sneri
leikritinu á íslenzku.
Eitt leikrit hefir verið sýnt áður
hér á landi eftir Terence Rattigan,
það var Djúpið blátt.
/erða í viku hverri.
ilOO sýningar í London.
Bretar telja Rattigan vera einn
:;remsta leikritahöfund sinn um
pesar mundir og nýtur hann mik-
illa vinsælda þar í landi og víða
im heim, þar sem leikrit hans
nafa verið sýnd. Frægð sina lilaut
hann fyrir leikritið, sem nú er tek
ð til sýningar í sumarleikhúsinu
ig til marks um vinsældir þess má
íefna, að það var sýnt ellefu hundr
ið sinnum í London. Leikritið ger
ist í lok stríðsins en vetlvangur
pess er London.
Sjö leikarar.
Gísli Halldórsson er leikstjóri og
ír þetta þriðja leikritið, sem hann
iærir til leiks. Hin eru Ástir og
írekstrar (Austurbæjarbíó) og
Systir María (Iðnó). Leiktjöld mál
aði ILafsteirtn Austmann. Leikend
ir eru: Baldvin Halldórsson, Helga
Bachmann, Jón Sigurbjörnsson,
Róbert Arnfinnsson, Sigríður Ilaga
Heyskapur
(Framhald af 8. síðu.)
jr að verða þar allgott. Er byrjað
að slá á Egilsstöðum og nokkrum
jæjum öðrum.
Lítið byrjað á Suðurlandi.
Fréttaritari Tímans í Hornafirði
'sagði, að sláttur væri aðeins byrj-
aður þar óg væri spretta að verða
sæmileg. Mundu menn almennt
byrja næstu daga. Tíð er góð og
jþurrkar um þessar mundir.
Undir Eyjafjöllum munu menn
vera byrjaðir fyrir nokkrum dög-
um en annars staðar á Suðurlandi
er varla um það að ræða.
Fréttaritari Tímans á Selfossi
sagði í gær, að lítið eitt væri byrj-
að í Laugardælum og á einstaka
bæ öðrum. Spretta er heldur lítil
enn en túnum fer ört fram. Munu
bændur á Suðurlandi almennt
byrja um eða eftir næstu helgi.
Dulles
(Framhald af 1. síðu).
til aðstoðar, ef eitthvert þeirra
yrði fyrir árás.
Það er nú tilhneiging til að breyta
bandalaginu aftur í þessa uppruna
legu mynd, sagði Dulles. Lagði ut-
anríkisráðherrann á það áherzlu,
að Bandaríkin hefðu annazl Kefla-
víkurflugvöll einungis vegna Norð-
ur-Atlantshafsbandalagsins og þess
vegna yrðu öll mál, sem varða her
stöðina, að ræðast innan vébanda
þess.
Júgóslavía ekki leppríki.
Þá ræddi Dulles nokkuð um
heimsókn Títós til Moskvu. Taldi
hann alrangt að álykta sem svo,
að Júgóslavía væri nú leppríki
Rússa, þótt nokkuð hefði saman
gengið aftur með þessum ríkjum.
Taldi ráðherrann og að yfirráö
rússneskra stjórnarvalda yfir er-
lendum kommúnistaflolckum hefðu
mjög minnkað. Kommúnistaflokk-
ar Bretlands, Ítalíu og Bandaríkj-
anna væru mjög óánægðir með
núver. valdhafa í Rússlandi. Ekki
taldi hann heldur sennilegt, að
gagnrýni sú, sem komið hefir fram
á kommúnistaflokk Rússlands og
valdhafa þar frá kommúnistaleið-
togum erlendis væri fyrirfram
ákveðið herbragð í því skyni að
gera hina nýju línu frá Moskvu
um sjálfstæði hinna einstöku
kommúnistaflokka sennilegri. Það
lægju fyrir sterkar sannanir, sem
bentu til þess, að gagnrýnin ætti
rætur að rekja til raunverulegs
ágreinings og óánægju.
Dulles kvaðst vera á þeirri
skoðun, að mjög hefði dregið úr
valdi Rússa yfir kommúnistaríkj-
unum í A-Evrópu. Hinn alþjóð-
legi kommúnismi ætti nú heldur
erfitt uppdráttar sökutn innbyrð-
is sundurþykkju kommúnista.
ísienzk aljjýSa
sameinast
(Framhald af 1. síðu).
um í fyrstu lotu, þótt mikill og góð
ur árangur hafi vissulega náðst.
Nokkrir kjósendur hafa t. d. kos-
ið landlista flokks síns í stað þess
að kjósa frambjóðanda bandalags-
ins, ef hann tilheyrði hiniim sam-
starfsflokknum.
Þetta dró sérstaklega slæman
dilk á eftir sér í Suður-Múlasýslu,
þar xen^ 47 Alþýðuflokksmenn
kusu landlista Alþýðuflokksins í
stað þess að kjósa frambjóðendur
Framsóknarflokksins. Afleiðingin
var sú, að bandalag umbotaflokk-
anna missti annað þingsætið.
Litlu munaði, að eins færi á Ak-
ureyri vegna þess, að 32 Fram-
sóknarmenn kusu landlista Fram
sóknarflokksins.
Hér er um víli að ræða, sem var
ast verður í framtíðinni. Það mun
líka vissulega verða gert.
Þáttur sveitanna.
Ef kosningaúrslitin eru athuguð,
kemur það mjög glöggt í ljós, að
bandalag umbótaflokkanna hefir
hlotið sérstaklega öruggt fylgi í
sveitakjördæmunum. Af hálfu
sveitafólksins hefir þessari samfylk
ingu alþýðustéttanna verið alveg
sérstaklega fagnað.
Þetta sést kannske gleggst í
Austur-Húnavatnssýslu og í Snæ
fellssýslu, þar sem Framsóknar-
menn í syeitununi hafa fylgt sér
óskiptir um frambjóðendur Al-
þýðuflokksins. Þetta sést og á
traustara fylgi Framsóknarflokks
ins en áður í eiulilustu sveita-
kjördæmuniun, eins og í Dala-
sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu,
Norður-Þingeyjarsýslu, Norður-
fllúlasýslu, Austur-Skaftafells-
sýslu og' Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitafólkið hefir þannig enn
einu sinni sýnt þann hug sinn, að
það vill samvinnu við alþýðu bæj-
anna. Sveitafólkið hefir og enn
einu sinni sýnt það, að því má ó-
hætt treysta, þegar standa þarf
vörð um málstað íslands. Þessa
ber vissulega vel að minnast með
því að tryggja hlut og rétt sveit-
anna svo sem vert er.
Hvað bíður framundan?
Sú spurning er nú á flestra vör-
um, hvað bíði framundan. Þessu
verður ekki svarað hér, því að til
þess eru málin of margþætt og við-
töl milli stjórnmálamanna ekki
hafin. Málin munu tæplega skýrasl
til fulls fyrr en hið nýja þing kem
ur saman, er verður væntanlega
mjög fljótlega. Það er hins vegar
víst, hvernig bandalag umlióta-
flokkanna mun haga störfum sín-
um. Það mun vinna að því að lcoma
upp starfhæfri stjórn, sem leitast
við að leysa efnahagsmálin í sam-
ráði við stéttasamtökin og að fram-
kvæma ályktun seinasta Alþingis
um varnarmálin. Það hlýtur því
að eiga viðtöl við stéttasamtökin
jafnhliða því, sem unnið verður
að stjórnarmyndun eftir venjulcg-
um leiðum. En æskilegast er, að
þessir samningar geti gengið fljótt,
því að viðræður út á við um varn-
armálin geta ekki hafizt fyrr en
starfhæf stjórn hefir verið mynd-
uð.
Fyrst og síðast ber svo að leggja
áherzlu á það, að fylgja verður eft-
ir sigri bandalags umbóta-
flokkanna með því að efla það og
styrkja á allan hátt. Slík samfylk-
ing er það, sem koma skal og ráða
mun málum íslands í framtíðinni.
Úrslit kosninganna á sunnudaginn
er ótvíræð vísbending um það. Því
fyrr og mcir, sem þessi fylking
eykst og styrkist, því betur verður
hlutur alþýðunnar og málstaöur ís-
lands tryggður.
Breytingar á síidveiSi-
svæðunum
(Framhald af 1. síðu).
manna og Dana, svo að ekki gat
orði'ð af fundinum, en þeir á
Ægi höfðu samt samband við
leiðangursinenn á norska skip-
inu G. O. Sars.
Víð hinar óvæntu breytingar
varðandi fundinn í Færevjum
varð sú breyting á rannsóknun-
um, að Ægir hélt áfram rann-
sóknum fyrpr Norður- og Austur-
landi á svipuðum slóðum og rann
sakað hafði verið fyrr í vor og
Spænski Rosario-hallettinn heldur fyrstu
sýninguna í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Einn frægasti ballett Spánar, Rosario-ballettinn, kom hing-
að til Reykjavíkur í fyrrinótt og ætlar að halda að minnsta
kosti 6—8 sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þátttakendur í hópn-
um eru 22 — þar af 18 listamehn og konur, dansfólk, hljóð-
færaleikarar og söngvarar.
Miklum erfiðleikum var bundið
að fá þennan fræga ballettflokk
hingað, en að lokum liefir það nú
tekizt. Hann kemur beint frá París
en þar hefir hann hlotið hina lof-
samlegusu dóma.
Frægasta dansmær Spánar.
Stjórnandi ballettsins, frú Ros-
ario, er frægasta dansmær, sem
uppi er á Spáni. Um 20 ára skeið
hefir hún dansað með frægasta list
dansara Spánar, en fyrir nokkrum
árum stofnuðu þau dansskóla á
Spáni, sem þykir frábær í alla
staði. Dansflokkurinn hefir með-
ferðis eigin leiktjöld og búninga,
sem eru mjög fagrir og litríkir.
Fyrsta sýningin í Þjóðleikhúsinu
er í kvöld.
Lady Baden-PoweH
(Framliald af 8. síðu.)
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, hver upeldisáhrif starf
þeirra Baden-Powell hjóna hefir
leitt af sér. Börn og unglingar
svo milljónum skipta í flestum
löndum heims, hafa notið leiðsagn
ar þeirra og margir munu þeir,
sem komnir eru á fullorðinsár,
sem hafa notið góðs af starfi og
leikjum innan skátafélaganna.
Lady Baden-Powell fæddist 22.
febrúar nálægt Schesterfield í
Englandi. Hún hafði mikinn áhuga
fyrir mannúðarmálum strax á unga
aldri og var hjálpsemi hennar, við
þá er minnimáttar voru, þekkt í
nágrenni hennar. Hjálpsemi við
Kommúnistariístjóri
handtekinn í París
Ritstjóri aðalmálgagns franska
kommúnistaflokksins var handtek
inn í París í gær. Ennfremur gerði
lögreglan uppt'ækt eintak af blað-
inu, þar sem þjóðin er hvött til
að rísa upp með valdi gegn stefnu
stjórnarinnar. Ritstjórinn er sak-
aður um samblástur gegn löglega
kjörinni ríkisstjórn.
menn og málleysingja er eitt at-
riðið í hinum göfugu skátalögum,
svo segja má að frúin hafi verið
fæddur skáti.
Árið 1912 giftist hún stofnanda
skátahreyfingarinnar, Lord Baden-
Powell og starfaði við hlið hans
að vexti og viðgangi hreyfingar-
innar alla tíð. Hún var kjörin al
heimskvenskútahöfðingi árið 1930.
Baden-Powell hjónin heimsóttu ís-
lenzka skáta fyrir átján árum síð
an. Lord Baden-Powell dó fyrir
nokkrum árum síðan, eins og fyrr
er sagt, en síðan hefir kona hans
haldið áfram starfi þeirra hjóna.
Skátar hafa undirbúið mótið í
Hagavík a'ð mikilli kostgæfni, endá
þarf í mörg horn að líta, þar setn
búist er við því að sex hundruð
manns sæki mótið. Góð bílastæði
eru þar eystra og hafa skátar sitt
eigið lögreglulið, sem sér um lög
gæzlu alla í sambandi við mótið.
Mótsstjóri er ung stúlka, Auður
Garðarsdóttir.
Menn stanza í Austurstræti og
horfa á Rafskinnu í sumarskrúða
Rafskinna hefir nú verið í glugganum á aðra viku og ekki
skort áhorfendur fremur en fyrri daginn, enda er hún í sum-
arskrúða eins og vænta mátti. Á kosningadaginn var oft þröng
við gluggann, menn námu þar staðar á leið sinni á kjörstað,
og vonandi hefir enginn gleymt að kjósa fyrir Rafskinnu.
urðu þær framhaldsrannsóknir
mikilvægar.
Síldin nú komin upp að
Kolbeinsey.
f vor fannst engin síld að kalla,
nerna djúpt út af Norðurlandi,
en nú var þetta breytt. Síld var
komin upp vestur af Kolbeinsey
og virðist svo sem þar sé uni
nýja göngu að ræða, eða að síld-
in liafi gengið nær Iandinu.
Síðan Ægir fann margar síldar-
torfur á fornfrægum síldarmið-
um urn lielgina hefir talsverð síld
veiðzt út af Norðurlandi og er
því ekki annað hægt að segja en
að síldveiðarnar byrji vel, hvern-
ig sein framhaldið kann að verða.
Rannsóknarsvæði Ægis_ nær
yfir allt hafið umhverfis ísland
eða svo langt sem íslendingar
hafa beina liagsmuni af að raim-
saka beinlínis í sambandi við síld
veiðarnar, þó að rannsóknarsvæði
hinna skipanna séu líka mikil-
væg. En vísindamennirnir á Ægi
hafa fylgzt mcð síldinni nú í vor
á þeim slóðum, þar sem hennar
er von upp að landinu fyrir norð
an og austan.
Margir gera sér nú vonir um,
að síldin komi loksins í sumar.
Vísindamennirnir vilja engu spá
og telja það ekki lilutverk sitt,
því að þeirra starf byggist á víft'-
tækum rannsóknum og töluleg-
Glugginn er skreyttur af al-
kunnri smekkvísi Gunnars Bach-
mann, þar er blómskrúð og fugla-
söngur, gott ef sláttur er ekki haf-
inn þar á túninu. Er auðséð, að
góð rækt er komin í tún Rafskinnu
enda hefir þar verið vel búið síð-
ustu tuttugu árin.
Það mátti líka sjá, að Rafskinna
vakti athygli fleiri en heima-
manna í Austurstræti, því að oft
námu erlendir blaðamenn, sem
krökt hefir verið af síðustu daga,
staðar við gluggann og mynduðu
liana.
Aldrei mun Rafskinnu skorta
auglýsendur, því að sá sem einu
sinni hefir numið sér blaðsíðu í
henni, vill ekki sleppa henni aft-
ur, en rýmið og blaðsíðufjöldinn
er takmarkað, og eru því margir
á biðlista.
Hinn snjalli teiknari, Jón Krist-
insson, hefir sem fyrr teiknað aug
lýsingarnar og eru þær margar
stórsnjallar. Sumar eru með göml-
um svip, en þó fleiri nýjar af nál-
inni.
Rafskinna setur svip sinn á Aust
urstræti vor og haust.
um niðurstöðuni, en samt sem
áður er það svo, að dr. Hermann
segist þess fullviss, að nú séu
að verða einhverjar breytingar á
síldarsvæðinu f yrir norðan,
hvernig svo sem áhrif þeirra
breytinga kunna að verða á síld-
veiðarnar.
:
amP€P
Rafteikningar
Raflagnir — Viðgerðir
Þingholtsstræti 21
Sími 8 15 56
I VO
aflagnir 1
afvélaverkstæði |
afvéla- og
aftækjaviðgerðir f
i Norðurstíg 3A — SímL 6458 1
-umiiwimmimmmimmiimiMinmiimmiiifiiainaur
LTI