Tíminn - 28.06.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1956, Blaðsíða 6
5 T.IMINN, fimngtiidaginn 28. júní 1956. <s> NÓDLEIKHÚSID Rosario ballettinn Spánskur listdans 22 mann dansflokkur frá Madríd SÝNINGAR: frumsýning í kvöld kl. 20.00. föstudag kl. 23.00. Uppselt. Næstu sýningar laugardag kl. 16.00, sunnudag kl. 16.00 og kl. ' 20.00. Káta ekkjan sýningar föstudag kl. 19.00, laugardag kl. 20.00. Uppselt. Naesta sýn. mánudag kl. 20,00. Ekki svaraS í síma fyrsta klukku tímann eftir a3 sala hefst. ASgöngumiðasalan opln frá kl. 1S.X5—20.00. — Tekið á móti pöntunum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanlr satklst dagtnn fyrlr sýn- dngardag, annars seldar öðrum. 3 -’ió ’ • ▼ Sími 8 19 36 Eldraunin (The big heat) Glenn Ford ásamt Glorla Grahame. ___Sýnd Kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. Orustan í eyftimörkinni Hörkuspennandi, viðburðarík amerísk mynd um viðureign lögregluforingja við Indíána á sléttum Nýju Mexíkó. — Aðal- hlutverk: Broderick Crawford. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 ára. TRIP0LI-BÍÓ Sími 1182 Vitni aÖ morÖi (Wítness to Murder) Framúrskarandi spennandi, vel gerð og vel leikin, ný, amerísk sakamálamynd gerð eftir sam- nefndri sögu eftir Chester Er- skine. Þeir, sem sáu myndina „Glugginn á bakhliðinni", ættu ekki að missa af þessari. Barbara Stanwyck, George Sanders, Gary Merrill. Sýnd kl. 5, 7og 9. Bönnuð börnum. Afar spennandl ný amerísk kvikmynd um harða viðureign lögreglunnar við smyglara. — Aðalblutverk: John Ireland, Richard Denning, Susanne Dalbert. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. NÝJA BÍÓ Sími 1544 Viva Zapata Hin tilkomumikla og spennandi stórmynd um ævi og örlög bylt ingarforingjans Emiliano Zap- ata. — Aðalhlutverk: Marlon Brando, Jean Peters. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Sími 6485 Niðdimm nóft (Night without stars) Spennandi, viðburðarík ensk leynilögreglumynd. — Aðalhlut- verk: David Farrar, Nadia Gray. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Sala hefst kl. 4. HAFNARBÍÓ Sími 6444 Cr djúpi gleymskunnar — Hulin fortíð — Hrífandi ensk stórmynd eftir skáldsögu Theresu Charles, er kom út í ísl. þýðingu s. 1. vet- ur undir nafninu „Hulin fortíð" Phyllis Calvert, Edward Underdown. Sýnd kl. 7 og 9. Siðasta sinn. AUSTURBÆJARBÍÓ Síml 1384 Martröti minninganna (So lange du da bist) Mjög áhrifamikil og spennandi, ný, þýzk stórmynd, byggð á sögu eftir Willy Corsari, sem komið hefir út í ísl. þýðingu. — Danskur texti. — Aðalhlutverk: Maria Schell (vinsælasta leikkona Evrópu) O.W. Flscher, Hardy Kruger. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ «- HAFN ARFIRÐI — Sími 9184 Odysseifur Sýnd kl. 7 og 9. GAMLA BÍÓ Sími 1475 Glæfraför í Hundúras (Appointment in Honduras) Bandarísk kvikmynd í litum. — Aðalhlutverk: Glenn Ford, Ann Sheridan, Zachary Scott. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hyfnarfjarðarhíó Sími 9249 Litla dansmærin Hrífandi ensk úrvalskvikmynd í litum. Kom sem framhalds- saga í Fam. Journal í fyrra, undir nafninu, Brittede Dröm- mer. — Aðalhlutverk: May Zetterling, Terenge Morgan, og Mangy litla. Sýnd kl. 7 og 9. EFiir JENNIFER AM.ES 15 Málgefin miðaldra kona. frú Dickson-Smith að nafni búsett á Malaya, sat nálægt Fay, og gaf sig þegar á tal við hana. — Eruð þið hjónin á leið í skemmtiferð, spurði frúin. Fay endurtók hina venju- legu romsu um gúmmíekr- una, sem Alan ætlaði að kaupa á Maiaya. — Hættulegir tímar til þess aö gera slík kaup, sagði frú Dickson-Smith. — Gúmmíekrur á sæmilega ör- uggum stöðum eru sjaldan til sölu, og þær, sem eru á hættusvæðunum, eru ekki þess virði að kaupa þær. Menn eiga á hættu, að gúmmítrén séu höggvin nið- ur, kveikt í húsinu, að mað- ur tali nú ekki um að hús- bændújrnir séu bókstaflega myrtir. — Ég....ég vissi ekki, að það væri svo hættulegt, taut- aði Fay. — Lesið þér ekki blöðin? spurði frú Dickson-Smith hranalega. Svo hélt hún áfram og hristi höfuðið: — Það er beinlínis hræðilegt, að allir þessir innflytjendur skuli fara til slíkra staða með bros á vör, án þess að hafa hugmynd um ástandið. Þekkið þér annars nokkurn á þessum slóðum? — Systir mín er hjúkrun- arkona þar og gætir lítillar dóttur Mantesa hjónanna Þau eiga gúmmíekru í ná- grenni Peccan á Malaya. Það varð dálítil þögn. Fay virtist konan hafa lagt sig fram til þess að vera vin- gjarnleg fram að þessu, þrátt fyrir það, að hún væri að eðlisfari kaldranaleg 1 við- móti. En nú varð breyting á henni. Hún leit undrandi augum á Fay. — Nú, svo að þér þekkið Mantesa fólkið, sagði hún loks. — Það getur nú varla heit ið. Ég hefi aðeins hitt þau einu sinni. Eva fór með þeim til Singapore. En ef til vill þekkið þér þau, frú Dickson- Smith? — Vitanlega þekki ég Mantesa fólkið. Allij-, sem hafa einhverja þýðingu í Singapore, þekkja þau. Að vísu hefi ég aldrei verið ein af nánustu kunningjum þeirra, en það er víst líka erfitt að komast svo nálægt þeim. Þau eru efnaðir plant- ekrueigendur og meðlimir í beztu klúbbunum. Þau koma í hin venjulegu kokteil-sam- kvæmi — og það er allt. Það er mikið slúðrað um þau en Singapore lifir svo að segja á slúðri. Fay ræskti sig. — Hvað er sagt um þau, frú Dickson- Smith? Eldri konan þagði meðan hún reyndi að draga stutt pilsið niður fyrir þéttholda hnén. — Ja, sagði hún að lokum, — við undrumst, að það hefir aldrei verið ráðizt á plantekru þeirra, enda þótt hún sé á hæ'ttusvæðinu. John Mantesa segir, að það sé vegna þess, að starfsmenn hans séu svo dyggir, að þeir myndu verja ekruna til síð- asta manns, og því vilji kommúnistarnir eWsi ráðast á hana. En það hlýtur að liggja eitthvað meira að baki þessu eða baki honúm, bætti hún við. — Og frú Mantesa? Konan fór að hlæja.. — Þér skulið ekki skilja mann- inn yðar eftir einan með henni, góða mín. Þáð ér sagt, að allir karlmenn 'falli' fyrir henni. Annars er hún vissu- lega falleg, en hún er: köld sem ís, og ef til víll éf það einmitt það, sem mennirnir falla fyrir. . En Fay vildi fá allt ánnað að vita. ;; — Hittuð þér aldrei syst- ur mína, þegar s Ma-ntesa hjónin voru í Singápofe fyr- ir nokkrum mánu^um,' írú Dickson-Smith? Eldri konan hristi höfúðið, og dró enn betur niðúr um sig pilsið. — Systúr yðar? Sögðuð þér ekki, að hún væri hjúkrunarkona? Jú... .ég man vel eftir því aff Mantesa hjónin höfðu hjá sér unga stúlku, með gulbrúnt hár. Næstum eins á litinn og hár yðar, frú Farnsworth, en ekki eins rautt. — Já, en það er ómögu- legt að Eva hafi verið veiklu- leg, sagði Fay undrandi. — Þá getur þetta ekki verið systir yðar. Stúlkan, sem ég á við, leit út eins og hún væri að hálfu leyti dof- in. — Dofin? Hvað éigið þér við, frú Dickson-Smith? Konan yppti öxlum. — Nú þarna í hitabeltislöndunum er ekki svo óalgengt að fólk taki pillur. Það er hitinn og hið fábrotna líf, sem orsak- ar þetta. Það er auðvelt að ná í hvers konar eiturlyf á þessum slóðum hjá inn- fædda þjónustufólkinu. — Já, en Evu myndi aldrei koma til hugar að taka eit- urlyf. Hún, sem er hjúkrun- arkona. Það er hið síðasta, sem hún myndi gera. Konan yppti aftúr öxlum. — Ef til vill hefir það ver- ið áfengi. Það hefir slík áhrif á suma. Hún hrukkaði ennið og bætti við: — Ég held næstum, að ég geti munað nafn hennar nú. Ég er svo anzi góð að muna nöfn, skal ég segja yður. Richmond? Nei, Richards. Það var nafn hennar. Fay reyndi að hafa hemil á tilfinningum sínum. — Þá hefir þetta verið systir mín....hún heitir Eva Ric- hards, sagði hún loks.' Frú Dickson-Smith dró andann djúpt gegn um nef- ið. — Mér leiðist það mjög, góða mín. En vitanlega get ég haft rangt fyrir mér. Ef til vill hefir hún verið eitt- hvað lasin þennáii dag. Kannske vegna hitans.... skiljið þér? Fay minntist á þétta sam- tal við Alan, þegar flugvélin lenti til þess að taka benzín. Þau Alan fóru inn ! flug- stöðvarveitingahúsið til þess að fá sér kaffibolla. Hann hlustaði með athygli án þess að taka fram í fyrir henni. — Ef systir þín er orðin eiturlyfjaneytandi, þá er fundin skýringin á því, hvers vegna hún hefir ekki skriíað þér, sagði hann. — Já, en það gæti Eva aldrei orðið, hrópaði hún. — Hver einasta hjúkrunar- kona þekkir hættur eiturlyfj anna. — Hún þarf ekki að vita, að hún tekur lyfin, sagði hann með hægð. — Það get- ur átt sér stað, að verið sé að reyna aö gera hana hættu lausa á þennan hátt. Ég er viss um, aö hún hefir kom- izt að einhverju, en vona innilega, hennar vegna, að það sé ekki of mikið. Fay varð náföl. Hún hall- aöi sér fram og sagði alvar- * leg í bragði: — Alan, ef Eva er raunverulega í hættu, heldur þú þá, aö við munum gera henni verra með þvi, að fara og heimsækja hana? Hann svaraði ekki þegar í stað, en drakk kaffið hugs- andi. — Það er hugsanlegt, sagði hann loks, — en við neyðumst til að eiga það á hættu. — En ef ég vil nú ekki eiga það á hættu, svaraði Fay lágt. Andlitsdrættir hans hörðnuðu. Gráu augun, sem venjulega voru glettin, urðu nú köld og hörð. — Þú gleym ir því, að það er um meira að ræða en líf systur þinnar. En — hann yppti öxlum, — það er konum eðlilegt. Þær hugsa aðeins um sjálfa sig. — Já, vitanlega. Eva er hið eina, sem hefir einhverja þýðingu fyrir mig. Hana tek ég fram yfir allt annaö, sagði Fay öskuvond. — Fram yfir líf 5000 her- manna? Fram yfir það, að koma í veg fyrir óeirðirnar í Malaya? En það var svo sem ekki við öðru að búast. Sir Frederick sagöi, að þú værir gáfuð kona. Ég hefi ekki í hyggju að móðga þig, en ég sagði honum, að ég byggist ekki við, að slík kona væri til. 10. KAFLI. Um miðjan næsta dag lentu þau 1 flugstöð Singa- pore. Vegabréfs- og tollskoðunin olli þeim engum erfiðleikum. Sir Frederick hafði lofað, að hann myndi senda skeyti til Evu strax og þau væru lögð af stað, og í hugsa sér hafði Fay vonazt til, að hún myndi koma á flugstöðina til þess að taka á móti þeim. En hún kom ekki, enda þótt tekið væri á móti flestum hinum farþegunum af vin- um eða ættingjum. — Þú ert eins og munaö- arlaust barn, af því að eng- inn kemur að taka á móti þér, sagöi Alan og brosti þurrlega. — En þú getur ver- ið viss um, að ég hef fengið sömu tilfinningu oft. Fay sneri sér að honuin. — Heldur þú, að Eva sé á gistihúsinu? Ef hún hefir fengið skeytið frá sir Frede- rick, hefði hún getað konnzt hingað fljúgandi í tæka tíð, er það ekki? spurði hún áköf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.